Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Side 7
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990. 7 Fréttir SlimpiMukkuslagurinn á Landspítalanum: Fá um 200 starfsmenn bara dagvinnulaunin? - gæti komið til þess, segir Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri stjómunarsviðs Um 200 manns, sem starfa á Landspítalanum, geta átt von á þvi aö fá eingöngu greidda dagvinnu um næstu mánaðamót. Það eru þeir sem hafa neitað að nota stimpilklukkur sem settar hafa verið upp í spítalan- um. En þeir sem nota klukkumar, um 100 manns, fá greidda þá tíma sem stimpilklukkan sýnir. Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri stjómunarsviðs Landspítalans, segir að þeir sem neiti að nota klukkumar geti lent í erfiðleikum með að fá yfir- vinnu sína greidda. Stimpilklukkumar hafa verið sett- ar upp smám saman á deildunum en starfsfólkið er ekki sátt viö það. Pét- ur segir að þetta virðist vera mikið tiifinningamál. „Það er til dæmis ein deild, endurhæfingardeild, sem byrj- aði að nota klukkumar en hætti því og viU ekki byija aftur. Ástæða þess var að það var einn læknir á deild- inni sem ekki hlýddi. Fólk getur ekki neitað þessu, því þetta eru lögleg fyr- irmæh,“ segir Pétur. Eina af ástæðunum fyrir því að Verslunarskatturinn: Álagninginá næsta ári nemur 535 milljónum Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Gert er ráð fyrir að álagning hans á næsta ári nemi 535 milljónum króna samkvæmt frumvarpinu. Sérstakur skattiu- var fyrst lagður á skrifstofu- og verslunarhúsnæði árið 1979. Hefur hann verið lagður á árlega síðan samkvæmt sérstökum lögum sem gilda fyrir eitt ár í senn. I ár er gert ráð fyrir að innheimtar tekjur af þessum skatti verði 445 milljónir króna. Og enda þótt gert sé ráö fyrir að álagning skattsins á næsta ári verði 535 milljónir er ekki gert ráð fyrir að innheimtist af hon- um nema 482 milljónir að meðtalinni innheimtu af eftirstöðvum fyrri ára. -S.dór Dagsbrún: Jóhannes Guðnason í for- mannsslaginn Lagður hefur verið fram Usti með nöfnum þeirra sjö maima sem bjóða sig fram í aðalstjóm Dagsbrúnar gegn núverandi forystu, en allsheij- aratkvæðagreiðsla fer fram í janúar. Frambjóðendur em: til formanns Jóhannes Guðnason, trúnaðarmað- ur hjá fóðurblöndunarstöð SÍS, til varaformanns Jóhannes Sigur- sveinsson, frá Eiríki og Ingva, til rit- ara Óskar D. Ólafsson frá Ewos, til gjaldkera Þórir Karl Jónasson frá Pósti og síma en hann er fram- kvæmdastjóri hstans, til fjármálarit- ara Einar Sigurðsson, fyrrverandi formaöur Dímons, og til embætta- meðstjómenda þeir Páll Þorgríms Jónsson frá íslensku bergvatni og Jónas Guömundsson frá Ríkisskip. -ÓTT fólkið neiti að nota stimpilklukkurn- ar segir Pétur vera þá að fólk sé hrætt um að þegar upp verði staðið verði það ekki alhr sem þurfi að nota klukkumar. „Trúlega heldur fólk að yfirmennimir þurfi ekki að nota þær heldur bara undirmennimir. Mér þykir það líklegt. Það er hins vegar ekki meiningin, því það verða annað- hvort allir eða enginn að nota þær. Máhð er í biðstöðu núna og það er verið að ræða við fólkið. Ég sé hins vegar ekki neina lausn í sjónmáli þessa stundina," segir Pétur. Einar Jónmundsson, yfirlæknir á röntgendeild, segir líka að máhð sé í biðstöðu. Röntgendehd er ein þeirra deilda þar sem fólk neitar að nota klukkurnar. „Mér finnst að það verði að koma fram að það er ekki bara röntgendeildin sem neitar þessu. Það em margir sem halda það, en það er alls ekki rétt. Fólk hefur aðeins fund- að um þetta mál en þetta er allt í biðstöðu. Það em margir lausir end- ar í málinu og það er ekki eins ein- falt að setja upp stimpilklukku á spít- ala og í verksmiðju. Þetta þarf að ræðast betur.“ Einar segir að ekki hafi verið rætt um hvernig bregðast skuh við ef ein- göngu verður greidd dagvinna um næstu mánaðamót. „Það getur verið að það eigi að fara að þessu með of- forsi en það er ekki frá okkur kom- ið,“segirEinar. -ns Aukasencfing af sérútbúnum Þaö er mikil reynsla að aka BMW í fyrsta skipti og njóta þeirra gæöa og fágunar sem einkenna þennan eöalvagn. BMW er framleiddur af einum þekktasta og virtasta bifreiöaframleiöanda veraldar, þar sem það besta er sjálfsagður hlutur. Útlit BMW segir allt um hiö innra; hönnunin er óaðfinnanleg og frágangurinn tákn um fullkomnun. Sportlegt útlit, frábærir aksturseiginleikar og 105 hestafla vél meö tölvustýrðri beinni. innspýtingu uppfylla síöan kröfur þínar um hinn fulikomna bíl. Eignist þú BMW ertu kominn í hóp stoltra eigenda sem ekki láta sér nægja nema það besta hverju sinni. Við bjóöum nú sérstaka aukasendingu af BMW Bavaria og BMW Edition til afgreiðslu strax, á verði sem mun koma þér á óvart. Dæmi um verð: BMW Bavaria. 2ia dvra. frá kr. 1.590.000.- BMW Edition. 4ia dvra oa siálfskiotur. frá kr. 1.790.000.- Þetta er síðasta tækifærið til að eignast BMW Bavaria og BMW Editfon ó þessu hagstæða verði. Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8 til 18 og laugardaga frá kl. 13 -17. Reynsluakstur allan daginn. Bílaumboðið hf SjZ, Krókhálsi 1 -3, Reykjavík, sími 686633 Ifklir BMW Bavaria og BMW Edition

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.