Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Síða 15
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990.
15
Fyrir Jón
og Gunnu?
. á ekki aukið framboð á lausafé i bönkunum, sem nú er gurnaó af,
að skila sér i lægri vöxtum samkvæmt lögmálinu?"
Bankaráðsmaður í íslandsbanka
gekk fram fyrir skjöldu í sjón-
varpsviðtali fyrir nokkrum dögum
og réttlætti umdeilda vaxtahækk-
un bankans. Það væri kominn tími
til að einhverjir hugsuðu um hag
spariijáreigenda.
Svo var á honum að skilja að
verið væri að hækka vexti af ein-
tómri umhyggju fyrir hinum al-
menna manni, launamanninum
sem hefði önglað saman fáeinum
krónum og geymdi þá á bók til elli-
áranna. Allt væri þetta gert fyrir
hann Jón og hana Gunnu.
Að versla með peninga
Við skulum sleppa þessari
meintu umhyggju fyrir Jóni og
Gunnu í bili en spyija þess í stað
hvort ekki sé kominn tími til þess
fyrir fjármagnseigendur og full-
trúa þeirra, þá aðila í banka ogíjár-
magnskerfi sem makað hafa krók-
inn á undanfomum árum með stór-
félldri verslun með peninga, að
hætta að skýla sér á bak við spari-
fjáreigandann, hann Jón og hana
Gunnu.
Þau sækjast eftir því einu að
geyma sínar fáu krónur á tryggan
hátt en eru frábitin okri og bera
enga ábyrgð á fjármagnsfurstun-
um sem raka tfi sín tugmilljónum
í skjóh hávaxtastefnu. Er ekki
kominn tími til þess að fulltrúar
fjármagnskerfisins sýni þessu fólki
lágmarkskurteisi og hætti að mis-
nota það til að réttlæta eigin hags-
muni?
í sama fréttatíma kom síðan fram
einn af bankastjórum íslands-
Kjallariim
Ögmundur Jónasson
formaður BSRB
banka og sagði að vaxtahækkunin
væri til þess að samræmi væri á
milli raunvaxta og nafnvcixta en
þessu hefði verið lofað í kjarasamn-
ingunum frá í vetur. Ekki var þess
látið getið að raunvextir eru nú
hærri en þeir voru við gerð kjara-
samninganna og augljóst að ef sam-
ræmingar var þörf átti hún að sjálf-
sögðu að vera til lækkunar ef þjóna
hefði átt því markmiði kjarasamn-
inganna að draga úr verðbólgu.
I kjarasamningunum var að því
stefnt að ná niður útgjöldum heim-
ila og óeðlilegum útgjöldum fyrir-
tækja. Þar þótti einmitt vega þungt
vaxta- og annar fjármagnskostnaö-
ur.
Skuldastaða heimilanna
Ef litið er á undangenginn áratug
í heild sinni kemur í ljós að skulda-
staða heimilanna hefur verið að
versna jafnt og þétt. Um miðjan
áratuginn voru þessar skuldir um
fimmtungur af heildarútlánum
fjármagnskerfisins, eða svo dæmi
sé nefnt, 21,7% í árslok 1984. Þegar
sams konar dæmi var gert upp í
júnílok í ár námu skuldir heimil-
anna-30,6% af heildarútlánum.
Hlútfallslega hefur staða at-
vinnuveganna hins vegar skánað.
í árslok 1984 námu skuldir til at-
vinuveganna 48,4% af heildarút-
lánum í landinu en í sumar var
þetta hlutfall komið niður í 44,4%
Ef litið er á þróunina allra síð-
ustu mánuði hefur skuldastaða
heimilanna versnað langt umfram
skuldastöðu atvinnuveganna. Frá
síðustu áramótum hafa lán til
heimilanna vaxið um 18,7 milljarða
króna, eða um 13,5% en lán til at-
vinnuveganna um 13,3 milljarða
króna, eða 6,2%
Að sjálfsögðu er ekki hægt að al-
hæfa um lántakendur enda eru
ólíkar ástæður fyrir því að fólk tek-
ur lán. Það skiptir þó meginmáli í
þessu sambandi að þúsundir úöl-
skyldna hafa ekki átt annarra
kosta völ en taka rándýr lán til
þess að fjármagna húsnæðiskaup
eða einfaldlega til þ.ess að sjá sér
farborða vegna allt of lágra launa.
Þetta hafa þeir aldrei skilið sem
hafa tahð að lögmálin um framboð
og eftirspurn á peninngamarkaði
væru allra meina bót. Hinn blá-
kaldi veruleiki er sá að þegar vext-
ir eru hækkaðir eru hinir nauðugu
lántakendur látnir blæða.
Á máli fagmanna í flármagns-
kerfinu kann það að vera einföld
spurning um framboð og eftirspurn
þegar vextir eru keyrðir upp en
fyrir almenning er þetta iðulega
spurning um að komast af.
Hvert fer auður þjóðarinnar?
Auðvitaö snýst þetta um tekju-
skiptinguna í þjóðfélaginu, í hverra
vasa auður þjóðarinnnar fer. Það
er nöturlegt til þess að vita að ný-
lega skuli hafa komið fram að mik-
il framleiðniaukning í sjávarútvegi
á undanfórnum misserum skuli
ekki hafa skilað sér til launafólks
og í takmörkuðum mæli í upp-
byggingu fyrirtækjanna heldur inn
í fjármagnskerfið.
Og hér erum við aftur komin aö
honum Jóni og henni Gunnu.
Vegna ásælni fjármagnskerfisins
hafa þau ekki fengið notið þeirrar
framleiðniaukningar sem sannan-
lega hefur orðið hjá þeim fyrirtækj-
um sem þau starfa við. Svo~stíft
hafa fjármagnseigendur sótt á
garðann að ekkert hefur verið eftir
til skiptanna fyrir þau. Enda er þaö
svo þegar allt kemur til alls að há-
vaxtaokrið stríðir beinlínis gegn
hagsmunum þeirra.
En meðal annarra orða, á ekki
aukið framboð á lausafé í bönkun-
um, sem nú er gumað af, að skila
sér í lægri vöxtum samkvæmt lög-
málinu? Nú viröist hins vegar önn-
ur formúla uppi, draga þarf úr
þenslu og þess vegna þarf að
hækka vexti. Aðrir kynnu að vilja
orða þetta með öðrum hætti. Ef
gróðaprósentunni er ógnað þá er
ekki annað að gera en hækka vexti.
Eitt gildir um banka, þeir eiga jafn-
an að hafa sitt á þurru. En hvers
vegna á hið gagnstæða að gilda um
heimilið - heimilið hans Jóns og
hennar Gunnu?
Ogmundur Jónasson
.. efsamræmingarvarþörfáttihún
að sjálfsögðu að vera til lækkunar ef
þjóna hefði átt því markmiði kjara-
samninganna að draga úr verðbólgu.“
Af tillitssemi
við okkur sjálf
pp'
SPARlSkfkTElHt
1977-i-*1-
' * ___________________________________________________
„Spariskirteini rikissjóðs bera lægri raunvexti en flest skuldabréf banka
og verðbréfafyrirtækja," segir m.a. i greininni.
Þegar ávöxtunarfyrirtæki tekur
við fjármunum fólks til ávöxtunar
verður þáð að lána fjármunina
áfram í eitthvað sem skilar að
minnsta kosti jafnmikilli ávöxtun.
Féð er t.d. notað til kaupa á hluta-
bréfum í vel reknum fyrirtækjum
eða lánað til arðbærrar atvinnu-
starfsemi.
Þegar ríkið tekur lán hjá fólki,
m.a. með sölu spariskírteina, liggur
engin kvöð á því að fjármunimir
verði nýttir í eitthvað sem skilar
arði. Fé sem komið er í hendur
misvitlausra stjórnmálamanna er
oftar en ekki svo gott sem glatað.
Það endar t.d. sem snittur og
„smörrebröd“ á þingi Norður-
landaráðs, sem höfn á (í) Blöndu-
ósi, sem dauöur minkur (í pelsi),
sem Alþýðublað, sem nokkuð bús-
tið útvarpshús, sem og rollur í öll-
um landshlutum.
Mikiðkallará meira
Skattar hafa hækkað gífurlega á
síðustu þremur árum og eins og
alltaf hefur þessum hækkunum
fylgt minnkandi kaupmáttur (15%
rýrnun) og aukið atvinnuleysi.
Þetta er sama gamla sagan um
að þegar ríkið tekúr meira til sín
minnkar hagvöxtur og verður jafn-
vel enginn og þá fá einstaklingarn-
ir minna fyrir sig. Svo heyrir mað-
ur að þrátt fyrir þessar miklu
skattahækkanir sé alltaf halli á rík-
KjaUaririn
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi í HÍ
issjóði og fari vaxandi ef eitthvað
er.
Réttara væri auðvitað að segja að
vegna þessara skattahækkana
(eins og annarra) minnka’r hvatinn
til að skapa verðmæti og þar með
verðmætin og hlutur ríkisins. En
ríkiö lætur sér ekki nægja að seil-
ast í vasa núverandi skattgreið-
anda með æ ósvífnari hætti.
Til að fullnægja eftirspurn stjórn-
málamanna eftir spilapeningum
eru slegin lán um víða veröld. M.a.
með sölu spariskírteina. Þessi lán
bíða svo næstu kynslóöa og verða.
án efa notuð sem ástæða fyrir
skattahækkunum framtíðar.
Pissað í skóinn
Þess vegna eru þeir sem kaupa
spariskírteini ríkissjóðs að leggja í
púkk hjá stjórnmálamönnum sam-
tíðarinnar og jafnframt að skerða
lífskjör afkomenda sinna. Þeir eru
einnig að styðja við bakið á því
framtaki ríkisins að auka eftir-
spurn eftir lánsfé og hækka þar
með vexti.
Þeir se.m kaupa þessi skírteini
eru með öðrum orðum að leggja
grunninn að skattahækkunum
næstu ára og þó að þeir telji sig
hagnast á kaupunum þá er ekki
allt sem sýnist. Þeir greiða nefni-
lega sjálfir vextina af skírteinunum
með sköttum sínum. Að maður
minnist nú ekki á þá sem gerast
áskrifendur að skírteinunum og
gera um leið sjálfa sig og aðra
áskrifendur að skattahækkunum!
Kaup á spariskírteinum hafa
svipuð áhrif og að pissa í skóinn
sinn i frosti. Það er skammgóður
vermir og fólk ætti að forðast það.
Ekki í hvað sem er
Það er auk þess algjör óþarfi að
auka stundartekjur ríkisins þegar
tekjunum er varið í jafnmiklum
mæli til hluta sem eru langt utan
þess að telist getur í verkahring
ríkisins. Á meðan ríkið getur séð
af milljörðum í vonlausa atvinnu-
starfsemi er algjör óþarfi að láta
það hafa aukapening með því að
kaupa spariskírteini.
Það á ágætlega við í þessu að
sjaldan launar kálfurinn ofeldið.
Það þarf að kenna stjórnmála-
mönnum að fólk er ekki tilbúið til
að láta þá hafa fé í hvað sem er og
ein leið til þess er að hætta að
kaupa spariskírteini ríkissjóðs.
Lltboð í stað ríkissjoppu
Mér skilst að nýverið hafi verið
stofnað sérstakt ríkisfyrirtæki til
að sjá um sölu á spariskírteinum
ríkisins. Þessi stofnun virðist
hvergi þurfa að spara við sig í aug-
lýsingum og það nýjasta er að
menn hafa fengið sendan heim árit-
aðan penna til að fylla út áskriftar-
beiðni að skírteinunum!
Væri ekki eðlilegra að fjármála-
ráðuneytið byði þessa starfsemi út
þannig að þeir sem tækju lægstu
þóknun fyrir sölu á skírteinunum
fengju þau í umboðssölu? Það er
að segja ef ríkið er í raun svo fjár-
þurfi að það þurfi að fá lán hjá
borgurunum sem þeir sjálfir eða
afkomendur þeirra eiga svo að
greiða seinna með auknum skött-
um.
Að lokum finnst mér rétt að
benda á að spariskírteini ríkissjóös
bera lægri raunvexti en flest
skuldabréf banka og verðbréfafyr-
irtækja. Hættum því að kaupa spa-
riskírteini ríkissjóðs. Ef ekki af til-
litssemi við aðra þá við okkur sjálf.
Glúmur Jón Björnsson
„Á meöan ríkiö getur séð af milljörðum
i vonlausa atvinnustarfsemi er algjör
óþarfi að láta það hafa aukapening með
því að kaupa spariskírteini.“