Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991. fþróttir Arnór ánægður hjá Bordeaux - allt verður gert til að bjarga félaginu, segir Arnór Sport- stúfar í gær var dregið til undanúr- slita í ensku deildabikarkeppn- inni í knattspyrnu þó aðeins eitt lið, Leeds, sé búið að tryggja sér sæti þar. Leeds mætir sigurveg- aranum úr leik Manchester Un- ited og Southampton, og síðan eigast við sigurvegaramir í við- ureignum Chelsea og Tottenham, og Coventry og ShefField Wednes- day. Tryggvi setti met á móti í Noregi . Tryggvi Sigmannsson setti um síðustu helgi nýtt íslandsmet með loftskammbyssu á alþjóðamóti í skotfimi í Stavanger í Noregi. Hann fékk tvívegis 566 stig og bætti eigið met um eitt stig. Hann hafnaði í áttunda sæti á mótinu en sigurvegarinn, Jerzý Píitrzak frá Póllandi, fékk 578 og 588 stig,- Skotsamband íslands hefur til- kynnt þátttöku fyrir Tryggva í heimsmeistaramótinu í loft- skammbyssu sem haldið verður í Stavanger í apríl og líkur eru á að hann taki einnig þátt í Eyja- leikunum í sumar. „Það er alltaf sama sagan, við er- um að fá á okkur klaufamörk og þar af leiöandi að missa niður unna leiki í jafntefli eða tap. Það er mín skoðun að varnarleikurinn er ekki nógu sannfærandi en liðið nær oft að leika skínandi vel úti á vellinum. Liðið hefur verið mikið í fréttum vegna slæmrar fjárhagsstöðu og kemur það óneitanlega niður á leik liðsins," sagði Arnór Guðjohnsen, leikmaður franska liðsins Bordeaux, í samtali við DV í gær. Bordeaux gerði á sunnudag jafn- tefli á heimavelli við Metz og fékk Arnór ágæta dóma fyrir leik sinn. Hann var með allan leikinn, lék hægra megin á miðjunni og vann vel. Bordeaux er sem stendur í 12. sæti og hefur liðinu ekki gengið jafn- illa um áratuga skeið. Þess ber þó að geta að mjög lítill munur er á lið- unum, mörg eru í einum hnapp og með tveimur sigrum í röð er lið kom- ið í hóp efstu liöa. „Ég er mjög ánægður hjá Bordeaux" „Ég er samt sem áður mjög ánægður hjá Bordeaux og er hægt og sígandi að nálgast mitt besta leikform. Það var fundur með leikmönnum í gær og kom þá fram að forráðamenn liðs- ins ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forða félaginu frá gjaldþroti. Þessa dagana eiga þeir í viöræðum við lánardrottna og ríkir bjartsýni um að takist megi að ná samningum viðþá. Bordeaux er stór- klúbbur og ég er viss um að félagið verður það áfram í framtíðinni. Leik- menn fá alltaf laun sín greidd á rétt- um tíma enda er stefna félagsins að standa í einu og öllu við gerða samn- inga,“ sagði Arnór. „Nýi forsetinn mjög áhugasamur“ Arnór sagði ennfremur að nýi forset- inn, sem hóf störf fyrir nokkru, væri mjög áhugasamur og ætlaði hann að koma félaginu á réttan kjöl. Sá væri mikill peningamaður en til marks um það kom hann á fót gleraugna- verslun á unga aldri í Bordeaux en í dag ætti hann um 350 gleraugna- verslanir víðs vegar um Evrópu. í versta falli getur hin slæma fjár- hagsstaða Bordeaux komið liðinu niður í 2. deild. Um þetta atriði sagði Arnór: „Það kom fram á fundinum í gær að samningsbundnir leikmenn geta farið hvert sem þeir vilja ef liðið verður dæmt niður í 2. deild. En eins og ég hef áður sagt er ég bjartsýnn á að þessi mál fái farsælan endi.“ -JKS Kynningum á Hannover frestað vegna stríðsins Fyrirhuguöum kynningum á íþróttaaðstöðu í Hannover í Þýskalandi, á vegum Samyinnu- ferða/Landsýnar og Úrvals/Út- sýnar, sem halda átti í Reykjavík á mánudag og þriðjudag, hefur verið frestað um sinn. Astæðan er sú aö Þjóöverjarnir komast ekki til landsins þar sem flugvell- inum í Hannover héfur verið lok- að fyrir almennri umferð vegna hergagnaflutninga í tengslum við Persaflóastríðið. Bandaríska skíða- fólkið farið heim Bandarískir keppendur í heims- bikarkeppninni á skíðum, sem hafa dvalið og keppt á meginlandi Evrópu að undanförnu, héldu heimleiðis í gærmorgun. Þeir hættu við þátttöku í mótum heimsbikarsins um helgina vegna stríðsástandsins við Persa- flóa, þar sem þeir óttuðust um öryggi sitt. Örnólfur í Þrótt Örnólfur Oddsson, knattspyrnumaðurinn reyndi frá ísafirði, er genginn til liðs við 2. deildar lið Þróttar úr Reykjavík. Örnólfur lék á árum áður með KR, ísafirði og Víkingi í 1. deild en hefur síðustu tvö árin verið leikmaður og þjálfari, fyrst hjá BÍ á ísafirði og síðan hjá Einherja á Vopnaflrði. Þróttarar hafa einnig fengið til sín Kristin B. Gunnarsson, sem var í röðum KR-inga síðasta sumar en lék áö- ur með Þrótti. KA fær liðsauka Þórarinn Valur Árnason, sem lék með Reyni frá Árskógsströnd í 3. deildinni síðasta sumar, er genginn til liðs við 1. deildar lið KA. Hann fetar í fótspor Páls V. Gíslasonar sem einnig er farinn frá Reyni yfir í KA. íslandsmótið innanhúss Um helgina verður keppt í 3. og 4. deild í meistaraflokki karla á íslandsmótinu í innanhússknatt- spyrnu í íþróttahúsi Seljaskóla í Reykjavík. Sigurliðin í riðlum 3. deildar vinna sér sæti’í 2. deild en neðstu lið riðlanna falla í 4. deild. Sigur- liðin í riðlunum sex í 4. deild leika til úrslita um fjögur sæti í 3. deild. Keppni í 4. deild hefst klukkan 17.30 í dag og stendur til 23.40. Hún heldur áfram í fyrramálið klukkan 9 og lýkur klukkan 19. í 3. deild er keppt á sunnudag frá klukkan 10 til 19. Slæmt ástand hjá frönskum fétögum Krístján Bernburq, dv, Beiqíu’ ' andi forseti félagsins á ^ höíði ar fjárhæðir og ekki nóg með það —........ . ■......—_ sér fangelsisdóm. Eins og staðan því framkvæmdastjóri félagsins Hinn nýi forseti Bordeaux, Affl- er í dag benda allar likur til að fé- ásamt auglýsingastjóra hafa verið efo, er nú búinn að reka fram- lagið verði gert upp i lok keppnis- dæmdir til fangelsisvistar. Lið kvæmdastjóra félagsins Didier tímabilsins og verði því að leika í Nantes er ekki laust við hneyklsi Couécou og virðist með öllu óráðiö 2. deild. því félagið skuldar 500 milljónir með framtíð félagsins en skuldir Það er ekki bara lið Bordeaux íslenskra króna og liö Brest 350 Bordeaux hljóða upp á á 2,4 millj- sem á við slæma íjárhagsstöðu að milljónir. aröa íslenskra króna og fyrrver- stríða. Lið Toulon skuldar gifurleg- Úlfar íþróttamaður Hafnarfjarðar • Úlfar Jónsson golfleikari, íþrótta- maður Hafnarfjarðar 1990. Úlfar Jónsson golfleikari var á laugardaginn útnefndur íþróttamað- ur Hafnarfjarðar fyrir árið 1990, í hófi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hélt ásamt íþróttaráði bæjarins. Úlfar Jónsson náði frábærum ár- angri í íþrótt sinni á árinu. Hann varð íslandsmeistari í karlaflokki auk þess sem hann var í sigursveit Keilis sem varð íslandsmeistari í sveitakeppni. Hann tók þátt í Evr- ópumeistaramótinu í golfi þar sem hann stóð sig frábærlega vel og varð eftir það valinn í Evrópulið karla sem keppti við Bretland. Þá keppti Úlfar á heimsmeistaramótinu og náði mjög góðum árangrií einstaklings- og liða- keppni. Þá heiöraði bæjarstjórn íþrótta- menn fyrir góðan árángur og fram- farir og hlutu þessir viðurkenningar: Arnþór Ragnarsson, SH, fyrir sund, Linda Steinunn Pétursdóttir, Björk, flmleikar, Hörður Magnússon, FH, knattspyrna, Jón Amar Ingvarsson, Haukum, körfuknattleikur, Héðinn Gilsson, FH, handknattleikur, Guð- undur Karisson, FH, frjálsar íþróttir, Karl Viggó Vigfússon, Haukum, kar- atet Gunnar Kjartansson, Skotfélagi Hafnarfjarðar, skotfimi, Lilja María Snorradóttir, SH, íþróttir fatlaðra, og Snorri Karlsson, SH, íþróttir fatl- aðra. -GH Akureyri: Guðmundur kjörinn íþróttamaður Þórs Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Guðmundur Benediktsson, knatt- spyrnumaðurinn ungi og stórefni-' legi, hefur verið kjörinn „íþrótta- maður Þórs“ á Akureyri fyrir árið 1990. Guðmundur stóð sig frábærlega á síðasta ári, bæði með Þór í 3. fl. og 2. fl. og ekki .síður með drengja- og unglingalandsliðunum og þá lék hann í fyrsta skipti í meistaraflokki og er yngsti leikmaður sem það hefur gert hér á landi. Um leið voru útnefndir bestu kepp- endur annarra deilda félagsins. Jó- hann Sigurðsson var körfuknatt- leiksmaður, Haukur Eiríksson skíðamaður og Kristinn Hreinsson handknattleiksmaöur hlutu þær við- urkenningar. Ragnar Sverrisson, verslunarmaður í JMJ, gaf öll eign- arverðlaun varðandi kjörið og hann gaf einnig á síðasta ári veglegan far- andgrip sem veittur var í fyrsta skipti nú. • Guðmundur Benediktsson, íþróttamaður Þórs. • Karl Guðlaugsson, ÍR-ingur, brýst hi Snæfells, og skorar fallega körfu. Bookc ■ & sexti - en dugöi ekki til þ ví Nýliðar Snæfells unnu mikilvægan sigur á ÍR, 88-93, í geysilega spennandi leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikurinn var æsispennandi nær allan leiktímann og tjölmargir áhorfendur voru vel með á nótunum. Franc Booker, bandaríski leikmaður- inn í Mði ÍR, skoraði alls 60 stig í leiknum og án hans heföu ÍR-ingar tapað leiknum stórt. Booker hefur leikiö þtjá leiki meö ÍR-ingum. í fyrstaleiknum skoraði hann 54 stig, í öðrum 55 og eins og áður sagði skoraþi kappinn 60 stig í gær. Af þeim voru 15 þriggja stiga körfur, aldeilis frá- bær leikmaður hér á ferðinni. Snæfell byrjaði leikmn betur, komst í 5-11, en ÍR-ingar söxuðu á forskotið og náðu að komast yfir í fyrsta sinn eftir 8 mínútna leik, 18-16. Snæfell hafði þó frumkvæðið en ÍR-ingar þó alltaf skammt undan og í leikhléi var staðan 47-52 Snæfelli í vil. ÍR-ingar skoruöu íyrstu fimm stigin í síðari hálfleik og jöfnuðu metin, 52-52. Þá kom góður kafli hjá leikmönnum Snæfells og Möið náði mest 10 stiga for- skoti og svo virtist sem Snæfell ætlaði aö stinga af. Franc Booker var á öðru málí, hann skoraði hverja körfuna á fætur annarri og þegar tæpar tvær min- útur voru til leiksloka jafnaði hann met- in, 88-88, með glæsilegri þriggja stiga körfu. Snæfell haföi betur á síðustu mín- útunum, skoruöi 5 síöustu stigin í leikn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.