Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Side 31
Skelfingarópin hljóma frá „rússíbananum" I Busch Gardens. Við höfum séð menn koma þar náföla af skelf-
ingu en börnunum og unglingunum er afar vel skemmt.
Ævintýralandinu.
Þama hitta menn fyrir gamal-
kunnar ævintýrapersónur eins og
Mjallhvíti og Þyrnirósu. Farið er í
neðansjávarsiglingu með Nemo
skipstjóra um borð í kafbátnum
Nautillus og fleira og fleira. í landi
morgundagsins má m.a. sjá hver
þróunin hefur orðið inni á heimil-
unum frá aldamótum, sýning sem
sett er upp á einkar sniðugan hátt.
Segja mætti að Epoct Center
garðurinn sé e.t.v. meira sniðinn
að smekk fullorðinna en hinir Di-
sneygarðamir. Þar fara menn í ferð
um geiminn og himinhvolfið,
kynnast undra- og ævintýraheim-
um sem engan óraði fyrir að hægt
væri að útbúa. Þar heimsækja
menn fjarlæga staði á einni dag-
stund en alls hafa ellefu þjóðlönd
viðamiklar sýningar frá heima-
löndum sínum. Eru allar þessar
sýningar afarmerkar, þótt e.t.v.
megi segja að Kína beri þar af í
einhveiju tilliti.
Það skyldi því enginn missa af
því að skoða kínversku sýninguna.
Þar er sýnd svo stórkostleg kvik-
mynd í hringlöguðu kvikmynda-
húsi að þeir sem hana sjá hafa aldr-
ei upplifað neitt stórkostlegra á
hvíta tjaldinu. Einnig era þama til
sýnis og sölu kínverskir listmunir
svo fagrir að flest annað bliknar.
Frændþjóð okkar, Norðmenn, er
þama meðal stórþjóða heimsins
með sína Guðbrandsdalskirkju og
Akershus-veitingastað. Mjög at-
hyglisvert er að „sigla“ í gegnum
norsku „söguna“.
Skandinavísku löndunum mun
hafa verið boðið að standa að sam-
eiginlegri sýningu þama í Epcot.
Forráöamenn þeirra gátu ekki
komið sér saman og þótti fyrirtæk-
ið einnig of kostnaðarsamt. Norð-
menn tóku sig þó út úr og fengu
staðinn. Ekki munu þeir sjá eftir
því. Norska deildin er heimsótt af
hundruðum þúsunda árlega og er
talið að kostnaöurinn skili sér í
Ferðir
landkynningu og sölu minjagripa
og vel það.
Deginum í Epcot lýkur svo á stór-
kostlegri flugelda- og ljósasýningu
sem enginn má missa af. í miðjum
garðinum er gríðarstórt stöðuvatn
og er þar komið fyrir gosbrunnum
sem lýstir em upp og síðan er „leik-
ið“ á vatnsbunumar á meðan hljóm-
list dynur úr hátalarakerfunum.
Á meðan era byggingar hinna
fjarlægu þjóðlanda upplýstar með
skrautlýsingum og leysigeislum
þannig aö manni verður orðfall ef
á aö lýsa þessu svo nokkur mynd
sé á. Þessu má enginn missa af.
Halló manni -
allt í ganni
Kvikmyndaverin tvö, sem opnuð
hafa verið almenningi í Flórída,
em MGM og Universal. Það fyrr-
nefnda tilheyrir Disney. Þar getur
að líta allar heimsins tæknibrellur
og hægt er að kynnast því hvemig
kvikmyndimar verða tíl.
Universal-kvikmyndaverið var
opnað almemúngi á sl. sumri. Þar
fara menn ferð með geimverunni
ET, gestir lenda í gífurlegum jarð-
skálfta, risinn King Kong gerir
gestum lífið leitt, þeir lenda í bát
sem nærri er kominn í kjaftínn á
stóra hákarlinum Jaws og svo
mættí lengi telja.
Auðvelt er að gleyma sér í undra-
heimi kvikmyndanna og er næsta
ótrúlegt hve eðlilega ýmsar brellur
líta út þegar þær koma fyrir augu
okkar á hvíta tjaldinu.
Sea World í sérflokki
Nú er ipjög í tísku að gagnrýna
dýragarða og aðra staði þar sem
dýr em höfð til sýnis og, eins og
sumir segja, að „féþúfu“. Náttúm-
vemdarmönnum kemur þó saman
um að í sjávardýragarðinum Sea
World sé vel hugsað um dýrin og
hagur þeirra er borinn fyrir brj ósti.
Þar verða gestir vitni að stórkost-
legum sýningum lifandi dýra eins
og höfrunga, sela og stórhvala á
borð viö háhyminga. Það er ótrú-
legt hvemig hægt er að temja þess-
ar risavöxnu skepnur til þess að
leika ótrúlega finlegar listír, rétt
eins og þær skilji mælt mál.
Einnig er hægt að skoða þama
hákarla og aðra drápsfiska í neðan-
sjávarbúrum og þykir sumum það
allra skemmtilegast. Þá sýna sjó-
skíðalistamenn einnig listir sínar í
Sea World. Enginn má missa af því
aö heimsækja þennan stórmerka
stað.
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. 39
dv LífsstQl
Flórída:
Skemmtigarðar
Anna Bjamason, DV, Flórída:
Á Mið-Flórídasvæðinu em fjöl-
margir skemmtigarðar. Þeirra
kunnastur eru Disney-garðarnir,
Sea World, Busch Gardens, Silver
Springs og Universal-kvikmynda-
verið sem er þeirra nýjastur.
Á svæðinu eru a.m.k. sjö vatns-
skemmtígarðar þar sem allt gengur
út á vatnsrennibrautir og sund.
Frægastir em Wet’nd Wild, Water
Mania, Adventure Island og Typ-
hoon Lagoón.
Skemmtistaðir þar sem boðið er
upp á fjölbreytt og í sumum tilfell-
um frábær skemmtiatriði eru
margir og auk þess nærri óteljandi
veitinga- og matsölustaðir. Það er
mesti misskilningur að í Banda-
ríkjunum sé ekkert að hafa nema
hamborgara og franskar í svang-
inn.
Auðvelt er að komast í skemmtí-
siglingar, hvort sem menn kjósa
að sigla á lygnum ám í fljótandi
veitingastaðnum River Romance
eða um borð í skemmtiferðaskipum
á borð við „love boat“ sem margir
þekkja úr sjónvarpinu. Hægt er að
fara dagsferðir með slíkum lúxus-
farkostum þar sem farið er rétt út
fyrir landhelgi og deginum eytt í
glaum og gleði við fjárhættuspil.
Einnig er hægt að fara í lengri ferð-
ir og þá til nærliggjandi eyja eins
og Bahamaeyjaklasans sem er
skammt útí fyrir ströndum Flórída.
Loks er hægt að fara í siglingar
um fenjasvæðin í óvenjulegum loft-
skrúfubátum sem svífa með ógur-
legum gný rétt í vatnsborðinu. Þá
kemur ferðamaðurinn inn á alger-
lega óspillt svæði náttúmnnar þar
sem lifandi krókódílar flatmaga í
sólinni og skjaldbökur liggja í röð-
um á tijágreinum að herða á sér
skelina og líta út tilsýndar eins og
bílar á bílastæði.
Disney alveg
einstakur-
eitthvað fyrir alla
„Disney er ekkert fyrir mig,“ hef-
ur heyrst frá fullorönum íslending-
um sem verið hafa á ferð barnlaus-
ir á Orlando-svæðinu. Það er hins
vegar mesti misskilningur.
Það eiga allir erindi til Disneys,
jafnt fullorðnir sem böm. Disney-
garðamir em þrír, Magic King-
dom, Epoct Center og MGM-kvik-
myndaverið. Magic Kingdom er
sniðinn eftir ævintýrunum og
kannski sá sem höfðar mest til
yngstu kynslóðarinnar. Þar geta
fullorðnir einnig skemmt sér vel
því þar er öllu svo vel og haganlega
fyrir komið. Hægt er að fá góða
yfirsýn yfir garðinn með því að
byija á að fara með jámbrautarlest
í kringum hann allan. Garðinum
er skipt í fimm aðalsvæði: Main
Street USA, Adventureland,
Frontierland, Fantasyland og To-
morrowland. Jámbrautarlestín
stoppar í hveiju „landi“ en einnig
er auðvelt að ganga á milli svæð-
anna.
Þama er ótalmargt að sjá og allt
rr\jög áhugavert en látið ekki hjá
líða að skoða Pirates of the
Caribbean eða sjóræningjana í
Karíbahafinu. Þá er að finna í
Á Orlando-svæðinu er einnig
krókódílagarðurinn Gatorland sem
er í Kissimmee. Það er stærstí
krókódílagarður í heimi, hvorki
meira né minna. Þar er einnig upp-
eldisstöð fyrir krókódíla og eru
þeir sendir þaðan í dýragarða um
gjörvallan heim.
Busch Garden er í næsta ná-
grenni við Tampa sem er í um það
bil hálfs annars tíma aksturs fjar-
lægð frá Orlando. Það er ekki síður
hægt að skemmta sér þar en í þeim
görðum sem fyrr voru nefndir.
Þar er að finna gífurlega stóran
„rússíbana", sem hvolfir fólki á
ofsahraða, risastóran vaggandi bát
sem ruggar fram og aftur með gest-
ina spennta fasta í sætin þangað til
hann fer heilan hring. Þama þeyt-
ast menn í litlum bátum með gífur-
legum hraða í hlykkjum eftir
vatnsbrautum og enda meö því að
koma með leifturhraða niður snar-
bratta himinháa brekku. Fullorðið
fólk kemur náfólt úr þessum
skemmtítækjum en börn og ungl-
ingar hafa aldrei upplifað neitt eins
skemmtilegt. -
En það má einnig svífa í körfum
yfir svæðið Busch Gardens og
skoða það úr rólegu loftfarinu og
fara með einteinungi í kringum
svæðið. Boðið er upp á ýmsar
skemmtilegar sýningar og
skemmtanir innanhúss. Ekki má
láta hjá líða að nefna ísskautasýn-
inguna sem er ólýsanlega falleg og
skemmtileg. Þar sýna fæmstu
skautalistamenn heimsins listir
sínar á skautasvellinu í ótrúlegum
skrautsýningum.
En ef skipta á dvölinni í Flórída
t.d. á milli Orlando og Mexíkóflóa-
svæðisins er hentugra að skoða
Busch-garðinn þaðan.
Enn er eftir að nefna fjölmargt
sem er sérlega áhugavert. Get ég
ekki látið hjá líða að minnast á eft-
irlætisstað undirritaðs sem er Sil-
ver Springs.
Það er dásamlegur garður í um
það bil hálfs annars tíma keyrslu
norður af Orlando. Þar er að finna
einhveijar stærstu uppsprettur
lindarvatns í Bandaríkjunum.
Þetta silfurtæra vatn rennur í Sil-
furá og er siglt á henni í bátum
með glerbotni. Skoðaður er árbotn-
inn og lífið undir vatnsborðinu. í
Silver Springs er einnig nokkuð af
villtum dýrum í „náttúrulegu”
umhverfi sínu, apar, gíraffar, gas-
ellur og önnur dýr, aö ógleymdum
krókódílum og skjaldbökum.
Þama er einnig fjölskrúðugt fugla-
lif.
Allt umhverfið í Silver Springs
er sérlega friðsælt og fagurt. Á
svæðinu er skóglendi sem er
nauðalíkt því sem finna má í Afr-
íku. Þama hafa verið teknir fjöl-
margar kvikmyndir á undanfóm-
um áratugum. Nefna má sérstak-
lega að Tarsan-myndimar með Jo-
hnny Weissmuller vom allar tekn-
ar þama en ekki í Afríku eins og
allir héldu.
Það er því greinilega ekki að
ástæðulausu að Mið-Flórídasvæðið
er svona vinsælt meðal feröa-
manna. Þangað sækja menn hvað-
anæva úr heiminum svo heyra má
mörg tungumál þegar gengið er um
garða og skemmtistaöi svæðisins.