Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990. RÍKISSPÍTALAR STARFSMANNAHAID Kópavogshæli Starfsmenn óskast til starfa við umönnun vistmanna. Starfið felur í sér þátttöku í þjálfun, útiveru og al- mennum heimilisstörfum. Æskilegt er að umsækj- endur hafi starfsreynslu með þroskaheftum. Starfsmenn óskast til starfa við ræstingar. Sjúkraliðar óskast til starfa á hinar ýmsu deildir. Starfshlutfall samkomulagsatriði, dag- og kvöldvakt- ir. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið framhalds- námi fyrir sjúkraliða í elli- eða geðhjúkrun. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefa Hulda Harðardóttir yfirþroskaþjálfi og Sigríður Harðardóttir hjúkrunarforstjóri alla virka daga frá kl. 8-16 í síma 602700. HOLZ-HER Ótakmarkaðir möguleikar HOLZ-HER 2356 - handfræsarans með stiglausa rofanum Straumnotkun 850 W Hulsustærð 8 mm Lausagangssnúningur 8000-24000 /mfn Þyngd 2,7 kg Fræsidýpt - fínstilling 0,5 mm Strokksnúningur 4 metra gúmmíleiðsla Land með fípstiílingu Fjölbreyttir fylgihlutir LÁTTll EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! Bygging hjúkrunarheimilis Félagsfundur: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund að Hótel Sögu, Súlna- sal, sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 15:00. Fundarefni: Magnús L. Sveinsson Séra Sigurður H. Guðmundsson 1. Kynnt skipulagsskrá fyrir umönnunar- og hjúkrunarheimilið Eir. 2. Tekin ákvörðun um þátttöku Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur í byggingu hjúkrunarheimilis. Framsögumenn: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Séra Siguröur H. Guðmundsson, for- maður stjórnar Skjóls. Fundarstjóri: Elín Elíasdóttir, varaformaður V.R. Félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í ákvörðuna'rtöku um þetta þýðingarmikla mál. Elín Elíasdóttir_Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Utlönd Sovétríkin útiloka ekki vopnavald Persafloadeilan: James Baker, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, og Eduard Sévardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, ræddu ástandið við Persaflóa í gær. Sovét- menn útiloka ekki beitingu vopnavalds. Simamynd Reuter George Bush Bandaríkjaforseti fyr- irskipaði í gær flutninga á auknum liðsafla til Persaflóa. Þó svo aö Bush og Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, neituðu að greina frá hversu margir hermenn yröu sendir segjast ónafngreindir bandarískir embættismenn telja aö þeir veröi um hundrað þúsund. Sov- étríkin þrýstu einnig á Saddam Hus- sein íraksforseta í gær og kváðust ekki útiloka beitingu vopnavalds gegn írökum. írakar hótuðu hins vegar að breyta olíulindunum viö Persaflóa í eldhaf ef á þá yrði ráðist. Þegar James Baker, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, fór til Moskvu í gær hafði hann áhyggiur af því að Sovétmenn kynnu að reyna að standa í vegi fyrir beiðni Bandaríkj- anna um að Öryggisráð Sameinuöu þjóðanna heimilaði árás til aö frelsa Kúvæt. Eftir níu klukkustunda við- ræður við Baker í gær varaði Eduard Sévardnadze, * utanríkisráðherra Sovétríkjanna, fréttamenn við því að álykta sem svo að Bandaríkjamenn og Sovétmenn væru ekki sammála um afstöðuna gegn írak. í yfirlýsingu frá Kínveijurn, sem einnig hafa neitunarvald í Öryggis- ráðinu, sagði að tilraunir til frið- samlegrar lausnar ættu að halda áfram á meðan nokkur vonarneisti væri. Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, sem nú er í Bagdad, tjáði fréttamönnum að hon- um hefði þótt sem merkja mætti sveigjanleika hjá íröskum ráða- mönnum. Málgagn írösku stjómar- innar varaöi hins vegar Bandaríkin og önnur lönd, sem sent hafa her- menn til Persaflóasvæðisins, við. í blaðinu sagði að Arabíuskagi yrði brenndur til ösku. Aðeins Mekka og Medina yrði hhft. Saddam íraksforseti tjáði Brandt í gær að hann myndi sleppa flmmtíu vestrænum gíslum til viðbótar, það er tuttugu Þjóðverjum, fimmtán ítölum, tíu Hollendingum og fimm Bretum. Þar með hefur Brandt fengið loforð fyrir lausn hundrað og sjötíu gísla frá því að hann kom til Bagdad. Yfir tvö hundruð og ijörutíu pólskir gíslar lögðu af stað heimleiðis í gær. Viðvörun Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, til Saddams Hus- sein um að frestur hans til að fara frá Kúvæt væri að renna út leiddi til þess að olíuverð hækkaði skyndilega en lækkaði svo aftur niður í 34 doll- ara tunnan í gær. Bush tilkynnti um aukinn liðsafla eftir að olíumörkuð- um var lokað. Samtök breskra friðarsinna til- kynntu í gær að þau ætluðu að setja upp friðarbúðir þar sem líklegt þykir að komi til styijaldar við Persaflóa. Reuter ! • f l’ ■ F ~ p : i | IPt 'v ^ IM ÍÍS Eiginkonur, mæður og kærustur breskra gísla við komuna til Amman í Jórdaníu í gær. Þaðan ætla þær til Bagdad til að hitta ástvini sína. Simamynd Reuter Persaílóadeilan erfiðust við matborðið: Hermannafæðið ólystugt - forseti herráðsins lofar úrbótum Colin Powell, forseti bandaríska herráðsins, hefur borið til baka sögu- sagnir um að hermennimir í Saudi Arabíu nærist eingöngu á ruslfæði. Hann viðurkenndi hins vegar að maturinn væri fremur ólystugur. Heitar umræður spunnust um fæði hermannanna þegar Powell og Dick Cheney tilkynntu um að 100 þúsund hermenn til viðbótar yrðu sendir til Saudi Arabíu. Piwell varða að svara spurningum um hvort hermennirnir fengju aðeins þriggja ára gamlan mat og það mjög ómerkilegan. „Þig ættuð að fara sjálflr á staðinn og kynnast því af eigin raun hvemig það er að flytja fersk matvæh um eyðimörkina. Við þurfum að sjá allt að 25 þúsnd manns fyrir mat á hverj- um degi og flytja hann allan 13 þúsnud kílómetra leið,“ svaraði Pow- ell ásökunum um að mataræði her- mannanna gæti haft slæm áhrif á baráttuvilja þeirra. Powell sagðist engu að síður hafa samúð með þeim mönnum sem þyrftu að leggja sér þennan mat til munns og mælti með að reynt yrði að auka íjölbreytnina. „Mér skilst að mennirnir finni til vissra leiðinda þegar þeir taka til matar síns,“ sagði Powell. „Við ætlum að reyna að bæta úr .þessu en ég neita því alfarið að mat- urinn sé óhollur. Það veröur engum illt af honum en við verðum að gera hann lystugri," sagði Powell. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.