Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGÚR 18. JANÚAR 1991. Í5 Menning Meistari Mikines Aldrei þessu vant kom engin bók um íslenska myndlist út á landinu fyrir jólin. En myndlistin var ekki alveg fyrir borö borin á jólavertíð- inni, því á útmánuðum tók prent- smiðjan Oddi að sér vinnslu á veg- legri bók um færeyska listmálar- ann Sámal Joensen-Mikines fyrir Emil Thomsen, hugsjóna- og fram- kvæmdamann í Þórshöfn. Strangt til tekið var þessi bók ekki í almennri dreifmgu hér á landi um hátíðarnar; fékkst held ég í nokkrum eintökum í tveimur hókaverslunum. Engu að síður er hún svo mikill viðburður í fær- eyskri - og raunar norrænni - myndlistarsögu að hún verðskuld- ar fyllstu athygli hér á landi. Þar fyrir utan setti Mikines mark sitt á fleiri en einn íslenskan listmál- ara. Bókin um Mikines er yfir 250 síð- ur, gefm út bæði á færeysku og dönsku, og inniheldur 106 litmynd- ir frá fimmtíu ára ferli listamanns- ins. Höfundur er Bárður Jákups- son, hstmálari og forstöðumaður Listaskálans í Þórshöfn. Kjarval Færeyinga Mikines er stundum nefndur Kjarval Færeyinga og er sú samlík- ing ekki alveg út í hött. Að minnsta kosti naut hann svipaðrar ástsæld- ar meðal Færeyinga og Kjarval gerði meðal íslendinga, þó svo hann væri búsettur í Kaupmanna- höfn mestan hluta starfsævi sinnar. í myndlist sinni var Mikines hins vegar af allt öðru sauðahúsi en Kjarval, þungbrýndur expressjón- isti og mannlífstúlkandi af nor- ræna skólanum. Einmitt þess vegna leikur hann stærra hlutverk í stuttri sögu færeyskrar myndhst- ar heldur en Kjarval gerir í okkar myndhst. Mikines var nefnilega ekki ein- asta frumkvöðull, heldur lagði hann rótfasta hefð í norrænni myndlist upp í hendurnar á eftir- komendum sínum; gerði þeim þannig kleift að fjalla hik-'og mihi- liðalaust um færeyskan veruleika. Kjarval var vissulega frumkvöð- ull og uppörvun yngri listamönn- um á íslandi, en lokaði dyrum svo kirfúega á eftir sér að myndlist hans gat ekki orðið öðrum til eftir- breytni, ef frá eru taldar nokkrar landslagsstemmur hans. Margar vistarverur En í húsi norræns expressjón- isma eru margar vistarverur. Miki- nes fór á millum þeirra, stundum í léttum og litríkum dansi við fær- eyska náttúru, stundum í örvænt- ingarfullri leit að innstu rökum sömu náttúru, stundum uppfuhur með trú á hetjuskap manneskjunn- ar, en jafn oft meðvitaður um hamsleysið innra með henni. Við skoðun á hinum mörgu tíma- bilum í list Mikines koma nokkrir norrænir áhrifavaldar óhjákvæmi- lega upp í hugann, Höst, Rude, Weie, Munch, Söndergaard og fleiri. Tvennt er það þó sem oftast nær auðkennir myndir Mikines, móðufullt litrófið (sem endurómar til að mynda í málverkum Jóhann- esar Geirs) og dramatísk innhfun- in. Mikines er fyrirmunað að fjalla S.J. Mikines 1932. Mynd af tístrami, Hugleiðingar höfundar Síðan er áhtamál hvort ekki hefði mátt feha upplýsingar í eftirmála um lífsferil Mikines inn í megin- texta, þar sem þær skýra einatt til- urð og inntak verkanna öllu betur en hugleiðingar höfundar um ein- stakar myndir - með fullri virðingu fyrir framlagi hans. Einnig hefði ég viljað sjá fleiri teikningar og vatnslita- og krítarmyndir eftir listamanninn. En þessar athugasemdir breyta því ekki að í heild sinni eykur þessi bók stórlega við þekkingu okkar og skilning á einum mikilhæfasta fulltrúa norrænnar myndlistar á þessari öld. Bárður Jákupsson: Mikines, 255 bls. Útg.: Emil Thomsen, Tórshavn, 1990 Prentun: Oddi, Reykjavík /l \y\ n o Veitingastaður í miðbæ Kópavogs 222E Tilboó helgarinnar Aspargussúpa og nautafille bearnaisé med grœnmeti og bakaóri kartöflu kr. 980,- 2s= Hamraborg 11 - sími 42166 Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson hlutlaust um veruleika sinn, held- ur sekkur hann sér á kaf í hann, samsamast honum af ástríðu. Hug- takið „firringu“ hefði hann örugg- lega ekki skilið. Áhrifarík portrett Nú er ég ekki dómbær á það hvort málverkin í bókinni gefa „rétta" mynd af list Mikines. En ég er sannfærður um að með annars konar uppröðun verkanna hefði mátt átta sig betur á eðli listarinn- ar. Myndum er nefnilega hvorki raðað eftir nákvæmri tímaröð né viðfangsefnum málarans, heldur skarast þessi tvö viðhort í samsetn- ingunni, fremur tilviljunarkennt, að því best verður séð. Til dæmis eru portrettmyndir Mikines mjög sér á parti í list hans og þróast greinilega á annan hátt en landslagsstemmurnar. Því hefði fariö vel á því að hafa þær saman. Þess í stað koma tvær portrett- myndir, önnur frá 1940, hin frá 1949, inn í myndröð frá Mykines- byggð, frá 1947-50 (bls. 149-50). Ósamræmis af þessu tæi gætir á öðrum stöðum í bókinni. Hins vegar má alveg taka undir með höfundi, er hann flokkar por- trettmyndir Mikines, til dæmis Konumynd frá 1934, mynd af H.A. Djurhuus, 1934, og af Guttormi Eysturoy, 1949, meðal áhrifarik- ustu verka sinnar tegundar í nor- rænni mýndlist - og þótt víðar væri leitað. Launamiðum ber að skila í síðasta lagi 21. janúar Allir sem greitt hafa laun á árinu 1990 eiga nú að skila launamiðum á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra. Skilafrestur rennur út 21. janúar. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI i 5 SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL...BALTIMORE/ MSHINGM Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjarqötu 2, Hótel Esju og Krinqlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 6 90 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söfuskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum HELGARFEHÐ FÖSTUDAGUR TIL MÁNUDAGS LOMBARDY WASHINGTON DC TVEIR í HERB. KR. 33.S20 Á MANN FLUGLEIÐIR Þjónusta alla lelð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.