Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Qupperneq 27
jrf=?<rr'r/ .•>fk,—:r;:-
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990.
35
Lífestm
TÓMATAR
+19%
!?§-
!■
498 249
SVEPPIR
-5%
I
o
I
550 290
Munur á hæsta og lægsta verði á kartöflum var 260% i könnun DV.
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Hvítkál lækkar,
blómkál hækkar
- mikill verðmunur á kartöflum
DV kannaði verð á grænmeti í eft-
irtöldum verslunum: Fjarðarkaupi í
Hafnarfirði, Bónusi i Hafnarfirði,
Miklagarði í vesturbæ, Kjötstöðinni
Glæsibæ og Hagkaupi Kringlunni.
Bónus selur sitt grænmeti í stykkja-
tali meðan aðrar verslanir selja eftir
vigt. Til aö fá samanburð á verðinu
hjá Bónusi og hinum verslununum
er stykkjaverð umreiknað eftir með-
alþyngd yfir í kílóverð.
Meðalverð á tómötum hækkar um
19% og er nú 335 krónur. Ódýrastir
voru þeir í Hagkaupi á 249 en fast á
eftir var Mikligarður með 259. Dýr-
astir voru þeir í Kjötstöðinni á 498,
en tómatar voru of smáir í Bónus og
Fjarðarkaupi til að komast í fyrsta
flokk. Munur á hæsta verði og lægsta
var 100%.
Meðalverð á gúrkum lækkar um
15% og er nú 200 krónur. Þær vocu
ódýrastar í Bónusi á 135, næst kom
Mikligarður 139, Fjarðarkaup 198,
Hagkaup með 239 og dýrastar voru
þær í Kjötstöðinni á 288 krónur.
Munur á hæsta og lægsta verði var
heil 113%.
Meðalverð á sveppum lækkaði ei-
htið eða um 5% og er nú 436 krónur.
Sveppir voru ódýrastir í Bónus, þar
töluvert á eftir kom Mikligarður með
405, Hagkaup 409, Fjarðarkaup 528
og dýrastir voru þeir í Kjötstööinni,
á 550. Munur á hæsta og lægsta verði
var 90%. Sveppir voru mjög fallegir
á öllum stöðum.
Meðalverð á grænum vínberjum
er nánast það sama og í síðustu viku-,
lækkaði um tæpt 1% en það er nú
179 krónur. Vínber voru langódýrust
í Bónusi, 129 krónur en þar á eftir
komu Hagkaup 249, Fjarðarkaup 253,
Mikligarður 265 og Kjötstöðin með
298 krónur. Munur á hæsta verði og
lægsta var 131%.
Meðalverð á grænni papriku lækk-
aði um 7% en það er í samræmi við
þróun undanfarinna vikna. Meðal-
verðið er nú 216 krónur. Ódýrust var
hún í Bónus 112 krónur. Á eftir komu
Kjötstöðin’l86, Mikligarður 244, Hag-
kaup 269 og Fjarðarkaup 271. Paprik-
an var áberandi fallegust í Hag-
kaupi. Munur á lægsta og hæsta
verði var 142%.
Meðalverð á kartöflum hækkaði í
fyrsta sinn í langan tíma, er nú 56
krónur. Lægstar voru þær í Mikla-
garði 25 krónur, þar á eftir komu
Bónus 30, Kjötstöðin 53, Hagkaup 82
og dýrastar voru þær í Fjarðarkaup,
á 90 krónur. Munur á hæsta verði
og lægsta var heil 260%.
Meðalverð á blómkáli hækkaði
nokkuö eða um 22%, en þaö er nú
188 krónur. Ódýrasta blómkálið
fékkst í Fjarðarkaupi, næstódýrast í
Hagkaupi 179, þar á eftir kom Mikli-
garður meö 199 kr. og dýrast var það
í Kjötstöðinni, 225 krónur. Blómkál
var ekki til í Bónusi. Munur á lægsta
og hæsta veröi var 52%.
Meðalverð á hvítkáli lækkaði tals-
vert, eða um 46% og er nú 50 krón-
ur. Hagstæðast var að kaupa það í
Bónusi á 45 krónur, síðan komu
Mikligarður 59, Hagkaup 69, Fjarðar-
kaup 79 og Kjötstöðin 98. Munur á
hæsta og lægsta verði var 118%.
Meðalverð á gulrótum haekkar um
10% og er nú 208 krónur. Ódýrastar
voru þær í Bónusi 147, næst kom
Fjarðarkaup 190, Hagkaup 229, Kjöt-
stöðin 231, og dýrastar voru gulræt-
urnar í Miklagarði, 245 krónur. Mun-
ur á hæsta og lægsta verði var 67%.
ÍS
Sértilboð og afsláttur:
Komfleks, kók
og kjúklingar
Meðal tilboðsvara hjá versluninni
Bónus í Hafnarfirði er gosdrykkur-
inn kók í tveggja lítra umbúðum á
135 k.r stk. Einnig fæst Gillette Sens-
or rakvélin á 390, raksápan Sabre í
380 ml. brúsa á 129, Campbell sveppa-
súpa, 370 gramma dós, á 72 og þvotta-
efnið, Milt fyrir barnið, í þriggja kílóa
pakkningum á 399 krónur.
Fjarðarkaup býður upp á kjúkhnga
á 479 króna kílóaverði, níu stykki af
Dixcel salernisrúllum á 235, Fixie
barnableyjur, 64 stk., á 1.598 og Clar
sápuvír á 60 kr, 5 stk. í pakka.
Hagkaup Kringlunni var með 10
stk. af Myllu smábrauðum í 550
gramma pakka á tilborðsverðinu 99
krónur. Einnig Kelloggs kornfleks,
500 grömm, á 179, Ajax hreingern-
ingalög í tveggja lítra brúsum á 199
og Tilda pudding rice pakka, i 500
gramma pokum, á 59 krónur stykkið.
Kjötstöðin Glæsibæ, sem nýlega
opnaði tilboðsvegg, bauð upp á gul
eph á 113 krónur kg„ Cocoa Puffs
pakkamat 340 g á 179, Hunts tómat-
sósu á 139 í 907 gramma brúsa. Einn-
ig voru nýkomnar Bonduelle niður-
suðudósir með gulrótum og grænum
baunum, 400 gramma, á 58 krónur.
Mikhgarður í vesturbæ bauð upp á
6 manna matar og kaffistell á 3.749
krónur, allt ófrosið lambakjöt í kjot-
borðinu hjá þeim var á 10% afslætti,
innflutt norskt smjörhki í hálfs kílóa
pakkningum fékkst á 65 krónur
stykkið og ávaxtasafi, epla eða app-
elsínu í eins Utra umbúðum frá MS,
kostaði99krónur. ÍS