Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. 5 Fréttir Héraðsskógar: Verkef ni 90 landeigenda í 6 hreppum Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; Stöðugt er unnið að framgangi skógræktarátaks á Héraði. Síðastlið- ið vor voru lögð drög að 40 ára kostn- aðaráætlun fyrir Héraðsskóga. Á þessu árabili er áformað að klæða allt nýtanlegt skógræktarland á Fljótsdalshéraði skógi og hefjast framkvæmdir af fullum krafti á vori komanda. Á árinu 1990 er áformað að vinna fyrir 35 milljónir og þar sem verkefnið fékk 35 milljóna króna framlag á nýsamþykktum fjárlögum er full ástæöa til að ætla að áætlun standist. Að sögn Helga Gíslasonar verk- efnsstjóra var mikil undirbúnings- vinna í gangi árinu 1990 svo og var byrjað að planta. Alls voru góður- settar 180.000 plöntur í 50 ha. lands á 20 jörðum og ræktunaráætlanir eru langt komnar á 13 býlum. Gróður- kort voru gerð af öllu svæðinu, girtir á annan tug kilómetra og grisjaðir 30 ha. af skógi. í september var stofn- að almenningshlutafélag um bygg- ingu gróðrarstöðvar. Það er nú orðið ijölmennasta hlutafélag á Héraði með um 115 hlutaíjáreigendum. Hlutafé nemur orið 27,3 milljónum króna. Þar af eiga bændur og samtök þeirra um 11 milljónir og aðrir ein- staklingar um 1,2 milljónir króna. Af þessu má sjá að víðtæk sámstaða eru um skógræktarátakið. Að jafnaði unnu 5 menn við úti- vinnu á árinu, girðingar og grisjun. Nýskógur plantaður um 1970 er á nokkrum jörðum í Fljótsdal og þar unnu bændur yfirleitt sjálflr við grisjunina. Hafrannsóknarskipin þrjú, Dröfn, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, Ijósum prýdd í Reykjavikurhöfn. En Árna og Bjarna er ekki til setunnar boðið. Þeir fara i dag til loðnuleitar með sex loðnubátum. DV-mynd Brynjar Gauti Dagatal þýsks stórfyrirtækis: Myndir teknar á íslandi Þýska fyrirtækiö Rohde & Schwarz, sem framleiðir ýmsan rafeindabún- að fyrir mörg stórfyrirtæki í heimin- um, hefur gefið út dagatal fyrir árið 1991 sem er sérstakt fyrir það að MPRESSIONEN 'SLANO íslandsdagatalið. DV-mynd GVA myndirnar eru allar teknar á íslandi. Ragnar Finnbogason, starfsmaður Rohde & Schwarz, segir að ísland hafl orðið fyrir valinu vegna þess krafts sem býr í einfaldleika lands- ins. „Stjórnendur fyrirtækisins vildu með þessum myndum koma á fram- færi einfaldleika landsins sem á að vera í samræmi við hönnun þeirra tækja sem þeir framleiða. Myndirnar eru svart/hvítar og það er mikill ein- faldleiki á yfirborðinu á myndunum og hann á að tákna sama einfaldleika tækjanna en samt sést að undir býr kraftur." Dagataliö er einungis gefið út í 1000 eintökum og verður sent til sérstakra viðskiptavina fyrirtækisins. Mynd- irnar voru teknar síðastliðið sumar og við hverja mynd er hending úr ljóðum frægra þýskra skálda, svo sem Goethe, Schillers og Wagners. Kaupf élagið 95 ára Magnús Ólafeson, DV, Húnavatnssýslum; Kaupfélag Húnyetninga varð 95 ára 16. desember síðastliðinn. í tilefni af afmælinu var félagsmönnum veittur afsláttur í verslunum félagsins og þar var mikil verslun fyrir jólin. A starfstíma sínum hefur Kaupfélagiö markað stór spor í sögu Austur- Húnavatnssýslu og átt mikinn þátt í framfórum í héraðinu. Löngum hef- ur félagið verið stærsti atvinnurek- andinn hér um slóðir, aðalverslunar- hús félagsins er á Blönduósi en auk þess rekur það útibú á Skagaströnd. Heildarumsetning félagsins er um 700 milljónir á ári og starfsmenn eru á milli 70 og 80. Kaupfélagsstjóri er Guðsteinn Einarsson en stjórnar- formaður Ingvar Þorleifsson, Sól- heimum. Kennslustaðir: Auðbrekka 17, Kópavogi og „Hallarsel“ við Þarabakka 3 í Mjódd. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar dagana 2.-5. janúar kl. 15-23 í síma 64 11 11. Kennsluönnin er 18 vikur, og lýkur með balli. VfSA E I \ Samkort / FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar c.(y\.o- ~igA-1— HUGSUM FRAM A VEGINN A yUMFERÐAR RÁÐ ORÐSENDING TIL KORTHAFA Samið hefur verið við TRYGGINGAMIÐSTÖÐINA HF., Aðalstræti 6, Reykjavík, um að annast korthafa- tryggingar félagsins frá og með 1. janúar 1991 Þetta gildir um allar ferðatryggingar VISA fyrir handhafa Almennra korta, Farkorta og Gullkorta. Nýir tryggingaskilmálar eru í prentun og munu verða sendir öllum korthöfum innan tíðar. Þá munu skilmálarnir einnig liggja frammi hjá Trygginga- miðstöðinni hf., á skrifstofu VISA ÍSLANDS, í bönkum/sparisjóðum og hjá ferðaskrifstofunum. Bótaskyld tjón sem korthafar hafa orðið fyrir á árinu 1990 ber að tilkynna SJÓVÁ-ALMENNUM tryggingum hf, en TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI hf. eftir það. Reykjavík, 29. desember 1990 VISA VISA ÍSLAND Höfðabakka 9, 112 Reykjavík s. 91-671700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.