Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991.
29
ér framhjá Þorkeli Þorkelssyni, leikmanni
DV-mynd GS
vmeð
■■
ustig
Snæfell vann ÍR, 88-93
um og liðiö tryggði sér sætan sigur.
Staða ÍR er orðin ansi slæm og fátt sem
getur komið í veg fyrír að Iiðiö falli í 1.
deild.
Eins og áður er lýst var Franc Booker
allt í öllu í liöi ÍR og manni fannst oft
eins og samherjar hans væru hreinlega
fyrir honum. Björn Steffensen lék nú
með ÍR að nýju en hann fann sig ekki i
leiknum og skoraði ekki stig. Annars
veikir það liðið mikið aö Jóhannes
Sveinsson er enn frá vegna meiðsla.
{ liði Snæfells átti Tim Harvey mjög
góðan leik, skoraði 29 stig og Mrti ó-
grynni af fráköstum. Bárður Eyþórsson
er geysilega skemmtilegur leikmaður og
útsjónarsamur og lék mjög vel og þeir
Hreinn Þorkelsson og Sæþór Þorgbergs-
son stóðu fyrir sínu,
Stig ÍR: Franc Booker 60, Bjöm Leós-
son 9, Karl Guðlaugsson 7, Björn Bolla-
son 4, Brynjar Sigurösson 2, Ragnar
Torfason 2, Gunnar Þorsteinsson 2 og
Hilmar Gunnarsson 2.
Stig Snæfells: Tim Harvey 29, Bárður
Eyþórsson 22, Sæþór Þorgbergsson 15,
Hreiim Þorkelsson 14, Brynjar Harðar-
son 10 og Þorkell Þorkelsson 2.
• Leikinn dæmdu Guðmundur Stefán
Maríasson og Helgi Bragason. Þeir höfðu
ágæt tök á leiknum en Helgi var þó mis-
tækur.
-GH
íþróttir
Frábær leikur
Keflvíkinga
þegar liðið vann Tindastól, 114—76, í toppslag úrvalsdeildarinnar
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Þetta var mjög góður leikur hjá
okkur. Vörnin var sterk, sérstaklega
í síðari hálfleik. Þá unnum við allir
mjög vel saman og náðum að hirða
mörg fráköst og vonandi- náum við
að fylgja þessu áfram,“ sagði Tom
Lytle, leikmaður Keflvíkinga, sem
átti sinn albesta leik Mngað til, í sam-
tali við DV eftir að Keflavík hafði
unnið stórsigur á Mnu geysisterka
liði Tindastóls í Keflavík í gær,
114-76.
Keílvíkingar áttu sinn besta leik í
vetur og voru hreint óstöðvandi og
þaö er sama hvaða lið hefði lent í
klóm þeirra, það hefði beðiö ósigur.
Leikurinn var mjög-jafn í upphafi og
eftir 5 mínútur var staðan 10-10. Þá
kom góður kafli Keflvíkinga þegar
liðið skoraði 13 stig gegn 2. Sauð-
krækingar náðu að minnka muninn
í 7 stig, 46-39, þegar tvær mínútur
voru til leikMés en þá skiptu Keflvík-
ingar um gír og juku mununn og
höfðu 13 stiga forskot í leikhléi, 60-47.
Eftir 6 mínútna leik í síðari hálíleik
var staðan 72-58 og næstu 5 mínút-
urnar var nánast eitt lið á vellinum.
Keflavík skoraði 17 stig í röð og
breytti stöðunni, 89-58. Eftir það var
aðeins spurning um hversu stór sig-
ur heimamanna yrði og lið Tinda-
stóls varð að játa sig sigrað.
Keflavíkurliðið átti toppleik í gær-
kvöldi. Liðið spilaði mjög hraðan leik
sem Tindastóll réð ekki við og með,
leik sem þessum verður erfitt að
stöðva liðið. Tom Lytle var hreint
frábær í leiknum og fer greinilega
vaxandi. FaMr Harðarson átti líka
mjög góðan leik, gífurlega íljótur og
skemmtilegur leikmaður, greinilega
hans besta keppnistímabil með lið-
inu. Þá léku þeir Jón Kr. Gíslason,
Sigurður Ingimundarson og Albert
Óskarsson vel. Varamenn liðsins
fengu að spreyta sig mikið og skiluðu
hlutverki sínu vel.
Tindastóls-liðið náði sér aldrei á
strik í leiknum, enda erfitt að leika
gegn.liði í slíkum ham. Besti maður
liðsins var Ivan Jonas og Pétur Guð-
mundsson var ágætur í fyrri hálfleik.
„Svona leikur kemur ekki aftur
fyrir hjá okkur. Keflvíkingar áttu
toppleik og það eru dýr mistökin
gegn jafnsterku liði og Keflavík. En
þeir áttu svo sannarlega sigurinn
fyllilega skilinn," sagði Pétur Guð-
mundsson, leikmaður Tindastóls,
eftir leikinn.
Stig ÍBK: Falur Harðarson 28, Tom
Lytle 21, Sigurður Ingimundarson 20,
Jón Kr. Gíslason 18, Albert Óskars-
son 13, Hjörtur Harðarson 4, Júlíus
Friðriksson 3, Skúli Skúlason 3, Egill
• Sigurður Ingimundarson átti góð-
an leik með Keflvíkingum i gær og
skoraði 20 stig.
Viðarsson 2 og Jón Ben Einarsson 2.
Stig Tindastóls: Ivan Jonas 31, Pét-
ur Guðmundsson 18, Valur Ingi-
mundarson 10, Haraldur Leifsson 6,
Karl Jónsson 5, Sverrir Sverrisson
2, Einar Einarsson 2 og Kristinn
Baldvinsson 2.
Dómarar voru Jón Otti Ólafsson
og Bergur Steingímsson og skiluðu
þeir Mutverki sínu mjög vel.
Handbolti:
Haukar
mætaFH
í Krikanum
- heil umferð í 1. deild
Heil umferð verður leikin í 1. deild
karla á íslandsmótinu í handknátt-
leik um helgina. í kvöld leika á Akur-
eyri KA og Stjarnan og á laugardag-
inn eru fimm leikir, Fram - Víking-
ur, Selfoss - KR, Grótta - ÍR, Valur -
ÍBV og stórleikur umferðarinnar er
viðureign Hauka og FH í Kaplakrika.
Það er ávallt allt lagt undir þegar
Hafnarfjarðarliðin mætast. FH vann
í fyrri umferðinni en Haukar hyggja
á hefndir og má búast við hörkuleik.
Allir leikirmr heijast kl. 16.30.
-GH
o q X Körfubolti
Úrvalsdeild
A-rlðill:
Njarðvík.....15 11 4 1387-1117 22
KR...........16 10 6 1332-1273 20
Haukar.......16 9 7 1340-1335 18
Snæfell......16 4 12 1219-1428 8
ÍR...........16 1 15 1251-1520 2
B-riðill:
Tindastóll... 15 12 3 1447-1350 24
Keflavík....15 11 4 1440-1315 22
Grindavík... 16 11 5 1386-1314 22
Valur.......16 5 11 1315-1374 10
Þór..........15 4 11 1385-1407 8
• í 1. deild kvenna var einn leik-
ur. ÍR sigraði efsta lið deildarinn-
ar, lið ÍS, með 54 stigum gegn 44.
Leik Hauka og ÍBK var frestað til
laugardags.
-GH
Liðsauki til Hauka
- tíu stúlkur úr FH ganga í Hauka
Haukar í Hafnarfirði hafa ákveð-
ið að endurreisa meistaraflokk
kvenna í knattspyrnu með pompí
og prakt og hefur þeim borist mik-
ill og fríður hópur frá FH, alls 10
leikmenn, en meistaraflokkur hjá
FH var ekki starfandi í fyrra og
reyndar dró liðið sig til baka úr
keppm í 1. deild á síðasta keppms-
tímabili. Auk þeirra hafa bæst í
hópinn tvær stúlkur frá Súlunrn,
Stöðvarfirði, og Leikni, Fáskrúðs-
firði.
Eftirtaldar stúlkur komu úr FH:
Gunnhildur Sigurðardóttir, Petra
Hlín Ástvaldsdóttir, Sigrún Skarp-
héðinsdóttir, Særún Ægisdóttir,
Hilda Ólafsdóttir, Bergþóra Laxdal,
Ingibjörg Gunnarsdóttir, Freyja
Jóhannsdóttir, Hrönn Guðmunds-
dóttir og Lilja Karlsdóttir. í þennan
hóp bætast Rósa Guðný Steins-
dóttir úr Súlunni og Elsa Sigrún
Elísdóttir úr Leikni F.
Þá hafa Haukar fengið tvo leik-
menn í meistaraflokki karla. Þeir
Haraldur Haraldsson, áður með
Hetti og Víkingi, og Ægir Sigur-
geirsson, áður með FH. Báðir hafa
gengið frá félagaskiptum til Hauka
sem komu upp úr 3. deild og leika
í þeirri 2. í sumar.
Af framantöldu má sjá að Hauk-
arrnr ætla að taka sig á og þá ekki
hvað síst varðandi kvennaknatt-
spyrnuna.
-GH/Hson
• Fylkir varð Reykjavíkurmeistari í innanhússknattspyrnu í karlaflokki á
dögunum með því að sigra KR i úrslitaleik, 5-4. Hér er sigurlið Árbæinga.
Aftari röð frá vinstri: Jóhannes Óli Garðarsson formaður, Einar Sverrisson
formaður knattspyrnudeildar, Marteinn Geirsson þjálfari, Kristinn Tómas-
son, Indriði Einarsson, Gunnar Þór Pétursson, Kristinn Guðmundsson, Þor-
steinn Magnússon, Einar Ásgeirsson, formaður meistaraflokksráðs. Fremri
röð: Pétur Þ. Óskarsson, Örn Valdimarsson, Gústaf Vífilsson, Þórhallur Dan
Jóhannsson, Finnur Kolbeinsson, Anton K. Jakobsson fyrirliði, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson liðsstjóri.
Sport-
stúfar
Boston Celtics mátti
sætta sig viðóvænt tap
á heimavelli gegn
Golden State Warriors
í bandarísku NBA-deiIdinni í
körfuknattleik í fyrrinótt. Fyrir
leikinn haföi Boston tapað fæst-
um leikjum allra Mða í deildinm.
Örslit urðu annars þessi:
Boston - Golden State..105-110
Cleveland - Miami .............108-94
NYKnicks-Minnesota..... 89-93
Orlando - Chicago......88-99
SA Spurs - Dallas......100-94
Milwaukee - Indiana ..........126-119
Denver- Charlotte.......111-104
LA Clippers - Washington. 99-101
Stórsigur hjá
Keflavíkurstúlkum
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum:
Keflavík vann yfir-
burðasigur á Grinda-
vík, 29-12, í 2. deild
kvenna i handknatt-
leik í Keflavík í fyrrakvöld. Stað-
an í 2, deild er nú þannig:
KR.........13 11 1 1 306-223 23
Keflavík.... 11 9 1 1 237-168 19
Ármann.... 12 5 1 6 213-199 11
Haukar....12 5 1 6 210-212 11
ÍR........12 3 2 7 206-232 8
Grindavík. 12 0 0 12 166-304 0
ítaiska deildin
malaði þá ensku
Úrvalslið ítölsku l.
deildarinnar í knatt-
spyrnu vann öruggan
sigur á úrvalshði
ensku 1. deildarinnar í Napólí i
fyrrakvöld, 3-0. Marco Van Bast-
en, Careea og Diego Simeone
skoruðu mörk ítala. Ellefú af 16
leikmönnum ítalska liðsins voru
útlendingar, en í 16 manna hópi
enskra voru Mns vegar 10 Eng-
lendingar.
Jafntefli á Spáni
Spánn og Portúgal gerðu jafn-
tefli, 1-1, i vhiáttulandsleik í
knattspyrnu sem fram fór í Cast-
ellon á Spáni í fyrrakvöld. Oce-
ano kom Portúgölum yfir en
Moya jafnaði fyrir Spánverja.
Selur Tottenham
Lineker og Gascoigne?
Á miðvikudag var tilkynnt að
enska knattspyrnufélagið Totten-
ham Hotspur heföi verið rekið
með 278 milljóna króna halla síð-
ustu tólf mánuðina. Einnig kom
fram að samið hefði verið við
bankastofnanir um Muta skuld-
anna en síðan þyrfti að fjármagna
Muta þeirra með þvi að selja eign-
ir. Það Meypti af stað vangavelt-
um um hvort Tottenham myndi
selja ensku landsliösmenmna
Paul Gascoigne og Gary Lrneker.
Síðasta sumar var Juventus á ít-
aliu tiihúið til að greiða yflr 700
milljónir króna fyrir Gascoígne
og tahð er að Lineker yrði seldur
á minnst 300 milljónir.
Forgjafarmót KR
íborðtennis
Hið árlega forgjafarmót KR í
borðtenms verður haldið á
sunnudaginn í Veggsporti, Selja-
vegi 2, og hefst klukkan 13. Þátt-
töku skal tilkynna í síöasta lagi í
dag í síma 26033. Fyrirkomulag
verður þannig að leikin verður
ein lota upp í 51 stig og forgjöf
þátttakenda er á bilinu 0-45 eftir
punktastöðu. Nú er tækifæri til
að vinna þá hestu því allir eiga
jafna möguleika á sigri með þessu
fyrirkomulagi. Vegleg verðlaun
verða veitt fyrir átta efstu sætin.