Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 20
14 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. Merming Hótel Landnáma er gullnáma Þaö hefur löngum loðaö við landann að byggja fyrst og borga svo (eftir að hann upp- götvaði að leiðin til lífshamingju er að koma upp húsi og hafa það stórt). í söngleiknum Á köldum klaka segir frá framkvæmdamanninum Manfreð Jónssyni, sem kallaður er Manni, og er reyndar algjör græningi í viðskiptum og braski þó að hann beri sig borginmannlega. Hann hefur efnast á rekstri sumarhótels og pylsuvagns, og nú skal byggja stærsta hótel á íslandi. En Hótel Landnáma verður ekki gullnáma á einum degi, og það er nú verkurinn. Áður en varir kemur að skulda- dögum og á endanum getur jafnvel spillti fyrirgreiðslupólitíkusinn ekki lengur bjarg- að málum með því að borga úr hinum ýmsu sjóðum sem hann veður í aö vild. Þá birtist hinn dularfulli Snjólfur Shelton, svæðisstjóri einhvers staðar utan úr heimi Leiklist Auður Eydal með sitt skuggalega lið, fullar hendur fjár og spillingu og eiturlyf í kjölfarinu. Útsend- ari hans, Brynja Blyton, leggur fram íjár- magn til bjargar hótelinu (og Manna), en tekur um leið yfir reksturinn og innleiðir þar með margan útlendan ósómann. Þegar allt virðist komið í óefni hafa þó hin rammíslensku öfl betur í viðureigninni við Snjólf og hans lið og er þar beitt hefðbundn- um vopnum, ferskeytlum og rímum, há- karli, hrútspungum og neftóbaki, uns hinn útlendi draugur er aö fullu kveðinn í kútinn. Þeir Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson eru höfundar þessa nýja söng- leiks og þarf varla aö taka fram hver á hvað í verkinu. Það er mikið í sýninguna borið, viðamikil sviösmynd eftir Jón Þórisson gefur margvislega möguleika, sem leikstjórinn, Pétur Einarsson, og dansahöfundurinn, Lára Stefánsdóttir, nýta mjög vel, lýsingin gegnir miklu hlutverki (Lárus Björnsson) og bún- ingar Helgu Stefánsdóttur eru sumir hverjir óvenjulega tilkomumiklir. Úrvinnslan er sem sé mjög fagmannleg og margt sem gleöur augað, en hinu er ekki að leyna að efniviðurinn og viðfangsefni verks- ins eru gamalkunn og fátt sem kemur á óvart þar sem þema verksins hefur æði oft verið notað í margvíslegum myndum. Framvindan er ekki margbrotin þannig að framan af var lopinn teygður ískyggilega girni landans. Allt stefnir norður og niður, þar til einhver hulinn verndarkraftur snýr taflinu við, bara si svona, og jafnvel Manni, sem er orðinn forfallinn kókaínneytandi, réttir sig upp úr dufthrúgunni eins og ekkert sé og mun greinilega aldrei svo mikið sem þefa af slíku framar. Guömundur Ólafsson leikur Manna og er bæði léttur og fimur og vinnur úr hlutverk- inu eins og efni standa til. Persónan er ekki ýkja margbrotin og gefur þess vegna ekki tilefni til stórra átaka. Guðmundur ræður ágætlega viö sönginn og þau Bára Lyngdal Magnúsdóttir, sem leikur norðanstúlkuna, eiga einhver bestu söngatriðin í verkinu. Norðanstúlkan, sem heitir reyndar lika Bára eins og leikkonan, er óspillt, fulltrúi sakleysis og skynsemi. Bára leikur hlutverk- ið fallega og syngur ljómandi vel. Þá átti Sig- urður Karlsson vísar vinsældir í hlutverki barþjónsins sem hefur alltaf góða stöku á reiðum höndum, neftóbak í pontunni og býð- ur útlendingum upp á hákarl og landa þegar mest liggur við. Hanna María Karlsdóttir var örugg sem Brynja Blyton. Hún er hættuleg og viðkvæm í senn og þó að hlutverkið væri ekkert sér- lega sannfærandi vann Hanna María mjög vel úr því. Gísli Rúnar Jónsson lék Valþjóf Hrútfjörð alþingismann með miklum tilburðum, sem voru úr stíl við túlkun hinna og hefði mátt draga til muna úr þeim. Eggert Þorleifsson var eins og klipptur út úr mafiumynd í hlut- verki Skugga Brixton og þeir Áðalsteinn Bergdal og Theodór Júlíusson voru ágætlega kómískir, í hefðbundnum hlutverkum sem klaufalegar og seinheppnar löggur. Margir fleiri leikarar koma fram og sumir í fleiri hlutverkum en einu. Þarna má líka sjá Björgvin Halldórsson taka lagiö í mikil- úðlegu gervi Snjólfs Shelton, sem er sjálfur höfuðpaurinn í plottinu. Það er sannarlega mikið lagt í sýninguna á söngleiknum „Á köldum klaka“ og aðstaða og tækni í Borgarleikhúsinu nýtt út í hörgul bæði- fyrir augu og eyru, þó að sjálft innihald- ið sé bláþráðótt. Leikmynd Jóns Þórissonar er vel hönnuð og stílhrein um leið og hún gefur fjölbreytta möguleika eins og áður var sagt. Hún er gerö af misháum pöllum, sem taka ýmsum breyt- ingum með mismunandi lýsingu og smá til- færingum. Hún getur táknað landið allt, en líka breyst í flugstöð, skrautlýstan skemmti- stað eða klakahöll, allt eftir hentugleikum. Dansatriðin voru skemmtilega og líflega samin og í þeim nýttist leikmyndin vel. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Stóra sviöi Borgar- leikhússins: Á köldum klaka Söngleikur eftir Gunnar Þóröarson og Ólaf Hauk Símonarson Leikstjóri: Pétur Einarsson Dansahöfundur: Lára Stefánsdóttir Leikmynd: Jón Þórisson Búningar: Helga Stefánsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Atriði úr leikritinu A köldum klaka. mikið og innihaldið var heldur rýrt þegar upp var staðið. Tónlistin er skemmtilega útsett og vel flutt. Hún ber merki höfundar síns, en ég hefði þó viljaö heyra ákveðnari einkenni Gunnars Þórðarsonar og minna af alþjóðlegri söng- leikjahefð í lögunum. Erlendri spillingu og fjárplógsstarfsemi, þar sem gírugir útlendingar vilja kaup land og gleypa allt íslenskt með húð og hári, er stillt upp gagnvart einfeldingshætti og trú- Smáauglýsingar Chevrolet Blazer 1987. Stórglæsilegur nýyfirfarinn Blazer ’87, sjálfskiptur, nýtt lakk, ný dekk og fl. Vel með far- inn, í toppstandi. Greiðslukjör. Vs. 91-43911 og hs. 72087. ■ Þjónusta Leigjum út gólfslípivélar f/parket-, stein- og marmaragólf og dúka. Tii- boðsv. A & B, Bæjarhr. 14, s. 651550. Tek að mér snjómokstur á daginn og á nóttunni. Upplýsingar í símum 91-40579 og 985-28345, Sigurður Ingólfsson-. Vortár- lega skaup Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins er fyrir löngu oröið ómissandi hluti af dagskrá gamlárskvölds rétt eins og raketturnar og blysin. Allir setjast saman og horfa á Skaupið, og svo er skeggrætt langt fram á nótt um þaö hvernig til hafi tekist. í Skaupinu í ár var minna um beina upprifjun atburða ársins en oft áður, kannske vegna þess aö ágætir „frétta“þættir Spaugstofumanna byggjast að miklu leyti upp á slíku efni þegar þeir eru á dagskrá. Engu aö síður var það einmitt eitt slíkt atriði sem var með því fyndnasta sem bar fyrir augu í Skaupinu í ár, en þaö var flutningur þeirra Guðrúnar Stephensen og Erlings Gíslasonar á Evróvisjónlaginu „Þreytt lag enn“, þar sem þau fóru bókstaflega á kostum bæði tvö. Satt best að segja hefðu mátt vera fleiri slík í Skaupinu sem var 1 heild fremur dauflegt og langdregið og fátt um verulega fína drætti þó að öll úr- vinnsla væri fagmannleg og leikurinn oftast góður. Millikaflar og uppfyllingarefni tóku upp stór- an hluta af tíma Skaupsins. Miðilsstúss og ný- aldarhyggja, opinská fjölmiðlaumræða um kyn- líf og svo auðvitað minnisleysi ráðherra voru atriði sem voru notuð aftur og aftur en fram- Leiklist Auður Eydal setningin var einhæf og lítið reynt að vinna út frá þessum efnisþáttum. Hugdettur á borð við úrvinnsluna í þætti sem sýndi bráðfyndið barnaafmæli framarlega í Skaupinu létu því miður á sér standa. Krakkarnir, sem léku ráðherrana og borgar- stjórann í afmælinu, voru áreiðanlega stjörnur kvöldsins í margra augum og atriðið bráð- skemmtilega unnið. Þetta barnaboö verður sjálf- sagt lengi í minnum haft, líkt og útfærslan á Skattmann í Skaupinu í fyrra, en hún hitti beint í mark. Það var hins vegar minna gaman að sjá al- kunnar grettur og brettur sem beitt var til að bæta upp textann þar sem hann var í rýrara lagi og kominn tími til að leggja slíkt á hilluna. Og höfuðtflgangur Skaupsins finnst mér að hljóti að vera sá að fá okkur áhorfendur til að brosa, jafnvel hlæja að sjálfum okkur og þessu daglega bardúsi okkar. Það er sem sagt létt grín og glens sem tilheyrir gamlárskvöldi, matreitt þannig að allir geti hlegið með, en ófyndnar langlokur og föst skot sjónvarpsmanna á keppi- nautana eru óþörf og eiga ekki heima á þessum vettvangi. En hvað um það. Ævinlega fylgir því einhver sérstök stemning að setjast niður og horfa á Skaupið og væntingarnar eru alltaf miklar. Úr- vinnslan að þessu sinni var lýtalaus og nokkur atriði bráðfyndin. Þau hefðu bara mátt vera fleiri. Áramótaskaup RÚV - sjónvarps: Höfundar: Gísli Rúnar Jonsson og Randver Þorláksson Söngtextar: Gísli Rúnar Jónsson Tónlist: Vilhjálmur Guöjónsson Danshöfundur: Sóley Jóhannsdóttir Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Lýsing: Árni Baldvinsson Myndataka: Einar Páll Einarsson, Einar Rafnsson o.fl. Hljóö: Vilmundur Þór Gíslason, Steingrímur F Guð- mundsson Dagskrárgerð og stjórn upptöku: Björn Emilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.