Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 22
30 FÖSTUDÁgUR 18. JANÚAR 19ðí. Fréttir Notalegt að vera nálægt gosi Eysteinn Tryggvason, sérfræöing- ur hjá Norrænu eldfjallastöðinni, var í hópnum sem fór meö flugvél Land- helgisgæslunnar í gærkveldi aö Heklu. Hann sá ekki úr lofti gosiö árið 1980 en gat sér til aö þetta gos væri svipað. „Þó hagar þetta gos sér dálítið ,öðruvísi, alla vega rennur hraun- straumurinn í aöra átt,“ sagði Ey- steinn þegar hann var spuröur um fyrstu niöurstööur úr feröinni. í framhaldi af því var hann spuröur um líklegt tjón af völdum gossins. Hann taldi erfitt aö spá í þá stöðu núna. Gosið gæti staðiö í nokkra daga, líkt og 1980, eöa lengur, eins og 1970 eöa 1947. Venja Heklu væri þó sú aö gos væru kröftugust í upp- hafi og því ekki líkur á að þaö yröi meira. „Ef gosið heldur áfram mjög lengi mun þessi hraunstraumur valda ein- hverju tjóni en nú er talsvert langt í það. Eins og er rennur hraunið.yfir eldra hraun en haldi gosiö lengi »áfram getur hraunstraumur fariö niður á láglendi, norðan viö Næfur- holt, væntanlega á svipuöum stað og - segir Eysteinn Tryggvason hjá Norrænu eldfjallastöðinni hraunið náði hjá gamla Næfurholti áriö 1845.“ Þegar Eysteinn var spuröur um tegund og efni í gosinu svaraði hann því til aö ekki væri hægt að segja til um efnasamsetninguna því að sýni þyrfti að taka til efnagreiningar og fleiri rannsóknir þyrfti aö gera í því sambandi. „í svona yfirflugi getur maöur ekki staöfest neitt um gerö hraunsins. En Hekluhraun eru yfir- leitt þykk apalhraun. Hekla hefur svolítið sérstaka efnasamsetningu. Úr henni rennur ekki venjulegt bas- alt heldur millistig á milli basalts og súrs bergs, andesít, eins og þaö er kallað,“ sagði Eysteinn en bætti viö að nú væri hér aðeins um getgátur aö ræöa. „Rannsóknir byrja í framhaldi af fyrsta gosdegi og vísindamenn taka til viö að rannsaka gosið áfram. Hraun eru kortlögð, hvar þau leita fram, hversu þykkt hraunið er og hve mikið bætist við á hverjum degi.“ Gosum fylgja eitraðar gufur. Hvað með slíkt nú? „Heklugos eru fræg fyrir það að í þeim er mikil flúoreitrun. Það er sjálfsagt eitrun núna en frekar mein- laus á þessu stigi máls. Annars vegar vegna snjóalaga og hins vegar vegna þess að engar skepnur eru á beit. Eitrun er langverst á vorin þegar gróður er í sem örustum vexti. Þetta er því æskilegur árstími fyrir gos og næstum því engin hætta á að tjón hljótist af.“ Nú er stutt á milli gosa þessa síðustu áratugi. Kunnið þið einhverja skýr- ingu á því? „Ekki aðra en þá að þegar langt er á milli gosa standa þau lengur og eru meiri. Þegar stutt er á milli gosa standa þau stutt. Það er þekkt með mörg eldfjöll að þau gjósa miklum gosum eftir löng hlé.“ Hvernig finnst þér að horfa á gos? „Mér finnst það fallegt og ég hef gaman af þvi að horfa á gos. Það er ekkert varið í að lifa ef aldrei gerist neitt. Þetta er eitt af því sem gefur lífinu gildi að upp koma óvæntar uppákomur. Sumir eru hræddir við gos en mér finnst yfirleitt notalegt að vera í nálægð við þau.“ -JJ Eysteinn Tryggvason, sérfræðingur hjá Norrænu eldfjallastööinni, og Páll Halldorsson. flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, við komuna til Reykjavíkur i gærkvöldi. DV-mynd S Hraunstraumurinn úr Heklu, séður ur lofti, er Ijósmyndari DV flaug yfir i gærkvöidi. DV-mynd Brynjar Gauti Jarðfræðingar Veðurstofunnar óvænt staddir hjá Heklu: Við vorum bara í eftirlits- ferð þegar gosið byrjaði - sagði Kristj án Ágústsson j arðeðlisfræðingur Hópur fræðinga frá Veðurstofunni fór í gær inn til Heklu í þeim tilgangi að athuga jarðskjálftamæli sem ný- lega var settur þar upp. Þeir voru hins vegar ekki fyrr komnir inn í Haukadal, rétt fyrir neðan Næfur- holt, en Hekla tók að gjósa. „Þetta var náttúrlega svolitið spennandi en maður var dálítið hræddur líka. Við vissum ekki alveg hvað þetta væri, hvert hraunið og askan færu. Við vorum að vísu búnir að heyra að það væri einhver skjálftavirkni við Heklu en við vor- um staddir þarna alveg óvart,“ sagði KristjánÁgústssonjarðeðlisfræðing- ur í gærkvöldi. Kristján sagöi um miðnætti að ekki væri hægt að segja hvort gosið væri að minnka en mökkurinn væri minni en fyrr um kvöldið. Kristján sagðist giska á að hraunrennslið væri um 2 kílómetrar að lengd. -ns Mikil f lugumferð vegna Heklugossins Mikið var um að fólk tæki sér flug- vélar á leigu í gærkvöldi til að freista þess að fljúga yfir Heklu og sjá gosið. »Það voru hins vegar mikil él og élja- bakkar og lítið sást yfir svæðið. Þegar DV flaug austur úr sást ekki mikið til eldgossins en hins vegar sást greinilega að eldurinn var mik- ill svo og reykur. Flugvélar flugu allt um kring og um tima var nánast eins og verið væri að rúnta um mið- bæinn. Einstaka sinnum birti til og sáust þá gífurlegir eldar að sögn sjón- arvotta. -ns Áhrif amikið en ekki skemmtilegt - sagöi Guörún Larsen hjá Raunvísindastofnun Klukkan um hálfellefu í gærkvöldi lenti flugvél Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli með þá jarðvís- indamenn sem flugu austur að Heklu. Guðrún Larsen hjá Raun- vísindastofnun var einn þeirra vís- indamanna sem könnuðu ástandið. „Skyggni var mjög slæmt og það gekk á með éljum. Við sáum þrjár gossprungur. Ein þeirra ec suðvest- anvert í fjallinu og frá henni rennur nokkuð langur hraunstraumur til norðvesturs með stefnu líklega að Glerhaus. Melfell heitir líka annað kennileiti þarna," sagði Guðrún. „Norðaustan og austan til í fjallinu voru svo tvær sprungur. Mér virtist mest hraunframleiðsla vera í sprungunni sem er norðaustast. Sú sprunga er ekki víðs fjarri þeim stað sem gaus í 1980. Sprungan að suð- vestan er líka nálægt stað sem í gaus 1980. Síðan var miðhluti fjallsins eig- inlega hulinn skýjum og þar virtist enn vera þeytigos í gangi ájjeim tíma sem við stöldruöum við. I þeytigosi myndast gjóska eða eldfjallaaska sem fellur þá fyrir norðan eins og vindar núna. í hinum sprungunum eru flæðigos með kvikustrókum og frá þeim rann hraun. Ekki gátum við metið hæðina á strókunum. Einn hraunstraumur liggur frá suövest- ustu gosstöövunum sem rennur í vestnorðvestur. Hraunin frá hinum stöðvunum eru fyrir austan fjallið." Guðrún sá ekki gosið 1980 úr lofti en taldi þetta gos þó svipað miðað við kort. Um framhaldið sagði Guð- rún að erfitt væri að spá en benti á að 1980 stóð gosið mjög stutt. „Þetta Guðrún Larsen við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi. DV-mynd S gæti þess vegna staðið í nokkra daga frekar en vikur. Gosin 1980-og 1981 hafa yfirleitt verið talin eitt og hið sama. Þetta eru stutt goshlé, það er rétt en það má minna á að á 13. öld uröu gos 1206 og 1222. En utan þess- ara tima hefur liðið lengra á rnilli." Hvernig finnst þér að upplifa svona 'atburö? „Áhrifamikið en ekki skemmti- legt,“ sagði Guðrún Larsen hjá Raun- vísindastofnun er hún kom af gos- stað. -JJ Umferð við Heklu: Tveir bílar ultu og margir höf nuðu utan vegar Mikill fjöldi bifreiða var á vegun- um í nágrenni við Heklu seint í gær- kvöldi. Mikill snjór er á vegunum og færi vont. Framan af kvöldi reyndi lögreglan að hindra illa búna bíla í að fara inn á sveitavegina en seinna lokaði hún nánast alfarið veginum upp Landsveit og vegurr) við Galta- læk, Búrfell og Gunnarsholt i átt að Heklu. Aö sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var lítið um óhöpp þrátt fyrir mikla umferð og lélegt færi. Þó valt bíll á Suðurlandsvegi og annar á Landvegi en ekki urðu nein meiðsli á mönnum. Allmargir bílar höfnuðu utan vegar í hálkunni og lentu margir í erfiðleik- um við að koma þeim aftur upp á veg. Þrír lögreglubílar voru á ferð- inni í nágrenni við Heklu laust eftir miðnætti í nótt og aðstoðuðu aöra vegfarendureftirbestugetu. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.