Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Síða 3
FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991. 3 Fréttir Fjögur í gæsluvaröhaldi: Ávísanafals upp á tæpa eina milljón - notuðul3stolintékkheftiyílrjólahátíðamar Þrír karlmenn og ein kona sitja nú í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangels- inu vegna stórfellds tékkamisferlis sem þau stunduðu um jólahátíðarn- ar. Fólkið komst yflr 13 tékkhefti með ólögmætum hætti og skrifaði út ávís- anir úr þeim fyrir samtals tæpa eina milljón króna. Mun fleiri tengjast þessu máli - þar á meðal unghngar. Ávísanamisferlið var að mestu stundað þegar jólaverslunin stóð sem hæst. Tékkheftin voru meðal annars afrakstur innbrota og veskja- þjófnaða. Fólkið fór síðan í verslanir, skrifaði út tékka úr stolnu heftunum og notaði þá í viðskiptum. Tékkarnir voru flestir að upphæð 7-10 þúsund krónur. Fólkið keypti hins vegar vör- ur fyrir mun lægri krónutölu en upp- hæð ávísananna var. Því fékkst nokkur þúsund króna afgangur í hvert skipti. Megniö af tékkunum var gefiö út í verslunum eða á þjónustustöðum. Falsararnir létu vera að fara með ávísanimar í banka enda hefði mis- ferlið þá líklega komist upp strax. Að sögn RLR má ætla að afrakstur þeirra peninga sem fólkið náði út hafi meðal annars farið til áfengis- og fíkniefnakaupa. Að sögn Jóns Snorrasonar, deildar- stjóra hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, era mál sem tengjast ávísana- misferli mjög tímafrek og dýr fyrir þjóðfélagið. Að jafnaði vinna fimm rannsóknarlögregumenn daglega við shk mál. Jón segir að varlega áætlað sitji að jafnði 25 afbrotamenn í fang- elsi vegna tékkafalsmála. Kostnaður vegna eins fanga nemur 2,4 milljón- um króna á ári. „Við teljum að tékkafalsmálum myndi fækka að minnsta kosti um helming ef fólki yrði ekki heimilað að skrifa út nema fyrir þá upphæð sem það kaupir fyrir. Ástæðan fyrir því að afbrotamenn fara út í þetta er að svona lagað er einfaldlega mögulegt. Einnig er alveg ljóst að mynd á bankakorti myndi fækka tékkafalsmálum enn frekar,“ sagði Jón Snorrason hjá RLR. -ÓTT HELGARFERÐIR I JANUAR FEBRUAR OG MARS Skemmtiskrepp um helgi kostar ekki mikið... ...með Flugleiðum. BALTIMORE/ Washington og Baltimore eru borgir sem hafa allt að hjóða sem íslendingar vilja. Prábær hótel, risastórar Kringlur, einn besta tengiflugvöll Bandaríkjanna, veitingastaði, þekktar byggingar, heillandi umhverfi, söfn og skemmtigarða. Það er hægt að gera góð kaup í Washington og Baltimore og dollarinn verður ekki lægri. • ■ PÖSTUDAGUR TIL MÁNUDAGS LOMBARDY/ WASHINGTONDG TVEIR í HERB. KR. 33.580 Á MANN FLUGLEIÐIR Þjónusta alla leið Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjarqötu 2, Hótel Esju oq Krinqlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 6 90 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugíeiða, hjá ífstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum ■ Bílaumboðið hf Krókhálsi 1 -3, Reykjavík, sími 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.