Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. 3 ÐV Viðtalið w 'f Reyni aðfeta hinngullna meðalveg k ii i . i .m 'i J 1 Nafn: Friðrik Stefán Hall- dórsson Aldur: 31 árs Starf: Forstöðumaður Draupnissjóðsins Friðrik Halldórsson viðskipta- fræðingur hefur verið ráðinn til Iðnþróunarsjóðs til að taka við starfl forstöðumanns Draupnis- sjóðsins. Friðrik er fæddur og uppalinn í Reykjavík en á fóðurætt að rekja til Borgamess og móðurætt til Reykjavíkur. Friðrik gekk i Álftamýrarskóla og fór þaðan í Réttarholtsskóla þar sem hann lauk landsprófi. „Síðan lá leiðin í Menntaskólann við Sund og ég lauk stúdentsprófl 1979 og byijaði þá í vélaverkfræði í Hóskólanum og var í því fagi í eitt ár. Ég fann mig ekki alveg og tók mér eitt ár fri frá námi. Þá bytjaði ég í við- skiptafræði og líkaöi vel og út- skrifaðist sem viöskiptafræðing- ur 1985.“ Með nárainu vann Friðrik hjá Útvegsbanka íslands en eftir að hann útskrifaðist hóf hann störf hjá Iðntæknístofnun íslands. „Þar var ég íjármálastjóri frá 1985 til 1988 þegar ég byijaði að vínna hjá Útvegsbankanum. Þar veitti ég forstöðu Verðbréfamarkaöi Útvegsbankans sem yar þá að komast á laggirnar. í þvi starfi var ég þangað til bankarnir sam- einuðust og tók þá við starfi for- stöðumanns Áætlunardeildar ís- landsbanka.“ Spennandí verkefni á ört vaxandi markaöi Draupnissjóður er hlutafélag sem aðstoðar fyrirtæki til að komast inn á verðbréfamarkaö- inn. „Draupnissjóður kaupir sig inn í fyrirtæki til að aðstoða þau viö að komast úr því að verða lít- il fyrirtæki í að komast inn á verðbréfamarkaðinn. Einnig fjárfestir hann í hlutabréfúm skráðra félaga," segir Friðrik. Sem forstöðumaður sjóðsins sér Friðrik um daglegan rekstur hans og fylgist raeð eignum og gerir þær úttektir sem þarf að gera. „Mér líst mjög vel á það sem ég hef séð og hlakka til að takast á við starfið. Þetta er spennandi verkefni á ört vaxandi markaði." Er meö sjúklega bífadellu Áhugamál Friðriks er nánast bara eitt. „Ég er með sjúklega bíladellu. Eg á tvo bíla, einn ný- legan fiallabil og svo kádilják. Við fjölskyldan notum jeppann mjög mikið við að fara á fjöll og ég er meðlimur i Feröaklúbbrium 4x4 og hef verið það ír á því hann var stofnaður.“ Mottó Friðriks í lífinu er hinn gullni meðalvegur. „Ég reyni að feta hann í lífinu.“ Uppáhaldsk- ræsing Friðriks er útigrillað lambaiæri. Friðrik er kvæntur Bergljótu Friðriksdóttur sem starfar hjá Samvinnuferðum/Landsýn og þau eiga sex ára dóttur. -ns STÓR- VERSLUN SKRIFSTOFUNNAR Byrjið árið með betri innkaupum Með því að hugsa stórt og gera hagkvæm innkaup má spara ótrúlega mikið. Um þessi ára- mót og í upphafi bókhaldsárs geta þeir sem eru stórtækir hagnast vel og sparað mörg spor með því að gera magninnkaup á sérstökum tilboðsmarkaði Pennans í Hallarmúla 2. Með beinum innflutningi og hagstæðum innkaupum getur Penninn boðið ýmsar vörur á lægra verði. Þar að auki verður Penninn nú með sérstakt janúartilboð sem miðast við magninnkaup. Hagræðingin fyrir þá sem notfæra sér þetta tilboð felst ekki eingöngu í lægra verði, ^^heldur líka í færri sendiferðum og hlutirnir eru við hendina þegar á þarf að halda. GATAPOKAR A4 100 STK. I KASSA KR. 560,- ÞÚ SPARAR KR. 140,- MERKÚR GEYMSLUBOX A5 50 STK. I KASSA KR. 2.050,- ÞÚ SPARAR KR. 700,- L-PLASTMÖPPUR A4 100 STK. í KASSA MERKÚR GEYMSLUBOX A4 50 STK. I KASSA KR. 960,- ÞÚ SPARAR KR. 240,- KR. 2.250,- ÞÚ SPARAR KR. 600,- KULUPENNI NO. 3050 50 STK. I KASSA KR. 1.150,- ÞÚ SPARAR KR. 300,- KÚLUTÚSSPENNi NO. 335 10 STK. í KASSA KR. 410,- ÞÚ SPARAR KR. 100,- iwad a n f*-- - - • • # • • • □ □ □ □□□ □ □ □□□ □ □ □□□ □ □ □□□ Ýmislegt SKJALAKASSAR 4 SKÚFFUR KR. 2.650,- 7 SKÚFFUR KR. 3.490,- SKJALASKÁPAR 2 SKÚFFUR KR. 21.912,- 3 SKÚFFUR KR. 58.560,- 4 SKÚFFUR KR. 124.280,- PENINGASKÁPAR H 50 BR. 34 D. 40CMKR. 32.920,- H. 68 BR. 46 D. 48 CM KR. 58.560,- H. 114 BR. 69 D 69 CM KR. 124.280,- SKJALAHILLUR / LAGERHILLUR H. 190 BR. 80 D. 32 CM 1 EINING MEÐ 6 HILLUM KR. 8.288,- TÖLVUBORÐ FRÁ KR. 9.980,- PRENTARABORÐ FRÁ KR. 6.374,- FÓTSKEMLAR FRÁ KR. 2.950,- SKRIFBORÐ, FUNDARBORÐ, TEIKNIBORÐ, TEIKNIVÉLAR, FUNDASTÓLAR,TÚSSTÖFLUR, TEIKNINGASKÁPAR, SKÓLATÖFLUR, TEIKNINGASKÚFFUR SKRIFSTOFUSTÓLAR REIKNIVÉLARÚLLUR 100 STK. i KASSA KR. 3.000,- ÞÚ SPARAR KR. 1.000,- CITIZEN CITIZEN 335 REIKNIVÉL KR. 8.950,- ÞÚ SPARAR KR. 1.000,- FACIT 260 REIKNIVÉL KR. 6.950,- ÞÚ SPARAR KR. 1.000,- KÚLUTÚSSPENNI SÁ GRÆNI GÓÐI 12 STK. I PAKKA KR. 750,- ÞÚ SPARAR KR. 18' - Sendingarþjónusta Við bjóðum sendingarþjónustu sem sparar\ fyrirtækjum bæði ferðir og tíma. Þá er bara að hringja eða fylla út pöntunarlist- ann okkar og senda hann með hraði. Pöntunarsími 83211.Telefaxnr 680411. STÓRVERSLUN SKRIFSTOFUNNAR cO Hallarmúla 2, Austurstræti, Kringlan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.