Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Page 12
12 MÁiNUDAGUR 5J NÖVBMBBÍl'1990. Spumingin Hvernig leggst nýbyrjaður vetur í þig? Hanna Svavarsdóttir gjaldkeri: Mjög vel. Veðriö er í góðu lagi ennþá. Gísli Simundsson nemi: Svona ágæt- lega. Þaö er frekar kalt núna en fall- egt veður. Guðný Róbertsdóttir verslunarmað- ur: Ágætlega. Ingibjörg Jónsdóttir, nemi og versl- unarmaður: Bara vel. Þórður Gunnarsson nemi: Bara ljómandi vel. Að minnsta kosti betur en á þann síðasta, enn sem komið er. Daníel Daníelsson verkstjóri: Vetur- inn leggst alltaf vel í mig. Þetta er það sem við búum viö. Lesendur Umræðan um afgreiðslutíma verslana: Hvers vegna þarf lögreglu? Helga Sigurðardóttir skrifar: Eina ferðina enn er verið að ræða í borgarstjóm það mikla hagsmuna- mál allra borgarbúa hvort hafa skuli verslanir opnar einhvern ákveðinn tíma að deginum til, til hálftólf á kvöldin og á sunnudögum eða hvort gefa á afgreiðslutímann algjörlega frjálsan. Tillaga um svo til frjálsan afgreiðslutíma hefur nú verið borin upp um af einum borgarfulltrúanum, Sigrúnu Magnúsdóttur. En ekki er sopið káhð. Einhverjir vilja áreiðanlega koma í veg fyrir að hér færist afgreiðslutími verslana til nútímalegri hátta. Til þessa dags eru verslunarhættir í Reykjavík enn með því sniði sem áður var á landsbyggð- inni þegar kaupfélögin voru einu verslanirnar og engin samkeppni á neinu sviði. Nú hefur landsbyggðin skotið Reykjavík aftur fyrir sig og alls staðar utan Reykjavíkur getur fólk verslað nánast á hvaða tíma sem er og því lengra frá borginni sem maður er staddur þeim mun auðveld- ari era allir verslunarhættir. Hér í Reykjavík er sem sé deilt í borgarstjórn um hvort við eigum að fylgja nútímanum eða ekki. Formað- ur Verslunarmannafélags Reykja- víkur, sem sæti á í borgarstjórn, er reyndar forseti borgarstjómar, segir að verslanir hafi almennt ekki not- fært sér þá heimild að hafa opið til kl. 10 á kvöldin svo að raunverulega breytingin yrði þvi sunnudagamir. Já, hér skapaðist náttúrlega óviðun- andi ástand ef kaupmenn opnuðu „Enn er deilt um hvort Reykjavík eigi að fylgja nútíma verslunarháttum og gefa afgreiðslutíma frjáisan." verslanir sínar á sunnudögum! Ekki virðist vera neitt óeðlilegt ástand á Seltjarnamesi eða í Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem matvöruversl- anir bjóða þjónustu öllum sem vilja á sunnudögum. - Og ekki vil ég trúa því að borgarstjórinn sé andvígur því að veita verslunum og viðskiptavin- um þeirra meira frelsí. Svo mikið hefur hann lagt sig fram um að end- umýja og endurbæta helstu verslun- arhverfi borgarinnar. Þeir kaupmenn í Reykjavík, sem boðið hafa sunnudagsþjónustu, era nú kærðir til lögreglunnar - og málin send til ríkissaksóknara! En yíirlýs- ing frá lögreglunni í Reykjavík er þess efnis aö hún „treysti sér ekki til að fylgja þeim reglum sem til stað- ar eru“. Þykir nú engum mikið! En ég spyr bara; Hvers vegna er verið að blanda lögreglu í þetta þjónustu- mál? Er það glæpur að opna verslan- ir sínar fyrir viðskiptavinum hér í höfuðborginni frekar en á lands- byggðinni og nágrannabæjum? Vilj- um við búa við steinaldarhætti í verslunarháttum á árinu 1990? Hringdi 1 þáttinn „Níu f]ögur“ á Rás 2: Var sagt að þegja Hringið í síma 27022 rnilli kl. 14 og 16 eða skrifið Christen Sörensen skrifar: Ég hringdi í hlustendaþjónustu Rásar 2 í þættinum „Níu f]ögur“ fimmtudaginn 1. nóv. sl. (um kl. 09.50) til að ræða við stjórnendur þáttarins um hversu mér fyndist þessi þáttur ganga út í öfgar, t.d. með eindæma lélegum bröndurum og fleiru í þeim dúr. Ég kynnti mig og ræddi við annan stjórnanda þáttarins á þessum tíma sem var karlmaður. Hann brást hinn versti við gagnrýni minni og lauk samtalinu sjálfur með því að segja mér að þegja og skellti síðan símtól- inu á! Mér fmnst þessi framkoma í ríkis- fjölmiðh vera forkastanleg og lág- mark að stjórnendur svona þátta í opinberri útvarpsstöð svari kurteis- lega þeim sem þangaö hringja - úr því á annað borð er verið að bjóða hlustendum upp á eitthvað sem kall- ast hlustendaþjónusta. Ég er nú orðinn roskinn maður og hef greitt til Ríkisútvarpsins i áratugi og finnst þetta vera kaldar kveðjur þegar maður hringir til þeirrar stofn- unar í fyrsta sinn, jafnvel þótt ég hafi ætlað að bera fram gagnrýni á umræddan þátt. Ég vil taka fram að lokum að mér hefur líkað vel þjón- usta Ríkisútvarpsins gegnum árin og hef ekkert nema gott eitt um þá stofn- un að segja - fram að þessu. Er Jón Páll gleymdur? „Það er aðeins einn „sterkasti maður heims“, Jón Páll Sigurðsson“, segir m.a. í bréfinu. B.V. hringdi: í grein í DV í gær (1. nóv.) er grein sem heitir „Sterkustu menn heims keppa í Reiðhöllinni". - Greinin finnst mér uppfull af einhverskonar misskilingi. Það er aðeins einn „sterkasti maður heimsins“, nefni- lega Jón Páll Sigmarsson. - Hann hefur unnið titilinn fjórum sinnum!! Keppnin „Kraftur 90“ í Reiöhöll- inni er vita tilgangslaus, þar sem Jóni Páli er ekki einu sinni boðið að keppa. Menn eins og Bill Kasmaier og fleiri erp menn sem Jón Páll hefur lagt að velh og sigrað margoft. Síðast í Finnlandi sl. sumar. Margir halda að Jón Páll sé hrein- lega búinn að vera en svo er aldeilis ekki og enn heldur hanh titli sínum. En hvað er orðið af Jóni Páli, hinum eina sanna „sterkasta manni heims“? Lokaðkl. 15 Oddur Jónsson hringdi: Mig langar til að koma á fram- færi hneykslan >dlr því athæfi nokkurra opinberra stofnana aö loka hjá sér kl. 3 á daginn. Þar á meðal vil ég nefna Borgarfógeta- embættið og Skattstofu Reykja- víkur, sem bæði loka á sama tíma þó þau opni ekki fyrr en kl. 10 á morgnana. Gjaldheimtan hefur opið frá kl. 9 til 4 og er það allur munur því sá afgreiðslutími er sá sami og hjá bonkunum. Mér flnnst aö allar opinberar stofnanir ættu aö hafa samræmd- an aígreiðslutíma, þann sama og er t.d. hjá Gjaldheimtunni, frá 9-16. Það er hið versta mál fyrir þá sem ætla að erinda í borgínni að koma að lokuðum dyrum opin- berra stofnana kl. 15. Það er eng- an veginn hægt að ætlast til þess að menn kynni sér opnunartíma hvernar stofnunar fyrir sig. Heimskulegar auglýsingar Jóh. Guðmundsson skrifar: Mér blöskrar að horfa á auglýs- ingar sem er verið að gera fyrir ríkið og sýndar eru í sjónvarpinu kvöld eftir kvöld. - Ég vil nefna tvær sem eru i gangi þessa dag- ana. Önnur er frá Ríkisútvarpinu og sýnir einhverjar mannverur (mér finnst þær vera fábjánar) tuða um hvort greiða eigi af sjón- varpinu eða ekki og allt svo af- káralegt og heimskulegt. Hin auglýsingin á að hvetja fólk til að kaupa rikistryggð skulda- bréf. Og þar er sama sagan, allt heimskulegt og niðurlægjandi. Það er eins og gert sé í því að útbúa auglýsingar fyrir hið opin- bera eins afkáralega og hægt er. Kannski er bara kastað til þess höndum af því að ríkið (við sjálf) greiðum fyrir þetta og enginn gerir athugasemd. Látum ekki fara svona með okkur lengur, kreflumst fag- mannlegra vinnubragða í auglýs- ingagerð fyrir ríkið eins og aðra. H var voru mótmæl- endumir? J.Þ. skrifar: í fréttatíma sjónvarps i gær- kvöldi (1. nóv.) var frétt um það að starfsfólk á spítulum vildi ekki una því aö þurfa að stimpla sig inn til vinnu. Í sömu frétt var viðtal við starfsmann sem sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu af sinni hendi og sinna félaga að nota þetta viðtekna tæki til aö fylgjast með mætingum þeirra. Hins vegar brá svo við, þegar ræða átti við þá sem stóðu aö mótmælunum, að þeir þoröu ekki að láta sjá framan í sig. Frétta- maöur sagði aö þeir hefðu ekki viljað tjá sig um málið! Þetta er löðurmannleg afstaða þessa fólks. En hvað heldur það að það sé eiginlega? Getur þetta fólk ekki sætt sig við víðtekna reglu í þjóð- félaginu, að láta fylgjast með þeg- ar það mætir tO vinnu? Jón gieymdistekki Lesendasíða DV hefur haft samband við íþróttadeild blaðs- ins og fengið þær upplýsingar að það sem stæöi í DV um keppnina „Kraftur 90“ væri byggt á upplýs- ingum frá mótshaldara, Hjalta Árnasyni. Síðan hefur komið fram að Hjalti og Jón Páll eiga í persónulegum deilum. Lesendasiða DV vill bæta því við að eftir aö bréfið „Er Jón Páll gleymdur“ barst til hennar var Jón Páll í viðtali í útvarpsþætti síðdegis fimmtud. 1. nóv. og þar kom frara hjá honum að honum hafði ekki verið boðið formlega að keppa á „Krafti 90“ en staðið til boöa að vera kynnir á mótinu. Um þetta spunnust allsnarpar orðræður milli umsjónarmanna keppninnar og Jóns Páls og varð þeim í raun ekki lokið i þættin- um. Vonandi verða skýrari línur fram komnar þegar þetta birtist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.