Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Side 21
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990.
Neytendasamtökin:
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist ætla að
reka þau með hagnaði á næsta ári.
Neytendasamtökin voru nokkuö
í fréttum fyrr á árinu þegar skýrt
var frá því aö fjöldi félaga þeirra
hefði á skömmum tíma aukist úr 8
þúsund í 20 þúsund. Neytendasam-
tökin fluttu á árinu í nýtt og glæsi-
legt húsnæöi á Skúiagötu eftir aö
hafa hírst í þrengslum á Hverfis-
götu um árabil. Símalínum var
fjölgaö og þjónustan aukin.
Fyrir skömmu birtist grein um
samtökin í einu blaðanna þar sem
því var haldið fram að fjármál
Neytendasamtakanna væru farin
úr böndunum og eytt væri um efni
fram. DV gekk á fund Jóhannesar
Gunnarssonar formanns og spuröi:
- Er allt í ólestri hjá ykkur, Jó-
hannes?
„Þær fullyrðingar sem birst hafa
í fjölmiðlum eru alrangar," sagði
Jóhannes. „Það er vissulega ljóst
að halli verður á rekstri samtak-
anna þetta árið sem nemur u.þ.b.
2,7 milljónum en þess ber að gæta
að reikningar liggja ekki fyrir enn-
þá.
Samtökin rekin með
hagnaði á næsta ári
í áætlun, sem við erum að taka
saman núna, kemur í ljós að miðað
við óbreytta starfsemi Neytenda-
samtakanna á næsta ári greiðum
við niður þennan halla og skilum
góðum hagnaði af rekstrinum.
Ástæða þessa halla er sú að veru-
leg aukning hefur orðið á þjónustu
og umsvifum samtakanna. Sá fjöldi
nýrra félaga sem bættist við og
gerði þetta kleift gekk að mestu í
samtökin á miðju ári og greiddi því
að sjálfsögðu ekki nema hálft ár-
gjald eða 1.100 krónur. Þess utan
er dýrt að safna félögum með þess-
um hætti. Þetta fólk greiðir fullt
árgjald á næsta ári sem veröur að
vísu ekki hækkað mikið milh ára.
Það segir sig því sjálft að rekstur
samtakanna er tryggður á næsta
ári.
Ég tel hins vegar að samtök af
þessu tagi eigi ekki að reka með
hagnaði heldur rétt við núflið. Þaö
eru meira en næg verkefni sem
þarf að vinna fyrir neytendur,"
sagði Jóhannes.
„Við jukum útgáfu Neytenda-
blaðsins úr fjórum blöðum í fimm
á ári og stórbættum kvörtunar-
þjónustuna. Það kom í ljós að gífur-
leg þörf var á aukinni kvörtunar-
þjónustu og fjöldi símtala inn til
okkar hefur margfaldast. Þetta
varð dýrara en reiknað var með.“
Áætlaðar tekjur samtakanna á
þessu ári eru um 25 milljónir
króna. Styrkur frá hinu opinbera
er rúmar 3 milljónir. En verða tekj-
ur samtakanna á næsta ári ekki
miklu meiri miðaö við að inn komi
aukin félagsgjöld?
„Þetta er nú allt frekar óljóst. Við
höfum ekki ákveðiö hver hækkun
verðm- á félagsgjaldinu milfl ára.
Við vitum ekki hvert framlag hins
opinbera verður á fjárlögum."
Jóhannes gefur
kost á sér áfram
Á þingi Neytendasamtakanna í
dag munu reikningar samtakanna
liggja frammi og fjárhagsáætlun
næsta árs. Það er hins vegar ekki
ýkja flókið reikningsdæmi að tekj-.
urnar hijóta að verða 35 mifljónir
hið minnsta á næsta ári. Á þingi
samtakanna verður ný stjórn kjör-
in en Jóhannes gefur áfram kost á
sér sem formaður.
- Eru samtökin of dýr í rekstri?
„Því var haldið fram í áður á-
minnstu blaöi að starfsmenn hér
væru sjö og ég vildi óska að svo
væri en hið rétta er að þeir eru
sex. í kvörtunar- og leiðbeiningar-
þjónustu eru tvö og hálft starf, einn
starfsmaður sér um Neytendablað-
ið, einn og hálfur sinna almennum
skrifstofustörfum. Síðan gegni ég
starfl launaðs formanns. Við vild-
um gjaman geta ráðið fleiri starfs-
menn til þess að sinna ýmsum sér-
hæfðum verkefnum."
- Hvað fá neytendur fyrir félags-
gjaldið?
„Þeir fá Neytendablaðið fimm
sinnum á ári. Við aðstoðum okkar
félagsmenn þeim að kostnaðar-
lausu verði þeir fyrir því að kaupa
gallaða vöru og ná ekki fram rétti
sínum. Þetta er það sem neytendur
sjá beint.
Síöan vinnum við að fjöldanum
öllum af málum sem snerta neyt-
endur á margvíslegan hátt. Við
höfum knúið mjög fast á um að
löggjöf á sviði neytendaverndar
verði bætt. Ég geri mér fastlega
vonir um að á næsta Alþingi komi
fram frumvörp þar sem ýmis okkar
baráttumál verða að veruleika.
Fulltrúar okkar sitja í fjölmörgum
nefndum og ráðum þar sem hags-
muna neytenda er gætt og reynt
að styrkja stöðu þeirra. Þetta er
starf sem er ekki mikið í sviðsljós-
inu en er mikilvægt samt.“
Ætlum að krefjast
frelsis í
innflutningi búvara
- Þvi hefur veriö haldið fram að
Neytendasamtökin séu ekki nógu
einörð í sinni afstöðu og t.d. veigri
þau sér viö aö taka afstöðu í við-
kvæmum deilumálum sem snerta
alla neytendur. Hvað með afstöðu
samtakanna gagnvart innflutningi
á landbúnáðarafurðum?
„Ég veit ekki betur en að Neyt-
endasamtökin hafi á undanförnum
árum gengið fram fyrir skjöldu og
gagnrýnt harðlega það landbúnað-
arkerfi sem er við lýði á íslandi í
dag. Við höfum þó til skamms tíma
ekki viljað krefjast innflutnings á
landbúnaðarvörum.
Það er ekkert launungarmál að í
okkar röðum, þar á meðal hjá mér,
eru vaxandi efasemdir um þessa
afstöðu. Á þingi samtakanna verð-
ur því lögð fram ályktun þar sem
lagt er til að stefnu Neytendasam-
takanna hvað þennan málaflokk
varðar verði breytt. Þess verður
krafist að innflutningur matvæla
verði á 3-5 ára bifl gefinn frjáls.
Við verðum að gera okkur grein
fyrir því að þaö er búið aö hneppa
þessa atvinnugrein, landbúnaðinn,
í þvíflkar viðjar einokunar og
framleiöslustýringar að ef þeim
yrði svipt af í einni andrá myndi
íslenskur landbúnaður hrynja. Það
viljum við ekki.“
- Én er það hlutverk samtakanna
að bera hag einnar stéttar sérstak-
lega fyrir bijósti. Eru ódýrar mat-
vörur ekki það sem skiptir neyt-
endur mestu máfl?
„Við höfum trú á íslenskum land-
búnaði. Ef hann fengi að búa við
fijálst markaðskerfi og framleið-
endur að framleiða á eigin ábyrgð
þá geti hann staðið fyllflega jafn-
fætis samkeppni erlendis frá,“
sagði Jóhannes. „Mér finnst rétt-
ara að setja fram hófsamari en um
leið raunhæfari kröfur en þær að
krefjast innflutningsfrelsis strax.
Ég vek athygli á að í skoöanakönn-
un samtakanna kom í ljós að tæpur
meirihluti aðspurðra var hlynntur
innflutningsbanni. Við vfljum láta
hlusta á okkur og viljum ná ár-
angri. -Pá
21
L'ORÉAL
glens 09
TiVOLi
HVERAGERÐI
Opiðallar
helgar í
október og
nóvember
kl. 13-18.
ÚRVALSBÆKURNAR
FÁSTÁNÆSTA
BÓKA- OG BLAÐSÖLUSTAÐ
ÚRVALSBÆKUR MÁNAÐARLEGA