Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 2
2
LAUGAipAGUR 19. JANÚAR 1991.
Fréttir
Sif litla var að horfa út um þennan glugga á bænum Selsundi þegar hún sá „rauð og falleg ský'
varð fyrst vör við eldgosið i Heklu í gær.
“. Litla hnátan
DV-mynd GVA
Sif Þorsteinsdóttir, 5 árá, sem sá Heklugosið fyrst:
Eg sá eldgosið
- það var rautt
- ætla samt ekki að fara nær flallinu
Sif Þorsteinsdóttir úr Ólafsvík var í heimsókn hjá afa og ömmu i Selsundi
þegar dró til tíðinda hjá henni. Svava Guðmundsdóttir og Sverrir Haralds-
son eru ábúendur á bænum sem er næsta byggða ból við Heklu.
„Eg man ekki alveg hvaö þetta heit-
ir. Jú, annars, það var svona rautt.
Ég sá eldgosiö. Fyrst kíkti ég út um
gluggann og sá rautt á himninum.
Svo fór ég út og fór hinum megin við
húsið. Þá sá ég mikinn eld í fjallinu.
Ég sagði afa og ömmu hvað ég sá,“
sagði Sif Þorsteinsdóttir, 5 ára stúlka
úr Ólafsvík, sem varð fyrst vör við
eldbjarmann frá gosinu í Heklu þeg-
ar klukkan var 18 mínútur yfir fimm
síðdegis í gær.
Stúlkan hafði verið nokkra daga í
góðu yfirlæti hjá afa sínum og ömmu
á bænum Selsundi í 14 kílómetra
fjarlægð frá Heklu þegar dró til tíö-
inda hjá hnátunni. Sif litla stóð uppi
á stól í eldhúsglugganum hjá ömmu
sinni og afa í gær þegar hún veitti
því athygli hvernig skýin fyrir ofan
hraunbakkann fyrir utan voru „rauð
og falleg".
Sif sagði að sér hefði þótt gaman
að verða fyrst til að sjá eldgosið:
„Ég ætla að segja mömmu frá
þessu. Þetta var flott. Ég fer samt
ekki nær fjallinu - má það ekki. Þá
geri ég það ekki,“ sagði Sif.
Sverrir Haraldsson bóndi, afl
stúlkunnar, sagðist varla hafa trúað
því þegar heimilisfólkið hefði sagt
sér að Hekla væri farin að gjósa:
„Stelpan var varla komin til okkar
í síöustu viku þegar hún fór að spyrja
um myndir frá eldgosum. Það var
allt tint til til að sýna henni. Síðan
varð hún fyrir þessari reynslu og
skemmtilegu tilviljun að uppgötva
eldgos fyrst af öllum," sagði Sverrir
Haraldsson.
-ÓTT
DV
Bifreiðar í hundraða-
tali streymdu að Heklu
- mesta furöa hve fá óhöpp uröu
Forvitnir áhugamenn tóku þegar
við sér eftir að gos í Heklu var til-
kynnt og byrjaði strax þungur
straumur bifreiða á vettvang til að
fylgjast með hamfórunum. Slæm
færð, mikil hálka og töluverð snjó-
koma virtist lítið draga úr áhuga
fólks á að berja ósköpin augum. Þeg-
ar mest var, kringum og eftir mið-
nætti, skiptu bifreiðar hundruðum á
gosstað.
Góður föstudagur um
verslunarmannahelgi
Lögreglan á Hvolsvelli lýsti ástand-
inu þannig að umferðin hefði verið
lík því sem gerist á góðum fostudegi
um verslunarmannahelgi. Veður var
mjög breytilegt í nánd við Heklu í
allan gærdag og fram undir morgun.
Gekk á með éljum en gerði hið besta
veöur á mOli.
Þegar flest var af forvitnum áhorf-
endum, í kringum miðnætti, var veð-
ur hvað best. Menn kunnu auðsjáan-
lega vel að meta þá dýrð sem fyrir
augu bar. Vindáttin var suðvesúæg
á þessum tíma. Laust eftir klukkan
1 eftir miðnætti fór vindátt að breyt-
ast til suðausturs. Lögreglan greip
þá til þess ráðs að loka Rangárvalla-
vegi rétt sunnan við Gunnarsholt
fyrir bílaumferð, og stuttu síðar
Landveginum við bæinn Þúfu.
Lokunin var gerð á grundvelli þess
að búist var við versnandi veðri auk
þess sem fyrirsjáanlegt var að
gjóskulög myndu berast yfir helstu
útsýnissvæði til Heklu. Þegar síðast
fréttist um klukkan 6 í morgun hafði
gjóskubeltið náð alla leið aö Tröll-
konuhlaupi.
Þegar leið fram undir morgun var
vindátt orðin austlæg og spáð var
norðlægri átt. Norðlæg átt ber gjósku
til suðurs sem er ekki talið mjög eftir-
sóknarvert þar sem gjóskan bærist
þá miklu frekar yflr ræktað land og
byggð. (
Þrjú umferðaróhöpp
Nokkur umferðaróhöpp urðu í
gærkvöldi en lögreglan á Hvolsvelli
telur mestu mildi aö þau urðu ekki
fleiri miðað við umferðarþunga. Um
klukkan 10.30 í gærkvöldi varð
árekstur þriggja jeppabifreiða.
Jeppabifreið var að reyna að komast
að góðum útsýnisstað við Heklú-
braut á veginum við Skjólkvíar en
rann til í halla á tvær aðrar sem á
eftir henni komu.
Við Landvegamót ultu tvær bif-
reiðar í hálkunni, sú fyrri klukkan
21.27 og sú síðari klukkan 00.04. Eng-
in alvarleg slys urðu á fólki í þessum
óhöppum. ÍS
Alþjóðaráð Rauða krossins um Persaflóastríðið:
Kallar á stærstu neyð-
aráætlun seinni tíma
allt að 6,4 miILjörðum króna í líknar- og hjálparstarf
í neyðaráætlun sem Alþjóðaráð
Rauða krossins hefur gert til að
bregðast við afleiðingum stríðsins
fyrir botni Persaflóa er gert ráð fyrir
að ef mál þróast á versta veg þurfl
að aðstoöa tugi þúsunda stríðsfanga
og jafnvel milljónir flóttamanna.
Ráðið hefur í undirbúningi að reisa
að minnsta kosti 10 sjúkraskýli með
samtals 1000 sjúkrarúmum í ná-
grenni við átakasvæðin, einkum í
Saudi-Arabíu og íran. Einnig ætlar
ráðið að taka að sér almenna heilsu-
gæslu á sjálfu átakasvæðinu. Auk
þessa hyggst ráöið koma upp flótta-
mannabúðum utan átakasvæðanna
þar sem hægt verður að hlúa að 300
þúsund manns í einu.
í frétt frá Alþjóðaráðinu segir aö á
vegum þess sé starfsfólk í 11 löndum
■ nálægt átakasvæðinu, þar á meðal í
írak. Ráðið gerir ráð fyrir að þörf
verði fyrir jafnvel á þriðja þúsund
manns, þar af um 1200 lækna og
hjukrunarfræðinga. Sagt er að um
100 sendifulltrúar ráðsins séu þegar
í viðbragðsstöðu í Genf, tilbúnir að
takast á viö þau verkefni sem upp
kunna að koma á átakasvæðinu.
-kaa
Fyrrum yflrmaður Rauða krossins í Svíþjóð:
Ræða þarf aðstoð við
óbreytta borgara
- ekki bara særða hermenn
„Maðiír hefði búist við að alþjóð-
legar hjálparstofnanir hefðu skipu-
lagt hvað gera á fyrir óbreytta borg-
ara sem verða fórnarlömb stríðsins
við Persaflóa. Það er mest talað um
undirbúning fyrir móttöku særðra
hermanna og stríðsfanga."
Þetta segir fyrrum yfirmaður
Rauða krossins í Svíþjóð, Anders
Wijkman. Hann bætir því við að Al-
þjóða Rauði krossinn í Genf hafi að
vísu skipulagt aðhlynningu almenn-
ings en bendir á að Rauði krossinn
sé lítil stofnun.
Wijkman spyr hvað stjórnir þeirra
landa, sem heyi stríðið gegn írak,
geri. Fullyrðir hann að þær hafi ekki
einu sinni rætt vandann.
Þrengt að fjölmiðlum við Persaf lóa
Eftir langvarandi viðræður full-
trúa fjölmiðla við yfirstjóm banda-
ríska hersins í Pentagon gaf her-
stjórnin í síðustu viku út „endanleg-
ar“ reglur varðandi starf fjölmiðla-
fólks á átakasvæðum við Persaflóa.
Þær reglur þykja með öllu óaðgengi-
legar og hefur verið mótmælt harð-
lega af fulltrúum stóru sjónvarps-
stöðvanna og stórblaða og tímarita í
Bandaríkjunum. Þykja reglurnar
vera mun strangari en þarf til að
vemda öryggi hermanna og leynd
yfir hemaðaraðgerðum. Þykja yfir-
völd ritskoða gróflega starfsemi
frjálsra fjölmiðla.
í tímaritinu Time segir að starf-
semi blaða- og fréttamanna verði
undir ströngu eftirliti hersins á öll-
um stigum. Vinnsla frétta frá átökpm
verður aðeins leyfð blaða- og frétta-
mönnum er starfa í dilkum eða „po-
ols“ sem skipulagðir em af heryfir-
völdum. Þannig má sjá sjónvarps-
fréttamyndir á CNN merktar „pool
video“.‘Þeir sem voga sér út á átaka-
svæði á eigin spýtur verða strax
fluttir frá átakasvæðinu.
Þetta fyrirkomulag er alveg and-
stætt því sem viðgekkst í Víetnam-
stríðinu, Kóreustríðinu eða seinni
heimsstyrjöldinni. Þá gátu frétta- og
blaðamenn, á eigin ábyrgð, verið
meðal hermanna í átökum. Dilkar
voru þar sjaldgæfir, Fréttir sendar
frá Persaflóasvæðinu verða hins veg-
ar að fara í gegnum athugun heryfir-
valda og geta orðið taflr vegna
ágreinings er kann að rísa vegna efn-
is þeirra. Fréttir af fóllnum banda-
rískum hermönnum eða skemmdum
á hertækjum fást til að mynda ekki
nema eftir yflrlýsingu Pentagon þar
um. Þar til ræður „heyrst hefur“.
En það eru ekki aðeins bandarískir
blaða- og fréttamenn sem búa við
tcikmarkanir, heldur einnig franskir
og breskir. Bretar halda því fram að
strangt aðhald með fréttaflutningi af
Falklandseyjastríðinu hafi haft af-
gerandi áhrif á úrslit þess. Bresk
yfirvöld halda því fram að til að fá
almenning með sér veröi stríðsrekst-
ur að fara fram „í friði“.
Ráðamenn í Pentagon segjast ekki
aðhyllast þetta sjónarmið Bretanna
en ef marka má fyrrnefndar reglur
viðist það hins vegar vera tilfellið.
Fjölmargir Bandaríkjamenn trúa því
nefnilega statt og stöðugt að stríðið
í Víetnam hafi ekki tapast í frum-
skóginum heldur á síðum blaðanna
og sjónvarpsskjánum.
-hlh