Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990.
Fréttir
Er ríkisstjórnin sek
um brot á stjórnarskrá?
Menn ræöa hvort ríkisstjórnin hafi
framið stjómarskrárbrot þegar hún
setti bráðabirgöalög um launamál
hinn 3. ágúst og skar niður hækkun
til BHMR-fólks, háskólamenntaðs
fólks sem starfar hjá ríkinu.
Ríkisstjórnir setja bráðabirgðalög
um ýmis mikilvæg mál á tímum
meðan þing situr ekki. Tvímælalaust
þarf þá að vera tryggt að meirihluti
þings standi á bak við bráðabirgða-
lögin, sé reiðubúinn aö samþykkja
þau.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra lýsti því yfir við setningu
bráðabirgðalaganna i BHMR-málinu
að þingmeirihluti væri tryggður með
lögunum. Annað væri að sjálfsögðu
brot gegn lýðræðis- og þingræðis-
reglum þjóðfélagsins.
En þessa dagana er vafi á að Stein-
grímur haíi haft á réttu að standa.
Með „þingmeirihluta“ verður að
telja að átt sé við meirihluta í báðum
deildum sem samþykki lög til stað-
festingar á bráðabirgöalögum, ella
féllu slík lög í þinginu og bráða-
birgðalögin yrðu ómerk.
Stjómin reynir leikfléttu
Neðri deild alþingis fjallar um
hvort staðfesta eigi bráðabirgðalögin
í BHMR-deilunni. Erfitt er að spá í
spilin þar, ekki síst vegna sérkenni-
legrar afstöðu Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisþingmenn lýsa yfir að þeir
muni ekki samþykkja bráðabirgða-
Samningamenn voru ákafega glaðir og sáttir eftir samninga ríkisins og
BHMR 1989 en skjótt skipast veður í lofti. - Ólafur Ragnar, Páll Halldórs-
son og Wincie Jóhannsdóttir.
lögin. En þeir gefa ekki upp hvort
þeir muni greiöa atkvæði gegn þeim
eða sitja hjá. Þetta liggur einfaldlega
ekki fyrir því að sjálfstæðismenn
vilja hafa frjálst spil í málinu. Hjá-
seta sjálfstæðismanna mundi auðvit-
að tryggja að bráðabirgðalögin yrðu
staðfest í neðri deild.
En í stjórnarliðinu er kurr vegna
BHMR-málsins. Alþýöubandalags-
mennimir Hjörleifur Guttormsson
og Geir Gunnarsson eru andvígir
bráðabirgðalögunum og munu því
líklega greiða atkvæði gegn þeim.
Stefán Valgeirsson hefur sitthvað við
bráðabirgðalögin að athuga og vill
leita til umboðsmanns alþingis með
þá spurningu hvort þar hafi verið
farið að lögum. Eftir því sem best
verður séð er Kvennalistinn andvíg-
ur bráðabirgðalögunum. Sú merki-
lega staða er því komin upp að lög
til staðfestingar bráðabirgðalögun-
um yrðu felld á jöfnu í neðri deild
ef sjálfstæðimenn, kvennalistakon-
ur, Hjörleifur, Geir og Stefán greiddu
atkvæði gegn. Þá yrði ríkisstjórnin
sem sé staðin að stjórnarskrárbroti.
Ríkisstjórnin leitar leiða út úr
þessu. Rætt hefur verið að „kannski"
muni Geir verða fjarstaddur við slíka
Sjónarhomið
Haukur Helgason
atkvæðagreiðslu. En ríkisstjórninni
liggur í raun ekki á. Þótt hún yrði
kannski staðin að stjórnarskrár-
broti, yrðu atkvæði greidd í dag,
benda líkur til að allt önnur staða
komi upp eftir 1. desember. Þá á
BHMR-fólk að fá tveggja prósenta
kauphækkun eins og aðrir opinberir
starfsmenn. Ríkisstjórnin reiknar
réttilega út að eftir það geti Sjálfstæð-
isflokkurinn af „mórölskum" ástæð-
um ekki fellt bráðabirgðalögin. Þessi
lög yrðu þá orðin hlutur þrátt fyrir
allt og þótt þau hafi verið brot á
stjómarskrá.
Málinu klúðrað
Ríkisstjórninni var strax bent á,
þegar þjóðarsáttin svonefnda varð
síðastliðinn vetur, að hún ætti í mikl-
um vanda gagnvart BHMR. Ríkis-
stjórnin hafði samið við BHMR í
frægum samningum 1989 þar sem
háskólamönnum var heitið „leiðrétt-
ingum“ á næstu árum þannig að þeir
fengju meiri hækkanir en aðrir.
Þjóðarsáttin svokallaða varð og nú
skyldu alhr fá sams konar launa-
hækkanir. Hækkun til BHMR um-
fram aðra mundi valda því að al-
mennt yrði krafist slíkra kauphækk-
ana og þjóðarsáttin brysti. Ríkis-
stjórninni var sagt í fyrravetur að
hún ætti tveggja kosta völ. Annað-
hvort yrði hún að taka upp samninga
við BHMR strax um að fallið yrði frá
umframhækkununum ellegar yrði
að afgreiða málið með nýjum lögum
strax á þingi síðastliðna vordaga.
Hvorugt var gert.
Stjórnin beið þess í stað uns í óefni
var komið. Málið fór fyrir Félagsdóm
sem dæmdi BHMR í vil og gegn ríkis-
stjórninni. Þá setti ríkisstjómin lög
þvert ofan í dóminn. Það gekk í sjálfu
sér gegn stjórnarskránni, ekki verð-
ur annað séð. Ríkisstjómin afsakar
sig þó með þvi að bráðabirgðalögin
3. ágúst hafi bara verið til að breyta
launum en ekki lög til að hnekkja
dómi.
Þessi málsmeðferö er auðvitað frá-
leit. En þrátt fyrir allt og brot ríkis-
stjórnarinnar virðist hún ætla að
sleppa með skrekkinn.
Gott verð fyrir f iskinn í Bremerhaven
Meðalverð afla þriggja skipa í Englandi í síðustu viku
Sundurliðun eftirtegundum Selt magn kg Verð i erl. mynt Meðalverð kg Söluverðiisl.kr. Kr. kg
Þorskur 199.235,00 296.165,00 1,49 31.661.337,34 158,91
Ýsa 24.710,00 36.112,00 1,46 3.856.781,24 156,08
Ufsi 8.380,00 5.876,40 0,70 628.188,67 74,96
Karfi 445,00 263,00 0,59 28.117,90 63,19
Koli 430,00 442,00 1,03 47.154,96 109,66
Grálúða 18.420,00 24.070,00 ' 1,31 2.567.915,80 139,41
Blandað 3.694,50 3.355,00 0,91 358.515,09 97,04
Samtals 255.314,00 366.283,40 1,43 39.148.011,00 153,33
Gámasölur í Þýskalandi í október
Sundurliðun eftirtegundum Seltmagnkg Verðierl.mynt Meðalverð kg Söluverð i isl. kr. Kr. kg
Þorskur 13.142,00 43.633,48 3,32 1.578.102,98 120,08
Ýsa 9.274,00 42.558,33 4,59 1.539.217,76 165,97
Ufsi 586.069,00 1.413.850,82 2,41 51.135.096,07 87,25
Karfi 821.547,00 2.162.859,76 2,63 78.224.689,65 95,22
Grálúða 3.102,00 13.716,06 4,42 496.072,17 159,92
Blandað 112.268,00 166.754,36 1,49 6.031.046,63 53,72
Samtals 1.545.402,00 3.843.372,81 2,49 139.004.225,26 89,95
Allt bendir til þess að fiskneysla
eigi eftir að aukast og er það aðallega
vegna þess að flskur þykir hollur og
góður matur.
Búast má við aö neysluvenjur
breytist hjá mönnum ef þorsk- og
ýsuaflinn fer stöðugt minnkandi. Þá
má búast við að neyslan aukist á
öðram fisktegundum.
Þegar horft er til Bandaríkjanna
sést að þar hefur orðið mikil breyting
á hvað menn nota nú til hinnar ýmsu
framleiðslu.
Sölur skipa í Englandi
í síðustu viku
Bv. Hafnarey seldi 29. október alls
91,5 tonn fyrir alls 14,5 milljónir
króna. Meðalverð 158,67 kr. kg.
Bv. Otto Wathne seldi í Hull 1. nóv-
ember alls 73 lestir fyrir 11 milljónir
króna. Meðalverð 150,59 kr. kg.
Bv. Sólberg seldi í Grimsby 2. nóv-
ember alls 90 lestir fyrir 13,6 milljón-
ir króna.
Bv. Garðey seldi afla sinn í Hull 5.
nóvember, alls 61,4 lestir fyrir 7,8
mfllj. króna. Meðalverð var 127 kr.
kg. Þorskur seldist á 142,65 kr. kg,
ýsa 135,24 og blandaður flatfiskur
132,89 kr. kg. Aðalaflinn var þorskur
og ýsa.
Gámasölur í Englandi
29. október til 2. nóvember voru
seldar alls 1.392 lestir af fiski fyrir
189,3 milljónir króna. Þorskur seldist
á 164,26 kr. kg, ýsa á 150,69 kr. kg,
ufsi 71,87, karfi 70,60, koh 109,93, blá-
langa 141,44 og blandaöur flatfiskur
120,97 kr. kg.
5. til 7. nóvember var seldur fiskur
úr gámum, alls 799,9 lestir fyrir
108,675 millj. kr. Meðalverö 136,09 kr.
kg. Svipað verð var á fiskinum úr
þessum gámum og þeim sem selt var
úr um mánaðamótin.
Þýskaland
Aö undanförnu hefur verið gott
verð fyrir fisk í Bremerhaven og allt
bendir til að svo verði áfram. Minnk-
andi kvóti fiskiskipa í Norðursjó og
reyndar minnkandi kvóti hjá' öllum
Efnahagsbandalagsríkjunum mun
veröa til þess að fiskverö helst gott.
Bv. Hólmanes seldi í Bremerhaven
29. október alls 134 tonn fyrir 12,5
millj. kr. Meðalverð 91,18 kr. kg.
Þorskur seldist á 116 kr. kg, ýsan á
137,40 kr. kg, ufsi 102,59, karfi 97,69
kr. kg, grálúða 117,71 kr. kg og bland-
aður flatfiskur 53,26 kr. kg.
Bv. Klakkur seldi seldi í Bremer-
haven 2. nóvember alls 190 tonn fyrir
17,2 millj. kr. Meðalverð var það
sama og hjá Hólmanesi. Aðalaflinn
var karfi, lítils háttar var af þorski
og ýsu.
Bv. Rán seldi afla sinn í Cuxhaven
5. nóvember, alls 155 lestir fyrir 14,4
millj. kr. Meðalverö 92,99 kr. kg.
Fiskmarkaður
Ingólfur Stefánsson
Meginhluti aflans var karfi, aðeins
nokkur hundruð kíló voru þorskur
og ýsa.
Bv. Skafti seldi afla sinn í Bremer-
haven 7. nóvember, alls 143 lestir
fyrir 16,6 millj. kr. Meöalverð var
115,74 kr. kg. Aðaluppistaða í aflan-
um var karfi sem seldist á 117,43 kr.
kg. Nokkur tonn af þorski seldust á
138,36 kr. kg og grálúöa á 137,93 kr.
kg.
Bv. Haukur seldi í Bremerhaven
alls 147,5 tonn fyrir 13,6 millj. króna.
Aflinn var nær eingöngu karfi sem
seldist á 95,15 kr. kg.
Noregur
- síldveiðistöðvun stórslys
Blaðamaðurinn Tukill Munter,
Fiskaren, Bodö, skrifar: Stöövun
síldveiðanna í Norður-Noregi má
jafna við stórslys.
Undanfarin ár hafa menn reitt sig
á viðskipti við Pólland. Siðustu 4-5
árin hafa verið góð viðskipti með
síldarsölu til Póllands. Salan hefur
að mestu leyti farið fram gegnum
„Norway Pelagic Fish“ í Stafangri.
Þama hefur fengist afbragðs mark-
aður. Framkvæmdastjóri félagsins
segir að síldveiðistöðvunin geti haft
þær afleiðingar að markaðurinn tap-
aðist í Póllandi. Hjá fyrmefndu fyrir-
tæki hafa 2/3 af síldarsölu farið tfl
Póllands. 10-15 fyrirtæki hafa verkað
síldina fyrir þennan markað og lítur
illa út hjá þeim fjárhagslega ef ekki
veröur rýmkað um síldveiðarnar.
Samningar við Pólland hljóða upp á
90 þúsund tunnur. Undanfarin ár
hafa Pólveijar keypt tfl uppfyllingar
síld frá Hollandi. Ef ekki fæst aukinn
síldarkvótinn gæti svo farið að norsk
sfld yrði aðeins keypt tfl uppfylling-
ar.
Ljós punktur
Verð á síld, sem fer á Japansmark-
að, er hærra en fæst í Póllandi eða
annars staðar í Evrópu.
Kannski geta íslendingar selt nokkr-
ar tunnur af síld til viðbótar?
Stytt og endursagt úr Fiskaren
Frakkland
Eftir að skólar hófust á ný hefur
Rungis-markaðurinn lifnað við og líf-
leg sala verið á ýmsum tegundum.
Margar tegundir, sem seldar era á
markaðnum, era ekki til hér við land
og sumar þeirra eru fokdýrar.
Meðalverð á Rungis eins og það
hefur veriö að undanfóru, september
til október:
Hausaður þorskur, innfluttur,
meðalverð 360 kr. kg. Verðið hefur
hlaupið á 10 kr. bili yfir tímabilið.
Allt verö er meöalverð.
Tímabflið september-október:
Fryst þorskflök 410 kr. kg. Stein-
bítur 160-70 kr. kg. Sólkoli 198 kr.
kg. Skötubörð 411 kr. kg. Koli 183 kr.
kg. Norskur lax (2-4,9 kg), meðalverð
407 kr. kg. Norskur meðalstór humar
696 kr. kg.