Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Side 11
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990.
Útlönd
Sögur um djöfladýrkun breiöast út í Englandi:
Börnum misþyrmt
við trúarathaf nir
Umfangsmikil réttarhöld standa
nú fyrir dyrum á Englandi vegna
þrálátra sögusagna um djöfladýrk-
un og ótrúlega meöferð foreldra á
börnum sínum. Sögurnar tengjast
einkum bænum Rochdale nærri
Manchester en þar hafa yfirvöld
tekið 20 börn frá foreldrum sínum
og komið þeim í fóstur þar til skýr-
ingar fást á sögunum.
Rétta á í máli foreldranna í Roch-
dale í byrjun desember og er búist
við að réttarhöldin standi allt að
sex vikum. Þetta eru sambærileg
mál og komu upp í Nottingham þar
sem níu manns hlutu fangelsis-
dóma fyrir að misnota börn sín við
trúarathafnir þár sem djöfullinn
var ákaUaður.
í Liverpool hafa ellefu börn verið
tekin fá foreldrum sínum af sömu
ástæðum og réttarhöld í málum
þeirra standa einnig fyrir dyrum.
Félagsráðgjafar, sem starfa á þess-
um slóðum, segja að allt að 50 þús-
und börn hafi á síðasta ári verið í
hættu vegna þess að foreldrarnir
notuðu þau viö djöfladýrkun. Þeir
segja að af þessum fjölda hafi nokk-
ur þúsund verið misnotuð kynferð-
islega.
Mál djöfladýrkendanna hafa vak-
ið mikinn óhug á Englandi. Kærum
vegna djöfladýrkunar fjölgar stöð-
ugt, allt frá því að æðið hófst í
Nottingham árið 1987.
Starfsmenn barnaverndarráða
segja að börnin hafi verið látin
klæðast furðufötum og þeim talin
trú um að þau væru á valdi yfir-
náttúrlegra afla. Þá hafa börnin
sagt frá dýrafórnum og að þau hafi
verið neydd til að drekka blóð og
þvag og á endanum eiga foreldr-
amir að hafa misnotað þau kyn-
ferðislega.
Foreldrarnir hafa neitað þessum
ásökunum og sveitarstjórnarmenn
í bæjunum, sem fengið hafa á sig
orð fyrir djöfladýrkun, segja að fé-
lagsráðgjafar fari offari í þessum
málum. Heimamenn segja að fé-
lagsráðgjafarnir sjái- orðið djöful-
inn í hverju horni og frá þeim sé
allt þetta ofsóknaræði upprunniö.
Menn hafa veitt því athygli að
fyrir nokkrum árum komu til
starfa hjá barnaverndarráðunum
nokkrir félagsráðgjafar sem höfðu
lært fag sitt í Bandaríkjunum og
verið þar í sambandi við söfnuði
bókstafstrúarmanna þar sem djöf-
ullinn er talinn ógna lífi manna
daglega.
Þetta fólk hafi upphaflega heyrt
ótrúlegar sögur frá nokkrum börn-
um og trúað hverju orðið. Hins
vegar hafi aldrei tekist að færa
sönnur á framburö barnanna og
við yfirheyrslur hafi komið í ijós
að sögurnar hafi á endanum mát|
rekja til hryllingsmyndbanda sen
börnin hafi séð. Af þeirri ástæðd
sé ekki ástæða til að gera ráð fyritl
öðru en börnin hafi sagt félagsráð-)
gjöfunum frá hugarórum sínum en
ekki raunverulegum atburðum.
„Öll þessi mál eru uppspuni frál
rótum og stafa eingöngu af djöfla-l
æði nokkurra starfsmanna barna-|
verndarráðanna," segir Peter
Thompson, bæjarfulltrúi í Roch-
dale.
Þrátt fyrir mótmæli hafa böminl
verið teki'n frá foreldrum sínum og|
þeim komið í fóstur til að tryggjal
að þau veröi ekki fyrir frekari áfóll- f
um. Foreldrarnir segja töku barn-
anna lögleysu.
Gordon Littlemore, starfsmaðurl
félagsmálastofnunarinnar í Roch- [
dale, segir að stofnunin hafi fulla
ástæðu til aö taka börnin i sína
vörslu því þau hafi upphaflega
komið til þeirra og klagað foreldra |
sína.
„Börnin hafa sagt okkur frá j
reynslu sinni en starfsmenn barna-
verndarráðanna hafa ekki leitað
þau uppi til að færa sönnur á djöfla-
dýrkun,“ segir Littlemore. „Við
höfum fulla ástæðu til að trúa
börnunum og það gerir lögreglan
líka.“
Reuter
©Husqvarna
og
brother
saumavélar
ÓTRÚLEGT ÚRVAL
Verðfrá 18.900,-tii 128.000,
iUttilifl
Sýnikennsla alla daga frá kl. 12-17. Husqvarna og
Brother saumavélaumboðið er flutt í nýtt og glæsi-
legt húsnæði að Faxafeni 14 (Nútíð). Sala, nám-
skeiðahald, þjónusta.
VÖLUSTEINN
Faxafeni 14, s. 679505.
Umboðsmenn um allt land.
Panama vill
fá Noriega
framseldan
Yfirvöld í Panama vilja fá Manu-
el Noriega, fyrrum herstjóra í
landinu, framseldan komi hann
ekki fyrir rétt í Bandaríkjunum.
Noriega bíður þess enn að vera
kallaður fyrir rétt í Miami í Flórída
fyrir að hafa staðið fyrir víðtæku
smygh á eiturlyfium til Bandaríkj-
anna.
Lögmenn Noriegas hafa krafist
þess að ákærur á hendur honum
verði felidar niður og segja að yfir-
völd í Bandaríkjunum hafi með
ólöglegum hætti hlerað símtöl hans
við lögmenn sína.
Richardo Arias Calderon, vara-
forseti Panama, segir að stjórn
hans hafi enn ekki farið formlega
fram á framsal en segir að stjórnin
fylgist vel með blaðafréttum um að
máhð gegn Noriega kunni að ónýt-
ast.
„Við lítum svo á aö ef Noriega
kemur ekki fyrir rétt í Bandaríkj-
unum eigi Panamastjórn fullan rétt
á að fá hann framseldan og hægt
verði að ákæra hann í heimaland-
inu. Hér bíða hans ákærur fyrir
fiölmörg afbrot,“ segir Calderon.
Noriega hefur veriö í Bandaríkj-
unum allt frá því hann gaf sig á
vald bandaríska hernum í Panama
í byrjun þessa árs eftir að herinn
hafði steypt honum af stóli. Upp-
tökur af samtöhpn Noriegas við
lögmenn sína hafa verið leiknar í
bandarísku sjónvarpi og bendir
það til að vikið hafi verið frá réttum
réttarreglum við meðferð máls
hans.
SVO GOTT AÐ ÞU
GLEYMIR ÖLLU ÖÐRU
Einkaumboö
Islensk /////
Ameríska
Tunguháls 11 sími 82700
**» &**» *&-.
*&&&zéái/
iXZafia'jk^ám±L----
-eS*rfíCZJC'».SM.
tsssw
f9BSB0 i
Prófkjör sjálfstæðismanna, Reykjanesi
X Kjósum
Árna Ragnar Árnason
í öruggt sæti
- Hann á erindi á Alþingi íslands
Prófkjör sjálfstæðismanna, Reykjanesi
Helstu baráttumál Árna:
* Aukin atvinnutækifæri
* Nýtum íslenskar auðlindir og íslenskt vinnuafl
* Aðstöðugjald í burtu
* Minni ríkisumsvif
* Aukin umhverfisvernd
* Öflug neytendavitund og frjáls samkeppni
* Jafn atkvæðisréttur allra landsmanna