Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 4991. ,47 Menning Paul McCartney - Tripping The Live Fantastic H valreki fyrir bítlaunnendur Allar götur síöan Bítlarnir hættu hafa menn grátið þaö að þeim skyldi ekki auðnast að hljóð- rita hljómleikaplötu. Reyndar eru til einhveijar upptökur frá hljómleikum Bítlanna á Shea Stad- ium 1965 og Hollywood Bowl frá sama ári en þær upptökur innihalda meira af öskrum áhorf- enda en tónlist Bítlanna. Þess vegna eru þessar hljómleikaplötur Paul McCartneys mikiil hval- reki á fjörur bítlaunnenda því þó ekki sé í raun um Bítlana sjálfa að ræða kemst ekkert nær því en Paul sjálfur. Og Paul má eiga það að hann er ekki að reyna að klæða þær gömlu bítlaperlur sem hann flytur Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson hér í nýjan búning, heldur fer hann eins nálægt upprunalega laginu og hann getur. Sama gildir um önnur lög sem er að finna á þessum plötum en þær spanna allan feril Pauls frá því Bítlarnir hættu. Af gömlum bítlalögum, sem hér öðlast nýtt líf, má nefna The Long And Winding Road, The Fool on the Hill, Can’t Buy Me Love, Elenor Rigby, I Saw Her Standing There, Let It Be, Hey Jude, Yesterday og hluta af Abbey Road syrp- unni Golden Slumbers/Carry That Weight/The End. Tripping The Live Fantastic er að mínu mati ekki bara stórkostleg heimild um stórkostlegan tónlistarmann heldur líka stórkostleg söguleg heimild hvað varðar bítlalögin því mér er til efs að þau verði hljóðrituð oftar af einhveijum Bítl- anna. Fréttir Sölumetin fjúka á enska f iskmarkaðnum Enn setja íslensku skipin sölumet í Englandi. Nú hefur koli selst sem aldrei fyrr og virðist ekkert lát á veröhækkunum. Bv. Freyja seldi gámafisk 14. jan- úar síðasthðinn, aUs 15,9 tonn fyrir 3.861 milljón kr. Meðalverð 242,16 kr. kg. Þorskur 133,03 kr. kg, ýsa 212,85, koli 241,40 kr. kg og mun það hæsta verð sem fengist hefur fyrir kola. Gámasala úr bv. Freyju 15. janúar sl. AIls voru seld 15,8 tonn fyrir 3,6 milljónir kr. Þorskur 166,99 kr. kg, ýsa 209,25, ufsi 139,75, koli 235,37 kr. kg, 165 tonn af blönduðum flatfiski 278,22 kr. kg. Bv. Freyja seldi 16. janúar alls 14,6 tonn fyrir 2,6 milljónir kr. Þorskur var á 163,73 kr. kg, ýsa á 192,57 og karfi 128,34 kr. kg. Blandaður flat- fiskur á 201,06 kr. kg. Bv. Freyja seldi 14.-16. janúar alls 46,488 tonn fyrir 10,216 miUjónir kr. Meðalverð 219,80 kr. kg. Bv. Haukur seldi afla sinn í Grims- by og fékk afbragðsverð fyrir. Alls voru seld 87 tonn fyrir 17,092 mUljón- ir kr„ meðalverð 196,42 kr. kg. Þorsk- ur seldist á 178,22 kr. kg, ýsa á 225,33, ufsi 106,43 og koli 240,47 kr. kg og er það svipað verð og Freyja fékk fyrir sinn kola. Blandaður flatfiskur 200,59 kr. kg. Bv. Klakkur seldi afla sinn í Grims- by, alls 67,985 tonn fyrir 12,5 mUljón- ir kr. Þorskur seldist á 183,55 kr. kg, ýsa 203,35, ufsi 119,46, karfi 106,50, grálúða 160,74 kr. kg og blandaður flatfiskur 179 kr. kg. Meðalverð 184,72 kr. kg. Gámasala 7. janúar. AUs voru seld Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson 505,8 tonn fyrir 99,447 milljónir kr. Þorskur 192,37 kr. kg, ýsa 248,99, ufsi 116,22, karfi 92,92, koU 227,74, grálúða 185,90 og blandað 165 kr. kg. Þýskaland Bv. Vigri seldi í Bremerhaven 1. janúar, alls 175,2 lestir fyrir 33,2 milljónir kr. Meðalverð 189,52 kr. kg. Þetta er afbragðsverð og ekki trúlegt að öllu hærra verð fáist fyrir aflann. Bv. Viðey seldi í Bremerhaven 10. janúar, alls 210 lestir fyrir 33,7 millj- ónir kr. Meðalverð 160,33 kr. kg. Verðið fyrir þorsk var 182,85 kr. kg og er það meöalverð úr báðum þeim sölum sem hér var getið. Ýsa 287,74 kr. kg, ufsi 171,62, karfi 173,49, grá- lúða 167,92, blandaö 111,75 kr. kg. Þetta er meðalverð úr báðum skipun- um. Bv. Jón Vídalín seldi afla sinn í Bremerhaven, aUs 123 tonn fyrir 13,7 milljónir kr. Þorskur 121,74 kr. kg, ýsa 180,20, ufsi 128,88, karfi 117,13 og blandað 37 kr. kg. Bv. Breki seldi alls 215 tonn fyrir 28 milljónir kr. Þorskur 117,37 kr. kg, ýsa 147,81, ufsi 84,77, karfi 103,99 og blandað 74,61 kr. kg. Meðalverð 101,94 kr. kg. Frosinn fiskur úr Kyrrahafi Síðan 1983 hefur verið leyfilegt að flytja til Englands fisk úr Kyrrahafi. Þessi heimild hefur veriö notuð lítil- lega en fiskurinn ekki líkað eins vel og Atlantshafsfiskurinn. Á síðustu árum hefur þorskafli Breta fariö hríðminnkandi og hafa þeir nú tekið á það ráð að flytja inn fisk úr Kyrra- hafi. í desember 1989 losaði japanska skipið Shunyo Maru í Hull 400 tonn af frystum fiski af frystitogurum í Kyrrahafi. Áður hafði skipið losað fisk í Bremerhaven. Verð á þessum fiski er 1500 sterlingspund tonnið. Árin 1988 og 1989 fluttu Norðmenn talsvert af Kyrrahafsfiski til Noregs og var hann saltaður og flakaður þar. Ráðgert er að inn verði flutt til Englands 1000 tonn af þessum fiski næstu mánuði. 'Umboðsmaður í Hull segir að mikU aukning sé í frystum fiski og tíl dæm- is um þaö segir hann aö 1989 hafi verið flutt inn 4000 tonn úr Kyrra- hafi en árið 1990 13.000 tonn. Þorskurinn úr Kyrrahafi er öðru- vísi en þorskurinn úr Atlantshafi og er til dæmis með stærri haus og sver- ari. Fiskréttaframleiðendur mega passa vel upp á að ekki sé of mikið af vatni í pökkunum en það er miklu meiri vökvi í þessum fiski en fiskin- um úr Atlantshafinu. Þessi fiskur er ekki ódýrari en Atlantshafsfiskur. Endursagt úr Fishing News í des. Samkomulag um fiskverð í Norður-Noregi Stór þorskur, A-fl„ 119 ísl. kr. kg. Stór þorskur, E-fl, 9,25 kr. minna á kg. Lófótarverð St. þorskur, A-fl, 138,75 ísl. kr. kg. E-fl. 9,25 kr. lægra verð á kg. Ýsa í A-fl. 87 ísl. kr. kg. Ufsi í A-fl. 37 ísl. kr. kg. Eftir 21. janúar verður sama verð á stórum og litlum ufsa. Ekki varð samkomulag um verð á keilu, löngu og karfa og verður borg- að 0,50-1 kr. hærra verð en var í fyrra. Fiskur stærri en 55 cm 37 ísl. kr. kg. og 27 ísl. kr. kg. fram til 21. janúar. Svo virðist sem fiskverðið ætli að haldast. Þó segir í Fishing News að ástandið á markaðnum sé ekki ósvip- að og þaö var 1987/88. Þá var orðið mjög hátt verð á breska markaðnum. Segja þeir sem um þetta hafa fjallaö að þetta háa verð geri ástandiö alvar- legt. Billingsgate Verðið hefur verið svipað að und- anfornu: Þorskur, hausaður, 336 kr. kg til 285 kr. kg. Stór lúða 1.117 kr. kg. Meðalstór lúða 947-1.117 kr. kg. Smálúða 917-940 kr. kg. Smákoli 245-285 kr. kg. stór Ýsuflök 436 kr. kg. Þorskflök 406-504 kr. kg. Reykt ýsuflök 436 kr. kg. Skötuselur, halar, 705-323 kr. kg. Veður Fram eftir morgni lítur út fyrir suðaustanstinnings- kalda með snjó- eða slydduéljum sunnanlands og vestan en suðvestankalda og nokkuð björtu veðri norðaustanlands. Síðdegis lægir en undir kvöld má búast við vaxandi norðanátt með snjókomu norðan- lands og austan. I nótt gæti orðið stormur norðaust- antil á landinu. Hiti breytist lítið. Akureyri skýjað 2 Egilsstaðir léttskýjað -2 Hjarðarnes alskýjað 2 Galtarviti léttskýjað 0 Keflavikurflugvöllur hálfskýjað 1 Kirkjubæjarklaustur snjókoma 2 Raufarhöfn léttskýjað -2 Reykjavík slydda 2 Vestmannaeyjar alskýjað 2 Bergen skýjað 6 Helsinki lágþokubl. -4 Kaupmannahöfn þokumóða -3 Ósló þokumóða -4 Stokkhólmur skýjað -4 Þórshöfn hálfskýjað 4 Amsterdam þokumóða -1 Barcelona rign/súld 8 Berlin þokumóða -6 Feneyjar heiðskírt -4, Frankfurt heiðskírt -5 Glasgow rigning 9 Hamhorg heiðskírt -A London súld 7 LosAngeles léttskýjað 16 Lúxemborg þokumóða -A Madrid þokumóða 4 Malaga hálfskýjað 6 Mallorca þokumóða 9 Montreal skýjað -3 New York léttskýjað 4 Nuuk léttskýjað . -18 Paris skýjað 1 Róm heiðskirt -1 Valencia léttskýjað 6 Vin þokumóða -11 Winnipeg skýjað -8 Gengið Gengisskráning nr. 12. -18. janúar 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 55,280 55,440 55,880 Pund 106,621 106,930 106,004 Kan. dollar 47,777 47,915 48,104 Dönsk kr. 9,4909 9,5184 9,5236 Norsk kr. 9,3536 9,3807 9,3758 Sænsk kr. 9,7945 9,8228 9,7992 Fi. mark 15,1681 15,2120 15,2282 Fra.franki 10,7538 10,7849 10,8132 Belg. franki 1,7745 1,7796 1,7791 Sviss. franki 43,4591 43,5849 43,0757 Holl. gyllini 32,4137 32,5075 32,5926 Þýskt mark 36,5367 36,6424 36,7753 it. líra 0,04860 0,04874 0.04874 Aust. sch. 5,1924 5,2075 5,2266 Port. escudo 0,4086 0,4098 0,4122 Spá. peseti 0,5811 0,5828 0,5750 Jap. yen 0,41408 0,41528 0,41149 Irskt pund 97,533 97,816 97,748 SDR 78,5999 78,8274 78.8774 ECU 75,3439 75,5619 75,3821 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 17. janúar seldust alls 27,431 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Blandað 0,101 40,00 40.00 40,00 Gellur 0,028 330.00 330,00 330,00 Hrogn 0,252 286,77 265,00 300,00 Karfi 0,821 38.00 38,00 38,00 Kinnar 0,060 140,00 125,00 215,00 Langa 0,904 69,00 69,00 69,00 Lifur 0,182 20,00 20,00 20,00 Lúða 0,261 333,07 300,00 400,00 Skarkoli 1,135 71.84 70,00 85,00 Steinbitur 2,997 71,84 70,00 85,00 Þorskur.sl 19,389 99,26 93,00 105.00 Ufsi 0,162 53,00 53,00 53,00 Undirmál. 0,755 76,00 76,00 76.00 Ýsa, sl. 0,384 126,81 125,00 130.00 EINSTAKT Á ÍSLANDI BLAÐSÍÐUR FYRIR KRONUR 8ÝÐUR NOKKUÍ? BETUR? Úrval TÍMARIT FYRIR ALLA MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900 Fjölmiðlar Martröð útvarpsmannsins Þegar Stefán Jón Hafstein fær martraðir þá dreymir hann aö hann hafi rangt fy rir sér. í draumnum lendir hann í samræðum við hroka- fullan kjaftask sem leyfir honum aldrei að komast aö, talar um skoð- anir hans af fullkominni fyrirlitn- ingu og lætur móðan mása um eigin útgáfu af sannleikanum. Stefán garmurinn vaknar í svitabaði við það að hann veltur fram úr rúminu. Stefán Jón Hafstein hefur um ára- bil stjórnað dægurmáladeild rásar 2 og á tr úlega mestan þátt í að móta þau vinnubrögð sera þar eru í heiöri höfð. Sá þáttur sem leíðir best í Ijós eiginleika Stefáns sem útvarps- manns er Þjóðarsálin. Þjóðarsálin, eins og ajlir eflaust vita, felst í því að opnað erfyrir sím- ann ogþjóöin hvött til þess að taka upp símann og láta Ijós sitt skína. Á fyrstu dögum þessa þáttar var hann oft á tíðum bráðskemmtilegur og skoðanaskipti lífleg. En síðan tók Stefán Jón til hendinni. í fyrsta lagi var stærstur hluti landsbyggðarinnar útilokaöur frá þátttöku með því aö svæðisútvarp RÚV var sett inn á tíma Þjóöarsálar- innar. Síðan var búinn til svartur listi yfir þá sem oftast hringdu inn og þeim gert að einskorða sig við eina hringingu í mánuði eða ein- hvern slíkan kvóta. Þetta var mjög misráðiö þvi þeir sem settir voru á svarta listann voru sannir nöldrar- arogþverhausar. Við þessar aðstæður fóru bestu hæfileikar Stefáns loksins að koma í ljós. Eins og þátturinn er undir hans stjórn í dag er hann, að því er virðist, fyrst og fremst vettvangur fyrir stjórnandann til að sýna sniffi sína og orðfimi. Þegar beinir útúr- snúningar duga ekki hrifur vel að tala niöur til viðmælandans í yfir- lætislegum tón. Markmiðið er að Stéfán hafi ávállt síöasta orðið. Því markmiöi er yfirleitt náð þó það kosti á tíðurn beinlínis ókurteisi. Það skal því engan undra þó þeim fari sífellt fækkandi sem vilja taka þátt í þessum leik. Þjóðarsálin kem- ur ekíd tíl með að standa undir nafni fyrr en Stefán Jón lætur s vo lítið aö segja af sér sem stjórnandi þátt- arins. Páll Ásgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.