Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Síða 13
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990.
13
Gíslamálin
og barnaleg
bjartsýni
Kristín Jónsdóttir hringdi:
Ég verö að lýsa furðu minni á þvi
hvernig hamrað er á þessu gíslamáli
í írak og Kúvæt. Að sjálfsögðu harma
allir íslendingar að þama skuli enn
vera einn landi okkar eftir, og þeim
mun fyrr sem hann losnar úr prís-
undinni því betra fyrir alla viðkom-
andi.
Ég sé bara ekki hvað við erum
bættari með því að vera alltaf að
birta fréttir um að „nú sé Gísli Sig-
urðsson á leiðinni.“ Hann er sýnilega
ekkert á neinni leið frá þessu lands-
svæði nema í hugarfylgsnum ein-
hverra bjartsýnismanna í íslenska
utanríkisráðuneytinu, sem hafa
treyst Svíum fyrir okkar fólki þarna.
Trúin á Svíana hefur þó eitthvað
dalað að undanfórnu, því nú hefur
Dönum einnig verið fengin umsjón
okkar mála þarna syðra.
Við skulum ekki vera með neina
barnalega bjartsýni á að vestrænir
gíslar fái brottfararleyfi frá írak,
frekar en frá Kúvæt. Að þessu verður
þó að vinna á bak við tjöldin eins og
frekast er unnt, og þegar okkar mað-
ur er kominn heim skulum við öll
samfagna, en láta vera að ólmast meö
máhð í fréttum að þarflausu.
Hringið í síma
27022
milli kl. 14 og 16 eða skrifið
3E
Tilboð vilmnmr
Rjómalöguð hörpudisksúpa.
Sveppafyllt nautafilet
með koníakssósu, grœnmeti
og bakaðri kartöflu.
Kaffi.
Kr. 980,-
Alltaf einhver tilboð ígangi.
Opiðfrákl. 11.30 til 23.30
Hamraborg 11 - sími 42166
3
ZE
Lesendur
Esther Hansen skrifar:
Ég vii koma á framfæri þakklæti
til Hermanns Gunnarssonar fyrir
þáttinn hans 31. okt. sl. - Hann var
í alla staði frábær.
Ásta Ólafsdóttir sem skrifaði les-
endabréf í DV hinn 6. þ.m. vill aug-
ljóslega hafa „gamla lagið" á þætt-
inum. Við úti á iandi t.d. sem ekki
sjáum Stöð 2 erum hreint ekki búin
að fá leið á Flosa eða Garðari Cort-
es. - Þeir voru báðir frábærir.
Sömuleiðis dansararnir að
ógleymdum Ladda sem er hvergi
staönaður. Þetta nýja snið á þætti
Hermánns Gunnarssonar er fínt.
Sumir vilja alltaf hjakka í sama
farinu eins og t.d. fyrrnefnd Ásta.
- Hafi Hermann og aðrir sem stóðu
að þættinum þökk fyrir. Haltu
áfram Hermann á þessari nýju
braut!
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi
Menntun
Reynsla
Þekking
Kjósum
SigríðS Önnu
I öruggt sæti
Við styðjum framboð Sigríðar Önnu Þórðardóttur
Jónína Michaelsdóttir
blaðamaður, Hafnarfirði
Eiríkur Tómasson
framkvæmdastjóri, Grindavík
Árni Emilsson
útibússtjóri, Garóabæ
Sigurður Valur Ásbjarnarson
sveitarstjóri,
Bessastaðahreppi
Halla Halldórsdóttir
hjúkrunarfr., Kópavogi
Þórdís Sigurðardóttir
skrifstofustjóri, Mosfellsbæ
Magnús Erlendsson,
fv. forseti bæjarstjórnar,
Seltjarnarnesi
Jónína Guðmundsdóttir
kennari, Keflavík
Guðmundur Ósvaldsson
framkvæmdastj., Hafnarf.
Kristín S. Kvaran,
fv. alþingismaður, Garðabæ
Arnór L. Pálsson
bæjarfulltrúi, Kópavogi
Friða Proppé
ritstjóri, Garðabæ
Hilmar Sigurðsson
vióskiptafr., Mosfellsbæ
Júlía G. Ingvarsdóttir
kennari, Garóabæ
Ragnheiður Gunnarsdóttir
hjúkrunarfræðingur,
Mosfellsbæ
Jólamatur og -kökur:
SENDIÐ JÓLAUPPSKRIFTIR
ann 28. nóvember mun DV gefa
út aukablað um mat og kökur til
jólanna. Að þessu sinni verður sér-
staklega leitað til lesenda um uppskriftir,
enda vitað að fólk lumar á alls konar góð-
um og sniðugum uppskriftum að jólamat
og ekki síður kökum, sælgæti og öðru
góðgæti sem tilheyrir jólum. Einnig eru
smáfrásagnir af tilurð uppskrifta, íslenskra
og erlendra, og jólahaldi á íslandi og úti
í heimi skemmtileg viðbót.
Hér er ekki um verðlaunasamkeppni að
ræða heldur verður dregið úr öllum inn-
sendum bréfum. Hinir fimm heppnu fá
senda nýja og glæsilega Matreiðslubók
Iðunnar en hún kostar 7.400 krónur.
Sendið uppskrift eða
uppskriftir að alls konar
jólamat til DV fyrir 11.
nóvember.
Uppsetning þarf að
vera skýr og engu má
skeika með mál og vog.
Best væri að fá upp-
skriftirnar vélritaðar en
skýr rithönd getur
gengið. Ef mikið efni berst verður að velja uppskrift-
ir til birtingar en allir eiga jafna möguleika á mat-
reiðslubók.
Munið að skrifa undir með fullu nafni, heimilisfangi
og síma. Merkið umslagið:
Dagblaðið-Vísir
Matur og kökur
pósthólf 5380
125 Reykjavík
IÐUNN
Brœðraborqarstíg 16