Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. Menning 31 Jólaóratorían Kór Langholtskirkju ásamt hljómsveit og ein- söngvurum flutti Jólaóratoríu J. S. Bachs um síðustu helgi. Stjómandi var Jón Stefánsson. Einsöngvarar vom Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran, Solveig Björling alt, Michael Goldthorpe tenór og Bergþór Pálsson bassi. Konsertmeistari var Júhana Elín Kiartansdóttir. Jólaóratorían er samansett úr sex kantötum og segir söguna um fæðingu Jesú eins og henni er lýst í guðspjöllunum. Kantötumar sex mynda efnislega eina heild jafnvel þótt til þess væri ætlast að flutningur þeirra dreifðist á sex daga jólahátíðarinnar. Þannig fengu kirkjugestir á dögum Bachs að heyra kantötu um fæðingu frelsarams á jóladag og fjárhirðana í haganum á annan í jólum og þannig koll af kolli. Á tónleik- um Kórs Langholtskirkju vom einungis fluttar þijár fyrstu kantötumar auk tveggja aría og kórs úr seinni hlutum verksins. Það er athyglis- vert við Jólaóratoríuna að hún er samsett að hluta til úr ýmsum eldri verkum Bachs, þar á meðal em þar kaflar teknir úr veraldlegum kantötum sem Bach samdi áður en hann fluttist Tónlist Finnur Torfi Stefánsson til Leipzig. Þetta er hins vegar gert af slíkri smekkvísi að aldrei verður vart missmíði af þeim sökum. Það er t.d. skrýtið að hugsa til þess að hin gullfallega aría, Schlafe mein liebst- er, und pflege der Ruh, þar sem tónlist og texti virðist falla fullkomlega saman, er tekin úr ver- aldlegri kantötu um skemmtanir Herkúlesar hins unga. Á tónleikunum bar svo til er komið var fram í hina yndisfögru og auðugu sinfóníu í annarri kantötunni um hirðana í haganum að spreng- ingar tóku að heyrast allt í kringum um kirkj- una. Virtust þar vera á ferðinni ungir menn að taka forskot á sælu gamlárskvölds. Truflaði þetta suma en var öðrum áminning um and- stæður mannsandans og fallvelti þess háleita. Hver veit nema Bach hafi sjálfur sprengt kín- veija meö sonum sínum eða haft í frammi ann- an ámóta dárskap um áramót. Flutningur þessa magnaða verks er mikið fyr- irtæki sem að vísu verður eitthvað léttari þegar það er gert oft. Yfirleitt var frammistaða tónhst- arfólksins góö. Kórinn stóð sig mjög vel og svip- að má segja um hljómsveitina. Margir einstakir meðhmir hennar sýndu ágæta frammistöðu og má þar m. a. nefna óbóleikarana Kristján Steph- ensen og Daða Kolbeinsson sem mikið mæddi á. Strengirnir gerðu Uka margt gott, en í tenórar- íunni í lokin fór glansinn af. Falskur fiðluleikur er, svo notað sé tungutak landsfeðranna, ekki ásættanlegur nú til dags. Einsöngvaramir kom- ust prýðUega frá sínu. Sérstaklega var tenór- söngvarinn Michael Goldthorpe góður. Ólöf Kolbrún og Bergþór sungu einnig mjög faUega. Jón Stefánsson stjórnaði af frískleika og góðri þekkingu á verkinu. Hann og Kór Langholts- kirkju eiga þakkir skildar fyrir að auðga skammdegislífið með þessu myndarlega fram- taki. DANSSKÓUAUÐARHARfilDS * *+0 \ Innritun 2.-6. jan. ’91 kl. 13-19 - s. 39600 og 686893 Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar ’91 ~~~ Nýtt - Nýtt: ,,Street-dance“ 10 tima námskeið. Nýir gestakennarar væntanlegir. Rock’n’roll 10 tímar: byrjendur, fram- hald. Börn, unglíngar, pör: byrjendur, framhald. Kennt allt það nýjasta í suður- amerískum dönsum og standard döns- um, einnig gömlu dansarnir, rock’n’- roll og tjútt. 4 mán. námskeið sem lýk- ur með lokadansleik. Brons-, sílfur- og gull- merkjapróf fýrir þá sem vilja. Nýir barnadansar: yngst 3-5 ára. 4 mánaða námskeið og grímudansleikur í lokin. Lærðir danskcnnarar annast kennsluna ásamt danskennaranemum sér tíl aðstoði ar ATH: Nem< samlegast mdur, sem voru íý andurnýi skírteinin Tir j< stiíi 31, vtn- nudaó- ínn 6. jant lar i Skeífunni 11B kl. L3-18. Kennslustaðir: Skeifan 11B, Skeifan 17, KR- heimilið v/FrostaskjóI, Gerðuberg, Breiðholti, Garðalundur, Garðabæ. Veður Austan- og norðaustanátt á landinu, allhvasst eða hvasst víðast hvar en sums staðar stormur eða rok. Rigning eða slydda viða um land einkum um norðan og austanvert landið og hiti 0-4 stig. I nótt verður vindur norðlægari með snjókomu um allt norðanvert landið. éljum syðra og heldur kólnandi. Akureyri rigning 3 Egilsstaðir rigning 3 hjarðarnes rigning 3 Galtarviti rigning 2 Keflavíkurflugvöllur rigning 3 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 3 Raufarhöfn þokumóða 2 Reykjavik alskýjað 4 Vestmannaeyjar rigning 2 Bergen rigning 7 Helsinki heiðskírt -10 Kaupmannahöfn rigning 3 Osló slydda 2 Stokkhólmur skýjað 1 Amsterdam rigning 11 Barcelona heiðskírt 5 Berlín alskýjað 11 Feneyjar þokumóða : 2 Frankfurt rigning 4 Glasgow skúr 7 Hamborg rigning 4 London skýjað 13 LosAngeles léttskýjað 12 Lúxemborg rigning 3 Madrid þoka 2 Malaga heiðskírt 8 Mallorca þokumóða 1 Montreal skýjað -3 Nuuk alskýjað -5 Orlando þoka 18 Paris alskýjað 9 Róm heiðskírt 6 Valencia heiðskírt 2 Vin léttskýjað 0 Winnipeg heiðskírt -28 Gengið Gengisskráning nr. 248. - 28. des. 1990 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Doliar 55,720 55,880 54,320 Pund 105,701 106,004 107,611 Kan. dollar 47,966 48,104 46,613 Dönsk kr. • 9,4964 9,5236 9,5802 Norsk kr. 9,3490 9,3758 9,4069 Sænsk kr. 9,7712 9,7992 9,8033 Fi. mark 15,1846 15,2282 15,3295 Fra. franki 10,7823 10,8132 10,8798 Belg. franki 1,7740 1,7791 1,7778 Sviss. franki 42,9524 43,0757 43,0838 Holl. gyllini 32,4993 32,5926 32,5552 Vþ. mark 36,6700 36,7753 36,7151 it. líra 0,04860 0,04874 0,04893 Aust. sch. 5,2116 5,2266 5,2203 Port. escudo 0,4111 0,4122 0,4181 Spá. peseti 0,5734 0,5750 0,5785 Jap. yen 0,41031 0,41149 0,42141 irskt pund 97,468 97,748 98,029 SDR 78,6516 78,8774 78,6842 ECU 75,1663 75,3821 75,7791 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Gerum ekki margt í einu við stýrið.. Akstur krefst fullkominnar einbeitingar! UUMFERÐAR RAO ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA y^ERDAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.