Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Síða 9
mt aasMavöH m auoAauTaö'?
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBBR 1990.
8
9
Utlönd
Mary Robinson hefur þegar fagnað sigri en Brian Lenihans, andstæðingur
hennar, hefur ekki játað sig sigraðan. Simamynd Reuter
Forsetakosningamar á írlandi:
Robinson
talin oruggur
sigurvegari
- kosningareglur draga talningu á langinn
Fastlega er gert ráð fyrir sigri
Mary Robinson í írsku forsetakosn-
ingunum eftir að lokið verður við að
telja atkvæðin öðru sinni í dag. Fari
svo verður hún fyrsta konan til að
gegna þessu embætti á írlandi.
Mjög treglega hefur gengið að fá
niðurstöðu í kosningunum vegna
þess að kosningalög á írlandi eru
mjög frábrugðin því sem þekkist í
flestum öðrum vestrænum ríkjum.
Þá halda írar fast við gamlar að-
ferðir við talningu atkvæða og sagt
er að þar hafi tölvur enn ekki leyst
handaflið af hólmi.
í reglum fyrir forsetakosningar er
gert ráð fyrir framsali atkvæða milh
frambjóðenda ef þeir eru fleiri en
tveir. Frambjóðendur voru síðast
þrír árið 1945 og svo var aftur nú.
Fyrir kosningarnar gerði Robinson
samkomulag við Austin Currie um
að hún fengi atkvæði hans ef enginn
þeirra þriggja næði hreinum meiri-
hluta við fyrstu talningu.
í fyrstu umferð er tálið í hveiju
kjördæmi en við síðari talninguma
er talið í Dyflinni. Búist er við að
endanleg niðurstaða fáist í dag og að
þa hafi Robinson fengið 52% atkvæða
en höfuðandstæðingurinn Brian
Lenihan 48%.
Lenihan hefur ekki enn viðurkennt
ósigur sinn en þó játað að hann vanti
trúlega 1,5% atkvæða upp á að ná
kjöri. Eftir fyrri talninguna hafði
hann örugga forustu.
Síðustu sokðanakannanir bentu til
að kosningin gæti farið á þennan veg
en fyrr í haust var Lenihan talinn
öruggur sigurvegari. Hann lenti hins
vegar í stjórnmálahneyksli á loka-
spretti kosningabaráttunnar þar sem
hann var sakaður um að hafa beitt
brögðum til að koma Charles Haug-
hey forsætisráðherra í embætti árið
1982.
Robinson er 46 ára gömul. Hún er
lögfræðingur og þekkt á írlandi fyrir
mannréttindabaráttu sína. Hún hef-
ur setið á þingi um árabil og alltaf
verið í stjórnarandstöðu. Nái hún
kjöri nú, eins og allt bendir til, mark-
ar það tímamót í írskum stjónmálum
því Fianna Fail, flokkur Lenihans,
hefur farið með völd á írlandi í 60 ár.
Reuter
Indland:
Shekhar orðinn
forsætisráðherra
Forseti Indlands hefur ákveðið að
fela Chandra Shekhar að mynda
næstu ríkisstjórn í landinu. Shekhar
fór á fund forsetans í morgun en í
gær hafnaði Rajiv Gandhi tilboði um
stjómarmyndun. Að loknum fundin-
um sagðist Shekhar vera orðinn for-
sætisráðherra og hann mundi taka
við embætti á morgun.
Sagt er að forsetinn hafi verið mjög
tregur til að fela Shekhar stjórnar-
myndun vegna þess að hann styðst
aðeins við fáa þingmenn en nýtur
hlutleysis Rajiv Gandhi og Kongress-
flokksins.
Shekhar átti mikinn þátt í að stjóm
Pratap Singh féll en forsetinn hafði
bundið vonir við að honum tækist
að koma á stöðugleika í indverskum
stjómmálum. Shekhar klauf Janata-
bandalagið, flokk Singhs, til að koma
stjóminni frá.
Ekki er tahð að stjóm Shekhars
muni leysa vandamálin sem steðja
að Indverjum. Þar hafa trúardeilur
geisað undanfarnar vikur og mikill
órói er vegna hugmynda fráfarandi
forsætisráðherra um að rétta hlut
lágstéttanna í landinu.
Raunveruleg stjórnarkreppa ríkir
því í landinu og er búist við að kosn-
ingar verði haldnar fyrr en síðar.
Shekhar er ekki vinsæll maður en
sagður afar metnaðargjarn og á að
hafa dreymt um að verða forsætis-
ráðherra árum saman.
Rgjiv Gandhi og aðrir stjórnmála-
leiðtogar á Indlandi vilja ekki taka
ábyrgð á stjórn landsins eins og mál-
um er háttað nú. Gandhi gerir sér
vonir um að fylgi flokks hans aukist
með vaxandi óreiðu í landinu og
flokkur hans fái meirihluta á þingi
að afstöönum kosningum sem vart
getur verið langt að bíða.
Reuter
STÓRKOSTLEGT
úrval af stökum sóf um og sófasettum.
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ.
Opið laugardaga til kl. 17, sunnudaga kl. 14-17.
KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR VARAÞINGMAÐUR
Kjósum Kolbrúnu
í öruggt sæti
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi.
Athafnasamur framkvæmda-
stjóri úr atvinnulífmú
á erindi á Alþingi.
STUÐNINGSMENN
Kosningaskrifstofa Strandgötu 11 - s. 657595 og 54016