Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. Spumingin Strengirðu áramótaheit? Árni ísaksson veiðimálastj.: Nei! Sigurbjörg Ólafsdóttir, vinnur við heimilishjálp: Já, að vera góð kona. Kjartan Benediktsson nemi: Nei, ég hef aldrei gert það. Helgi Benediktsson nemi: Nei, ég hef ekki gert það. Hilmar Leifsson, stundar eigin at- vinnurekstur: Já, ég geri það og stend alltaf við þau. Lesendur Losun úrgangs- efnaísjó Jóhann Guðjónsson skrifar: Mikil áhersla hefur verið lögö á fyrirbygjandi mengunarvamir. Með slíkum aðgerðum er fyrst og fremst átt við að sá sem vill losna við úr- gang í sjó geti gert sér grein fyrir því hvemig þau efni eyöast og hver áhrif þau hafa á lífríki sjávar í komandi framtíð. Þetta er nauðsynlegt því hingað til hefur þurft að sanna að efnin séu skaðvænleg og geti haft áhrif á afkomumöguleika þjóða sem treysta á sjávarafurðir. Eitt af verkefnum fundar 65 ríkja sem haldinn er í London um losun úrgangsefna í sjó er að ræða um framtíð Lundúnasamþykktarinnar. Engar alþjóðareglur ná yfir þetta, en talið er að um 80% af úrgangsefna- mengun sjávar komi þá leiöina. - Sameinuðu þjóðimar standa fyrir ráöstefnu í Brasilíu árið 1992 (UN- CED) um umhverfi og þróun verald- arinnar. Nauðsynlegt er að tillögur frá Lundúnafundinum sem eiga að fara fyrir þessa ráðstefnu SÞ veröi ákveðnar nú og lagðar fram á undir- búningsfundi hennar í apríl 1991. Á dagskrá Lundúnafundarins er losun geislavirks úrgangs í sjó. Árið 1983 ákváðu aðilar Lundúnasam- Margar Evrópuþjóðir telja enn að förgun úrgangsefna i sjó sé besta leiðin til að losna við þau. þykktarinnar að stöðva losun á geislavirkum úrgangi í sjó þangað til frekari vitneskja lægi fyrir um áhrif hans á vistkerfi sjávar. Þessi stöðvun á losun geislavirks úrgangs í sjó er af mörgum talin markverðasta nið- urstaða Lundúnasamþykktarinnar frá upphafi. - Síðan þá hefur geisla- virkur úrgangur hlaðist upp víöa og margir ráöamenn þeirra landa, sem mynda slíkan úrgang, vonast til að losun verði aftur leyfð. Margar Evr- ópuþjóðir eru enn á því að förgun í sjó sé sú leið sem helst komi til greina. - Eðlilegt er því aö hindra þá starfsemi á öllum mögulegum vett- vangi, þar á meðal innan Lundúna- samþykktarinar. í Svíþjóð er úrgangur grafinn í sjávarbotn út af strönd landsins og sömuleiðis áætlað í Bretlandi, t.d. viö Sellafield og viö Dounreay í Skot- landi, Þetta eru leiðir til að komast hjá reglunum um losun hættulegs úrgangs. íslendingar hafa mótmælt stöðinni í Dounreay eins og kunnugt er. Oft horfa menn á á bönn sem eitt- hvað sem takmarki starfsemi manna og dragi úr hagvexti. Slíkt er þó yfir- leitt ekki raunin. Nú tækni hefur leitt til hreinni framleiðslu og hættu- minni eyðingu úrgangs. - Bannið hefur þannig dregið úr úrganginum og leitt til betri nýtingar hráefna. ís- lensk stjórnvöld hafa staöiö sig vel á þessum vettvangi enda er það mikið hagsmunamál þjóöarinnar að sjór- inn sé hreinn og ómengaður. Þingmenn þrengja að frelsinu Friðrik Guðmundsson skrifar: Að undanfómu hafa alþingismenn reynt að ná kverkatökum á því frelsi sem æ meir ryður sér til rúms í fjöl- miðlum. Ríkisútvarpið hefur reynt að fylgja þróuninni þrátt fyrir að það sé bundið á klafa forræðis svokallaðs útvarpsráðs, sem svo fær tilskipanir frá þjóðkjörnum fulltrúum á Al- þingi. - Þetta hefur reynst vera þung- ur kross fyrir svo mikilvæga stofnun sem Ríkisútvarpið á að vera í lýðræð- isríki. Nú síðast hafa þingmenn verið að elta ólar við fréttamann sem fenginn var til að hafa umsjón með þáttagerö um efnið „ísland í Evrópu", þar sem fjallað er um evrópska samvinnu í nútíð og framtíð vegna hugsanlegrar inngöngu okkar i Evrópubandalagið. - Mér hefur fundist þessir þættir vera afar fróðlegir og hvergi gæta neinnar tilhneigingar til áróðurs fyr- ir inngöngu okkar og þá ekki heldur gegn inngöngu. Hins vegar hefur mikið af upplýsingum áður ókunn- um okkur hér verið borið á borð í þessum þáttum og þaö er kannski það sem þingmönnum okkar líkar miður. Vilja líklega halda upplýs- ingastreyminu stífluðu þar til þeim þóknast að opna fyrir flóðölduna, svo að enginn átti sig á neinu og við verö- um að láta okkur lynda endanlega afstöðu sem verður ofan á hjá ís- lenskum stjórnvöldum. En það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þingmenn hafa sitthvað aö athuga við úrvinnslu fréttamanns þess sem semur þættina „ísland í Evrópu". Þeir hömuðust svo á hinum sama fréttamanni þegar hann var þingfréttaritari Sjónvarpsins á Al- þingi að honum var nauðugur einn kostur að yfirgefa stöðu sína. - Segið svo að hér ríki frelsi til orðs og æðis í frásögnum sem beinast að íslensk- um stjórnmálum! Ástandið líkist í engu meir en því sem ríkir í banana- lýðveldum Suður-Ameríku. Bannfæring í bensín- viðskiptum Ómar hringdi: Þegar nú hefur verið tekinn frá okkur sá beiski kaleikur sem olíu- samningur okkar við Sovétmenn var virðist ekki ætla að taka miklu betra við. Samkvæmt fréttum verð- ur haldið áfram að hafa samráð um útsöluverð á bensíni þrátt fyrir þá staðreynd að olíufélögin segist ætla að kaupa inn bensín hvert fyrir sig. Einn forsvarsmaður olíufélag- anna (minnir að sá sé hjá Esso) segir hreint út að hér á landi verði bensínverð aldrei mismunandi til langframa! - Hvað skyldi maðurinn meina? Er þetta þá öll viðleitnin til að gera verslun og viðskipti með bensín frjáls? Eða vilja menn þá ekki frelsi í bensínviðskiptum, bara bannfæringu? Getur enginn mannlegur máttur komið því til leiðar að hér á landi verðistunduð viðskipti með bensín með þeim hætti sem annars staöar gerist? Hvers vegna má t.d. ekki koma á greiðslukortaviðskiptum hér eins og víða tíðkast? Eða að olíufélögin séu með tilboðsverð á bensíni einhvern ákveðinn tíma? Allt þetta myndi létta viðskiptavin- um þá þungu byrði sem þeir hafa af bensínkaupum á farartæki sín. - Einnig gæti ríkið gengið á undan með því að lækka hluta sinn, hin opinberu gjöld sem eru orðin ískyggilega mikill hluti bensín- verðsins. ill hluti bensínsverðs hér á landi. DV Ómakleg bók- menntagagnrýni Sigurður Arnarson skrifar: Eftir að hafa lesið ritdóm Nönnu Sigurðardóttur í DV 18. des. sl. um unglingabókina Haltu mér - slepptu mér get ég vart orða bundist. Ég las bókina og get alls ekki sætt mig við hvernig rit- dómarinn tekur á henni. - Satt að segja efast ég um að hann hafi lesið hana; vitnað er í setningar og atburði sem slitið er úr sam- hengi við heildarmynd bókarinn- ar. Mér flnnst ritdómarinn sýna heldur mikinn hroka þegar hann bendir Eðvarði á að kynna sér málfar og hugsanir unglinga áður en hann skrifar næstu bók. Eð- varð þarf þess ekki með. Vin- sældir sýna ótvírætt að hann veldur vel sínu hlutverki. Hins vegar held ég að full ástæða sé til aö Nanna kynni sér tungutak og hugarheim unglinga áður en hún skrifar um fleiri unglingabækur. Slök þjónusta Unnur hringdi: Hún er ekki í hámarki, þjónust- an hjá eigendum minni veitinga- húsanna að mínu mati, hér í Reykjavík a.m.k. - Ég varð uppis- kroppa með mat annan í jólum, og þurfti ég því að nálgast eitt- hvað matarkyns fyrir mig og börnin. - Ég hugði því gott til glóðarinnar að skreppa bara nið- ur í miðbæ og nálgast svo sem tvo kjúklinga og fara með heim. í miðbænum var allt lokað, Svarta pannan, Jarlinn, Sout- hern fried, og allir þeir staðir sem selja kjúklinga undir þessu merki líka lokaðir! - Eftir að ég kom heim tókst mér að fá kjúkling og pitsu í Pizzusmiðjunni í Kópavogi óg var þar frábær þjónusta og lip- urð. - Verðið þar var einnig miklu lægra en á öllum ofangreindu skyndibitastöðunum. Betri veðurfréttir Kjartan Jónsson skrifar: Mig langar til að hrósa Stöð 2 fyrir líflegar veðurfréttir og mun skilmerkilegri en hjá Ríkisút- varpinu. - Það skiptir máli hvernig veðurfréttir eru „settar upp“, ef ég má orða það svo, eink- um í sjónvarpi. Á Stöð 2 eru kortin mun betri og miklu meira sýnt þar, meira spjallað um veðrið og líkurnar á hugsanlegum breytingum - og það sem meira er. Þulirnir standa við kortið og hafa þar með meira svigrúm til útskýringa og ná bet- ,ur til fólks en þeir sem sitja í fóst- um stellingum og eru þvingaðir. Þannig verða þeir alltaf nánast óvirkir til að ná til fólks á sama hátt og þeir sem standa og hafa yfirsýn yfir stærri og aðgengi- legri flöt með veðurkortum sem hægt er að færa og jafnvel breyta að vild. Hverseigabörnin aðgjalda? Svanhildur hringdi: í lesendabréfi í blaðinu 19. des. sl. um gæsluvöll í Árbæ var ekki nógu vel skýrt um hvað var að ræða þegar talað var um að Ár- bæjarvöllur yröi ekki starfrækt- ur áfram. Staðreyndin er sú að þegar SelásvöOurinn þjónaði ekki Árbæjarhlutanum, til dæm- is vegna fjarlægðar, var hafin undirskriftasöfnun þar sem ósk- að var eftir því að Árbæjarvöllur yrði starfræktur, enda er þar öll tiltæk aðstaöa. Nú hefur hins vegar heyrst að svæðið eigi að nota undir bíla- stæði fyrir nærliggjandi verslun. Það hefði því verið óþarft að loka gæsluveOinum, enda hægur vandi að færa völlinn aðeins tO hhðar á ónotað svæði. - Með því hefði mátt leysa bílastæðavand- ann án þess að skerða þjón- ustuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.