Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. Utlönd DV Nýárskveðjur kínverska kommúnistaflokksins: Haldið ykkur við sósíalismann - harðlínumenn með töglin og hagldimar Jiang Zemin, ieiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, heldur ræðu í lok miðstjórnarfundar flokksins á sunnduag. Leiðrogar kina boða áframhanld komúnisma. Símamynd Reuter Þúsundir Albana flúðu land um áramótin: Lýðræðisflokkurinn boðar fjöldaf undi Um 650 Albanir, sem flestir til- heyra gríska minnihlutanum í Al- baníu, létu sér fátt um finnast þó þeir yrðu að vaða kúlnaregn landa- mæravarða og snjóskafla og flúðu til Grikklands á sunnudag. Um áramót- in flúðu samtals um þrjú þúsund manns sömu leiö. Frá því snemma í desember hafa samtals um fimm þúsund manns flúiö Albaníu. í frétta- skeytum er sagt að þetta fólk hafl valiö að kjósa með fótunum og vísað til fyrstu lýðræðislegu kosninga í landinu í áratugi en þær verða haldnar 10. febrúar næstkomandi. Lýðræðisflokkurinn, sem stofnaö- ur var 12. desember, vill seinka áætl- uðum kosningum þar sem talsmenn flokksins telja hann ekki í stakk bú- inn að takast á við fjögurra áratuga kommúnistastjórn í tveggja mánaða kosningabaráttu. Mikil ólga hefur verið í Albaníu vegna komandi kosn- inga og þá beinst gegn kommúnista- stjóminni. Fjölmennir mótmæla- fundir vegna dagsetningar kosning- anna fóru fram víðs vegar í Albaníu um áramótin en dagsetningunni hef- ur enn ekki verið breytt. Alía forseti boðaði umtalsverðar breytingar í átt til lýðræðis í ára- mótaávarpi sínu og hvatti fólk til að sýna þolinmæði meðan lýðræði væri að þróast í Albaníu. Alía fordæmdi óróa síðastliðins mánaðar og varaöi Albani við því að frekari órói myndi stefna lýðræðisþróuninni í hættu. Forystumenn Lýðræðisflokksins hafa beðið fólk um að sýna stillingu og hafa boðað marga fjöldafundi vegna kosninganna víðs vegar um landið. Þróunin í Albaníu síðastliöinn mánuð hefur létt höftunum af ferða- frelsi gyðinga sem hvergi hafa kom-. ist síðastliðin 25 ár. Samkvæmt frétt- um ísraelska útvarpsins hafa 350 gyöingar áætlað að flytjast til ísrael í ár en fjöldi fjölskyldna mun þegar hafakomiðtilísrael. Reuter „Haldið ykkur við sósíalisma, vin- nið hörðum höndum og veitið vest- rænum áhrifum kröftuga mót- spyrnu,“ var jólakveðja kínverska kommúnistaflokksins til kínversku þjóðarinnar eins og hún birtist í leið- ara Dagblaðs alþýðunnar á nýárs- dag. í leiðaranum var ítrekað að þjóðin yröi að halda sig við fjóra megin- þætti kínversks kommúnisma. Það væri að vinna gegn borgaralegum lýðræðisöflum, gegn „friðsamleg- um“ áætlunum fjandsamlegra stór- velda gegn kommúnisma og innræta þjóðernisást og sósíalíska meðvit- und. Á sama tíma og harða línu var að fá um nýja árið í Dagblaði alþýðunn- ar voru mýkri tónar á ferðinni í nýár sávarpi Yang Shangkun forseta sem útvarp var til Kínveija erlendis á gamlársdag. Þar kom fram stefna stjórnvalda sem lýsir sér í eftirsókn eftir erlend- um fjárfestingum en um leið harð- línukommúnisma heima fyrir. Sagði Shangkun að Kínverjar héldu áfram að opna veröldinni dyr sínar og vinir víðs vegar um heiminn væru vel- komnir að heimsækja Kína. Shang- kun viðurkenndi að stjórnvöld hefðu átt við ýmsa erfiðleika að etja og er talið að þar hafi hann meðal annars átt við stúdentauppreisnirnar sum- arið‘1989. Hann lofaði þó styrka stjórn Jiang Zemin flokksritara. Frá því kommúnisminn hóf að falla í Evrópu og Sovétríkjunum hafa stjórnvöld í Kína litið á Mikhail Gor- batsjov sem svikara við málstað kommúnismans. Sex daga funda- höldum miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins lauk á sunnu- dag og þar var samþykkt vinna áfram undir merkjum kommúnisma. Þá var samþykkt fimm ára efna- hagsáætlun sem kínverskir hagfræð- ingar hafa lýst sem málamiðlun milli endurbótasinna og íhaldsaflanna í flokknum. Áætlunin þykir þó bera þess greinileg merki að harðlínu- menn háfa töghn og hagldirnar í flokknum. Þess má loks geta að kínversk stjórnvöld hafa ákveðið áð gefa heild- arverk Lenins út á ný. Reuter Argentína: Kröftug mótmæli vegna náðunar herf oringja Kröftug mótmæh áttu sér stað í Argentínu um helgina vegna náðun- ar Menems forseta á herforingjum þeim er voru við völd í Argentínu frá 1976-1983. Mótmælin voru þau mestu í 18 mánaða valdatíð Menems for- seta. Mótmælin náðu einnig út fyrir landsteinana en náðanir Menems hafa víðs vegar verið kahaðar háð- ung gagnvart réttarvitund fólks. Menem náðaði 7 fyrrverandi her- foringja og lögreglustjóra á laugar- dag, menn sem talið er að hafi líf að minnsta kosti 9 þúsund manns á samviskunnni auk pyntinga og ann- arra óhæfuverka á tímum herstjórn- arinnar. Meðal hinna náðuðu voru tveir fyrrverandi forsetar Argentínu, þeir Jorge Vidale og Roberto Viola, tveir fyrrverandi lögreglustjórar Bu- enos Aires og einn fyrrumyflrmaður vinstri skæruliða, Martin Firmenich. Enginn hinna náðuðu hefur setið lengur í fangelsi en sjö ár en þeir fengu allir langtíma- eða lífstíðar- fangelsisdóma. Menem hefur vísað gagnrýni vegna náðananna á bug og bent á svipaðar náðanir fasista á Ítalíu og Baska á Spáni máli sínu til stuðnings. Ein krötugasta gagnrýnin kom einmitt frá þessum löndum. Þó náðanirnar hafi vakið upp óhug meðal almennings í Argentínu er þeim fangað innan hersins. Er ein- mitt tahð að náðanir herforingjanna séu meðal annars geröar í þeim til- gangi að friða herinn og ókyrr öfl innan hans en herinn hefur staðið fyrir sex valdaránum í Argentínu á þessari öld. Reuter Aðstandendur einhverra hinna 9 þúsund manna sem hurfu á tímum herstjórnarinnar í Argentinu á „ógnarárun- um“ 1976-1983 láta óánægju sína með náðanir herforingjanna í Ijós á sunnudag. Simamynd Reuter Afbrot sovéskra hermanna 1 Þýskalandi: Herforingi rekinn eftir vopnastuld Maharishi Yogi: íhugun leysir Persaflóadeiluna Indverski jóginn Maharishi Ma- hesh Yogi, sem upphaflega kynnti innhverfa íhugun fyrir Vestur- landabúum, hefur lýst því yfir aö hann hafi lausnina á deilunni. við Persaflóa innan seilingar. Hann segir að ef að minnsta kosti 7 þúsund manns við háskóla sinn í Iowa í Bandaríkjunum íhugi í einu muni það leiöa til friðsamlegrar lausnar deilunnar við Persaflóa. Talsmaður Maharishi segir eðlilegt að fólk hafi vantrú á mætti fólks sem situr með krosslagðar fætur og lokuð augu. Hins vegar hafi komið í ljós sannanir fyrir því að alþjóðadeilur og stríð væru einmitt í lágmarki á sama tíma og stórfundir áhugafólks um íhugun ættu sér stað. Um þrjár milljónir manna víös veg- ar um heiminn iðka innhverfa íhug- un. Reutcr Boris Snetkov, herforingi yfir her- sveitum Sovétmanna í austurhluta Þýskalands, hefur veriö rekinn úr embætti sínu vegna liðhlaups og af- brota sovéskra hermanna þar und- anfariö. 145 sovéskir hermenn í Þýskalandi hafa hlaupist undan merkjum. Þar á meðal er hösforingi sem sakaður er um að hafa stolið þremur skrið- drekasprengjum og tveimur eld- flaugum og hlaupist á brott ásamt konu sinni, börnum og yfirmanni birgðastöðvar sovéska hersins. Þaö voru þessi afrkek liðsforingjans sem fylltu mælinn eftir mikil afbrot og liðhlaup undanfarnar vikur og leiddu til þess að Snetkov, yfirherfor- ingi herja Sovétmanna í austurhluta Evrópu og einn af hæstsettu herfor- ingjum Sovétmanna, var settur af. Liðsforinginn fingralangi á yfir höfði sér dóm fyrir liðhlaup, landráð og vopnastuld. 49 sovésku hermannanna sem hlaupist hafa á brott hafa leitað póli- tísks hæhs en ekki er vitað hvort þeir eru allir frá Þýskalandsher- deildunum. Talsmaður sovéska hersins segir afbrot sovéskra hermanna mikil en sögur af vopnastuldi þeirra í þeim tilgangi að selja þau stórlega ýktar. Hefði mikið af vopnunum náðst aft- ur. Sovésku herveitimar snúa aftur frá Þýskalandi 1994. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.