Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1990, Page 28
36
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990.
Afmæli_______________dv
Jón E. Jónsson
Jón Einar Jónsson, fyrrv. b. í Skála-
nesi í Austur-Barðastrandarsýslu,
sem nú dvelur á Vífilsstöðum, er
níræðurídag.
Starfsferill
Jón fæddist í Skálanesi og ólst þar
upp í foreldrahúsum. Hann kynntist
ungur öllum almennum sveitastörf-
um en bamaskólalærdóminn fékk
hann í farkennslu þess tíma. Jón fór
út í Flatey er hann var átján ára og
stundaði þar handfæraveiðar á segl-
skipum en þangað fór hann á vorin
í fimm ár. Hann var fimmtán ára
er faðir hans lést og varð þá að
standa fyrir búinu með móður sinni.
Árið 1924 tók Jón við búskapnum
í Skálanesi og stundaði þar búskap
allt til ársins 1973. Hann brá þá búi
af heilsufarsástæðum en Hallgrím-
ur sonur hans tók við búinu.
Er vegur var lagður vestur Barða-
strandarsýslu um 1950 var sett á
stofn í Skálanesi útibú frá Kaup-
félagi Króksíjarðar, auk þess sem
þar reis þá bensín- og olíuafgreiðslu-
stöð, en Jón sá um reksturinn á
hvoru tveggja.
Jón sat í hreppsnefnd Gufudals-
hrepps í fjögur ár. Þá sathann í
skólanefnd um skeið og í sóknar-
nefnd Gufudalskirkju.
Fjölskylda
Jónkvæntist8.11.1924 Ingibjörgu
Jónsdóttur, f. 9.1.1902, d. 2.3.1989,
húsfreyju, en hún var dóttir Jóns
Jónssonar, b. á Litlu-Eyri í Arnar-
firði, og konu hans, Jónu Jónsdóttur
frá Bíldudal.
Jón og Ingibjörg eignuðust tíu
böm og eru níu þeirra á lífi. Auk
þess ólu þau upp þrjú fósturbörn.
Börn Jóns og Ingibjargar eru Jón-
ína, f. 30.9.1925, húsmóðir í Reykja-
vík, en maður hennar er Stefán
Gestur Kristjánsson, lengi starfs-
maður hjá Afurðasölu SÍS á Kirkju-
sandi í Reykjavík; Hallgrímur, f. 4.5.
1927, b. í Skálanesi, kvæntur Katr-
ínu Olafsdóttur húsfreyju; Gyða, f.
7.3.1933, húsmóðirá Akranesi, gift
Jóni Þórði Ágústssyni, trésmíða-
meistara hjá Akri; Kristjana Guð-
munda, f. 27.10.1934, búsett í Gufud-
al; Erlingur, f. 3.7.1936, dó ungur;
Jón Erlingur, f. 12.6.1938, bílstjóri á
Reykhólum, kvæntur Indíönu Ól-
afsdóttur; Guðný, f. 13.12.1939, hús-
freyja á Reykhólum; Svanhildur, f.
19.9.1942, b. í Flatey á Breiðafirði;
Hjördís, f. 14.7.1945, húsmóöirá
Patreksfirði, og Sverrir Finnbogi, f.
9.5.1947, matreiðslumeistariá
Keflavíkurflugvelli, búsettur í
Sandgerði, kvæntur Unni Guðjóns-
dóttur. Fósturbörn Jóns og Ingi-
bjargar em Víglundur Ólafsson, f.
1920, d. 1948, b. í Hraundal i Mýra-
sýslu; Gunnar Ingi Hrólfsson, f. 9.12.
1944, bílasmiður í Reykjavík, kvænt-
ur Bjarnveigu Hjörleifsdóttur, og
Jón Ingi Kristjánsson, f. 23.9.1953,
sjómaður í Neskaupstaö, kvæntur
Kristínu Árnadóttur.
Jón Einar Jónsson.
Jón átti þrj ú systkini og á hann
nú einn bróður á lífi. Systkini hans:
Ástríður Sigurrós, búsett í Skála-
nesi, nú látin; Sigurður, lengst af
bílstjóri, búsettur á Akranesi, og
Sigríður, húsmóðir í Hafnardal við
Djúp og víðar, nú látin. Hálíbróðir
Jóns var Finnbogi Rútur Magnús-
son sem drukknaði nítján ára.
Foreldrar Jóns voru Jón Einars-
son, b. í Skálanesi, og kona hans,
Sigurlína Bjarnadóttir.
Jón var sonur Einars, b. í Skála-
nesi, Sveinssonar og Ingibjargar
Gísladóttur, hreppstjóra í Brekku í
Gufudalssveit, Jónssonar. Sigurlína
var ættuð úr Hrútafirði á Ströndum.
Meiming
Pólskir gestir hjá SÍ
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskóla-
bíói í gærkvöldi. Stjórnandi var Jan Krenz og einleik-
ari í píanó Waldemar Malicki. Á efnisskránni vom
verk frá nítjándu öld eftir Carl Maria von Weber, Fred-
eric Chopin og Cesar Franck.
Undan því hefur verið kvartað í þessum pistlum hve
einhliða áhersla er hjá mörgum flytjendum tónlistar
í Reykjavík á rómantísku stefnuna og var ekki brugð-
ið frá þeirri venju á þessum tónleikum. Hins vegar
kom tvennt til sem gerði rómantíkina bærilegri fyrir
gagnrýnanda DV nú en stundum áður. Er þar fyrst
að nefna sónötu eftir gamla Bach sem Orthulf Prunn-
er flutti í Dómkirkjunni í fyrrakvöld og fór langt með
að endurvekja trú gagnrýnanda á tónlistina og menn-
ina. í öðru lagi kom í ljós á tónleikunum að því fer
auðvitað íjarri að öll rómantisk tónlist sé yfirborös-
kennd og innantóm. Þetta vill stundum gleymast, eink-
um eftir of stóra skammta af Rachmaninoff.
Forleikur Webers að óperunni Euryanthe er hug-
myndarík tónlist þar sem andstæðar stemningar eru
áberandi svo sem við er að búast af óperutónlist. En
höfundur gerist hvergi offari og byggingin er nægilega
vönduð til að þola átökin. Píanókonsert nr. 1 í e moll
eftir Chopin er í rauninni ekki konsert í klassískri
merkingu þess orðs. Nær væri að kalla verkiö píanó-
sónötu með hljómsveitarundirleik. Verkið er hins veg-
ar engu verra fyrir þetta. Það er fullt af fógrum laglín-
um og frjórri hljómahugsun, einkum fyrsti þátturinn.
Sinfónía Cesars Franck í d moll var heilsteyptasta
verkið á þessum tónleikum. Allt frá hinni sérkenni-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
lega fögru byrjun fyrsta þáttar til hinnar grípandilag-
línu síðasta þáttar er verkið fullt af góðum hugmynd-
um í vandaðri meðferð þar sem smekkvísi og heiðar-
leiki ræður ferðinni.
Flutningur hljómsveitarinnar á verkum þessum
undir stjóm Jan Krenz var stundum meö nokkrum
tilþrifum en einnig á köflum nokkuð óhreinn og óná-
kvæmur. Stjórnandinn kunni verkin vel en virtist
ekki'að sama skapi vandvirkur. Einstakir hljómsveit-
armenn áttu gott framlag og má þar m.a. nefna Daða
Kolbeinsson í hæga kafla Francks. Píanóeinleikarinn
Malicki spilaði Chopin mjög fallega og af öryggi. Með-
al aukalaga sem hann lék var lag eftir Inga T. Lárus-
son. Var tilkynnt áður með töluverðri viðhöfn að hanh
hefði aldrei séð lagið áður og áætlaði nú að spinna
tilbrigði við það óundirbúiö. Minnti þessi málatilbún-
aður á sirkus Billy Smart enda voru efndir eftir því.
Tilbrigðin við lag Inga komu aldrei heldur ýmsar
glæsislaufur úr þekktum píanókonsertum, m.a.
Tsjækovskí og lagstúfnum skotið þar inn á milli. Fór
það því aldrei svo að andi Rachmaninoffs kæmist ekki
að á þessum tónleikum líka.
Andlát
Kristín. S. Jóhannesdóttir lést á
Landakotsspítala 7. nóvember.
Sigfúsína Sigfúsdóttir, Langholts-
vegi 188, lést 7. nóvember.
Soffia Guttormsdóttir, fyrrv. ráðs-
kona, Kópavogshæli, lést miðviku-
daginn 7. nóvember.
Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, frá
Þúfukoti í Kjós, til heimilis á Reykja-
lundi, Mosfellssveit, lést miðviku-
daginn 7. nóvember.
Jarðarfarir
Magnús Ingimundarson frá Skarði,
Heiðarvegi lOa, Keflavík, lést í
Landspítalanum 2. nóvember. Jarð-
arfórin fer fram frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 10. nóvember kl. 14.
Útför Þorsteins ísleifssonar, Vík í
Mýrdal, fer fram frá Víkurkirkju
laugardaginn 10. nóvember kl. 13.30.
Sölvi Sigurðsson, Mánagötu 3, Reyð-
arfirði, verður jarðsunginn frá Reyð-
arfiarðarkirkju laugardaginn 10.
nóvember kl. 14.
Lárus Ágúst Gíslason fyrrv. hrepp-
stjóri, Miðhúsum, Hvolhreppi, verö-
ur jarðsunginn frá Stórólfhvols-
kirkju laugardaginn 10. nóvember
kl. 14.
Kristín Geirsdóttir lést 3. nóvember.
Hún fæddist 3. janúar 1908 í Múla,
Biskupstungum. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðbjörg Oddsdóttir og
Geir Egilsson. Kristín giftist Kristj-
áni Sigurði Elíassyni, en hann lést
árið 1977. Þau hjónin eignuðust fiög-
ur börn, fyrsta barnið misstu þau
nokkurra mánaða gamalt. Útför
Kristínar verður gerö frá Árbæjar-
kirkju í dag kl. 15.
María G. Björnsdóttir lést 2. nóvemb-
er. Hún var fædd 4. nóvember 1912 í
Gröf í Reyðarfirði, Suður-Múlasýslu,
dóttir hjónanna Bjöms Gíslasonar
og Rannveigar Jónsdóttur. Ung að
árum gekk Maria að eiga Björn Jóns-
son, en hann lést árið 1964. Þau eign-
uðust ekki börn en tóku að sér stúlku
og ólu hana upp. Árið 1980 giftist
María Ólafi Ágústi Kristjánssyni en
hann lést árið 1989. Nú í sumar trú-
lofaðist María æskuvini sínum,
Garðari Jónssyni frá Reyðarfirði.
Útför Maríu verður gerð frá Nes-
kirkju í dag kl. 13.30.
Tilkynrdngar
Góðar gestasamkomur
í Hafnarfjarðarkirkju
Séra Heimir Steinsson, prestur og þjóð-
garðsvörður á Þingvöllum, mun heim-
sækja söfnuðinn 3 laugardagsmorgna í
nóv. 10. 17. og 24. nóvember og fjalla um
valin stef úr Jóhannesarguðspjalli, leiða
bibliulestur og umræður. Samverustund-
imar fara fram í safnaðarstöðinni í
Dverg, gengið inn frá Brekkugötu, og
hefjast kl. 11 árdegis og lýkur nokkru
eftir hádegi. Sú fyrsta á laugardaginn
’kemur. Þátttaka er öllum opin og verður
þátttakendum boðið upp á léttan máls-
verð.
Kyrrðardagar með Sigur-
birni Einarssyni
Skálholtsskóli gengst fyrir kyrrðardög-
um undir leiðsögn Sigurbjöms Einars-
sonar 30. nóv.-2. des. Kyrrðardagar em
öllum opnir og henta þeim sem lifa arma-
sömu lífi, leita slökunar og vilja rækta
sinn innri mann. Hrynjandi dags er lík
og í klaustri. Þátttakendur hverfa frá
skarkala hversdagslifsins og ganga á vit
íhugunar, þagnar og tiðagjörða. Sigur-
björn Einarsson biskup mun miðla af trú
sinni og hugsun á íhugunarstundum og
auk þess ræða við þá, sem óska samtala.
Ef þú ert að leita að sjálfri eða sjálfum
þér, viti og grundvelli til að standa á eða
vilt einfaldlega fá frið til að eflast innan
frá, em kyrrðardagar einstakt tækifæri.
Skráning fer fram á Biskupsstofu í
Reykjavík.
100 ára afmæli skólahalds
í Mýrdalshreppi
Verður minnst með dagskrá, sýningu og
veitingum í Víkurskóla sunnudaginn 11.
nóvember kl. 14. Allir velunnarar skól-
ans velkomnir.
Basar
Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík
heldur basar á morgun, 10. nóvember, í
Veltubæ, Skipholti 33, kl. 14. Þeir sem
vilja gefa basarmuni hafi samband við
Svövu s. 16007, Steinunni s. 10887, Bertu
s. 82933, eða komi þeim í Veltubæ á basar-
daginn milb kl. 10-14. Kökur em vel
þegnar.
Basar kvenfélags
Grensássóknar
Hinn árlegi basar kvenfélags Grensás-
sóknar verður haldinn að þessu sinni í
safnaðarheimili Grensáskirkju við Háa-
leitisbraut, laugardaginn 10. nóvember,
og hefst hann kl. 14 að venju. Á boðstólum
verða hinir margvislegustu hlutir, bæði
hentugir til gjafa og daglegra nota. Einn-
ig verður þar mikið og gott kökuúrval.
Konurnar verða í safnaðarheimihnu við
undirbúning frá kl. 17 í dag og eflir kl. 10
á laugardag og er þá hægt að koma til
þeirra með kökur og muni.
Borgfirðingafélagið í Reykja-
vík
Verður með félagsvist laugardaginn 10.
nóvember kl. 14 að Hallveigarstöðum við
Túngötu.
Kvenfélag Háteigssóknar
Heldur basar í Tónabæ sunnudaginn 11.
nóvember kl. 13.30. Á boðstólum veröa
kökur, handavinna, ullarvömr og fleira.
Heitt kaffi og ijómavöfflur. Tekið verður
á móti munum og kökum sama dag frá
kl. 10-12 í Tónabæ.
Húnvetningafélagið
Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð,
Skeifunni 17. Keppni að hefjast. Allir vel-
komnir.
Kvenfélag Kópavogs
Basar verður haldinn í félagsheimilinu
sunnudaginn 11. nóvember kl. 14. Tekið
verður á móti kökum og munum milb
kl. 13-17 í dag og á sunnudagsmorgun frá
kl. 10.
Bandalagsdagurinn
Laugardagurinn 11. nóvember, „Banda-
lagsdagurinn", er haldinn hátíðlegur hjá
áhugaleikfélögum landsins. Þau em
mörg leikfélögin sem sem gera sér daga-
mun í tilefni af deginum og af ýmsu er
að taka. Má til dæmis nefna athyglisverð
samvinnuverkefni milh tveggja eða fleiri
leikfélag. Leikfélag Homafjarðar og Umf.
Ármann leikdeild á Kirkjubæjarklaustri
ætla að mæla sér mót miðja vegu milh
sveitafélaganna, eða á Hofi í Öræfum. Þar
flytur hvort félag fyrir sig dagskrá sam-
ansetta úr ljóðum, lögum og lausu máb
og að loknum flutnmgi félaganna er sleg-
ið upp dansleik. Einnig má nefna sam-
vinnuverkefni fjögurra leikfélaga af
Vesturlandi, sem flutt verður að Hlöðum
á Hvalfiarðárströnd að kvöldi laugar-
dags. Þessi félög eru Leikflokkurinn
sunnan Skarðsheiðar, Umf. Reykdæla
leikdeild, Umf. íslendingur leikdebd, og
Umf. Stafholtstungna lebideild. Þá em
nokkur félög að frumsýna verk þessa
helgi og má þar nefna frumsýningu Leik-
félags Keflavíkur á nýjum söngleik Júl-
íusar Guðmundssonar, „Er tUgangur"?
Einnig frumsýnir Leikfélag Selfoss kaba-
rett fyrir böm í Selfossleikhúsinu. Að
lokum má svo nefna framtak götuleik-
hópsins Auðhumlu í Reykjavík, en þau
ætla að halda námskeið fyrir sína félaga
í hljóðfæraleik dagana 10. og 11. nóvemb-
er.
t
Eiginmaður minn, faðirokkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Lárus Ágúst Gíslason,
fyrrverandi hreppstj., Miðhúsum, Hvolhreppi,
verður jarðsunginn frá Stórólfsh volskirkju
laugardaginn 10. nóv. kl. 14.00.
Bryndís Nikulásdóttir
Ragnhildur Lárusdóttir
Hulda Lárusdóttir Sigurður P. Sigurjónsson
Gísli Lárusson Guörún Þórarinsdóttir
Ragnheiður Fanney Lárusdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
Fjölirúdlar
Þjóðin á bömmer
Jæja, þá eralheimsfeguröarsam-
keppninni lokið meö ósigri íslend-
inga. Ef marka má íslensku þulina
hljóta aö hafa átt sér stað hörmuleg
mistök og ég trúi ekki öðru en að
þau veröi leiðrétt. Dómarar haía
hreinlegaalls ekki verið starfi sínu
vaxnir og ég íyrir mitt leyti er aö
hugleiða aö kæra úrskuröinn.
Þó að þjóöin sé á bömmer yfir
þessum skandal er það þó ekkert
hjá því sem íslensku þulirnir er-
lendis gengu í gegnum í gærkvöldi.
Maður beið þess eins og boli höggs
að fulltrúi íslenskrar æsku og feg-
urðar yrði dreginn inn í beina út-
sendingu og látinn svara fyrir ósig-
urinn. Viðerumjústoltþjóö, stúlk-
urnar okkur sagðar þær fegurstu í
heimi og þó víðar væri leitað. Þess
vegna er tap í fegurðarsamkeppni
eitthvaö það ógurlegasta sem yfir
okkur getur dunið ef frá eru skildar
meiriháttar náttúruhamfarir; eld-
gos, flóð og jarðskjálftar.
Nú ríkir þjóðarsorg á íslandi, þjóð-
in er harmi lostin og stoltið sært.
Það er þó alténd huggun harmi gegn
að helgin er framundan og oft höf-
um við drekkt sorgum okkar af
minna tilefni en út af svona hróp-
legu ranglæti. Ég verð að segja það.
Helga Guðrún Eiríksdóttir