Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. Fréttir Sautján ára piltur hrapaði um 75 metra í Burstafelli í Vopnafirði: Reis upp og gekk heilan kílómetra - slapp með handleggs- og rifbeinsbrot auk minni meiðsla Gylfi Kristjánason, DV, Akureyii Það er talið óskýranlegt að 17 ára piltur, sem hrapaði niður Ijallið Burstafell í Vopnafirði um kl. 22 á gamlárskvöld, lifði fallið af. Pilturinn féll fyrst um 15 metra niður á syllu í íjallinu, hentist fram af henni og féll þá um 60 metra áður en hann kom niður. Félagar piltsins, sem horfðu á atburðinn gerast, sáu pilt- inn liggja hreyfingarlausan eftir fall- ið og hugðu honum varla, líf eftir þessi ósköp. Pilturinn, sem heitir Ólafur Gísla- son og er frá Aðalbóli á Jökuldal, var á leið til Vopnafjarðar ásamt félögum sínum. Þeir námu staðar við útsýnis- skífuna nærri veginum uppi á Burstafelli pg voru að skjóta þar flug- eldi þegar Ólafur rann fram af snjó- hengju á fjallsbrúninni. Þar féll hann 15 metra áður en hann lenti á syllu, en kastaðist svo iangt fram af henni að hann lenti ekki á annarri syllu neðar í fjallinu en hrapaði þess í stað um 60 metra. Bragi Vagnsson, bóndi á Bursta- felli, sagði í samtali við DV að félagar Ólafs hefðu komið að bænum og til- kynnt um atburðinn. Samstundis var haft samband við lögreglu á Vopna- firði sem kallaði út leitarsveitir, sjúkrabifreið og lækni. Á Burstafelli voru einnig staddir tveir menn úr björgunarsveitinni á Vopnafirði og fóru þeir að leita að piltinum ásamt félögum hans. „Olafur lagði af stað niður fjallið eftir að hann hafði rankað við sér, hann sá ljós hér við bæinn og tók stefnuna hingað," sagði Bragi Vagns- son. „Þegar menn héldu héðan til leitar á vélsleðum fóru þeir fyrst eft- ir veginum og ætluðu á þann stað þar sem Ólafur hafði verið eftir fall- ið. Hann sá til þeirra og gekk til baka og mætti síðan leitarmönnunum," sagði Bragi, en Ólafur mun þá hafa verið búinn að ganga um eins kíló- metra vegalengd illa á sig kominn. Ólafur var orðinn mjög kaldur og hrakinn en það mun þó hafa hjálpað honum að hann var klæddur ullar- sokkum og stígvélum. Og það furðu- legasta var að eftir þessar mann- raunir yar hann einungis handleggs- og viðbeinsbrotinn auk þess að vera með skrámur víða um líkamann. Hollendingurinn Steven Jochems í ævintýrum yfir jólin: Fékk frí úr hernum til að klífa Heklu - lögreglubíllinn, sem sótti hann, fór út í skurð Steven Jochems frá Eindhoven í Hollandi er 26 ára og er í verkfræðideild hollenska hersins. Hann hefur klifið fjöll á norðlægum slóðum á síðustu átta árum. Lögreglan hefur aldrei fyrr stöðvað hann eins og gerðist hér á landi um hátíðarnar. DV-mynd Brynjar Gauti „Þegar lögreglan á Selfossi kom og náöi í mig hjá Búrfelli fyrir jólin sögðu lögreglumennirnir að ég ætti að koma með þeim. Ég varð alveg hissa því það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom til landsins var að til- kynna mig til viðeigandi aðila, hvert ég ætlaði og hvenær ég kæmi til baka. En lögreglumennimir voru mjög vingjarnlegir og sögðu að það ætti að skoða útbúnaðinn. Skömmu eftir að við ókum af stað hjá virkjun- inni, áleiðis til Selfoss, fór lögreglu- bíOinn nærri því alveg á hliðina og ofan í skurð. Þá sagði ég við lögreglu- mennina að þeir þyrftu ekkert aö óttast, viö gætum verið þarna rólegir þvi ég hefði mat sem dygði okkur í tvær vikur," sagði Steven Jochems, 26 ára Hollendingur frá Eindhoven sem gekk á Heklu og hafðist viö í tjaldi á íjallinu yfir jólahátíðina. Hann lenti í ýmsum ævintýrum á fór sinni hingað. í ljósi þess að menn hafa orðið úti í slíkum ferðum var ákveðið aö fara með Steven til Reykjavíkur þegar ljóst varð hvert hann ætlaði. Hann þurfti því að dvelja eina nótt á hóteli áður en formsatriöum var fuUnægt og hann gat haldið för sinni áfram. Einmana í Reykjavík Steven reyndist mjög vel búinn og tryggður fyrir óhöppum. Hann er í verkfræðideild hollenska hersins og er alvanur fjallamaður. Á síðustu átta árum hefur hann ,aö vetrarlagi meðal annars hafst við á Langjökli, í fjöllum Norður-Svíþjóðar, í Noregi og víðar. Fyrir jólin fékk hann leyfi hjá hernum til að fara í ferðina á Heklu. Hann mætir aftur til skyldu- starfa í Hollandi á föstudag. Steven lagði loks í hann frá Búrfellsvirkjun á Þorláksmessu. „Þegar ég var kominn upp á fjallið hugsaöi ég lítið um að það væru jól- in. Þegar maður er einsamaU uppi í óbyggðum hefur maður um annað að hugsa - aö verða ekki kalt á fótun- um og þess háttar. Ég á foreldra og tvo bræður heima en það greip mig enginn söknuður. Hins vegar varð ég mjög einmana á gamlárskvöld eft- ir að ég kom til Reykjavíkur,“ sagði Steven. Tvo daga að komast að rótum Heklu „Ég var tvo daga að komast upp að rótum Heklu. Mér gekk ágætlega í feröinni en í tvo daga var veðrið leiðinlegt. Annars var ekki mjög kalt. Þegar ég gekk á fjalliö var slæmt skyggni. Ég fór niður í gíginn, skoð- aöi mig Utillega um og fór svo niður aftur,“ sagði Steven. Þegar hann kom ofan af fjallinu hitti hánn jeppamenn sem greindu frá því, honum til mik- illar furðu, að hann hefði komist í fréttirnar. Hann kom síðan aftur til Reykjavíkur um helgina. - En hvers vegna ákvaðst þú að klífa Heklu? „Eftir að ég hafði dvahð á Lang- jökli um jólaleytið árið 1987 var mér ekiö til Reykjavíkur. Þegar ekið var fram hjá Heklu sá ég fjallið fyrst. Þá hét ég því með sjálfum mér að ég skyldi klífa það seinna og lét verða af þvi núna. Ég sá undurfagurt fjall með dökkar hlíðar og snævi þakinn topp. Þá vissi ég ekki að Hekla væri eldfjall. Það var kannski eins gott að ekki byrjaði að gjósa þegar ég var þarna uppi,“ sagði Steven. Hann heldur heim til Hollands á morgun. -ÓTT Sjö skiptu getraunapottinum á milli sín Sjö fengu 12 rétta í Getraunum á laugardag. Var potturinn fjórfaldur, eins og í lottóinu, en þó aðeins upp á um 3,4 miUjónir. Fékk hver vinn- ingshafi því 487.137 krónur í sinn hlut. Af tólfunum voru tvær á tölvuröö- um keyptum í Reykjavík. Af hinum fimm vinningshöfunum keyptu þrír í Reykjavík, einn í Vestmannaeyjum og einn á Húsavík. Samkvæmt upplýsingum frá Get- raunum hafði tippari á Grenivík keypt seðil sem var með 12 réttum en einhverra hluta vegna var hann ósáttur við seðilinn sinn og lét eyða honum aftur úr kerfinu. 114 voru með 11 rétta og fékk hver 7.134 krónur. Loks voru 1167 með 10 réttasemgáfu696krónur. -hlh Sandkom dv Veikleiki Eyfirðinga SÍgurðurP. Sigmundsson, framkvæmda- stjorilðnþró- unnrfclags Eyjaíjarðar, : segir að i staö . arvalsraálinu vegnaálvers hafi veikleiki Eyfirðinga falist í því að þingmenn kjördæmisins hafi ekki staðið oin- huga að málinu. Stefán Valgeírsson hafi reyndar barist hatrammlega á móti staðsetningu við Eyjafjörð, ann- ar þingmaður hafl einnig verið á móti þótt hann hafi ekki unníö gegn málinu og sá þriðji hafi ekkert að- hafst. Staðreynd málsins er að Halid- ór Blöndal, Árni Gunnarsson, Val- geröur Sverrisdóttir og Guðmundur Bjarnason voru mjög fylgj andi því að álverið risi fy rir norðan og þá hafa aðeins t veir þingmannanna ekki verið nefndir. Þaö eru þau Steingrim- ur J. Sigfússon og Málmfríöur Sig- urðardóttir. Steingrímur ætlar fram í kjördæminu viö komandi kosning- ar, sennilega einnig þau Stefán og Málmfríður og er nú bara að bíða og sjá á hvaða hátt þeim verður þökkuð aífstaða þeirra í þessu stónnáli. jólamatinn Þeirvoru eitthvað „þversum" á Húsavík fyrir jólin sumir hveijirogfóru ekkihefð- bundnarleiðiri jólaundirbún- ingnum.Bæj- arstarfsmenn stóðu i ströngu við að skrúfa nýjar ljósaperur i bæjarjóla- tréð því að þeim var stolið jafhóðum. Verra var þó að þess voru dæmi aö ijúpur sem voru látnar hanga utan- húss hurfii og V íkurblaðið á Húsavík sagðist hafa rætt við einn sem missti allar jólaijúpurnar sinar í hendur þjófa í skjóli nætur. Æth þeim sem þar voru að verki hafi ekki oröiö bumbult afj ólamatnum? Úm og flugið Þaðvakti i' nokkra afhygli fyrirjólinaö fólksflutningar Flugleiðaá leiðinni Akur- eyri.'Reykjavík voruekkinema brotafþvísem yaráleiðinni KeyKjaviK/rtiíureyn. Örn Ragnars- son, sem starfar á Akureyrarflugvelli ogertitlaður „brautryðjandi" íeinni bæjarsímaskránni, hefur ýmís svörá reiöum höndum og hann segir skýr- inguna á þessu einfalda. Akureyring- ar séu s vo skítblankir þessa dagana að þeir hafi einfaidlega ekki haft efni á því að heimsækja ættingjana fyrir sunnan um jólin. Reyndar bætti Örn síðan við að lögfræðingar á leið i fjámám væm yfirleitt uppistaðan í flutningum Flugleiða frá Reykjavík til Akureyrar en á leiðinni Ákur- eyri/Reykj a vjk bæri mest á mönnum á leið í áfengismeðferð! Bubbi ekki efstur? : Þaðvaktiat- hyglíaðStöð2 tók Bubba Morthensivið tal um jóiin vegnaþesssem fuliyn varað platahans, Söguraflandi, heföiveriö mest selda hljómplatan fyrir jóiin, og bókin hans, Bubbi, mest selda bókin. Forsvarsmaður bókaútgefenda kom síöan fram og sagöi aö fullsnemrat væri aöfjölyrða um hvort Bubhi heföi veriö mest selda bókin og bókalistar fiölmiöla væra ekki visindalega unn- ir.E.t.v.er slíkur hsti Dags á Akur- eyri ekkert fullkomnari en annan-a fjölmiðla en á þeim lista yflr mest seldu bækurnar á Norðurlandi var þó Bubbi ekki nema í 3. sæti en Bjðrn á Löngumýri í fyrsta sætinu. Á sams konar lista Dags yfir mest seldu hijómplöturnar á Norðurlandi náði Bubbi svo „bara“ 2. sæti á eftir hljóm- sveitinni Síöan skein sóL Umsjón: Gylfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.