Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 24
32
FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991.
Fréttir
Rafmagnað loft fyrir austan:
Hárið á manni var
eins og á fressketti
segir Þorsteinn Markússon bóndi
Við Hvolsvöll sást lítið til gossins
í Heklu í gærkvöldi vegna snjó-
komu og élja. Þorsteinn Markús-
son, bóndi á Borgareyrum II, sagði
að einungis hefði sést roði í fjarska.
Borgareyrar eru í 30-40 kílómetra
fjarlægð frá Heklu.
„Um sjöleytið sáum við eldsúluna
en síðan hafa élin byrgt fyrir. Mér
sýnist þetta þó vera nokkuð mikið
og mun meira en síðasta gos. Þetta
er miklu lengra og frá mér séð nær
þetta mun lengra í norður og eldur-
inn er alveg samfelldur," sagði Þor-
steinn.
Það er alkunna að dýr fmna
hræringar sem þessar á sér. Þor-
steinn sagði að hann hefði einmitt
verið aö undrast það hversu dýrin
væru róleg. „Við vorum að gefa
hrossunum og þau voru mjög róleg
og hundurinn líka. Við sáum ekk-
ert á þeim. En það var mjög mikiö
rafmagn í loftinu og hárið á manni
stóð út í loftið eins og á fressketti."
Ekkert öskufall hefur verið í
sveitum nálægt Hvolsvelli, enda
vindátt ekki þannig. En ef vindátt
breytist og öskufall verður í sveit-
unum sagði Þorsteinn það ekki
hafa nein áhrif á jörðina. „Það er
svo mikill snjór núna. En öskufall-
ið gæti fariö illa með feldinn á úti-
gangshestunum og eyöilagt alla
einangrun þeirra. “ -ns
Einar H. Einarsson, fyrrum bóndi á Skammadalshóli:
Líst ekkert á þetta
uppátæki Heklu
- ermeðjaröskjálftamæliviðmmið
„Mér líst ekkert á þetta uppátæki
Heklu gömlu og er bara hissa á henni
að vera að þessu svona trekk í
trekk,“ segir Einar H. Einarsson,
fyrrum bóndi á Skammadalshóli,
sem þekktur er fyrir jarðfræðiáhuga
sinn. Einar má kallast sjálfmenntað-
ur jarðfræðingur og hann hafði lengi
V jarðskjálftamæli við bæinn en hefur
hann núna við rúmstokkinn sinn á
Dvalarheimili aldraðra í Vík.
Einar segir að hann hafi ekki orðið
mikið var við miklar hræringar á
mælinum í gær. „Brimið vill nú
heimsækja mig á mælinn og það hef-
ur verið svo mikið að ég tók bara
ekkert eftir þessu fyrr en þeir
hringdu í mig að sunnan og spurðu
hvort ég hefði orðið einhvers var.
Þegar ég fór svo aö skoða mælinn sá
ég að einhver órói var í honum. Þá
var klukkan að ganga sex.
En Hekla lét ekkert af sér vita fyrr
en hún gaus. Það sagði mér kona að
hún hefði verið að horfa í þokuna
uppundir Heklu og fundist Hekla
eitthvað skrýtin, kannaðist bara ekk-
ert við hana. Þá fór hún að gá á jarð-
skjálftamælinn en hann var alveg
grafkyrr og hreyfingarlaus. Hún fór
síðan aftur út og var þá alveg viss
um aö það væri farið að gjósa, leit
þá aftur á mælinn og hann var þá
farinn í gang.“ Einar segist ekki hafa
á tilfinningunni að gosið verði lang-
vinnt né mikið. „Þetta gæti kannski
orðið eitthvað svipað og 1970 en ég
held að þetta verði ekki mikið.“
-ns
Almannavarnir:
Hjálparlið til
- matlagtáhættu
Almannavarnir ríkisins fund-
uöu í gærkvöldi og yfirfóru hugs-
anleg viðbrögð vegna eldsum-
brotanna í Heklu. Eeitað var álits
sérfræðinga og úttekt gerð á
sjálfri eldvirkninni. Spáð var í
framvinduna og hugað að þáttum
sem valdið gætu hættuástandi.
.Ekki þótti ástæða til að grípa til
sérstakra aðgerða í nótt en til
öryggis voru tveir menn hafðir á
vaktí stjórnstöðinni í Reykjavík.
Þegar DV hafði samband við
stjórnstöð Almannavarna ríkis-
ins laust eftir miðnætti voru þeir
Hjörleifur Ólafsson og Guölaugur
Þórðarson i hjálparliði almanna-
varna á .vakt. Að sögn Hjörleifs
áttu þeir félagar ekki von á eril-
samri nótt. Þeirra hlutverk væri
fyrst og frernst að vera til taks
ef eitthvað bæri út af og fylgjast
með framvindu mála i samvinnu
við lögregluna á Selfossi og
Hvolsvelli.
' ■ -kaa
Lögreglan á Hvolsvelli:
Fólksbílum
snúið frá
Nokkur umferð var í Rangár-
vallasýslu seint í gærkvöldi þrátt
fyrir éljagang og mikinn snjó.
Allmargir lögðu leið sína í átt til
Heklu eftir Landvegi en einnig
fóru margir upp Rangárvellina
hjá Gunnarsholti. Lögreglan vís-
aði fólksbilum og illa útbúnum
jeppum frá en skipti sér ekki af
feröum annarra.
Að sögn Friðjóns Guðröðarson-
ar, sýslumanns og formanns al-
mannavarnanefndar Rangár-
vallasýslu, var mikill viðbúnaður
á lögreglustöðinni á Hvolsvelli i
gærkvöldi. Einn jeppi var hafður
uppi viö Heklu og að auki voru 2
lögreglubílar á ferð um sýsluna.
Þá var almannavarnanefndin í
sambandi við Almannavarnir
ríkisins.
„I augnabikinu er þetta nú mest
fyrir augað og er ekki ógnandi
fyrir byggðina eða fólkið. Við
fylgjumst hins vegar vel með því
sem er að gerast og munum með-
al annars leita álits visinda-
manna á horfunum," sagði Frið-
jón á tíunda tímanum í gær-
kvöldi.
-kaa