Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Síða 34
42 r ,,, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991. Afmæli i Unnur Stefánsdóttir Unnur Stefánsdóttir verkefnis- stjóri, Kársnesbraut 99, Kópavogi, erfertugídag. Starfsferill Unnur fæddist í Vorsabæ í Gaul- verjabæjarhreppi og ólst þar upp. Að loknu bamaskólanámi nam hún í Héraðsskólanum á Laugarvatni, 1965-1968, Húsmæðraskóla Suður- lands 1969-1970, íþróttaháskólanum í Sönderborg í Danmörku sumarið 1971, Fóstruskóla íslands 1971-1974 og lauk síðan framhaldsnámi við Fóstruskóla íslands í uppeldisfræði og stjórnun 1983-1984. Hún hefur setið námskeið í félagsmálum og stjórnun, m.a. hjá Stjórnunarskól- anum. Með námi stundaði Unnur almenn bústörf á búi foreldra sinna og síð- an, eftir fóstrunámið, uppeldis- og stjórnunarstörf á leikskólanum Álftaborg 1974-1975, á eigin heimili 1975-79, hjá Félagsmálastofnun Kópavogs 1979-1982 og hjá Umferð- arráði sumrin 1983-1985. Hún starf- aði hjá dagheimilum Ríkisspítal- anna 1984-1988 og er nú verkefna- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu við framkvæmd manneldis- og neyslu- stefnu ogfleira. Unnur var í ungmennafélaginu Samhyggð og héraðssambandinu Skarphéðni frá tólf ára aldri. Þá keppti hún fyrir landslið FRÍ í 400 og 800 m hlaupi á árunum 1982- 1988. Hún starfaði í nemendafélagi Héraðs- og húsmæðraskólans á Laugarvatni, var formaður nem- endafélags Fóstruskóla íslands 1973-1974, ritari Fóstrufélags ís- lands 1974-1976, meðstjórnandií Árnesingafélaginu í Reykjavík 1979-1985, formaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, 1982-1985, varaformaður og síðan formaður Landssambands fram- sóknarkvenna frá 1983, á sæti í mið- stjórn, landsstjóm og framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins frá 1985, er fyrsti varaþingmaður Fram- sóknarflokksins á Suðurlandi frá 1987 og hefur verið fulltrúi Fram- sóknarflokksins í nefndum sem semjafrumvörp um jafnréttismál, æskulýðsmál, ferðamál og umhverf- ismál. Unnur var formaður íþrótta- ráðs Kópavogs 1984-1986 og hefur verið í varaframkvæmdastjórn ÍSÍ frá hausti 1990 og er formaður nefndar er vinnur að umbótum í kvennaíþróttum fyrir ÍSÍ. Fjölskylda Unnur giftist 21. september 1972 Hákoni Sigurgrímssyni, f. 15. ágúst 1937, framkvæmdastjóra Stéttar- sambands bænda. Foreldrar Hákon- ar eru Sígurgrímur Jónsson, b. í Holti í Stokkseyrarhreppi, og kona hans, Unnur Jónsdóttir. Synir Unn- ar og Hákonar eru Finnur, f. 21. júlí 1975, og Grímur, f. 8. mars 1977. Systkini Unnar eru: Helgi, f. 26. apríl 1945, b. og vörubílstjóri á Vorsabæ II, kvæntur Ólafíu Ingólfsdóttur; Ragnheiður, f. 1. júlí 1946, íþrótta- kennari á Akureyri, gift Tómasi Búa Böðvarssyni slökkviliðsstjóra; Kristín, f. 18. september 1948, handa- vinnukennari á Hurðarbaki í Vill- ingaholtshreppi, gift Ólafi Einars- syni b.; Sveinbjörg, f. 17. ágúst 1956, tækniteiknari í Borgarnesi, gift Hans Lind Egilssyni mjólkureftir- litsmanni. Foreldrar Unnar eru Stefán Jasonarson, f. 19. september 1912, b. í Vorsabæ, og kona hans, Guð- finna Guðmundsdóttir, f. 3. sept- ember 1912. Stefán er sonur Jason- ar, b. á Arnarhóli í Flóa, Eiríkssonar og konu hans, Helgu ívarsdóttur, b. í Vorsabæjarhjáleigu, Guðmunds- sonar, b. í Vorsabæjarhjáleigu, Gestssonar, b. í Vorsabæ, Guðna- sonar, langafa Oddnýjar, langömmu Vals Arnþórssonar bankastjóra. Dóttir Oddnýjar var Soffia, amma Magnúsar Thoroddsen. Þá var Gest- ur langafi Kristínar, langömmu Kristjáns, föður Magnúsar, dósents í sálfræði við HÍ. Bróðir Gests var Guðmundur, langafi Jóns, föður Guðmundar, píanókennara í Kópa- vogi. Móðir Guðmundar Gestssonar var Sigríður Sigurðardóttir, systir Bjarna Sívertsens riddara. Guðfinna var dóttir Guðmundar, b. í Túni í Hraungerðishreppi, , Bjarnasonar, b. í Túni, Eiríkssonar. Móðir Bjarna var Hólmfríður Gests- dóttir, systir Guðmundar í Vorsa- bæjarhjáleigu. Móðir Guðfmnu var Ragnheiður, amma Svavars Sigmundssonar ís- lenskufræðings, Jónsdóttir, b. á Skeggjastöðum í Flóa, Guömunds- sonar, b. á Skeggjastöðum, bróður Björns, langafa Agústs Þorvalds- sonar, alþingismanns á Brúnastöð- um. Guðmundur var sonur Þor- valds, b. í Auðsholti, Bjömssonar, bróður Knúts, langafa Hannesar þjóðskjalavarðar, Þorsteins hag- stofustjóra og Jóhönnu, ömmu Æv- Unnur Stefánsdóttir. ars Kvarans og Gísla Alfreðssonar þjóðleikhússtjóra. Annar bróðir Þorvalds var Jón í Galtafelli, faðir Höllu, langömmu handknattleiks- mannanna Geirs, Arnar og Silvíu Hallsteinsbarna í Hafnarfirði. Móðir Ragnheiðar var Guðrún Bjarnhéðinsdóttir, b. í Þjóðólfshaga í Holtum, Einarssonar og konu hans, Guðrúnar Helgadóttur, b. á Markaskarði, Þórðarsonar, bróður Tómasar, langafa Tómasar, föður Þórðar, safnvarðar að Skógum. Móðir Guðrúnar var Ragnheiður Árnadóttir, b. í Garðsauka, Egils- sonar, prests í Útskálum, Eldjárns- sonar, bróður Hallgríms, langafa Jónasar Hallgrímssonar skálds og Þórarins, langafa Kristjáns Eld- járns. Til hamingiu með afmælið 18. janúar 75 ára 50ára Jón Einarsson, Neðridal, Biskupstungnahreppi. Sigurður Kristinsson, Skólavegi 26, Fáskrúösfirði. Sigurður Tryggvason, Kópavogsbraut 86, Kópavogi. Sólveig Kristjánsdóttir, Fjólugötu 13, Reykjavík. Jóhann Stefánsson, Sunnubraut 7, 'Höfn í Homafirði. Guðný Kristjánsdóttir, Vitastig 10, Hafnarfirði. 40ára 60 ára Hrafnkell Guðmundsson, Austurgerði2, Kópavogi. l>órður Harðarson, Þórunnarstræti 103, Akureyri. SigurbjörgJóhannesdóttir, Grundargarði 1, Húsavík. Marlies E. Ámason, Sörlaskjóli 19, Reykjavík. Steinþór Kristjánsson, Fossheiði3, Selfossi. Sigurveig Gunnarsdóttir Ásmundur Uni Guðmundsson Ásmundur Uni Guðmundsson, Suðurgötu 124, Akranesi, er varð sextugur þriðjudaginn 15.1. sl. held- ur upp á afmælið í húsi slysavarna- deildarinnar við Sunnubraut, laug- ardaginn 19.1. klukkan 14-17.00. Allir þurfa að nota ENDURSKINSMERKI! UMFERÐAR RÁÐ Sigurveig Gunnarsdóttir kaffi- stofueigandi, Vesturvangi 9, Hafn- arfirði, er fímmtug í dag. Sigurveig er fædd á Árnarnesi í Kelduhverfi í N-Þingeyjarsýslu og ólst upp á Arnarnesi til sextán ára aldurs. Sarfsferill Sigurveig útskrifaðist fram- reiðslumaður úr Hótel- og veitinga- skóla íslands vorið 1967. Hún vann í þjónustu á Hótel Loftleiðum, Hótel Sögu, Leikhúskjallaranum og víðar. Sigurveig var veitingastjóri á Hótel Loftleiðum í átta mánuði 1978'og á Hótel Esju 1978-1981. Hún var hótel- stýra á Hótel Eddu í Flókalundi sumrin 1981-1987 og hefur rekið Kaffistofuna Lóuhreiður, Laugavegi 59, ásamt manni sínum frá haustinu 1985. Sigurveig annast daglegan rekstur kaffistofunnar. Fjölskylda Sigurveig giftist 25. septemebr 1965 Birgi Jónssyni, f. 4. október 1940, verktjóra hjá íslenska álfélag- inu. Foreldrar Birgis eru: Jón Katr- ínusson, d. 1987, sjómaðúr, og Lilja Sigurðardóttir, hún býr í Hafn- arfirði hjá syni sínum, Reyni Frið- finnsyni. Börn Sigurveigar af fyrra hjónabandi eru: Sigurveig, f. 17. maí 1958, gift Hrafni Heimissyni, stýri- manni í Hafnarfirði, og eiga þau þrjú börn og Hjörtur Leonard, f. 17. janúar 1960, sölumaður hjá Heklu hf., sambýliskona hans er Sunna Sveinsdótir og eiga þau eitt barn. Börn Sigu'rveigar og Birgis eru: Oddrún Lilja, f. 1. mars 1966, iðju- þjálfanemi í Árhúsum, sambýhs- maður hennar er: Birkir Einarsson, tæknifræðinemi og Gunnar Arn- grímur, f. 23. apríl 1974, messi á varðskipinuTý. Bræður Sigurveigar eru: Sigurð- ur, f. 24. maí 1931, sjómaður á Húsa- vík, kvæntur Þorbjörgu Theódórs- dóttur; Jóhann, f. 29. júní 1932, b. á Víkingavatni, kvæntur Auði Lárus- dóttur; Björn, f. 5. apríl 1934, for- stöðumaður tölvudeildar Seðla- bankans, kvæntur Jóhönnu Skapta- dóttur bókasafnsfræðingi; Gunnar, f. 18. maí 1935, bílstjóri á Kópaskeri, og Jón, f. 13, febrúar 1943, bílstjóri á Húsavík, kvæntur Þórunni Jóns- dóttur. Ætt Foreldrar Sigurveigar eru: Gunn- ar Jóhannesson, f. 13. júní 1896 d. 23. nóvember 1978 b. í Árnanesi og kona hans, Sigurveig Björnsdóttir, f. 8. júní 1908, d. 10. desember 1946. Gunnar var Jóhanns, b. í Árnanesi, Jóhannssonar, b. á Geirbjarnar- stöðum, Bjarnasonar. Móðir Gunn- ars var Sigurveig Árnadóttir, b. á Bakka, Bjömssonar. Móðir Árna var Arnþrúður Jónsdóttur, b. í Möðrudal, Sigurðssonar, afa Metú- salems sterka, langafa Ragnars Halldórssonar, hjá ÍSAL. Móðir Sig- urveigar var Rannveig Gunnars- dóttir, b. á Skógum, Sigurðssonar. Móðir Gunnars var Rannveig Skíða-Gunnarsdóttir, b. á Ærlæk, Þorsteinssonar, og konu hans, Vil- borgar Þorvarðardóttur, systir Jóns, langafa Hjartar, langafa Ólafs Ragnars Grímssonar, og ættföður Reykjalínsættarinnar. Móðursystkini Sigurveigar á lífi eru Ámi tónskáld og Björg, organ- isti í Lóni. Sigurveig var dóttir Björns, b. í Lóni, Guðmundssonar, b. í Lóni, bróöur Árna í Lóni, sem var giftur Önnu, systur Bjargar, konu Guðmundar. Þeirra sonur vár Árni píanóleikari, faðir Kristjáns menntaskólakennara og rithöfund- ar, og afi Magneu Matthíasdóttur rithöfundar. Guðmundur var sonur Kristjáns, b. á Víkingavatni. Systir Kristjáns var Kristjana, móðir Sveins Víkings rithöfundar. Bróðir Kristjáns var Óli, faðir Árna Óla rithöfundar og afi Geirs Kristjáns- sonar rithöfundar. Kristján var son- ur Árna, umboðsmanns á Árnanesi, Þórðarsonar, b. á Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar, ættfóður Kjarnaættar- innar. Meðal barna Þórðar vora Páll, afi Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga, Björg, langamma Rögnvaldar Sigurjónssonar píanó- leikara, Þórdís, langamma Sæ- mundar, fóður Þorsteins stjörnu- fræðings, Þorbjörg, langamma Vil- hjálms Hjálmarssonar, fyrrv. menntamálaráðherra, Kristbjörg, langamma Ragnars Halldórssonar, stj órnarformanns ÍSAL, oglngi- björg, langamma Ingibjargar, móð- ur Siguijóns Péturssonar borgar- ráðsmanns. Móðir Kristjáns var Jóhanna, Skíða-Gunnarsdóttir syst- ir Rannveigar og Gunnars, langafa Gunnars Gunnarssonar skálds. Móðir Guðmundar í Lóni var Sig- Sigurveig Gunnarsdóttir. urveig Guðmundsdóttir, b. í Ær- lækjarseli, Árnasonar. Móðir Sigur- veigar var Ólöf, systir Bjargar, ömmu Jóns Sveinssonar, Nonna. Önnur systir Ólafar var Guðný, móðir Kristjáns Fjallaskálds. Ölöf var dóttir Sveins, b. á Hallbjarnar- stöðum, Guðmundssonar. Móðir Björns var Björg, systir Petrínu, ömmu Kristjáns Eldjárn forseta. Önnur sysfir Bjargar var Oddný, langamma Jóns Sen, fv. konsert- meistara Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, og Signýjar Sen, móður Er- lends Jónssonar heimspekilektors. Petrína var dóttir Hjörleifs, prests á Skinnastað, Guttormssonar og konu hans, Guðlaugar Björnsdóttur, syst- ir Önnu, langömmu Ragnars Hall- dórssonar, sjórnarformanns ÍSAL. Bróðir Guölaugar var Stefán, afi Stefaníu Guömundsdóttur leik- konu, móður Önnu Borg. Móðir Sigurveigar var Bjarnína, Ásmundsdóttir, b. á Auðbjargar- stöðum, Jónssonar. Móðir Ásmund- ar var Ása Jónsdóttir, b. í Ytri- Tungu á Tjörnesi, Semingssonar, bróður Marsibilar, móður Bólu- Hjálmars. Móðir Bjarnínu var Kristbjörg Arngrímsdóttir, systir Jóhanns á Geirbjamarstöðum. Kristbjörg var dóttir Arngríms, b. á Fellseli, Bjarnasonar, bróður Ein- ars, langafa Valtýs Péturssonar list- málara. Systir Arngríms var Margr- ét, móöir Tómasar Johnson, ráð- herra í Kanada. Önnur systir Arn- gríms var Kristín, móðir Magnúsar Kristjánssonar ráðherra. Sigurveig er að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.