Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 4
4. FÖSTUDAGUR 18í JANÚARU9&Í.I r Fréttir Aðstoöarlæknar segja upp störfum: Við getum fengið nóg að gera annars staðar - segir Kristján Oddsson, formaður Félags unglækna Aðstoöarlæknar, um 110 talsins, samþykktu einróma á félagsfundi nýlega að segja störfum sínum laus- um frá og nieð 1. febrúar. Uppsagnar- frestur er 2 mánuðir þannig að upp- sagnirnar tækju gildi 1. apríl. Kristj- án Oddsson, formaður Félags ung- lækna, segir að ástæða uppsagnanna sé að ríkið komi á engan hátt til móts við læknana í kjaradeilu þeirra. - Hvað getið þið gert ef þið hættið störfum? „Aðstoöarlæknar geta fengið nóg að gera. Svíar bjóða til dæmis á hverju ári útskriftarárgangnum stöður. Þeir senda meira að segja menn hingað til íslands til að reyna aö fá aðstoðarlækna til Svíþjóðar. Það er líka hægt að fara vestur um haf og út á landsbyggðina. Þannig að það yrðu engin vandræði að fá vinnu,“ segir Kristján. - Hvaða áhrif munu uppsagnir ykk- ar hafa ef til kemur? „Spítalarnir munu þá eingöngu geta sinnt bráðaþjónustu. Sérfræð- ingar geta náttúrlega sinnt bráða- þjónustu en það leggjast af allar að- gerðir, öll göngudeildarþjónusta, glasafijóvganir og hjartaaðgerðir. Starfsemin lamast að mestu leyti. En þess ber að geta að þetta er algert örþrifaráö hjá okkur,“ segir Kristján. Læknadeilan hefur verið hjá ríkis- sáttasemjara undanfarið og að sögn Kristjáns hefur ekkert gengið né rek- ið. „Þrátt fyrir ótal tilslakanir af okk- ar hálfu hefur nákvæmlega ekkert komið frá ríkinu. Við höfúm boðið upp á skipulagsbreytingar og hag- ræöingar á sjúkrahúsunum þannig að kostnaður við þessar aðgerðir yrði enginn. Ég get ekki séð að það sé brot á þjóðarsátt, sagði Kristján Oddsson." -ns Stjórnarandstæðingar afhenda Guðmundi J. framboðslista siiin í Dagsbrún. Mótframboðið í Dagsbrún: Klárir í slaginn og fá félagaskrá í dag - eru með flugeldasýningar, segir Guðmundur J. Mótframboðið til stjórnar Dags- brúnar skilaði framboðslista sínum ásamt lista með 120 meðmælendum inn á skrifstofu félagsins í gær. Framboðsfrestur rennur út í dag klukkan 17 og mun kjömefnd þá fara yfir framkomna framboðs- og með- mælendalista og gera grein fyrir fyr- irkomulagi kosninganna. Kosningarnar fara fram eftir viku og til tals hefur komið að láta kosn- ingarnar standa yflr í þrjá daga. Framboðsfundur verður haldinn á miðvikudaginn þar sem fulltrúar beggja framboðanna munu kynna sjónarmið sin. Að sögn Guðmundar J. Guðmunds- sonar, formanns Dagsbrúnar, mun kjörnefnd afhenda mótframboðinu kjörskrá félagsins á fundi sínum í dag ef það veröi úrskurðað löglegt og gilt. Hann segir enga ástæðu til að ætla annað en svo verði. Komi hins vegar í ljós að einhverjr með- mælendanna reynist ekki fullgildir verði umboðsmönnum framboðsins gefinn kostur á að skila inn nýjum nöfnum á meðmælendaskrána. „Það hafa veriö miklar flugelda- sýningar hjá þessu svokallaða mót- framboði. Eg hef hins vegar ekki vilj- að leggjast niður á það plan að fara að karpa um einhver formsatriði við þessa menn. í þeirra hópi eru miklir mannkynsfrelsarar sem hafa taliö sig geta túlkað lög félagsins að eigin geðþótta og hefur málflutningur þeirra dregið dám af því.“ -kaa Rögnvaldur Símonarson sem kærði til Jafnréttisráðs: Þetta er ekki jaf nrétti - og þetta getur heldur ekki verið konum í hag „Eg get ekki fallist a aö þetta sé jafnrétti og ég á erfitt með að sætta mig við niðurstöðu meirihluta Jafn- réttisráðs. Úrskurðurinn er heldur ekki konum í hag því ég tel það mik- ið jafnréttismál fyrir þær að feður taki meiri þátt í uppeldi bamanna. Eins er það að konur hafa lengi sagt að þær séu ekki ráðnar vegna þess að þær eru konur og atvinnu- rekendur beri það fyrir sig aö þurfa að borga þeim full laun í fæðingar- orlofi. Ef úrskurðurinn hefði veriö í hina áttina hefðu atvinnurekendur getað átt von á því að karlmenn gætu líka farið í fæðingarorlof á fullum launum og þá væru þeir ekkert að hugsa um hvort þeir réðu karlmann eða konu,“ segir Rögnvaldur Símon- arson iöjuþjálfi. Rögnvaldur kærði til Jafnréttis- ráðs vegna þess að þegar hann tók fæðingarorlof síðastliðið sumar, fékk hann ekki full laun heldur var bent á Tryggingastofnun ríkisins þar sem hann er opinber starfsmaður. Jafn- réttisráö klofnaði í afstööu sinni en meirihlutinn komst að þeirri niður- stööu að það bryti ekki í bága viö jafnréttislög að borga konum full laun í fæðingarorlofi en ekki karl- mönnum. Minnihlutinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að karl- menn ættu að njóta sömu kjara og konur hvað þetta varðar og að önnur kjör til handa karlmönnum bryti í bága viö lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Ég er þess vegna mjög ósáttur við niðurstöðuna -og finnst forsendur meirihlutans vera hæpnar,“ segir Rögnvaldur. „Ég á eftir að skoða það hvort ég fari með málið fyrir dóm- stóla og ætla aö hafa samband við feður sem ég veit að hafa beðið eftir þessum úrskuröi. Það væri kannski ástæða fyrir mig að fara með þeim í málið.“ Árni Gunnarsson, varaformaður Jafnréttisráös lagði fram bókun sem segir að þótt hann telji málið ekki vera brot á jafnréttislögum telji hann vafaatriði svo mörg að nauðsynlegt sé að fá úrskurö dómstóla í málinu. Rögnvaldur segir þessa bókun og það að ráðiö klofnaði í afstööu sinni, gefa tilefni til að fara með máliö lengra. -ns Uppsagnir aöstoðarlækna: Þaðertil nógaf sérfræðingum - segir Örn Smári Amaldsson „Ef til þessara uppsagna kemur og menn sjá fram á að aðstoðarlækn- arnir hverfl til útlanda verða menn aö byggja starfsemi spítalanna upp eingöngu á sérfræðingum. Eins og verið hefur undanfarin ár, þegar auglýst er eftir sérfræðingum, hafa margir verið um hverja stöðu. Það eru margir íslenskir læknar erlend- is,“ segir Örn Smári Arnaldsson, for- maður læknaráðs Borgarspítalans, um áhrif uppsagna aðstoðarlækna. „Það gæti orðið tímabundið slæmt ástand, kannski í einhverja mánuði, þannig að það væri lægð hvað mann- skap varðar. Menn verða þá að af- greiða það eins og hægt er. Það eru það margir sérfræðingar hérna að þeir klára alveg alla bráðaþjónustu, en þeir sem bíða eftir aðgerðum geta þurft að bíða eitthvað lengur. En síð- an þegar aftur fer að fyllast í sköröin fer ástandið aftur að batna. Hins veg- ar er það ekkert sjálfgefið að læknar vilji koma til starfa þar sem þeir vita að deila hefur veriö. Læknar í störf- um erlendis veigra sér þá kannski við því að koma. Þá gæti vandinn orðið langvarandi." -ns Sérfræðingar á Borgarspítala: Ætla að standa vaktir áf ram Sérfræðingar á Borgarspítalanum ætla að standa vaktir aðstoöarlækna áfram eins og þeir hafa gert undan- farið. Talað haföi veriö um að þeir myndu hætta að standa þessar vaktir í gærkvöldi en svo mun ekki hafa orðið. Fundur verður í dag hjá Sérfræð- ingafélagi íslands þar sem staðan í kjaradeilu aðstoðarlækna verður væntanlega rædd. -ns Eftirlit með fíkniefnainnflytjendum hert: Tekinn með 90 grömm amfetamíns innvortis - fimmtatilfelliðáskömmumtlma 23 ára Reykvíkingur var hand- tekinn á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag þegar í ljós kom við rönt- genmyndatöku að hann heföi fíkni- efni innvortis. Það voru tollverðir sem komu upp um innflutninginn. Við rannsókn kom í ljós að maður- inn hafði gleypt umbúðir með 90 grömmum af örvunarefninu am- fetamíni. Að sögn Reynis Kjartans- sonar, hjá flknefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík, hefði maðurinn verið í mikilli hættu ef umbúðirnar heföu sprungið inni í honum. Við yfirheyrslur sagðist maður- inn hafa keypt efnið í Hollandi. Hann kom hins vegar með flugvél til íslands frá Lúxemborg. Maður- inn hefur ekki komið áður við sögu fíkniefnadeildarinnar Reynir sagði í samtali við DV að þetta væri fimmta tilfellið á skömmum tíma sem fíkniefni finnast innvortis í fólki þegar það kemur með flugvél í gegnum Kefla- víkurflugvöll. Ástæðuna fyrir því að umræddur maður var settur í röntgenmyndatöku, þrátt fyrir að hann hefði ekki tengst fíkniefnum áöur, sagði Reynir aö „þar hefði tilfinning" ráðið ferðinni. „Það bendir allt til að töluvert sé um þetta. Eftirlit verður þvi hert einmitt með svona innflutningi í framtíðinni," sagði Reynir Kjart- ansson. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.