Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990. Fréttir Vitnaleiðslur 1 Sakadómi Reykjavíkur vegna morðsins í Stóragerði: Akærðu sögðu sambýlis- konum frá verknaðinum - báðar konumar ákváðu að bera vitni í Sakadómi í gær Dómarar, rannsóknarlögregla og fulltrúi ríkissaksóknara við bensínstöð Esso í Stóragerði þar sem gerð var vettvangsrannsókn á miðvikudag. DV-mynd GVA Fjöldi vitna mættu í þinghald í Sakadómi Reykjavíkur í gær vegna morðsins á bensínstöð Esso við Stóragerði 25. apríl síðastliðinn. Báð- ar sambýliskonur sakborninganna, þeirra Snorra Snorrasonar og Guð- mundar Helga Svavarssonar, ákváðu að bera vitni þrátt fyrir að þeim bæri ekki skylda til þess vegna tengsla sinna við mennina. Þær voru einungis spurðar út í atriði sem varða afmarkaða þætti málsins. Höíðað hefur verið mál á hendur konunum tveimur með ákæru. frá ríkissaksóknara. Málshöfðunin byggist á ákvæðum hegningarlaga um hylmingu varðandi ránsfenginn. Samkvæmt ákæruskjali tóku þær þátt í að eyða peningum sem Snorri og Guðmundur stálu á bensínstöð- inni. Dómsmeðferð þeirra máls bíður þar til dómur hefur gengið vegna morðmálsins. Dómari í máli kvenn- anna er Ingibjörg Benediktsdóttir sakadómari. Mennirnir sögðu frá morðinu Sambýliskona Snorra skýrði frá því að hún hefði vaknað um það leyti sem Guðmundur Helgi kom heim af morðstaðnum. „Hann var óttasleg- inn á svipinn,” sagði hún. Hún bar að Snorri hefði komiö 15-20 mínútum síðar - skelfdur og hikandi. Mennim- ir sögðu- henni frá verknaðinum er hún spurði þá hvaö hafði gerst. Snorri sagði henni að Guðmundur hefði slegið manninn á bensínstöð- inni í höfuðið. Guðmundur sagöist hafa orðið manninum að bana, að sögn konunnar. Konan margspurði Snorra hvernig þeir gátu fengið það af sér að gera þetta. Lítið varð um svör. Þeir greindu henni frá því að hinn látni hefði dáið í kjallaranum - hefði verið sleginn uppi en fallið nið- ur þegar Snorri var í kjallaranum. Sá frétt um morðið í DV og benti á mennina Við vitnaleiðslur í Sakadómi í gær kom einnig aðili sem sagðist hafa haft vitneskju um fyrirætlanir Snorra og Guðmundar um að fremja rán á bensínstöðinni - „Stóra rán- ið“. Hann skýrði einnig frá því að þegar hann las um atburðinn í DV, daginn sem morðið var framið, hefði hann haft samband viö lögreglu og bent á mennina - hann grunaöi strax hverjir heíðu átt hlut að máli við ódæðisverknaðinn og lét vita. Guð- mundur og Snorri voru handteknir nokkrum dögum síðar. Skynjaði „eitthvað hræðilegt" Sambýliskona Guðmundar bar mjög við minnisleysi þegar hún bar vitni við þinghaldiö. Orsökina sagði hún vera langvarandi áfengis- og fikniefnaneyslu áður en voðaatburð- urinn gerðist. Ætti hún því meðal annars erfitt með að muna tímasetn- ingar. Einn dómaranna minnti hana á að hún hafi sagt við lögreglu í maí að nákvæmlega klukkan 7.13 um morðmorguninn hefði hún fariö að skjálfa og fundið á sér aö „eitthvað hræðilegt hefði gerst“. Konan sagði í gær að hún myndi óljóst eftir því að hafa farið með blóð- ug fót Guðmundar og hent þeim. Guðmundur sagði henni að hann hefði lamið mann. Konan var minnt á ábyrgð sína vegna sannsögli þar sem framburði hennar bar ekki alveg ídómsalnum Óttar Sveinsson saman við lögregluskýrslur. Eins var hún beðin um að lesa yfir framburð sinn við lögreglu þann 7. maí en hann staðfesti konan í Sakadómi 22. mai. Hún staðfesti aftur í gær að fram- burður hennar í skýrslunum væri „örugglega" rétt eftir henni hafður. Konan sagði að áður en Guðmund- ur og Snorri fóru í Stóragerði hefðu þeir deilt um hvernig þeir ættu að fara á staðinn. Snorri vildi fara með strætisvagni en Guðmundur í leigu- bíl. Konan sagði að Guðmundur hefði verið veikur og átt erfitt með gang. Vangaveltur vegna bílferða Viö þinghaldið í gær kom fram hjá rannsóknarlögreglumönnum að bíll Þorsteins Guðnasonar hefði verið rannsakaður mjög ítarlega. Við þá rannsókn kom lítið fram sem benti til þess að sakborningarnir hefðu skilið blóðkám eftir sig í bílnum. Blóðkám fannst þó í gólfmottu og á einni bílhurðinni að utanverðu. Mennirnir segjast báðir hafa ekiö í bílnum frá morðstaðnum. Þeir deildu um það áður en þeir fóru hvernig þeir ættu að fara í Stóra- gerði. Snorri vildi fara með strætis- vagni, svo síöur væri hægt aö benda á þá. Guðmundur hefur hins vegar sagt að hann vildi fara með leigubíl þar sem hann var „veikur“ af fíkni- efnaneyslu. Þar sem ekkert blóð fannst í bíl hins látna hafa verið uppi nokkrar vangaveltur. Sakborningarnir hafa báðir sagt í framburði sínum að þeir hafi tekið strætisvagn frá Hlemmi aö Grensás- vegi þaðan sem þeir gengu í Stóra- gerði. Hins vegar hefur enginn stræt- isvagnabílstjóri kannast við aö hafa tekið þessa menn upp í snemma að morgni morðdagsins. Starfsmaður á bensínstöðinni, sem kom fyrstur að eftir morðiö, sagði í gær að hann hefði séö bifreiö Þor- steins ekið á brott þegar hann átti stutt eftir ófarið að stöðinni rétt fyrir klukkan hálfátta. Honum og lög- reglumönnum bar saman um að ekk- ert ljós hafi verið kveikt í kjallara þegar að var komið. í framburði læknis kom fram að allar líkur bentu til þess að hinn látni hafi dáið í kjallara stöðvarinnar. Framburður lögreglumanna við vitnaleiðslurnar í gær styrkti fram- burð læknisins. Við vettvangsrann- sókn kom þó einnig í ljós að mikil átök áttu sér stað á efri hæðinni. -ÓTT Geðsjúkir afbrotamenn úti í kuldanum: Læknum að kenna - segjaKarlSteinarogGuðmundurBjamason Ungfrú heimur: ~ Okkar stúlka ekki á blað „Astæðan fyrir því að geðsjúkir afbrotamenn eru ekki vistaðir á við- eigandi gæslustofnun á geðsjúkra- húsunum er fyrirstaða lækna. Það eru smákóngar í kerfinu sem hafa getað komið í veg fyrir að vistunar- mál geösjúkra afbrotamanna kæm- ust í eðlilegt horf hér á landi. Þessi mál eru í alvarlegu ástandi og til skammar,“ sagöi Karl Steinar Guðnason alþingismaður. Hann var meö fyrirspum á Alþingi til heil- brigðisráðherra um hvenær von væri á úrlausn í vistunarmálum geð- sjúkra afbrotamanna. Guðmundur Bjamason heilbrigð- isráðherra tók undir með Karli og sagði að kenna mætti læknum um. Fyrirstaða væri hjá þeim og það væri erfitt að fá þá til aö koma þess- um málum í viðeigandi horf. Hann sagðist vona að nú mætti búast við lausn á þessu mikla vanda- máli. Nefnd, sem hann skipaði til að Sighvatur Björgvinsson er talinn öruggur með fyrsta sæti á framboös- hsta Alþýðuílokksins á Vestfjörðum fyrir alþingiskosningamar. Heimildir DV segja að hörð barátta muni hins vegar veröa um annað sætiö. Þeir Kristján Jónasson, áður forseti bæjarstjórnar á ísafirði, og gera tillögur um úrbætur, hefur skil- að áfangaskýrslu. Það hafi komið í ljós að aöstaða er til að koma upp réttargeðdeild við geðdeild Landspít- alans fyrir 10 til 12 manns. En til þess að það geti orðiö verður að fækka rúmum á almennri geðdeild um 15. Guðmundur sagði að lausn málsins væri orðin svo aðkallandi að hann myndi ekki bíða lengur heldur beita ráðherravaldi sínu til að leysa það. Salome Þorkelsdóttir minnti á að 30 ár væru liðin síðan fyrst hefði verið farið að ræða þetta mál sem og ríkisfangelsi á íslandi. Öðru hvoru síðan hefði málið komið til umræöu á Alþingi. Alltaf hefðu allir verið sammála um að brýna nauösyn bæri til aö leysa það en samt hefði aldrei neift gerst. Málið hefði ekki einu sinni þokast fetið. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða, hafa gefið kost á sér í það sæti. Fundur í kjördæmisráöi flokksins verður um næstu helgi. Er búist við átakafundi þar sem línumar um list- ann munu skýrast. -hlh Ásta Sigríður- Einarsdóttir, fulltrúi íslands í keppninni Ungfrú heimur í London í gær, gengur fram á sviðiö. DV-mynd Kvein Lamarque Gina Marie Tolleson, 21 árs gömul Suðurríkjastúlka frá Bandaríkjun- um, vann titlinn ungfrú heimur í úrslitakeppni sem fram fór í London í gærkvöldi. Önnur í röðinni varð ungfrú írland og þriðja varð ungfrú Venesúela. Okkar stúlka, Ásta Sigríður Ein- Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyn: Fyrsti skiptafundur í þrotabúi Kaupfélags Norður-Þingeyinga hefur verið haldinn og að sögn Björns Jós- efs Arnviðarsonar skiptastjóra nema lýstar kröfur í þrotabúið 320 milljón- um króna. Að sögn Bjöms nema lýstar for- gangskröfur tæplega 10 milljónum króna og er þar fyrst og fremst um að ræða lífeyrissjóðagreiðslur. Ekki liggur endanlega fyrir hvaö arsdóttir, komst ekki á blað meðal þeirra bestu og endaði neðarlega í hópi 80 keppenda. Ungfrú heimur er með brúnt hár og 180 sentímetrar á hæð. Hún hefur fengist við ballett, djass og steppdans en segist hafa mestan áhuga á aö verðasjónvarpsfréttakona. -hlh til er í búinu upp í kröfur en þó átti kaupfélagið bæði fasteignir og lausafé. Sláturhús kaupfélagsins hef- ur þegar verið selt bændum sem slátruðu þar i haust og eru með hús- ið í rekstri. Hvað aðrar fasteignir varðar er ekki reiknað með að mikl- ar upphæðir fáist fyrir þær vegna þess hvar þær eru en fasteignaverð er lágt á Kópaskeri. Næsti skipta- fundur veröur haldinn 6. desember og er þá reiknað meö að málin skýr- ist frekar. -S.dór Kratar á Vestíjörðum: Slagur um annað sætið Gjaldþrot Kaupfélags N-Þingeyinga: Kröfur 320 milUónir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.