Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Page 22
26 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. Fólk í fréttum Einar Oddur Kristjánsson Einar Oddur Kristjánsson var kos- inn maður ársins á DV Einar Oddur er fæddur 26. desem- ber 1942 á Flateyri í Önundarfirði og var við nám í MA1959-1961. Starfsferill Einar var skrifstofumaður 1961- 1965 og póstafgreiðslumaður á Flat- eyri 1965-1968. Einar var einn stofn- enda fiskvinnslunnar Hjálms á Flat- eyri og framkvæmdastjóri frá 1968 og hefur verið framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Flateyrar frá 1974. Hann var í hreppsnefnd Flateyrar- hrepps 1970-1982 og í stjórn Vinnu- veitendafélags Vestfjarða frá 1974. Einar var í varastjórn SH1983-1989, stjórnarformaðurVélbátaútgerðar- félags ísfirðinga frá 1984 og stjórn Skógræktarfélags V-ísafiarðarsýslu frá 1985. Hann hefur verið í stjórn íslax á Nauteyri frá stofnun 1985 og í stjórn Icelandic Freezing Plant Ltd. í Grimsby 1987-1989. Einar var formaður Sjálfstæðis- mannafélags Önundarfiarðar 1968- 1979 og formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins í V-ísafiarðarsýslu 1979-1990 og formaður kjördæma- ráðsins frá 1990. Hann var formaður efnahagsnefndarríkisstjórnarinnar 1988 og er í stjórn Sambands fisk- vinnslustöðva. Fjölskylda Einar kvæntist 7. október 1971 Sigrúnu Gerði Gísladóttur, f. 20. nóvember 1943, hjúkrunarfræðingi. Foreldrar Sigrúnar eru Gísli Þor- leifsson, múrarameistari í Rvík, og kona hans, Brynhildur Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur. Börn Einars og Sigrúnar eru Kristján Torfi, f. 21. júní 1977 og Teitur Björn, f. 1. apríl 1980. Systir Einars er Jóhanna Guð- rún, f. 11. mars 1941, kennari Rvík. Bróðir Einars, samfeðra, er Sigurð- ur Guðmundur, f. 24. ágúst 1924, stýrimaður í Rvík, kvæntur Soffiu Jónsdóttur. Ætt Foreldrar Einars eru Kristján Ebenezersson, f. 18. október 1897, d. 1947, skipstjóri á Flateyri, og kona hans, María Jóhannsdóttir, f. 25. maí 1907, stöðvarstjóri Pósts og síma á Flateyri. Kristján var sonur Ebenezers, skipstjóra á Flateyri, Sturlusonar. Móðir Ebenerzers var Kristín Ebenezersdóttir, b. í Innri- Hjarðardal, Guðmundssonar, b. í Arnardal, Bárðarsonar, b. í Arnar- dal, Illugasonar, ættföður Arnar- dalsættarinnar. Móðir Kristjáns var Friðrikka, systir Bersebe, móöur Guðmundar Inga skálds, Halldórs, skálds frá Kirkjubóli, og Ólafs skólastjóra, föð- ur Kristjáns Bersa skólastjóra og afa Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmála- fræðings. Friðrikka var dóttir Hall- dórs, b. á Hóli í Önundarfirði, bróð- ur Ragnheiðar, langömmu Gunnars Ásgeirssonar forstjóra og Elsu Guðjohnsen safnvarðar. Halldór var sonur Halldórs, b. á Grafargili, Eiríkssonar, bróður Elínar, langömmu Ólafs, föður Gests skipu- lagsfræðings og Valdimars yfirflug- umferðarstjóra. Móðursystkini Einars eru Mar- grét, móðir Hrafns Tuliniusar próf- essors, Torfi, faðir Kristjáns, bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum, og Björn skrifstofustjóri, faöir Ingibjargar, skólastjóra ballettskóla Þjóðleik- hússins, konu Árna Vilhjálmssonar prófessors, og Bjöms verkfræðings. María er dóttir Jóhanns Lúthers, prófasts á Hólmum, bróður Sigríðar, ömmu Gunnlaugs Finnssonar, fyrrv. alþingismanns, á Hvilft. Jó- hann var sonur Sveinbjarnar, b. í Skáleyjum, Magnússonar, b. í Hvallátrum, Einarssonar, bróður Eyjólfs eyjajarls. Móðir Jóhanns var María Jónsdóttir, systir Sesselju, móður skáldanna Herdísar og Ólinu Andrésdætra og Maríu Andrésdótt- ur í Stykkishólmi og einnig systir Sigríðar, móður Björns Jónssonar ráðherra. Móðir Maríu var Guðrún, systir Sigríðar, móður Esra læknis og Maríu Pétursdóttur, fyrrv. for- manns Kvenfélagasambands ís- lands. Bróðir Guðrúnar var Ásgeir, faðir Haraldar, fyrrv. forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðn- arins, og Önundar, fyrrv. forstjóra Olís, föður Ragnars, bankastjóra Iðnaðarbankans. Guðrún var dóttir Torfa, kaupmanns á Flateyri, Hall- dórssonar og konu hans, Maríu Öss- urardóttur, b. í Súðavík, Magnús- sonar, b. í Bæ í Súgandafirði, Guð- mundssonar, bróður Ebenesers í Hjarðardal. Steinar Sigurjónsson Steinar Sigurjónsson, skáld ogrit- höfundur, hlaut hin árlegu verðlaun Rithöfundasjóðs á gamlársdag. Starfsferill Steinar fæddist á Hellissandi. Hann hóf prentnám í Hrappseyjar- prenti 1946 og starfaði þar í eitt ár en vann síðan við Prentverk Akra- ness og lauk þaðan prófi 1950. Stein- ar fór til Akureyrar og dvaldist þar um skeið en starfaði síðan við prent- verk hjá Hólum og Víkingsprenti en hætti þá prentverki og sneri sér að ritstörfum. Steinar dvaldist svo erlendis um skeið og vann þá m.a. við prentverk í Svíþjóð, á írlandi, í Þýskalandi og í Danmörku. Helstu skáldverk Steinars em Hér erum við, útg. 1955; Ástarsaga, útg. 1958; Hamingjuskipti, útg. 1964; Fell- ur að, (dulnefni Bugði Beygluson), ljóð, útg. 1966; Skipin sigla, (dulnefni Bugði Beygluson), útg. 1966; Bland- aö í svartan dauðann, útg. 1967; Brotabrot, útg. 1968; Farðu burt skuggi, skáldsaga, útg. 1971; í Djúp- inu, útg. 1974; Siglíng, útg. 1978; Síngan rí, útg. 1986 og Soðmenn. Steinar hefur m.a. samið leikritið Torgið sem flutt var í ríkisútvarpinu í desember sl. Þá gaf hann út á árum áður tímarit um bókmenntir og menningarmál er hann nefndi Óreglu. . Fjölskylda Steinar á tvær dætur. Þær eru Elísabet Harpa, húsmóðir í Reykja- vík, f. 13.1.1949, gift Ástþóri Ragn- arssyni smið, og Sigríður, meina- tæknir og húsmóðir í Svíþjóð, f. 9.4. 1952, gift Einari Þórhallssyni lækni. Steinar á þrjú systkini sem öll em á lífi. Þau em Oddný Ólafía, hús- móðir á Akureyri, Hreiðar, búsettur í Kalifomíu og Kristján, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Steinars: Sigurjón Kristjánsson skipstjóri, f. 25.8.1902, og kona hans, Sigríður Vilhelmína Ólafsdóttir, f. 6.5.1904. Ætt og frændgarður Föðurforeldrar Steinars voru Kristján Kristjánsson á Bíldudal og kona hans, Stefanía Stefánsdóttir. Móðurforeldrar Steinars voru Ólaf- ur, b. á Fossi utan Ennis, Magnús- son, sjómaður og bóndi, og kona hans, Oddný, systir Guðrúnar, langömmu Guðrúnar, móður Sig- urðar Guðmundssonar, forstjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins. Oddný var dóttir Bjöms Gestssonar, b. á Þorkelshóli í Víðidal, og konu hans, Halldóru Sigfúsdóttur. Ólafur var sonur Brokeyjar-Magnúsar Guð- mundssonar og konu hans, Ingveld- ar Gísladóttur. Halldóra var dóttir Sigfúsar Bergmann, b. og hrepp- stjóra á Þorkelshóli, ættföður hún- vetsku Bergmannsættarinnar, föð- ur Guðrúnar, ömmu Guðmundar Steinar Sigurjónsson. Björnssonar landlæknis og langömmu Bjarna, afa Ingimundar Sigfússonar, forstjóra Heklu. Afmæli Guðjón Ólafur Auðunsson Guðjón Ólafur Auðunsson, Dvalar- heimilinu Lundi, Hellu, er áttatíu ogfirfimáraídag. Guðjón er fæddur í Dagverðarnesi í Rangárvallahreppi en fiölskyldan fluttist tveimur árum síðar í Svín- haga í Rangárvallahreppi þar áem hann ólst upp síðan. Guðjón vann í æsku við bústörf ogfór á sjó á vetr- arvertíðum uns hann fluttist til Reykjavíkur. Hann vann fyrst al- menna verkamannavinnu í Reykja- vík og var sjómaður á togurum. Guðjón réðst síðan í byggingar- vinnu og vann við smíðar allt þar til hann fluttist á Dvalarheimilið Lund þar sem hann hefur nú dvalist ínokkurár. Systkini Guðjóns era tólf og era fimm nú á lífi. Þrjú þeirra, Guð- björg, Ásgeir og ðskar, búa á Minni- völlum í Landmannahreppi, en tveir bræður, Ásgúst og Guðmundur, eru búsettir í Reykjavík. Ætt Foreldrar Guðjóns vora Auðunn Jónsson, f. 20. febrúar 1863, d. 1. júlí 1923, b. í Svínhaga á Rangárvöllum, og kona hans, Jóhanna Katrín Helgadóttir, f. 24. desember 1874, d. 14. febrúar 1956. Meðal föðursystk- ina Guðjóns eru Vilborg, amma Þor- gerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Auðun var sonur Jóns, b. á Lágafeli í Landeyjum, bróður Jóns á Skarði, langafa Guðna Kristinssonar, á Skarði, Eyjólfs, föður Ágústs í Hvammi óg Guðnýjar, móður Guð- laugs Tryggva Karlssonar hagfræð- ings. Jón var sonur Áma, b. á Galta- læk á Rangárvöllum, Finnbogason- ar, b. á Reynifelli, Þorgilssonar, b. á Reynifelli, Þorgilssonar, ættföður Reynifellsættarinnar. Móðir Jóns á Lágafelli var Margrét Jónsdóttir, smiðs i Háagarði í Vestmannaeyj- um, Jónssonar. Móðir Jóns í Háa- garði var Guðrún Brandsdóttir, b. í Rimhúsum undir Eyjafiöllum, Bjarnasona, b. og hreppstjóra á Vík- ingslæk, Halldórssonar, ættföður Víkingslækjarættarinnar. Móðir Auðuns var Margrét Jónsdóttir, b. Guðjón Ólafur Auðunsson. í Næfurholti, Jónssonar, b. í Sel- sundi, Jónssonar. Jóhanna var dóttir Helga, b. í Bakkakoti á Rangárvöllum, Árna- sonar, b. í Suður-Móeiðarhvolshjá- leigu, Björnssonar. Móðir Jóhönnu var Katrín Magnúsdóttir, b. á Borg á Landi, Einarssonar. HUGSUM FRAM A VEGINN Til hamingju með afmælið 2. janúar 90 ára 60 ára Guðrún Sæmundsdóttir, Sveinbjörg Ingimundardóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Teygingalæk, Skaftárhreppi. 85ára 50 ára Valborg Þorsteinsdóttir, Kristín Albertsdóttir, Klúku, Fljótsdalshreppi. Selvogsgötu 10, Hafnarfirði. 80 ára Jón R. Karlsson, Hagaseli 7, Reykjavik. Artha RutEymundsdóttir, Anna V. Jónsdóttir, Fálkagötu 24, Reykjavík. Unnur Ólafsdóttir, Kirkjuteigi 16, Reykjavík. Teigaseli 11, Reykjavík. 40 ára Sumarrós Árnadóttir, Hlóskógum R. Egilsstöðnm. 75ára Hulda Árnadóttir, Suðurgarði 7, Keflavík. Vilborg Sigfúsdóttir, Faxatröð 8A, Egilsstöðum. Jóhanna Björk Bjamadóttir, Meistaravöllum7,Reykiavík. ; Sigurður Þorsteinsson, Munaöarhóli 14, HellissandL Bjarni Guðjónsson, Kleppsvegi 14, Reykjavík. Óskar Georg Jónsson, Frostaskjóli 61, Reykjavík. 70 ára Áshamri 75, Vestmannaeyjum. Guðfinna Gróa Pétursdóttir, — Skólagerði 11, Kópavogi. Friðrik Vilhjálmsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Miðgarði2, Neskaupstað. FerjubakkalV, Borgarhreppi. Jóhanna Runólfsdóttir, Jón Guðni Óskarsson, Hamraborg 32, Kópavogi. Hæðargarði 27, Reykjavík. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Ásdís M. Sigurðardóttir, Ökram III, Hraunhreppi. Freyjuvöllum 7, Keflavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.