Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 19
J FÖSTUDAGÚR 18. 'jÁnUAr' 1991. 19 Fréttir Sverrir Haraldsson, bóndi 1 Selsundi, næsta bæ við Heklu: Er alltaf log- andi hræddur um landið - segir gosið vera smámuni miðað við umbrotin 1947 Klukkan átján mínútur yfir fimm sá Sif litla „fallega rauöa skýið“. Hún er „gosstjórinn" á bænum og varö fyrst vör viö umbrotin. Eftir því sem vísindamennirnir segja hefur mökk- urinn á þeim tíma verið oröinn um tíu kílómetrar að hæö,“ sagði Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi, sem er næsti bær viö Heklu, í samtali viö DV í gærkyöldi. Margt var um manninn í Selsundi í gær eftir aö Hekla fór aö gjósa. Mikið var um gesti og kom fólk víös vegar að í heimsókn. Bærinn stendur rétt undir miklum hraunbakka sem stöðvaðist þarna eftir Heklugos fyrr á öldum. Enginn beygur var í fólki þótt drunur heyrðust í nágrenninu og Hekla spúöi glóandi hrauni upp úr margra kílómetra löngum sprung- um í nágrenninu. Aö sögn Svövu Guömundsdóttur húsfreyju var Heklugosiö í gær þaö fyrsta sem heimilisfólkið í Selsundi verður fyrst af öllum vart við. Höfum ekki séð þversprunguna áður Sverrir sagöi gosið vera svipað og þegar eldsumbrot voru í Heklu 1980. ,,í fyrstu sást bara mökkur koma upp úr éljabakka sem var að ganga yfir. Þá sáust engir eldár. En svo komu þeir nú íjótlega í ljós. Þá var mesta gosið uppi á háfjallinu - mest í svokölluðum Axlargig og reyndar eftir endilöngu fjallinu. Síðan virtist þetta dvína í háfjallinu en þá kvikn- aði á þessum ljósastjaka í suðvestur- átt. A svipuðum tíma sást einnig bjarmi í þversprungu sem liggur frá norðri til suðurs. Annars er ekki auðvelt að fullyrða um áttir í þessu sambandi - þetta er svo nýtt,“ sagði Sverrir. Hann sagði að eldarnir í gær hefðu fyrst komið upp í svokölluðum Axl- argíg sem hlóðst upp í stóra Heklu- gosinu árið 1947: „Aðalsprungan liggur meira eða minna eftir átta til tiu kílómetra kafla á endilöngum íjallshryggnum frá norðaustri til suðvesturs - það er hin heföbundna Heklugjá. En þetta nýja fyrirbæri, sem liggur frá norðri til suðurs, höfum við aldrei séð áður. Ég gæti trúað að súsprunga væri um þrír kílómetrar að lengd. Eldarnir voru mestir i Axlargígn- um, sem er stærðar fjall, og reyndar í toppnum líka. Annars sást aldrei vel upp vegna reykjarmakkar sem var þykkur í fyrstu. En það gaus greinilega eftir íjallinu endilöngu i byrjun. En það stóð ^kki lengi. Bólstrarnir sáust greinilega við topp- inn. Þegar næst birti upp milli élja virtist ekki vera gos á fjallinu, ekki einu sinni í Axlargígnum. En síðan fór að gjósa að sunnanverðu," sagði Sverrir. Hagstæð vindátt og hætta liðin hjá? ' Þegar DV ræddi við Sverri bónda, um klukkan ellefu í gærkvöldi, var suðvestanátt á svæðinu við Heklu: „Fyrir byggð hér sunnanlands er þetta afskaplega hagstæð vindátt. Fyrsta og alvarlegasta hættan ætti því að vera liðin hjá. Það er að segja ef ekki tekur sig upp eitthvert firna- gos. Vikurinn, sem kemur mest á fyrstu klukkutímunum, veldur yfir- leitt mesta tjóninu. Hann hefur hins vegar lagt yfir til norðurs en hallað sér yfir til norðvesturs seinna miðað við að það varð talsvert öskufall niðri í Búrfelli. Til að byrja með frétti ég aftur af öskufalli í Hrauneyjum," sagði Sverrir. „Þetta er orðið ásjálegt“ Á meðan blaðamaður DV spjallaði við Sverri inni í bifreið hans skammt frá bænum jókst umfang eldsum- brotanna í íjallinu greinilega. Bónd- inn sagði að hér væri um að ræða töluvert meira gos en 1980: „Sjáðu nú, þetta er orðið býsna ásjálegt. Fyrir miðju fjalli kemur feikilegur mökkur upp núna þó við sjáum ekki elda við hann - eldurinn er fyrir handan. Þetta er nærri því að vera í stefnu á Mundarfell þar sem gaus árið 1912,“ sagði Sverrir og var hinn kátastLmeð það sem fyrir augu bar. Aðspurður sagði hann að gosið væri ekkert á við eldsumbrotin árið 1947 sem hann upplifði. „Þeir sem muna það gos kalla þetta smámuni - ennþá að minnsta kosti. Ég vona bara að þetta gos veröi þann- ig áfram. En gosið 1947 var hrika- legt. Hraunið núna er eins og hvert annað sýnishorn miðað við þau um- brot, mikil skelfmg. Það sem helst situr eftir í minninu hjá mér er sá tími. Gosið hafði engar hörmungar í för með sér en maður er alltaf log- andi hræddur um landið sem maður hefur alið allan sinn aldur á. Það er þó gott að ef síöustu leifarnar af gras- lendi hafa fariö undir vikur á Land- mannaafrétti núna að ekki var búið að útrýma sauðfénu til að hægt sé að kenna því um það,“ sagði Sverrir Haraldsson. -ÓTT Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi, var hress í bragði þegar DV heim- sótti hann skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Hann upplifði Heklugosið sögulega árið 1947. Þrátt fyrir að gosið, sem hófst í gær, sé ekki mjög stórt af Heklugosi að vera segist Sverrir bera ugg i brjósti vegna landsins. DV-mynd GVA Þjóðleg freisting! Fjórða gos Heklu á öldinrd: Tengist ekki Suður- landsskjálftanum - segir Ragnar Stefánssonjarðskjálftafræðmgur „Það segir ekkert um Suður- landsskjálftann þótt Hekla sé farin aö gjósa svona oft og með svona stuttu millibili. Það þarf miklu meira til,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræöingur. Ragnar segir að ekki sé hægt að tengja Heklugos við Suðurlands- skjálftann nema að þvi leyti að þetta sé allt á sama kerfinu. „Inni á eldvirku svæðunum leysist þessi upphlaðna gliðnun og leysist upp tíðar á þeim svæðum. Þessi hreyf- ing flyst áfram og meðal annars niður á Suðurlandið en Suður- landið heldur þessu miklu lengur í sér. Við vitum í sjálfu sér ekki hvað það líður langur tími þangað til spennan hefur hlaðist nægilega mikið upp til að fara að brjóta þar, en það þarf miklu meira til að bijóta Suöurlandið heldur en berg- ið eða skorpuna á þessum eldvirku svæðum." -ns þORRA' matob Tilvalið fyrir hópa! Veitingahúsið Aðeins kr. 1.590,- AHANSEN Vesturgótu 4 (gegnt Strandgótu) s: 651130

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.