Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Page 42
50
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990.
. *
>
Afmæli
Ingólfur Kristinsson
Ingólfur Kristinsson, lengst af
starfsmaöur viö Sundlaugina á Ak-
ureyri, til heimilis aö Hjallalundi
17E, Akureyri, er áttræöur í dag.
Starfsferill
Ingólfur fæddist á Akureyri og
ólst þar upp. Hann missti fööur sinn
ungur og þurfti snemma að fara að
vinna fyrir sér. Ingólfur vann m.a.
við ullarþvott hjá Gefjun og síðan
starfaði hann á skrifstofu póstbáts-
ins Drangs en lengst af vann hann
hjá Akureyrarbæ við Sundlaugina
eða í tuttugu og fimm ár.
Á yngri árum stundaði Ingólfur
íþróttir með íþróttafélaginu Þór og
Leikfimisfélagi Akureyrar og fór þá
m.a. í sýningarferðir tU Reykjavíkur
og víðar. Þá starfaði hann og lék
með Leikfélagi Akureyrar og söng í
mörg ár með Karlakómum Gey si.
Ingólfur hefur sinnt ýmsum fé-
lagsstörfum. Hann var m.a. formað-
ur Starfsmannafélags Akureyrar í
tólf ár, sat á þess vegum þing BSRB
í Reykjavík og var gerður að heið-
ursfélaga Starfsmannafélagsins er
hann varð sjötugur. Þá var hann
fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags
Eyfirðinga. Hann er nú formaður
félagsinsKarlII.
Fjölskylda
Ingólfur kvæntist 26.11.1932 Grétu
Jónsdóttur, f. 3.10.1910, d. 25.4.1982,
húsmóður.
Ingólfur og Gréta eignuðust sex
börn. Þau era Hildur, gift Guðlaugi
Tómassyni og eiga þau flmm börn
og átta barnabörn; Öm, kvæntur
Elsu Valgarðsdóttur og eiga þau
þrjú börn ogfjögur barnabörn; Ör-
lygur, kvæntur Ásu Jónsdóttur og
eiga þau fjögur börn og fjögur
barnaböm; Ingólfur, kvæntur Sig-
rúnu Valdimarsdóttur og eiga þau
fimm börn og fjögur barnabörn;
Gréta, gift Sigurði Hallgrímssyni og
eiga þau íjögur böm og tvö bama-
börn; Örvar, kvæntur Erlu Ólafs-
dóttur og eiga þau tvö börn. Barna-
börnin eru því tuttugu og þrjú að
tölu en langafabömin eru orðin tutt-
ugu og tvö. Öll börn Ingólfs búa fyr-
ir sunnan nema Örlygur sem býr á
Akureyri.
Systur Ingólfs voru þijár: Helga
Sigríður, f. 27.6.1889 í Samkomu-
gerði; Magnúsína, f. 1.1.1900 á Æsu-
stöðum, og Guðrún, f. 24.10.1904,
d. 22.5.1915.
Foreldrar Ingólfs voru Kristinn
Jósefsson, f. á Krónustöðum í Saur-
bæjarsókn, 1.8.1863, búsettur á Ak-
ureyri frá 1903, og kona hans, Guð-
laug Stefanía Benjamínsdóttir, f. á
Stekkjarflötum í sömu sveit 12.8.
1870.
Kristinn var sonur Jósefs, b. á
Krónustöðum, Sigurðssonar, b. í
Suður-Tjarnarkoti, Flóventssonar.
Móðir Kristins var Friðbjörg, dóttir
Þorláks Nikulássonar og Friðfinnu
Friðfinnsdóttur.
Guðlaug Stefanía var dóttir Benja-
Ingólfur Kristinsson.
míns Jónssonar, b. á Stekkjarflöt-
um, og konu hans, Guðlaugar Gísla-
dóttur.
Ingólfur mun taka á móti gestum
í Lóni á afmælisdaginn milli klukk-
an 15 og 18.
Aðalheiður Klemensdóttir
Aðalheiður Klemensdóttir, Holts-
götu 31, Reykjavík, verður áttræð á
morgun. Aðalheiður er fædd í
Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk
bamaskólaprófi og vann við gard-
ínusaum eftir lát manns síns. Hún
hefur búið á Holtsgötu 31 undan-
famaáratugi.
Fjölskylda
Aðalheiður giftist 9. júní 1934 Guð-
mundi Kristjáni Kristjánssyni, f. 19.
júlí 1904, d. 27. janúar 1958, vélstjóra
í Héðni. Foreldrar Guðmundar eru:
Kristján Jónasson, bifreiðarstjóri í
Rvík, og kona hans, Ingibjörg Guð-
mundsdóttir. Böm Aðalheiðar og
Guðmundar em: Klemens, f. 10.
nóvember 1934, kaupmaður í Höne-
foss í Noregi, kvæntur Astrid Guð-
mundsson og eiga þau fjögur böm;
Aðalheiður, f. 11. maí 1942, gift Jóni
Helgasyni, vélstjóra í Rvík, og eiga
þau þrjú börn; Hrefna, f. 9. septemb-
er 1944, starfsmaður RÚV, og á hún
þrjú börn; Kristján, f. 4. október
1945, húsasmiður í Rvík, kvæntur
Elsu Baldursdóttur bankastarfs-
manni og eiga þau þijú börn og
Margrét, f. 28. ágúst 1948, gift Geof-
frey Brabin, húsasmiði í Englandi,
og eiga þau tvö böm.
Systkini Aðalheiðar em: Erlingur,
f. 12. mars 1912, stýrimaður, á
Hrafnistu í Rvík, kvæntur Valgerði
Stefánsdóttur, f. 9. nóvember 1910,
böm þeirra em: Stefán Karl, f. 24.
júlí 1935, d. 5. desember 1935, Klem-
ens, f. 30. maí 1937, bifreiðarstjóri á
Selfossi, og Hrafnhildur, f. 1944, d.
1945; Valgarður, f. 2. nóvember 1913,
sjómaður í Rvík, kvæntur Sigríði
Stefánsdóttur, f. 7. september 1918,
og eiga þau fjögur börn og Margrét,
f. 24. mars 1917, húsmóðir í Rvík,
gift Guðna Björgvini Ólafssyni
prentara, þau skildu og eiga þau sjö
dætur.
Ætt
Foreldrar Aðalheiðar voru: Klem-
ens Klemensson frá Brautarholti á
Kjalamesi, f. 1. júní 1886, d. 22. nóv-
ember 1918, sjómaður í Rvík, og
kona hans, Margrét Guðbrands-
dóttir, f. 30. september 1888, d. 13.
september 1946. Móðursystir Aðal-
heiöar er Rósa, móðir Hauks Mort-
hens og Kristins, föður Bubba Mort-
hens. Margrét var dóttir Guðbrand-
ar, b. á Tjörfastöðum á Landi, bróð-
ur Guðrúnar, langömmu Guðlaugs
Tryggva Karlssonar hagfræðings,
Guðlaugs Bergmann, forstjóra
Aðalheiður Klemensdóttir.
Karnabæjar, Egils Gr. Thorarensen,
forstjóra Síldarrétta í Kópavogi, og
Guðlaugs Ægis Magnússonar, for-
stjória MM á Selfossi. Bróðir Guð-
brands var Sæmundur, afl Guðrún-
ar Erlendsdóttur hæstaréttardóm-
ara. Guðbrandur var sonur Sæ-
mundar, b. í Lækjarbotnum á Landi,
Guðbrandssonar, ættföður Lækjar-
botnaættarinnar, bróður Sigurðar,
langafa Guðmundar Daníelssonar,
rithöfundar.
Aðalheiður verður að heiman á
afmælisdaginn.
Dagur Hannesson
Dagur Hannesson, eldsmiður og
tónhstarmaður, Efstasundi 82,
Reykjavík, verður áttræður á morg-
un.
Starfsferill
Dagur fæddist í Hólum í Stokks-
eyrarhreppi og ólst þar upp. Hann
lærði járnsmíöi í Vélsmiðj unni
Héðni og gekk i Iðnskólann í
ReyKjavík. Dagur hefur unnið við
iön sina allan sinn starfsaldur, lengi
i Ofnasmiöjunni i Reykjavík og síð-
an í mörg ár þjá Tækni hf. í Reykja-
vik.
FJÖIskylda
Dagur kvæntist 30.9.1938 Sigfriði
Sigurðardóttur húsmóöur, f. 28.6.
1901, d. 5.3.1972, frá Flatey á Breiða-
firði.
Sonur Dags og Sigfríðar er Sigurð-
ur, f. 27.9.1944, íþróttakennari í
Reykjavík og landsliðsmarkmaður í
knattspymu í fjöldá ára, kvæntur
Ragnheiði Lárusdóttur, f. 4.4.1949,
dóttur Lárasar Blöndal Guðmunds-
sonar bóksala og Þórannar Kjart-
ansdóttur, en synir Siguröar og
Ragnheiðar eru Láras, f. 25.4.1971,
Dagur, f. 3.4.1973, og Bjarki, f. 26.9.
1980.
Systir Dags, sem nú er á lífi, er
Guðfinna Dagmar, f. 28.12.1906, bú-
sett í Hveragerði. Systkini Dags,
sem nú era látin, em Magnús, f.
28.7.1890; Sigurður, f. 19.6.1894;
Guðlaug, f. 6.9.1896; Þórdís Ágústa,
f. 31.8.1901, og Jóna, f. 14.9.1905, auk
þess sem þrír bræður létust í
bemsku.
Foreldrar Dags vora Hannes
Magnússon, f. 19.10.1858, b. í Hólum
í Stokkseyrarhreppi, og kona hans,
Þórdis Grímsdóttir húsfreyja.
Hannes var sonur Magnúsar
Hannessonar, b. á Baugsstöðum, af
Bergsætt, og konu hans, Guðlaugar
Jónsdóttur, b. á Vestri-Loftsstöðum
Jónssonar.
Þórdís var dóttir Gríms, b. í Gljá-
koti, Jónssonar, af Bergsætt, og
konu hans, Guðfmnu Sigurðardótt-
ur, b. í Gljákoti, Sigurðarsonar.
Dagur tekur á móti gestum hjá
syni sínum Sigurði, Efstasundi 82, á
milli klukkan 16 og 19.00 á afmæhs-
daginn.
Þorvarður Þórðarson
Þorvarður Þóröarson, fyrrv. bóndi
að Votmúla í Sandvíkurhreppi í
Flóa, nú til heimilis að Engjavegi 75,
Selfossi, verður níræður á morgun.
Starfsferill
Þorvarður fæddist aö Votmúla og
ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann
naut bamaskólakennslu þess tíma
en að öðm leyti kynntist hann
snemma öllum almennum sveita-
störfum og vann viö landbúnaðar-
störf á búi foreldra sinna. Hann tók
við búi af foreldrum sínum að Vot-
múla árið 1942. Þorvaröur seldi jörð
sínaáriðl968.
Fjölskylda
Þorvarður kvæntist 1.11.1941
ÞóraMagnúsdóttur.f. 7.11.1920,
húsmóður en hún er dóttir Magnús-
ar Gíslasonar, b. í Stokkseyrarseh,
og konu hans, Maríu Aradóttur hús-
freyju.
Systkini Þorvarðar urðu átta og
em fjögur þeirra á lífi.
Foreldrar ÞofVarðar voru Þórður
Þovarðarson, d. 28.4.1942, bóndi í
Votmúla, og kona hans, Anna Lafr-
ansdóttir, f. 2.10.1872, d. 11.5.1957,
húsfreyja á Votmúla.
Ætt
Systir Þórðar var Vigdís, móðir
Þórðar Bogasonar sem var oddviti
á Hehu. Þórður var sonur Þorvarð-
ar, hreppstjóra í Litlu-Sandvík,
Guðmundssonar, b. í Litlu-Sandvík,
Þorvarður Þórðarson.
Brynjólfssonar. Móðir Þórðar var
Svanhildur Þórðardóttir frá Sviðu-
görðum.
Þorvarður verður að heiman á
afmæhsdaginn.
hamingju
afmælið 21. október
85 ára
Guðfinna Ingíbjörg Clause Fögrubrekku 7, Kópavogi. III
80 ára
Martha H. Imsland, Bólstaöarhlíö 48, Reykjavík-
70 ára
Guðrún Hansdóttir, Kanastöðum, Austur-Landeyjum, Pálmfríður Bergmann, Heiöarvegi 12, Keflavik.
60 ára
Þórður Einarsson, Stekkjaflöt 17, Garöabæ. Jón Kristinn Pálsson, Botnahlíð 21, Seyðisfirði.
Guðgeir Sigurðsson,
Skammadal, Mýrdal.
Erla M. Karcisdóttir,
Engihjalla 11, Kópavogi.
Lilja Friðbertsdóttir,
Engjavegí 32, Seliössi.
Sigurveig Björnsdóttir,
\'■ ■ bolti 8, .......
Benedikt Guðbrandsson,
Nýbýlavegi 94, Kópavogi.
Sigurður B. Pétursson,
Kirkjugötu 7, Hofsósi.
Gylfi Ásmundsson,
Rimasíöu 27, Akureyri.
Halldór Árnason,
Hofteigí 20, Reykjavík.
Ingibjói r Magnúsdótti!.
Sólbrekku 5, Húsavík.
Stcfania Hjartardóttir,
Hverfisgötu 10, Hafnarflröi.
Erlendur Magnusson
Erlendur Magnússon, vitavörður á
Dalatanga, verður sextugur á morg-
un.
Erlendur fæddist á Siglunesi viö
Siglufjörð og ólst þar upp í foreldra-
húsum við landbúnaðarstörf og sjó-
sókn.
Erlendur tók viö vitavörslu og
veöurathugunum á Siglunesi 1958
og gegndi því starfi ásamt búskap
og sjósókn þar til honum var veitt
vitavarðarstaðan á Dalatanga í
ágúst 1968.
Erlendur kvæntist29.6.1951 Elfríð
Pálsdóttur, f. 26.5.1930, þýskættaðri,
en hún kom hingað til lands 1949,
þá ráðin kaupakona á Siglunesi í
eittár.
Böm Erlends og Elfríðar eru An-
tonía, f. 8.4.1951, húsmóðir í Kópa-
vogi, í sambýli með Guðmundi Bald-
urssyni og eiga þau einn son en
Antonía á þrjú börn úr fyrri sam-
búð; Regína Magöalena, f. 30.9.1952,
húsmóðir í Mjóafirði, í sambýh með
Jóhanni Egilssyni og eiga þau tvo
syni, auk þess sem Jóhann á þrjú
börn úr fyrri sambúð; Helga Erla,
f. 22.10.1953, húsmóðir í Mjóafirði,
gift Birni Gíslasyni og eiga þau eina
dóttur; Hörður, f. 6.6.1956, búsettur
á Neskaupstað, kvæntur Guðrúnu
Ásgeirsdóttur og eiga þau þijú böm;
Marsibii, f. 20.2.1960, húsmóðir á
Dalatanga, gift Heiöari W. Jons og
eiga þau tvö börn, auk þess sem
Heiðar á tvö börn frá fyrra hjóna-
bandi; Ema Jóhanna, f. 17.6.1962,
Erlendur Magnússon.
búsett í Reykjavík; Herdís, f. 23.5.
1967, húsmóðir á Sauðanesi við
Siglufjörð í sambýli með Jóni
Trausta Traustasyni.
Systkini Erlends em Baldvina, f.
21.4.1925, húsmóðir í Reykjavík, gift
Snæbirni Pálssyni og eiga þau tvo
syni; Erla Guðlaug, f. 16.5.1926, hús-
móðir á Akureyri, gift Lýð Bogasyni
og eiga þau tvær dætur; Haraldur,
f. 26.11.1927, búsettur á Akureyri,
kvæntur Ásgerði Sigurbjömsdóttur
og eiga þau fimm böm; Guðmund-
ur, f. 24.2.1929, búsettur á Akur-
eyri, kvæntur Sigríði Jónsdóttur og
eiga þau fjögur börn; Hreinn, f. 20.5.
1932, búsettur í Reykjavík, kvæntur
Páhnu Sigurðardóttur og eiga þau
tvo syni.
Foreldrar Erlends vora Magnús
Baldvinsson, f. 5.11.1895, d. í sept-
ember 1956, bóndi í Siglunesi, og
kona hans, Antonía Vilhelmína
Guöbrandína Erlendsdóttir, f. 5.5.
1901, d. í júlí 1987, húsfreyja.
RafnG.
Sigurbjörnsson
Rafn Georg Sigurbjörnsson, bóndi
og hreppstjóri á Örlygsstöðum II í
Skagahreppi á Skagaströnd, er
fimmtugurídag.
Kona Rafns er Ingibjörg Ólafs-
dóttir frá Siglufirði og eiga þau tvö
börn, Rafn Inga, f. 15.2.1970, nema
við HÍ og Elínu Onnu, f. 2.5.1971,
menntaskólanema á Akureyri.
Rafn Georg Sigurbjörnsson.