Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Qupperneq 18
FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991. 18 Fréttir ~ r>v Þaö var mjög tilkomumikil sjón að lita yfir svæðið við rætur Heklu í gærkvöldi og nótt. Eldar loguðu beggja vegna fjallsins og á toppnum. Myndin er tekin laust fyrir klukkan tvö i nótt þegar gosið færðist i aukana. Sást þá greinilega þegar nýir eldar stigu upp úr fjallinu. DV-mynd GVA Heklugosið kom mönn- um algerlega á óvart gosið hófst laust eftir klukkan 17 í gærdag Það var klukkan 17.18 í gærdag að fimm ára stúlka, sem var gestkom- andi að bænum Selsundi við rætur Heklu, varð þess vör að gos var hafið í Heklu. Bærinn Selsund liggur um 14 km frá toppi Heklu við gamlan hráunjaðar vestsuðvestur frá eld- íjallinu. Opnast hafði löng sprunga sem lá frá Höskuldsbjalla í suðvestur allt til róta Heklufjalls 1 norðaustur. Spfungan, sem opnaðist, hefur sennilega verið um 5 km löng í upp- hafl. Því til viðbótar virðist sem að minnsta kosti tvær þversprungur hafl opnast sunnan áðurnefndrar sprungu, þvert á stefnu hennar. Þær eru í stefnu frá norðvestri til suð- austurs. Eldvirkni mest á tveimur stöðum Er líöa tók að miðnætti virðist sem eldvirkni hafi verið farin að ein- skorðast við tvo staði. Annars vegar syðri enda sprungunnar sem lá frá suðvestri til norðausturs viö tindinn Höskuldsbjalla. Hraunrennsli þaðan var mikið og þunnfljótandi í norð- vestur i átt að Næfurholtsfjöllum. Má ætla að eldsúlurnar þar hafi náð um eða yfir 50 metra hæð. Þar voru þrír til fjórir gígar sem gusu af nokkrum krafti. Hins vegar var krafturinn í gosinu meiri í norðausturhlíðum Heklu en þaðan lá hraunstraumurinn til suð- austurs. Þar var sprungan nær sam- felld en greina mátti að minnsta kosti fimm öfluga gíga hver við annan sem gusu hraunslettum í allt upp í 100 metra hæð. Hraunrennslis gætti víða annars staðar frá sprungunum og rann það ýmist í nórðvestur eða suð- austur. Sjáanlegar breytingar á gos- virkni í Heklu voru þó mjög örar, nýir eldar kviknuðu og aðrir rénuðu með stuttu millibili. Þegar horft var til Heklu frá Hvolsvelli sáust miklir eldar beggja vegna toppsins en efst við gíginn sást einnig eldur. Þunnfljótandi hraun Hraunið í þessu gosi virðist vera nokkuð þunnfljótandi og því senni- lega basískt. Það rann tiltölulega hratt, þrjá til flmm metra á mínútu. Gosið virðist vera dæmigert Heklu- gos en þau eru yfirleitt blandgos. Blandgos eru blanda af flæöigosum og sprengigosum. Hraun hefur flætt frá upphafl gossins og gjóska dreifst víða um land. Vindátt var á suðvest- an í upphafi goss og öskuna lagði því til norðausturs í upphafi. Gosösku varð vart víða á Norðurlandi, mikið í Þingeyjarsýslu og allt austur til Langaness. Suðaustanátt varð laust eftir miðnætti og dreifing hraun- gjósku breyttist í samræmi við það. ■ Gosið nú virðist af svipuðum styrk og Heklugosin 1980 og 1981 en þau stóðu tiltölulega stutt. Krafturinn í þessu gosi er ekkert í líkingu við gosið 1947. -ÍS Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur: Gosið svipað gosinu sem varð 1980 „Það dregur jafnt og þétt úr gos- óróa en það er ennþá hraun- rennsli," sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur um miðnætti í nótt. Ragnar sagði að svo virtist sem þetta gos væri svipað gosinu sem var 1980. Ekki er nákvæmlega vitað hve- nær gosefni fóru að koma upp úr . jörðinni en hröð gliðnun á sprungu hófst tuttugu mínútur fyrir flmm í gærdag. Þá komu fyrstu jarð- skjálftakippirnir. „í þessa gliðnun streymdu upp gosefni og gosórói myndaðist þegar þessi efni komu svona nálægt yfirborðinu. Sterkur gosórói og aukin skjálftavirkni urðu svo klukkan fimm. Það næsta sem við vitum með vissu er að tíu mínútur yfir flmm er gosstrókur- inn kominn í 11,5 kílómetra hæð þannig að þetta byrjaði ansi hratt,“ sagði Ragnar. Um miðnættið var mikil gliðnun í gangi en svo virtist sem nokkuð hægði á henni. Einnig var hraun- rennsh mikið en Ragnar sagði að líklega drægi smám saman úr því lika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.