Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Síða 4
4 F9.^ypA9uif^,FEBRýARi9?^ Fréttir____________________________________________________________________________pv Stjóm Dagsbrúnar: Stuðningsmönnum haldin veisla á kostnað félagsins - svívirðilegt siðleysi, segir talsmaður mótframboðsins Nýkjörin stjóm Dagsbrúnar hélt sér og stuðningsmönnum sínum í nýafstöðnum kosningum, mikla veislú síðastliðinn föstudag. Sam- kvæmt heimildum DV mættu hátt í 70 manns til veislunnar og þáðu mat og drykk á kostnað félagsins. Engum úr mótframboðinu var boðið og hefur það vakið gremju meðal margra Dagsbrúnarfélaga. Halidór Björnsson, skrifstofustjóri og stjómarmaður í Dagsbrún, vildi sem minnst um þetta mál tala við DV. Hann kvað þessa samkomu hafa verið þorrablót stjórnar, stuðnings- manna hennar, starfsmanna og maka og að hvorki fjölmiðlum né öðrum kæmi við hvemig að henni var staðið. Aðspurður um hvort veislan hafi verið kostuö af Dagsbrún sagði hann að það kæmi engum við. „Ef B-listamenn vilja þjóna lund sinni með því að gera þetta tortryggi- legt með einhveijum óhróðri þá er þaö þeirra mál. Það er margt sem hundstungan fmnur í svona málum. Þeir geta bara skemmt sér sjálfir ef þeir vilja. Ég vil ekkert meira um þetta mál segja. Þetta kemur engum við.“ Aö sögn Ólafs Ólafssonar, gjald- kera stjómar, er honum alls ókunn- ugt um hve hár kostnaður félagsins var vegna þessarar veislu. Aðspurð- ur um hvers vegna engum úr mót- framboðinu var boðið vildi hann ekki nefna neina skýringu. Hann sagði hins vegar að á stjómarfundi nýver- ið hefði verið ákveöið að halda árlega eina veislu fyrir trúnaðarmannaráð félagsins. í þær veislur væru mót- framhoðsmenn velkomnir. Jóhannes Sigursveinsson, einn af aðstandendum mótframboðsins, sagðist vera síður en svo svekktur yfir því að honum og félögum hans hafi ekki verið boðið til veislunnar. Hins vegar finnst honum óeðlilegt að stjórnin geti að geðþótta ráðstafað fjármunum félagsins til að hampa eigin stuðningsmönnum. Hann segir ljóst að mótframboðsmenn muni fara fram á skýr svör frá stjórninni um þetta mál en kveðst þó ekki eiga von á að hún verði við því. í svipaðan streng tók Þórir Karl Jónasson sem var kosningastjóri mótframboðsins. „Ef það reynist rétt aö stjómin hafi misnotað fiármuni félagsins með þessum hætti þá er hér um að ræða svívirðilegt siðleysi. Ekki dregur það úr skömm þessara manna að í nýafstaðinni kosninga- baráttu héldu þeir því fram að okkur væri ekki treystandi fyrir fiármun- um félagsins." -kaa Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða, og Sigurður Skagfjörð hjá Flug- leiðum hf. undirrita samning um fimm þúsund flugmiða fyrir launþegasam- tökin i áætlunarflugi Flugleíða hf. í sumar. DV-mynd BG Ódýrar sumarferðir: Launþegasamtökin kaupa f imm þúsund flugmiða af Flugleiðum Undirritaður hefur verið samning- ur milli Flugleiða hf. annars vegar og Samvinnuferða hins vegar, fyrir hönd stærstu launþegasamtaka landsins, um fimm þúsund sæti í áætlunarflugi Flugleiða til ellefu áætlunarstaða í sumar. Þau launþegasamtök, sem að samningnum standa, eru Alþýðu- sambandiö, BSRB, Verslunarmanna- félag Reykjavíkur, Samband ís- lenskra bankamanna, Kennarasam- bandiö, BHMR og Farmanna- og fiskimannasambandið. Þessir flugmiðar verða seldir mjög ódýrt og hefst sala þeirra í lok febrú- ar. -S.dór Verð á fiskmörkuðum ytra sveiflast: Það er eins og loftvogin ráði verðlaginu Gámasölur í Englandi Sundurliðun eftir tegundum Selt magn kg Verðí erl. mynt Meðalverð kg Söluverðísl. kr. Kr. kg Þorskur 326.540,00 391.759,90 1,20 41.963.244,62 128,51 Ýsa 130.880,00 230.270,80 1,76 24.662.731,54 188,44 Ufsi 11.347,50 8.809,80 0,78 943.308,01 83,13 Karfi 10.795,00 8.917,00 0,83 955.233,03 88,49 Koií 31.280,00 48.392,00 1,55 5.181.770,22 165,66 Grálúða 26.395,00 33.484,00 1,27 3.588.217,38 135,94 Blandað 62.470,00 74.918,94 1,20 8.024.409,25 128,45 Samtals 599.707,50 796.552,44 1,33 85.318.914,04 142,27 Fiskmarkaðurinn erlendis hefur sveiflast eins og loftvogin ráði verð- laginu. í síðustu viku varð verðfall vegna offramboðs á mörkuðunum. Á íslandsmiðum hefur verið einstak- lega mikil ótíð og merkilegt að skipin skuli ljúka veiðiferðum með sæmi- legan afla. í svona tíðarfari sannast hvað togaramir eru traust og góð skip sem færa björg í bú hvernig sem veðurguðimir láta. Hér á eftir verða tíundaðar sölur skipa síðustu viku og það sem af er þessari: Bv. Sléttanes seldi í Bremerhaven alls 150 lestir fyrir 10 milljónir kr. Meðalverð var 67,05 kr. kg. Uppistaö- an í aflanum var karfi sem seldist á 72,99 kr. kg. Bv. Otto Wathne seldi afla sinn í Grimsby, alls 118 tonn fyrir 13,9 milljónir kr. Meðalverð 118,34 kr. kg. Bv. Rán seldi í Bremerhaven 192 lestir fyrir 11,7 milljónir kr. Meðal- verð var 61,90 kr. kg. Verðlagning á bræðslufiski í Noregi Norges sildersalgslag hefur samið um bræðslufiskverðið fyrir árið 1991. Náðst hefur samkomulag við Lands- samband fiskinfiölsframleiðenda um eftirfarandi verð: Vetrarloðna.......3772 kr. tonnið ískóð...............2536 kr. tonnið Sandsfli..........4426 kr. tonnið Spærlingur........4295 kr. tonnið Brislingur........4809 kr. tonnið Sfld..............4896 kr. tonnið Makríll F1/7 .......5848 kr. tonnið Makrfll E1/7......5046 kr. tonnið Hestamakrfll......4372 kr. tonnið Auk þessa verðs em uppbætur sem em misjafnar eftir tegundum. Þar aö auki kemur svo flutningatillegg sem hefst eftir 50 mílna siglingu til hafnar. Lófótur Draumabyijun, segja fiskimenn- imir við Lófót. Þeir netabátar, sem höfðu lagt net sín fyrir mánaðamótin janúar-frebrúar, hafa fengið góðan afla. Mest er um smærri báta á veið- um við Lófót en þeir hafa fengiö góð- an afla að eigin mati, 1300-1700 kg. í róðri. Veiðin er í útjaöri á „Röst“. Stór og góður þorskur fæst þar. Stærsta löndunin Ms. Gerd Mare landaði 20.000 hektólítrum í fyrstu veiðiferðinni. Aldrei hefur stærri farmur komið úr einu skipi. Loðnan fékkst á Nord- kapp-bankanum. Ástralía 174 indónesískir fiskimenn hafa verið teknir til fanga vegna óleyfi- legra veiða við Ástralíu. Það sem fiskimennimir ásælast svo nfiög er verðmikill skelfiskur. Síðan um Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson miðjan desember hafa verið tekin 13 skip við veiðar í Timor-flóa. Menn- imir em fátækir og geta ekki borgað sektir og því em þeir dæmdir til fang- elsisvistar og bátamir geröir upp- tækir og brenndir því þeir em ekki taldir haffærir samkvæmt áströlsk- um reglum. Það er lítið sem Ástralar geta gert til að stöðva veiðamar. Á hverju ári er tekinn fiöldi fiskibáta. Fiskimenn- imir sækja á umrædd mið og hafa verið stundaðar þama veiðar um áraraðir. Þeim þykir borga sig að taka þá áhættu, sem þessum veiðum fylgir, því þeir fá oftast í einni veiöi- ferð, ef hún lukkast, árstekjur á móti veiðunum á heimamiðum. Fyrir Ástrala er það neyðarúrræöi að taka menn og skip því eftir kostnaðinn við fangelsisvistina verða þeir að senda menn heim og bera af því kostnaðinn. Mílanó: Fiskneysla mun aukast Að undanfómu hefur fólk aöallega rætt um Persaflóastríðið. í útvarpi og sjónvarpi er vart um annað talað. Fiskkaupmenn segja að ekki sé gott að segja hvaða áhrif það hafi á fisk- verslunina og það komi ekki í ljós fyrr en fram líða stundir. Aðalspum- ingin er hvað stríðið veröur langt. Janúarmánuður er veifiulega fremur slakur mánuöur í fisksölunni. Vel má hugsa sér að áhrif stríösins komi fram þegar liöur á febrúar. Þegar stríðið braust út fór fólk að hamstra og var það aðalega pasta og matarol- ía. Blööin hafa sagt frá því að götur séu mannlausar, á flugvöllunum sjá- ist enginn maður og veitingahúsin séu mannlaus. Fólk fer ekki í ferða- lög, það situr heima og fylgist með sjónvarpsfréttum. Menn hræðast hermdarverk. Þetta allt hefur áhrif á viðskiptin. Eiginveiði Alls veiddu ítalir 430.000 tonn áriö 1990 sem skiptast í margar tegundir (uppl. Largo Donsumo). 50% veiðast í Ádríahafinu. Útflutningur er aðal- lega urriði sem seldur er til Frakk- lands, áll til Tyrklands og sketfiskur til Spánar. Áukin framleiðsla á urriða hefur valdið því að veröið hefur fallið nfiög og er nú líkt og á öðmm bolfiski. Neysla Árið 1990 var neysla 15 kg á mann en 1988 var hún 11,5 kg og 1980 var hún 8,8 kg á mann. Fiskneyslan er í öram vexti en þó er mikill munur á neyslunni á Suður-Ítalíu og norður frá. Á Norður-Ítalíu er miklu meiri kaupmáttur og neyslan suður frá er mest þar sem eldisstöðvamar em. Neysla frystivara Breytingar á neysluvenjum telja menn að séu aðallega af því að konur em nú miklu meira á vinnumark- aðnum'en var. Nú vilja þær fá til- búna rétti sem hægt er að sefia í ör- bylgjuofninn og að það taki sem allra stystan tíma að elda. Flestir stór- markaðir em nú komnir með fisk- búðir. Flestir stórmarkaðir, sem selja fisk, em í nágrenni Mflanó og sem dæmi má nefna að 21 stórmark- aður heyrir undir sömu eigendur sem kaupa beint frá söluaðflum. Framtíöin Allt bendir til þess aö fiskneysla aukist í framtíðinni, ekki síst vegna þess hve mikill áróður er fyrir fisk- neyslu vegna hollustu. Búist er við að stórmarkaðirnir auglýsi mikið á næstunni. Nú er fiskur pakkaður í mjög fallegar pakkningar og upp- skriftir á bakhliðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.