Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 16
16 FÖSTUÐAGUft '18r JANÚAR 19910- Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Rltstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Burt með reglugerðina Það framtak Stöðvar tvö að ná samningum við CNN sjónvarpsstöðina er meiriháttar viðburður. íslendingar hafa getað fylgst með þróun stríðsins við Persaflóa í beinni útsendingu og upphfað þennan heimssögulega atburð stig af stigi. Sjónvarpsáhorfendur fá jöfnum höndum upplýsingar um atburðarásina og nýjustu tíð- indi frá Bagdad, Jersúsalem, Pentagon og Saudi-Arabíu. Frá fyrstu hendi og jafnóðum. Frásagnir fréttamann- anna þriggja á níundu hæð hótelsins í miðri höfuðborg írak eru einstakar. Skýringar sérfróðra manna eru á reiðum höndum, blaðamannafundir í Hvíta húsinu, við-. brögð hermanna, aðstandenda og stjórnmálamanna víða um heim. Allt er þetta lifandi á skjánum hjá þeim sem hafa aðgang að útsendingum Stöðvar tvö. Betri þjónustu er ekki hægt að hugsa sér. í þann mund sem heimurinn opnast þannig fyrir- augunum á íslendingum og þeir fá að fylgjast með sögu- legum styrjaldarátökum í íjarlægum löndum, kveður sér hljóðs svokölluð útvarpsréttarnefnd, sem veifar reglugerð framan í þjóðina og'kemst að þeirri niður- stöðu að þessar útsendingar séu ólöglegar. Niðurstaðan er með öðrum orðum sú að íslendingum sé óheimilt að taka íjarskiptatæknina í þjónustu sína og fylgjast með því sem er að gerast í útlöndum, nema þá upp á gamla móðinn. Ástæðan er einkum sú að móðurmálinu stafar hætta af beinum útsendingum! Það verður að texta heimsfréttirnar til að þær megi komast til skila! Hér er kannski ekki við útvarpsréttarnefndina að sakast. Henni er vorkunn. Hún þarf að vinna samkvæmt þeirri reglugerð, sem útvarps- og sjónvarpsrekstri er sett. En það breytir hins vegar ekki þeirri fjarstæðu sem í henni felst. Vitleysan er ekkert betri fyrir það þótt hún standi í reglugerð. Fáránleiki málsins kemur fram í því að íslendingar geta og hafa lengi getað hlustað á erlendar útvarpsstöðv- ar ótruflaðar. Hér á landi færist það í vöxt að einstakl- ingar og heilu íbúðasamstæðurnar fái sér útbúnað til að komast í samband við gervihnetti sem senda frá sér dagskrár á erlendum tungumálum. En þegar styrjaldir brjótast út og okkur hér á hjara veraldar gefst kostur á því að fá milliliðalausar fréttir af þeim atburðum, þá er helst að skilja að reglugerðir banni þjóðinni að fylgj- ast með þeim. Það er eðlilegt og sjálfsagt að vernda íslenska tungu. Móðurmálið er einn af hornsteinum sjálfstæðisins. Ef við glötum málinu þá glötum við þjóðerninu. Hitt verða menn þó að hafa í huga að íslenskan verð- ur aldrei varðveitt með bönnum og boðum. Hún verður ekki vernduð með því að meina ís'lendingum að hlusta á og skilja erlend mál. Bæði vegna þess að íslenskan þarf ekki á því að halda og eins af hinu að slík bönn eru ekki framkvæmanleg. Framfarirnar í fjarskiptatækninni eru slíkar að það er ekki á valdi okkar né annarra að halda þeim frá okkur. í upplýstu þjóðfélagi er það og óðs manns æði, afturhald og þröngsýni, að trúa því að almenningur sætti sig við forpokaðar reglugerðir, höft og bönn, þegar kemur að tækninýjungum. Að því er varðar þessa furðu- legu deilu um CNN sjönvarpsstöðina kemur til greina að gera kröfu um skrifaðan eða lesinn íslenskan texta með niðursoðnu efni í sjónvarpsstöðvum en það er frá- leitt með öllu að banna beinar útsendingar frá heims- sögulegum viðburðum þótt ekki fylgi íslenskur texti. Ellert B. Schram Útlagar frá Kúvæt, staddir i Dubai, lesa fréttir um fyrirhugaóa frelsun lands síns. Sauðafellsför gegn Saddam Þaö þarf ekki að efast um enda- lokin í því stríði sem nú er hafið við Persaflóa. Yfirburöir Banda- ríkjamanna í lofti eru svo algerir að það hefur komið þeim sjálfum á óvart. Það er sérstaklega sú ótrú- lega nákvæmni, sem flugherinn virðist búa yfir, sem gerir þessar loftárásir ólíkar öllum fyrri loft- árásum í fyrri stríðum. Ýmiss kon- ar tölvutækni, fjarstýrðar sprengj- ur og sprengjur, sem stýrt er meö sjónvarpsbúnaði, hafa lamað loft- varnir íraka strax í upphafi og einnig, aö því er virðist, fiarskipta- búnað þeirra og þar með hæfni þeirra til að stjórna herjum sínum og samhæfa hemaðaraðgerðir. Svo virðist jafnvel sem lofthem- aðurinn einn muni verða svo áhrifaríkur að landherimir verði einangraðir, sviptir birgðaflutn- ingaleiðum og eftir að íraski flug- herinn er úr leik verði landhernum tvístrað svo úr lofti að eftirleikur- inn á landi verði bæöi auðveldari og umfram allt ekki nærri eins mannskæður og ráö var fyrir gert. En reyndar var alltaf vitað að bandaríski flugherinn hefði yfir- burði. Eina von Saddams Husseins til að veita mótspyrnu hefur alltaf verið að búa um sig í víghreiðrum og skotgröfum á sama hátt og í stríöinu við írani. Það á eftir aö koma í ljós hversu áhrifaríkar loft- árásirnar verða gegn landhernum og það er engan veginn tímabært að afskrifa íraska herinn. Á það mun þó ekki reyna næstu daga; Bandaríkjamenn ætla að halda upptekum hætti með hernað í lofti. En úrshtin í vopnaviðskiptum eru þegar ráðin. Tyrkland Samt var það svo, þegar ég sat í fyrrinótt límdur við fréttir CNN- sjónvarpsins, að sú frétt, sem vakti mesta athygli mína, var frétt frá Tyrklandi þess efnis að tyrkneska þingið hefði verið kallað saman til að taka afstöðu til þess hvort lýsa ætti yfir stríði við írak. Ástæðan fyrir því að Tyrkir, sem hingað til hafa ekki viljað vera virkir í hern- aðarbandalaginu gegn Saddam Hussein, vilja nú skerast í leikinn er metingur þeirra við írani um tilkall til landsvæða í írak eftir að Saddam hefur verið gjörsigraður. Tyrkir ætla að tryggja stöðu sína áður en íranir koma með sínar landakröfur á hendur írak. Þetta er í hnotskurn það sem getur gerst í kjölfar þessa stríðs. Sigur á írak mun ekki tryggja friðinn í Mið- Austurlöndum; hernaðarlegur ósigur íraka mun skilja eftir tóma- rúm sem nágrannamir, Tyrkland, íran og Sýrland, munu keppast um að fylla. Þau landamæri, sem eru upphafið að öllu saman, þau landa- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaöur mæri sem Bretar drógu upp um að skilja Kúvæt frá írak, Jórdaníu og Palestínu frá Sýrlandi og úthluta Sýrlandi og írak hluta af Tyrk- landi, verða ekki tryggð meö því að koma á einhvers konar banda- rísku vemdarríki í Kúvæt heldur þvert á móti. Hemaðarsigur á írak mun hræra svo upp í þessum suðupotti að ár eða áratugir munu líða áður en ólgan hjaðnar og enginn veit hvaða stefnu þau deilumál, sem þá koma upp, munu taka. Það eitt er víst að ef sterkasta ríkið á þessu svæði verður eyðilagt er þar meö farið það mótvægi sem þrátt fyrir allt hefur veriö nauðsynlegt gegn þrýstingi frá íran annars vegar og Israel hins vegar. Veikari ríkin, sem hingað til hafa sætt sig við og jafnvel viljað lúta forystu íraka, munu reyna að hrifsa til sín eins mikið af rústum ríkis Saddams Husseins og þau geta. Öll valda- hlutfóll munu raskast á svæðinu, engum til góðs nema ísraelsmönn- um. Niðurlæging og píslarvætti Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi sínu í stríðsbyrjun að hann vildi ekki eyðileggja írak og það vill hann sjálfsagt ekki, meðal annars af þessum ástæðum. En hernaðar- legur ósigur íraks þýðir meira en það að Saddam Hussein hefur verið niðurlægður. Jafnvel þótt komist verði hjá því að ganga algjörlega frá írökum og eyðileggja með öllu þann hernaðarmátt, sem þeir í raun og veru þurfa, sem er miklu minni en núverandi hernaðarmátt- ur, er niðurlæging Saddams Huss- eins niöurlæging annarra araba líka. Þótt þess sjáist ekki merki nú, á meðan hernaðaraðgerðir standa sem hæst, getur Saddam enn orðið píslarvottur og sameiningartákn. Það var haft eftir Jitsak Rabin, fyrrum hershöfðingja og forsætis- ráöherra ísraels, í fréttum CNN að ef Saddam gæti haldið út árásir Bandaríkjamanna í tíu daga til hálfan mánuð myndu hann og fleiri arabar líta á það sem sigur. Saddam stendur einn gegn öllum heiminum; aðdáendur hans, sem eru margir, munu virða hann fyrir það eitt að veita mótspyrnu í nokkra daga eða vikur. Ef Saddam lifir þetta af og heldur völdum get- ur hann enn snúið ósigri á vígvell- inum upp í pólitískan sigur. Það er því ekki nóg fyrir bandamenn að endurreisa til auðæfa sinna fiöl- skyldumar þrjár sem eiga Kúvæt; þetta er ekki síður persónulegur refsileiöangur gegn Saddam Huss- ein, eins konar Sauðafellsför. Varanlegur friður Það er vandséð hvernig hægt er að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Saddam nema með því aö hemema sjálft írak ef svo fer, sem engan veginn er útilokað, að al- menningur í írak haldi tryggð við hann og sameinist gegn óvininum undir merkjum Allah. Bush forseti talar um í ávarpi sínu að koma á varanlegum friöi í þessum heimshluta eftir að írak hafi verið refsað svo rækilega að það verði aldrei aftur ógnun við nágranna sína. En varanlegur frið- ur vinnst aldrei ef ekki er tekið af alvöru á grundvallarmálum, fyrst og fremst ofríki ísraelsmanna. Eftir þessa herför kann Bush að neyðast til aö ganga í það mál. En þverstæöan er að takist að ná ein- hverju samkomulagi um þau mál fyrir atbeina Bandaríkjanna er það þrátt fyrir allt Saddam sem hefur síðasta orðið; innrásin í Kúvæt hefur þá knúið fram þá hugarfars- breytingu sem til þurfti. Gunnar Eyþórsson „Ef Saddam lifir þetta af og heldur völdum getur hann enn snúið ósigri á vígvellinum upp 1 pólitískan sigur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.