Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Page 5
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990. 5 13 V Getrannimar: Þretlán leikir áseðlinum næsta sumar? Stjóm íslenskra getrauna sam- þykkti á stjórnarfundi á þriðju- daginn að láta kanna hvort rétt sé að bæta við einum leik á get- raunaseðilinn. Leikirnir verði þrettán í stað tólf. Aðalástæðan er sú að forsvars- menn AB Tipsfjánst í Svíþjóð hafa tekið vel undir óskir um samstarf við íslenskar getraunir. Er þegar farið að undirbúa viö- ræður fulltrúa fyrirtækjanna. Önnur ástæða er sú að þátttaka í getraunum á Islandi er minni en búist var við í vetur. Vinnings- upphæð er lægri en ella og freist- ar ekki almennings. Það gæti breyst meö samstarfl við Svía. í Svíþjóð er þátttaka í getraunum mikil og hundruðir milljóna í pottinum í hverri viku. Það erþví mikilvægt fyrir íslenska tippara að viðræður við fulltrúa AB Tipstjánst verði árangursríkar. Stjóm íslenskra getrauna hafði hugsað sér að fjölga leikjunum strax eftir áramót, en verður að láta það bíða um hríð. Slíkar breytingar taka töluverðan tfma, því hönnuðir hugbúnaðarkerfis- ins, tölvufræðingar hjá GTECH í Bandarikjunum, þurfa að prófa forritið vandlega. íslenskum getraunum stendur til boða samstarf um samnorræn- an getraunaseðil með leikjum úr heímsmeistarakeppninni í ís- hokki. Um er að ræða einn get- raunaseðil í apríl. Óvíst er hvort af þátttöku verði á íslandi, þvi þekking á íshokki er ekki mikil hérálandi. -E.J. Fréttir Fulltrúaráð Framsóknar velur framboðslista í Reykjavík um helgina: Búist við tvísýnni baráttu um toppsætið Finnur Ingólfsson og Guðmundur G. Þórarinsson, sem hér standa hlið við hlið, takast á um fyrsta sæti í Reykjavík. Aðal- og aukafulltrúar í fulltrúa- ráði framsóknarfélaganna í Reykja- vík, um 500 manns, velja frambjóð- endur á framboðslista Framsóknar- flokksins í Reykjavík um helgina. Níu manns eru í framboði en hver fulltrúaráðsmaður velur fjóra fram- bjóðendur. Eftir samtölum við framsóknar- menn í Reykjavík að dæma er ekki Fréttaljós Haukur L. Hauksson útlit fyrir að skipt verði um á toppn- um. Þó að Guðmundur G. Þórarins- son sé umdeildur er hann almennt talinn besti kosturinn sem andlit flokksins í Reykjavík. Hann hefur aldurinn og reynsluna með sér þó að vissulega gæti einhverrar þreytu hjá framsóknarmönnum vegna þessa „óendanlega fiskeldissnakks", eins og einn viðmælandinn orðaði það. Við bætist að ákveðið fordæmi hefur verið gefið þar sem engum þingmanni hefur enn sem komið er verið skipt út í öðrum kjördæmum. Auk þess eru framsóknarmenn ekki taldir viljugir til mikilla umskipta. Þó að Guðmundur virðist sæmilega öruggur í fyrsta sætið á hann engu að síður í vök að verjast. Hefur ekki verið sótt jafnstíft að honum áður auk þess sem heimildir segja stöðu hans gagnvart flokksforystunni ekki eins sterka og áður. Meðal keppi- nauta Guðmundar ber mest ber á Finni Ingólfssyni en hann sækist stíft eftir toppstöðu á listanum. Finnur mun 'hafa unnið mjög ötullega und- anfarið og heimildir DV segja hann þegar hafa hafa tryggt sér fylgi með- al mjög margra fulltrúaráðsmanna. Þó að viðmælendur segi Finn kunna vel til verka í pólitík er hann talinn hafa misstígið sig í tengslum við umræðu um heilbrigðismál undan- farið og því ekki getað nýtt sér sviðs- ljósið sem skyldi. Það vekur athygli að meðal fram- bjóðendanna níu eru allir aðstoðar- menn framsóknarráðherranna. Auk Finns má þar sjá Bolla Héðinsson. efnahagsráðunaut Steingríms Her- mannssonar, og Hermann Svein- björnsson, aðstoðarmann Halldórs Ásgrímssonar. Hvorugur er talinn ná afgerandi árangri en lóðin virðast þó þyngri á vogarskál Hermanns. Staða kvenna er sem fyrr umræðu- efni en Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir gefur kost á sér þriðja skiptið í röð. Hún var ekki á listanum 1987 en þar áður var hún fjórða. Framsóknarflokkurinn virðist eiga í vök að verjast í Reykjavík og af ummælum framsóknarmanna virð- ist flokkurinn mega vel við una að halda eina þingsæti sínu í höfuð- borginni í komandi kosningum. Það er því ekkert undrunarefni að hart sé barist um fyrsta sætið. -hlh PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJANESKJÖRDÆMI 10. NÓVEMBER 1990 SIGURÐUR HELGASON Framboð Sigurðar Helgasonar er einfalt, látlaust og lýðræðislegt. Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi eru beðnir um að kynna sér starf hans og reynslu á liðnum áratugum, jafnt á sviði lögmennsku sem stjórnmála. Það er kjósenda að ákveða röð á framboðslistann. Sigurður er reiðubúinn til hvaða sætis sem er. STUÐNINGSMENN SIGURÐAR HELGASONAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.