Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. Fréttir Kasparov sigurvegari í heimsmeistaraeinvíginu við Karpov eftir jafntefli í síðustu skákinni: Tveir vinningar skilja þá eftir 144 skákir Löngu og ströngu einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák er lokið með sigri Kasparovs. Að síðustu skákinni lok- inni sátu þeir Karpov á sviðinu og skeggræddu möguleikana í um 40 mínútur. Eftir svipnuni að dæma hefur Kasparov sitthvað við ábendingu Karpovsf að athuga. „Ég er óánægður með úrslit ein- vígisins. Ég bauð jafntefli í gjörunn- inni stöðu vegna þess að ég var ein- faldlega búinn að fá nóg,“ sagði heimsmeistarinn Garrí Kasparov eftir 24. skákina í Lyon á gamlárs- dag. Með jafntetlinu tryggði Ka- sparov sér sigur í einvíginu, hlaut 12,5 vinninga gegn 11,5 vinningum Karpovs. Að launum hlýtur hann 1,7 milljónir Bandaríkjadala, eða um 95 milljónir íslenskra króna og aö auki glæsilegan demantsskreyttan verð- launagrip úr gulli og bronsi, sem metinn er á um milljón Bandaríkja- dala. Skák Jón L. Árnason Kasparov kvaðst fyrirfram hafa verið sigurviss og hafa talið aö Karpov væri að tefla í síðasta sinn um krúnuna. Nú væri hann á báðum áttum - taldi Karpov líklegasta áskoranda sinn að þremur árum Uðnum. Einvígið í New York og Lyon var fimmta einvígi þeirra en samtals hafa þeir teflt 144 einvígisskákir. Aðeins munar tveimur vinningum, Kasparov hefur unnið 21 skák, Karpov 19 en 104 skákum hefur lykt- að með jafntefli. Er tveimur skákum var ólokið hafði Kasparov náð tilskildum 12 vinningum sem nægði honum til aö halda heimsmeistaratitlinum. En ef Karpov hefði jafnað hefði verðlauna- fénu, samtals 3 milljónum Banda- ríkjadala, verið skipt jafnt. Litlu munaði að Karpov tækist þetta. Hann vann 23. skákina auðveldlega, sem er lakasta skák heimsmeistar- ans í einvíginu. í 24. skákinni - dýr- ustu skák sögunnar - fékk hann góða stöðu en missti hana niður með ótímabærum aðgerðum. Aö skákinni lokinni sátu meistar- arnir í um 40 mínútur á sviðinu og skeggræddu möguleikana. 23. einvígisskákin. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 e5 7. d5 Rh5 8. Dd2 Dh4+ 9. g3 De7 Drottningarfómin 9. - Rxg3 10. Df2 Rxfl 11. Dxh4 Rxe3 o.s.frv. freistar Kasparovs ekki. 10. 0-0-0 f5 11. exf5 gxf5 12. Rh3 Ra6 13. Hgl Rf6 14. Rf2 Kh8 15. Be2 Bd7 16. Bg5 Rc5 17. g4 e4?! Vafasöm framrás eins og Karpov tekst að sýna fram á með snjöllum 19. leik sínum. 18. fxe4 fxe4 19. Be3! Ra4 20. g5 Rxc3 21. bxc3 Rg8 22. Rg4 c5 23. dxc6 (fram- hjáhlaup) Bxc6 24. h4! Hvítur hótar að þoka h-peðinu lengra áfram. Þetta getur svartur hindrað með 24. - Be8 ér hann hefur ákveðin gagnfæri. Heimsmeistarinn gerir aðra tilraun sem mistekst al- gjörlega. 24. - d5? 25. cxd5 Bxd5? 26. Dxd5 Hac8 27. Dd6 Hxc3+ 28. Kbl Df7 29. Bd4 Kasparov hefur engar bætur fyrir manninn og gafst þvi upp. 24. einvígisskákin. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Enskur leikur 1. Rf3 í fyrsta sinn í einvíginu leikur Ka- sparov ekki kóngspeðinu fram í fyrsta leik. Nú á að tefla traust! 1. - Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3 6. Dxc3 b6 7. b4 d6 8. Bb2 Bb7 9. g3 c5 10. Bg2 Rbd7 11. 0-0 Hc8 12. d3 He8 13. e4 a6 14. Db3 b5 15. Rd2 Hb816. Hfcl Ba817. Ddl De718. cxb5?! Þennan og næsta leik sinn gagnrýndi Kasparov eftir skákina. Karpov hef- ur fengið frambærilega stöðu og nær nú yfirhöndinni. 18. - axb5 19. Rb3 e5! 20. f3 h5 21. bxc5 dxc5 22. a4 h4 23. g4 c4? Ljóst er að nú er 24. bxc4 bxa4 25. Hxa4 Rc5 hagstætt svörtum sem nær rífandi frumkvæði. Takið eftir að ekki má drepa á c5 vegna þess að svartur drepur aftur með skák og síðan fellur biskupinn á b2. Kasparov á hins vegar einfalt svar við þessu og tekst að rétta hlut sinn aftur. 24. bxc4 bxa4 25. Ba3! Dd8? Að sögn heimsmeistarans er 25. - De6 betra. 26. Rc5 Bc6 27. Rxa4 Rh7 28. Rc5 Rg5 29. Rxd7 Bxd7 30. Hc3 Da5 31. Hd3 Ba4 32. Del Da6 33. Bcl Re6 34. Hda3 Rc5 35. Be3 Dd6 36. Hxa4 Kasparov á vinningsstöðu eftir 36. - Rxa4 37. Hxa4 - með biskupa tvo og peð gegn hróki. En honum fannst nóg komið. Bauð jafntefli, sem Karpov þáði. -JLÁ í dag mælir Dagfari Kuldaboli Fyrir hátíðarnar og meðan á þeim stóð tók fólk að kvarta undan litl- um hita í húsum sínum. Bar eink- um á þessum kvörtunum í Hafnar- firði en einnig úr ýmsum hverfum Reykjavíkur og var þá ekki lengur "'talað um kulda heldur líka um vatnsleysi, óhreinindi úr krönum og vandræði með stillingar á ofn- um. í fyrstu bar Hitaveita Reykjavík- ur af sér alla ábyrgð á þessum vandræðum fólks en viðurkenndi um síðir að hér gæti verið um minni háttar vandamál að ræða í tengslum við tenginguna frá Nesja- völlum. Hafa starfsmenn Hitavei- tunnar unnið aö því hörðum hönd- um að koma fólki til hjálpar og ekki talið það eftir sér að leggja nótt við dag. Margir viðskiptavinir Hitavei- tunnar hafa tekið kuldanum og vatnsleysinu með karlmennsku. En aðrir hafa ónáðað hitaveitu- stjóra og starfshð hans með óverð- skulduðu kvabbi og dr. Benjamín Eiríksson hefur skrifað fleiri en eina grein þar sem hann bókstaf- lega ræðst að borgarstjóranum í Reykjavík og krefst afsagnar hans. Borgarfulltrúi Framóknarflokks- ins, Sigrún Magnúsdóttir, hefur sömuleiðis leyft sér þann dónaskap að gagnrýna borgarstjóra og kenna honum um hitaskort í húsum og bilanir í heimæðum. Fyrir nú utan þann misskilning að Hitaveitan eða borgarstjóri geti eitthvað að því gert hvort nægilega heitt vatn komi úr iðrum jarðar, er það auðvitað hámark ósvífninn- ar og vanþakklætisins að saka Hitaveituna um mistök af einu eða öðru tagi. Hitaveitan er búin að þjóna Reykvíkingum og öðrum ís- lendingum um áratugi og það er ekki henni að kenna þótt fólk þoli ekki kuldaköstin. Ekki stjómar Hitaveitan frostinu! Menn mega ekki heldur gleyma þeirri staðreynd að Hitaveitan hef- ur verið með mörg járn í eldinum. Auk þess sem hún hefur þurft að tengja Nesjavelh við kerfið og af- tengja vesturbæinn til að hleypa vatninu á Hafnarfjörð hefur Hita- veitan og Reykjavíkurborg staðið fyrir nýmælum í byggingariðnað- inum sem felast í sérhönnuðu veit- ingahúsi ofan á hitaveitutönkun- um í Öskjuhhð. Það verk hefur krafist bæði fjármagns og tíma frá öðrum störfum. Það er eins og almenningur hafi ekki áttað sig á þessum önnum Hitaveitunnar og haldi að hægt sé að hafa heita vatnið í lagi á sama tíma. Halda menn virkilega að það kosti ekki neitt að byggja sérhann- að veitingahús sem býr auk þess yfir þeim eiginleika að snúast um sjálft sig? Reykvíkingar mega vera stoltir af þessu glæsilega veitingahúsi, sem er sannkölluð perla og var raunar höfuðtromp íhaldsins í síð- ustu borgarstjómarkosningum. Þetta veitingahús hefur verið al- gjörlega byggt á kostnaö Hitaveitu Reykjavíkur og mun láta nærri aö frágengið kosti húsið eitthvað á annan mhljarð króna. Sjá allir sanngjarnir menn að ekki er hægt að gera þá kröfu til Hitaveitunnar að hún viðhaldi fullum þrýstingi á veitukerfinu og tryggi öllum nægi- lega heitt vatn á sama tíma og Hita- veitan byggir veitingahúsið í Öskjuhlíð. Slík krafa er heimtuf- rekja og það lýsir vel eigingirni al- mennings þegar ætlast er til að húsum sé haldið heitum í borginni á sama tíma og veitingahúsið fer að snúast um sjálft sig. Það hefur verið staðfóst stefna borgarstjórans og meirihlutans i borginni að láta veitingahúsið ofan á tönkunum hafa forgang og koma snúningnum af stað á þessu kjör- tímabili. Til að það megi takast verða borgarbúar að sætta sig við minna vatn og minni hita á meðan. Hitaveitan getur ekki gert allt í einu. Auk þess hefur borgarstjóri gefið það sterklega til kynna, aö hann muni hugsanlega bæta upp tjón sem verða kann á leiðslum og hei- mæðum, enda þótt hér sé ekki við borgina aða sakast. Sem sagt: Reykjavíkurborg ætlar af góðsemi sinni að sjá aumur á þeim sem sitja þurfa í úlpum heima í stofu þegar kuldaköstin ganga yfir. Slíka nær- gætni bera að meta og ekki er það verra að svo skemmtilega vill til að þeir sem helst verða fyrir barð- inu á hitaleysinu eru einmitt þeir sem helst njóta útsýnis til Öskju- hlíðar og veitingahússins sem snýst í þeirra þágu. Það mun ör- ugglega halda á þeim hita næst þegar heita vatniö dettur út. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.