Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR KF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i'lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Útvarp Reykjavík Árið hófst eins og það endaði: með ávarpi Markúsar Arnar Antonssonar, útvarpsstjqra Ríkisútvarpsins, og honum sjálfum á skjánum. Með allri virðingu fyrir Markúsi Erni og því embætti sem hann skipar hjá hinu opinbera, er óhjákvæmilegt að gera enn einu sinni at- hugasemd við þessa sérkennilegu venju sem Ríkisút- varpið hefur tamið sér. Ekkert væri við því að segja ef forseti lýðveldisins ávarpi þjóð sína á shkum stundum þegar gamla árið kveður og nýtt ár heilsar. Það væri og vel við hæfi ef forsætisráðherra, biskupinn yfir ís- landi eða forseti Sameinaðs þings væri fenginn til tala til íslendinga á þeirri stundu, sem fær flesta til að hugsa til framtíðarinnar. En það er fátt og raunar ekkert sem mælir með því að framkvæmdastjóri einnar ríkisstofn- unar lesi yfir þjóðinni einhvern pistil sem hvorki hefur upphaf né endi. Og það í tæpan hálftíma. Sá siður var tekinn upp fyrir margt löngu að útvarps- stjóri las nokkurs konar annál ársins. Vilhjálmur Þ. Gíslason varð frægur af þessum lestri, einkum fyrir samanþjappaðan upplestur á tölum og staðreyndum, allt frá aflabrögðum til barneigna, og þótti skemmtilega leiðinlegt. Má vera að þessi háttur hafi verið réttlætan- legur meðan ríkið einokaði útvarp og sjónvarp var ekki komið til sögunnar. Nú eru hins vegar aðrir og breyttir tímar og með öllu úrelt að einn maður, hversu fríður og merkilegur sem hann kann að vera, sitji á tilbreytingarlausu ein- tali við sjálfan sig um áramót. Nema þetta sé gert til að drepa tímann! Ríkisútvarpið virðist hafa dagað uppi á einhverju sjálfselskuskeiði, þar sem helst er lögð áhersla á innviði og eigið ágæti þessarar stofnunar. Stofnunin varð sextíu ára á síðasta ári og áhorfendur sjónvarps hafa mátt þola hvern þáttinn að fætur öðrum um feril og fram- farir, þar sem starfsmenn tala yið sjálfa sig eða sam- starfsmenn, með útvarpstjóra sem þul og spyrjanda. Hámarki náði þessi upphafning í afmæhshátíð í Borg- arleikhúsi í beinni útsendingu og er ekki ofmælt þótt sagt sé að sú hátíð hafi verið smekkleysa í fullu sam- ræmi við annað sem afmælisbarnið hefur viljað gera sér. Látnir heiðursmenn voru hafðir að athlægi og dag- skráin var öll með þeim endemum að til skammar var. Ekki verður þeim frýjað vits, sem Ríkisútvarpinu ráða, en kímnigáfuna hafa þeir ekki. Það kæmi ekki á óvart þótt áhorfendur fengju endur- sýningu á þessum afmælisfarsa, eins og efni standa til. Eru þeir ekki byrjaðir að endursýna hina afmælis- þættina? Skiptir það máli? Spyr nokkur um kostnaðinn, hvort sem er? Nokkrar umræður hafa átt sér stað um stuðning rík- isins við æðri listir. Einkum er varðar óperuílutning. Hvernig væri að stokka upp þetta makalausa ríkisút- varp, spara peninga til sjálfshólsins og leggja niður dægurmálarás í hljóðvarpi og gera Ríkisútvarpinu skylt að styðja við bakið á klassískum söng? Ríkisútvarpið hefur skyldum að gegna í menningu og hstum og öðru því efni sem ekki á upp á pallborðið hjá metnaðarlausum stöðvum. Ríkisútvarpið á ekki að vera vettvangur fyrir hégómaskap þeirra sem þar starfa. Ríkisútvarpið hefur engum skyldum að gegna í popprásum og lágmenningu. Ef ríkið vill spara peninga og auka jafnframt framlag sitt til menningarmála hggur beinast við að beita hnífn- um á báknið í Ríkisútvarpinu og slá þar tvær flugur í einu höggi. Ellert B. Schram „Stærð hitaveitunnar veldur mestu um að hún er arðbærara fyrirtæki en smáveitur víða úti á landi.“ Borgríkið og Hitaveita Reykjavíkur Hitaveita Reykjavíkur, sem varð sextug árinu, er líklega arð- bærasta fyrirtæki landsins. Heita vatnið er helsta guðsgjöf þjóðar- innar. Og hitaveitan á ef til vill rík- ari þátt í því en flest annað að höf- uðborg íslands hefur þægUegan ijárhag á meðan Uestar aðrar höf- uðborgir á norðurhveh jarðar eru á barmi gjaldþrots. Eignarhald á hitaveitunni má líkja við það ef t.d. Ósló ætti nokkr- ar olíulindir í Norðursjó ásamt tíl- heyrandi borpöllum. Og nú, þegar útfelUngur úr NesjavaUavatninu hafa valdið hindrunum og þrýst- ingsfalh í veitukerfum, verður ljóst hversu mikið helmingur íslensku þjóðarinnar á undir því að grotti hagsældar verði ekki fyrir áföllum. Þáttur Winstons Churchill í sögu sinni um síðari heimsstyrj- öldina (the Second World War) seg- ir Winston Churchill frá því þegar hann kom tU Reykjavíkur 16. ágúst 1941 og benti íslendingum á - að eigin sögn - að sjálfsagt væri að nota jarðvarmann tU að hita upp höfuðborgina: „I found timeto see the new airfi- elds we were making and also to visit the wonderful hot springs and the glasshouses they are made to serve. I thought immediately that they should also be used to heat Reykjavík and tried to further this plan even during the war. I am glad that it has now been carried out.“ Engin ástæða er til að sakast við Winston heitinn ChurchUl handan grafar þótt hann hafi misminnt um hver átti hugmyndina að Hitaveitu Reykjavikur. A hinni löngu eyði- merkurgöngu sinni í stjómmálum, ''sem lauk þegár heimsstyrjöldin skall á, hafði hann auðvitað tamið sér að hrósa sér sjálfur þar sem aðrir geröu það ekki. En nú, þegar ævisaga Jóns Þor- lákssonar veröur rituð, verður eflaust færð örugg sönnun fyrir því að það voru Jón og aðrir góðir menn honum handgengir sem stofnuðu hitaveituna. Churchill var 15 árum of seint á ferðinni. Frásögn hans verður ekki tekin trúanleg - a.m.k. ekki hér á landi. Rennsli auðæfanna til Reykjavíkur „Alhr vegir liggja til Rómar" var sagt á sínum tíma. Hin mikla auð- legð, sem rennur til Reykjavíkur um leiðslur Hitaveitu Reykjavíkur, KjaUaiiim Sigurður Gizurarson bæjarfógeti er aðeins hluti gullsins sem með einum eða öðrum hætti streymir til höfuðborgar okkar utan af landi. Stærð hitaveitunnar veldur mestu um aö hún er arðbærara fyrirtæki en smáveitur víða úti á landi- Hitaveita Reykjavíkur var og að miklu leyti íjármögnuð á meðan erlent lánsfé var mun ódýrara en veriö hefur síðasta áratuginn. En einmitt á síðustu 10-20 árum hafa margar hitaveitur verið stofnaðar úti á landi. En með mörgum öðrum hætti streyma auðhndirnar til Reykja- víkur. Landsvirkjun er næstum að hálfu í eigu Reykjavíkurborgar og gífurleg verðmætasköpun hennar austur í Þjórsárdal fellur höfuð- borginni í skaut. íslenska ríkið hefur og komið flestum meiri háttar stofnunum sínum fyrir í Reykjavík og þar er skattfé landsmanna notað hvar sem þeir annars búa á landinu. Borgin innheimtir síðan margs kyns gjöld af aUri þeirri starfsemi, allt frá útsvari niður í stöðumæla- sektir. Innflutningsverslunin fer fram í gegnum Reykjavík að miklu leyti og banka- og sjóðastarfsemin fer einnig fram þar að miklu leyti. Og nú, eftir að vaxtakerfi okkar sveifl- aðist úr stórlega neikvæðum vöxt- um yfir í háa raunvexti, stendur landsbyggðin undir þungum skuldabagga sínum með sligandi vaxtagreiðslum til Reykjavíkur. Allt ber að sama brunni. Valdataka borgríkisins Auðvitað leitar fólk þangað sem fjármagniö er. íslenskur land- búnaður er á undanhaldi. Fiski- stofnarnir kringum landið þola ekki meiri veiðisókn og sjávar- plássin hafa náð endimörkum vaxtar síns. Búast má því við enn meiri byggðaröskun en nokkru sinni. Fólksstreymið til Faxaflóa er líklegt til að aukast um allan helming. Og þessar breytingar brjóta sér eðlilega farveg einnig í stjórnskipan landsins. Suðvesturhornið með meirihluta þjóðarinnar mun eðhlega heimta valdframsal á löggjafarsamkundu þjóðarinnar - Alþingi. Þegar valda- hlutfólhn sporðreisast þar endan- lega breytist gamla Frón í borgríki. Það mun lúta allt öðrum hugsjón- um og lögmálum en íslenskt þjóð- félag síðustu áratuga. Verður Lúxemborg fyrirmyndin? Ekki er þá ólíklegt að borgríki, eins og t.d. Lúxemborg, verði fyrir- mynd okkar með sínar opnu gáttir og alþjóðlegu fjármagnshyggju, hvort sem við annars tengjumst Efnahagsbandalagi Evrópu toll- múraböndum eða ef til vill Banda- ríkjum Norður-Ameríku. En hvert sem við leitum að fyrir- myndum hljóta hugsunarháttur okkar, aðferðir, markmið og verð- mætamat okkar sem smáþjóðar að breytast stórlega í ævarandi bar- áttu fyrir að halda lífi meðal stór- þjóðanna. Sigurður Gizurarson „Fólksstreymið til Faxaflóa er líklegt til að aukast um allan helming. Og þessar breytingar brjóta sér eðlilega farveg einnig 1 stjórnskipan landsins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.