Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Síða 20
Í0O
Kvikcnyndir
4aA LKJAKDAfíUR- 20. QKTÓBER 1S90. 1
x>v
Cohen-bræður á uppleið
frumleika og ferskleika sem ein-
kenndi öll vinnubrögö og margir
gagnrýnendur settu myndina á lista
yfir tíu bestu kvikmyndir ársins 1985.
Bræðurnir höföu meiri peninga milli
handanna þegar þeir geröu Raising
Arizona. Hún heillaði aftur gagnrýn-
endur og áhorfendur fyrir frumleika
sem samanstóö af gamni, spennu og
kærleika.
Það er þó með Miller’s Crossing
sem þeir nú virðast ætla að slá eftir-
minnilega í gegn. Hvort þeirri mynd
verður fylgt með enn betri er ómögu-
legt að segja á þessu stigi málsins.
Alla vega verður þaö erfitt því að
slíku lofi hefur verið hlaðið á Mill-
er’s Crossing, þótt vissulega séu það
ekki allir sem eru jafnhrifnir, að er-
fitt verður að fylgja því eftir. Þeir
bræður eru samt ekkert að hvíla sig
og eru að byija að kvikmynda næstu
mynd sína sem þeir nefna Barton
Fink. Þar leika aðalhlutverkin John
Goodman og John Turturro en hann
leikur einnig í Milier’s Crossing.
-HK
Það er enginn vafi á því að Cohen-
bræðumir Joel og Ethen eru þeir
kvikmyndagerðarmenn sem vakið
hafa hvað mesta athygli af yngri
kvikmyndagerðarmönnum í Banda-
ríkjunum.
Þótt það sé Joel Cohen sem er titl-
aður leikstjóri Blood Simple, Raising
Arizona og Miiler’s Crossing er aldr-
ei vitnað í myndirnar þrjár sem afrek
Joels heldur er ávallt bætt við nafni
bróður hans, Ethen, sem er titlaöur
framleiðandi. Allir sem með kvik-
myndum fylgjast vita að á milh
bræðranna er náin samvinna sem
nær yfir aha þætti kvikmyndagerð-
arinnar og því eru þeir ávallt nefndir
báðir á nafn þegar talað er um hver
hafi gert fyrmefndar kvikmyndir.
Miller’s Crossing var frumsýnd á
kvikmyndahátíðinni í New York fyr-
ir mánuði og vákti mikla athygli.
Virðist samkvæmt öhum fréttum
vera á ferðinni kvikmynd sem eng-
inn má missa af. Gerist myndin í
ónafngreindri borg ogfjallar um vin-
skap milli Leo, sem er spilltur stjórn-
málamaður, og Tom sem er maður-
inn á bak við hann. Vinskapur þeirra
verður að fjandskap þegar báðir
verða ástfangnir af sömu konunni.
Tom gengur til liðs við andstæðing
Leos og blóðugt stríð hefst í borginni.
Það hefur verið ákveðinn vfiji hjá
Cohen-bræðrum að reyna að endur-
taka aldrei það sem þeir hafa áöur
gert. Með það í huga fóru þeir að
skrifa Miller’s Crossing. Þá langaði
til að gera mynd um mafíustarfsemi
og til hUðsjónar þegar þeir byijuðu
að skrifa handritið höfðu þeir um-
hverfi og persónur sem Dashiell
Hammett hafði skapað: „í bókum
Hammett er sögð saga sem fer oft í
kringum sjálfan meginsöguþráð-
inn,“ segir Joel. „Það er í raun heU-
mikið púsluspil sem fer fram í bak-
grunninum og beinir því lesandan-
um meira að persónunum en sögu-
þræðinum.“
Með þetta í huga fóru þeir að skrifa
handritið að MUler’s Crossing og
enduðu með handriti að kvikmynd
sem þeir kalla „drulluborgarkvik-
mynd“. Miðpunkturinn er Tom sem
fer á milU stríðandi fylkinga án þess
að verða háöur neinum. „Hann er
hin dæmigerða Hammett persóna,"
segir Joel. „Áhorfandinnfæraldrei
að vita nákvæmlega hvað mikið
hann veit eða hvað hann ætiar sér.
Hann fræðist um hvað aðrir ætla sér
að gera og notar þá vitneskju sér til
handa. Hann hefur sín áhugamál og
siðferði en hann er alls enginn engUl.
Það er írski leikarinn Gabriel
Byme sem leikur Tom. Byme, sem
fær sitt stærsta tækifæri í Miller’s
Crossing, byijaði feril sinn hjá Ab-
bey-leikhúsinu í DubUn. Hans fyrsta
kvikmyndahlutverk var smáhlut-
verk í kvikmynd John Boorman’s,
Excalibur. Síðan hefur hann leikiö í
nokkrum kvikmyndum og eru þær
helstar, Hannah K, Gothic, Julia,
Juliaog Siesta.
í hlutverki Leo er breski stórleikar-
inn Albert Finney og eins og hans
er von og vísa slær hann eftirminni-
lega í gegn í hlutverkinu og hefur
fengið frábæra dóma. Upprunalega
átti Trey WUson að leika Leo en hann
hafði leikið í Blood Simple og Raising
Arizone. Hann lést rétt áður en hann
átti að fara að kvikmynda. Cohen-
bræður leituðu því til Finneys, sem
þeir höfðu kynnst í New York, og
báðu hann að hlaupa í skarðið. Fin-
ney, sem aldrei hefur látið undan
þeirri freistingu aö gera langtíma-
samninga, var á lausu, þá vom að-
eins tveir dagar áður en kvikmynda-
tökur áttu að hefjast og honum leist
það vel á handritið að hann sló til.
Joel Cohen til vinstri og Ethan eru hér við töku á Miller’s Crossing.
Albert Finney og Gabriel Byrne leika vini sem snúast hvor gegn öðrum.
Marcia Gay Harden, sem sést á innfelldu myndinni, leikur stúlkuna sem
verður til þess að þeir verða óvinir.
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
tökurnar. Atriðin vom kannski film-
uð fimm eða sex sinnum og aldrei
eins. Síðan, þegar komið var aö
klippingu, skeyttu þeir atriðinu sam-
an eins og þeim þótti það koma best
út.“
Finney hefur þetta um þá bræður
að segja eftir að hafa unnið með
þeim: „Það sem mér fannst stórkost-
legt við þá bræður var að þeir voru
ávallt að koma einhveiju nýju inn í
Ungir sérvitringar
Bræðumir Joel, sem er 35 ára, og
Ethen, sem er 33 ára, læröu ekki
báðir til kvikmyndagerðar. Joel nam
kvikmyndagerð við New York Uni-
versity of Film School meöan Ethan
var við sálfræðinám í Princeston en
hugur Ethan stóð einnig til kvik-
myndagerðar og þegar hann frétti að
bróðir hans væri farinn að vinna við
khppingu á myndum héldu honum
engin bönd og hann flutti til New
York og saman byijuðu þeir að skrifa
handrit fyrir framleiðendurna sem
Joel var að vinna fyrir.
Þegar ekkert gekk að koma hand-
ritunum á framfæri ákváðu þeir að
stofna sitt eigið fyrirtæki. Um leið
ákváöu þeir að þeirra fyrsta kvik-
mynd skyldi vera Blood Simple. Þeir
gátu önglað peningum, urðu sér úti
um leikara sem vildu vinna fyrir lít-
ið og héldu til borgarinnar Austin
sem er í Texas þar sem myndin var
tekin. Þetta var 1984.
Þegar svo Blood Simple kom fyrir
augu almennings voru það margir
sem heilluðust af myndinni sakir
Fljótiega mun Stjömubíó taka til
sýningar gamanmyndina The
Freshman sem státar af því að hafa
engan annan en Marlon Brando í
aðalhlutverki. Er þetta i fyrsta
skipti síöan ííann lék í The Form-
ula 1980 aö hann leikur aðalhlut-
verk í kvikmynd. Þrátt fyrir að
Brando hafi látið út úr sér að hon-
um þætti lxtið varið í myndina hef-
ur hún fengiö mjög góöa dóma vest-
anhafs og urðu ummæli hans alls
ekki til þess aö skaöa aösóknina.
í The Freshman leikur Brando
viðskiptajöfurinn Carmine Sabat-
ini sem ræður ungan mann í vinnu
sem vægast sagt hefur verið óhepp-
inn í samskiptum sínum við annaö
fólk. Sabatini vorkennir unga
manninum og tekur hann upp á
sína arma og veitir honum innsýn
í líf sem hann haföi ekki óraö íýrir
að væri til. Það er Matthew Brod-
eríck sem leikur unga manninn og
segir hann aö það að leika á móti
Brando sé eins og að leika fótbolta
við fótboltastjörnu: „Hann gefur
fullkomnar sendingar sem verða til
þess að ég get leikiö betur."
Leiksljóri og handritshöfundur
myndarinnar segist ekki hafa haft
Marlon Brando í huga þegar hann
skrifaöi handritið. Framleiöandinn
hafði stungið upp á þvi að þeir
sendu honum handritið upp á von
og óvon um að hann myndin lesa
það. Þeir urðu aldeilis undrandi
þegar Brando haföi samband viö
þá og bauö þeim til eyjarinnar Tet-
iaroa sem hann á, Þar hélt Brando
þeim uppi á snakki um allt milli
himins og jarðar í tvo daga en
minntist aidrei á kvikmyndina.
Á þriöja degi, rétt áöur en þeir
voru á fórum, sagðist hann ein-
faldlega ætia að leika í myndinni
og hann stóð við það og þótt ekki
hafi alltaf andað hlýju miili leik-
stjórans og stjörnunnar var allt
klárað á réttum tíraa og útkoman
er kvikmynd sem veitir öllum
skemmtun sem hana sjá.
Eins og flestum er kunnugt hefur
Marlon Brando staðið vörö um son
sinn aö undanfómu en hann er
sakaöur um aö hafa drepið tilvon-
andi tengdason Brando. Hefur það
komiö i veg fyrir áætlanir um gerð
kvikmyndarinnar Jerhico sem
hann hefur skrifað og haföi ætiað
sér að leikstýra og leika aöalhiut-
verkið í. Hvort af þessari mynd
verður er því óljóst, alla vega verö-
ur það ekki í bráö.
-HK
Marlon Brando leikur viðskiptajöfurinn Carmine Sabatini í The Fresh-
man.