Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. 2t LífsstOl Kostnaður vegna umhverfisspjalla: Miklu hærri upp - hæð en talið var Þegar talað er um umhverfisspjöll þá er meðal annars átt við kostnað þjóðfélagsins vegna loftmengunar. Ef reynt er að miða þessar tölur við ísland og gert ráð fyrir að sömu tölur gildi fyrir hverjan þegn hér á landi (285.600) þá kosta umhverfls- spjöll íslendinga tæpa 73 milljarða á ári. Sú tala er fengin út með því að margfalda saman 256.000 krónur og 255.000 þegna en það er fjöldi íslendinga samkvæmt nýjustu hag- skýrslum. Þessir tölur hafa, að vonum, vak- ið marga til umhugsunar um hversu gífurlegt vandamál um- hverfisspjöll mannskepnunnar er í nútíma iðnvæddu þjóðfélagi. Þær verða allavega til þess að menn verða meðvitaðri um það hvað umhverfisspjöll kosta þjóðfélagið á ári. -ÍS Kostnaður vegna umhverfísspjalla nemur ótrúlegum fjárhæðum fyrir þýska ríkið á ári, eða hvorki meira né minna en 17.640 milljörðum ís- lenskra króna á ári. Þetta er niður- staða rannsóknarnefndar UPI vís- indastofnunar í Neytendur Heidelberg í Þýskalandi. Niður- stöðurnar eru birtar í síðasta hefti þýska tímaritsins Stern. Þessar tölur eru miklu hærri en menn höfðu áður gert sér í hugar- lund. Stærsti kostnaðarliðurinn er af völdum umferðarinnar eða sam- gangna af hvers konar tagi. Skemmdir af völdum hennar eru 63% heildartölunnar vegna um- hverfisspjalla eða aUs 11.200 millj- arðar. Þegar umhverfisspjöll af völdum umferðar/samgangna eru reiknaöar út, er það gert út frá kostnaði af völdum slysa, hávaða-, vatns- og loftmengunar. Hægt er aö framreikna kostnað ýmissa þátta út frá þessum tölum. Hver þýskur þegn borgar óbeint 285.600 krónur á ári í kostnað vegna umhverfisspjalla. Ef þessi kostnað- ur væri til dæmis reiknaður út í bílverði myndi kaupverð bílsins líta allt öðruvísi út. Algengur bíU í Þýskalandi, Volkswagen Golf, kostar 800 þúsund krónur en ef meðaltalsumhverfisskemmdir væru teknar með sem bifreiðin ylli, myndi bUverðið vera tæplega 3,1 milljón króna. Á sama hátt myndi Utrinn af bensíni kosta 220 krónur í stað 44 króna. Innheimta símareikninga: Aukiö svigrúm -boðgreiðslur með greiðslukortum Nú er ekki eins mikil hætta á að simanum verði lokað þó menn dragi að borga símareikninginn. Póstur og sími taka upp nýtt fyrir- komulag við innheimtu símareikn- inga frá 1. janúar til að auðvelda fólki að greiða á réttum tíma og komast þannig hjá þvi að símanum verði lok- að. Reikningar veröa sendir út rétt fyrir mánaðamót. Greiði símnotendur ekki innan 15 daga verða lagðir dráttarvextir á skuldina. Hafi greiðsla ekki borist mánuði síðar verður símanum lokað. Þá verður símnotendum send við- vörun hafi þeir ekki greitt reikning- inn mánuði eftir gjalddaga og stefnt er að því að símareikninga megi borga með greiðslukorti. Með þessu er símnotendum veitt aukið svigrúm til að standa í skilum og komast hjá óþægilegum lokunum. Símareikningur, sem gjaldfellur 1. janúar, á að greiðast eigi síðar en á eindaga, 15. janúar, og ef það er gert, reiknast ekki dráttarvextir. Ef reikn- ingurinn er hins vegar enn ógreiddur 1. febrúar er símnotanda sent bréf og hann minntur á að greiöa, að öðr- um kosti verði símanum lokað. Ef greiðsla berst ekki er símanum lokað eftir 15. febrúar. Samningar við greiðslukortafyrir- tækin eru á lokastigi og er stefnt aö því að símnotendur eigi þess fljótlega kost að greiða símareikninginn með boðgreiðslum. -ÍS Landspítalinn Reyklaus vinnustaður 1. janúar 1991 • HANDLÆKNINGADEILD 3 (11-G) Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Þann 1. febrúar nk. verður farið af stað með 6 vikna námskeið í hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga. Hér er um að ræða markvissa aðlögun með leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga á handlækningadeild 3, ásamt fyrirlestrum einn eftirmiðdag í viku. Fyrirlestr- arnir eru fluttir af hjúkrunarfræðingum og læknum deildarinnar. Handlækningadeild 3 er brjóstholsaðgerðadeild sem er í örri þróun vegna fjölgunar hjartaaðgerða hér á landi. Nánari upplýsingar veita Lilja Þorsteinsdóttir, deildar- stjóri, sími 601340 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, sími 601366 og 601300. fÆ Kodak - — ..—— W ttm I k ■ ■ I ■ ■ ■ i ■ i ■ i ■ ■ i i ■ ■ i É J ■ i ■,■■■■ i .i I Þú færð myndirnar á Opnum kl. 8.30 íl 1,1 I 1 ■ JJI 60 mínútum. ■■itiin■■■■■■■■i■■■■■■■■■inn LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF Lauqaveqi 178 - Simi 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) imtiiinmi.imiiniiuii J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.