Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Síða 5
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1990. 5 Fréttir Iðnþróunarfélag EyjaQarðar: Þetla lyktar af hreinsunum - segir framkvæmdastjórinn sem hefur verið sagt upp störfum ásamt öðrum starfsmönnum Gylfi Kristjánæan, DV, Akuieyri; „Ég get ekki sagt aö ég sé bitur. Ég veit hins vegar ekki upp á mig neina skömm og þaö er ekki um nein- ar ávirðingar að ræöa varðandi þess- ar uppsagnir. Þetta lyktar nokkuö af hreinsunum, enda virðist sú stjóm sem nú stýrir félaginu hafa annan stíl en sú fyrri,“ segir Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyfirðinga, en honum hefur nú verið sagt upp störf- um ásamt Þorleifi Þór Jónssyni, ferðamálafulitrúa félagsins. Ljóst er að stjóm Iðnþróunarfé- lagsins telur að félagið hafi fjarlægst upphafleg markmið sín og beina eigi starfinu inn á aðrar brautir með áherslu á styrkingu og uppbyggingu atvinnulífsins. 'Þremur starfsmönn- um félagsins var því sagt upp störf- um en einum þeirra er gefinn kostur á að starfa áfram. „Ég hef alltaf litið á félagið sem atvinnuþróunarfélag eins og gert er annars staðar á landinu. Þess vegna m.a. fómm við út í það að taka að okkur að byggja stúdentagarð og vinna að málefnum Háskólans á Akureyri vegna þess að við töldum það þjóna þeim markmiðum. Það að við höfum unnið á of breiðu sviði, eins og sagt hefur verið, má að miklu leyti rekja til þess að við höfum ver- ið með þjónustusamning við at- vinnumálanefnd Akureyrarbæjar og auðvitað höfum við þurft að vinna það sem þeir hafa beðið um. Það má líka segja að vinna okkar varðandi stóriðju, sem hefur tekið mikinn tíma, sé nýsköpun eða iðnþróun. Höfnin í Stykkishólmi dýpkuð við gömlu steinbryggjuna. DV-mynd Ingibjörg Stykkishólmur: Höf nin dýpkuð Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykkishólmi: Höfnin hér í Stykkishólmi var dýpkuð í haust, einkum við ferju- bryggjuna en einnig við gömlu stein- bryggjuna og við smábátahöfnina. Alls voru teknir um sex þúsund rúm- metrar úr höfninni og er dýpt hennar nú um fjórir metrar við feijubryggj- una en 2,5-3 metrar annars staðar. Það var dýpkunarprammi frá Köf- unarstöðinni sem verkið vann í um- sjón þeirra Einars Kristbjömssonar frá Köfunarstöðinni, Högna Bærings- sonar, yfirverkstjóra Stykkishólms- bæjar, og Konráðs Ragnarssonar, hafnarvarðar Stykkishólmshafnar. Dagsprent og POB: Sameiningin er ekki úr sögunni Gylfi Kristjánssan, DV, Akuieyii: „Það er enn vilji beggja fyrirtækj- anna að huga aö sameiningu þeirra. Það sem hins vegar stendur í vegin- um er að það hefur ekki tekist að selja húseign annars hvors fyrirtæk- isins en það er grundvöllur þess að þau geti sameinast," segir Hörður Blöndal, framkvæmdastjóri Dags- prents á Akureyri, um hugsanlega sameiningu fyrirtækisins og Prent- verks Odds Bjömssonar. Að sögn Harðar em fasteignir POB við Tryggvabraut og Dagsprents við Strandgötu báðar í sölu. „Þaö lítur þó ekki vel út með það að hægt verði að selja, ekki á meðan helmingur iðnaðar- og verslunarhúsanna við Glerárgötu stendur auður,“ sagði Hörður. Hann sagði að rekstur Dagsprents og dagblaðsins Dags gangi vel um þessar mundir og bæði fyrirtækin væm rekin með hagnaði á þessu ári. Eftir tapár, sem náðu hámarki 1988, er um 20 milljóna króna tap varð á rekstri fyrirtækjanna tveggja, varð örlítill hagnaður á sl. ári og enn bet- ur hefur gengið í ár. Dagsprent hefur gert samning við Prentsmiðjuna Odda hf. í Reykjavík og er orðið umboðsaði Odda á Akur- eyri og í Eyjafirði. Dagsprent selur framleiðsluvörur Odda, aðallega tölvupappír, og fær í staðinn ýmsa ráðgjöf og þjónustu. Eskifjörður: Úrum stolið úr verslun Brotist var inn í verslunina Raf- virkjann við Strandgötu á Eskifirði aðfaranótt miðvikudags. Þjófurinn klifraði inn baka til í húsinu eftir að hafa tekið spjald frá salemisglugga. Hann stal nokkmm armbandsúr- um úr versluninni. Vom þau meðal annars í útstillingarglugga. Marg- sinnis hefur verið brotist inn í Raf- virkjann áður. Ummerki hafa verið svipuð í flest skiptin. Málið er í rann- sókn hjá lögreglunni á Eskifirði. ÓTT Ef menn telja að breytinga sé þörf alls ekki standa í vegi fyrir því. því sem var og hún vill fá nýja menn og til þess þurfi nýja vendi þá vil ég Stjórn félagsins er mjög breytt frá til starfa,“ sagði Sigurður. GJORÐU SVO VEL AÐ HELIA NIÐUR Kæru barnafjölskyldur: Nú er bara að fá sér sæti og taka lífinu með ró - láta rollingana hamast eins og þeír vilja. Engin vandamál því hér höfum við Dupont-áklæði sem þolir allt. Já, það þolír mjólk og kaffi, skóáburð og rauðvín, olíur og svo framvegís. Með einu handtakí er þurrkað af án þess að blettur komí. Er þetta ekki það sem við höfum beðið eftir? svona vandað áklæðí á kr. 90.330,- (sófasett 3-1-1, kr. 106.710, og 3-2-1, 114.350)? FÁÐU ÞÉR CHICAGO SÓFASETT FAX 91-673511 SÍMI 91-681199 BÍLDSHÖFÐI 20 112 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.