Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Page 15
15 FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1991. Farísear nútímans .. ógeðfellt að prestastéttin, sem ég kalla oft „bræðralag svörtu hemp- unnar“, skuli nota nafn og kenningar fræðarans í hræðslu- og skelfingar- boðskap sínum ...“ í DV 26/1 síðastliðinn birtist við- tal við sr. Jónas Gíslason, vígslu- biskup og prófessor við guðfræði- deild Háskóla íslands. Það vakti undrun mína hversu djúpstætt hat- ur hann virðist bera til samferða- manna sinna, þ.e.a.s. þeirra sem eru frjálsir undan blekkingu kirkjulegs valds og þeirra embætt- ismanna ríkisins sem dulbúa sig sem fulltrúa Krists. Það fyrsta sem kom upp í huga minn eftir að hafa lesið viðtaiið var orðið farísei, orðið farísei þýðir trú- arhræsnari eða maður sem bindur sig við trúarkreddur fremur en raunverulega lifandi trú og álítur sig yfir aðra menn hafinn. Dregur það versta fram Það viröist vera margt sameigin- legt með faríseum, fræðimönnum og prestur Nýja testamentisins og prestum nútímans ef marka má þau orð sem sr. Jónas lætur frá sér fara í áðumefndu viðtali í DV þar sem hann dæmir alla menn, sem ekki nota siðakerfi kirkjunnar og staðnaðar kennisetningar í leit sinni að friði og kærleika, sem heiðingja og boðbera villutrúar. Það er umhugsunarefni að það var prestastéttin sem lét taka Jesú af lifi á krossinum vegna þess að hann hirti ekki um vald stéttarinn- ar og kenndi mönnum óttalaust um guðsríki hið innra með okkur. Það er nánast ógeðfellt að prestastéttin, KjaJlarirm Ólafur Ragnarsson tónlistarmaður og útgefandi sem ég kalla oft „bræðralag svörtu hempunnar", skuh nota nafn og kenningar fræðarans í hræðslu- og skelfingarboðskap sínum, eins og sr. Jónas gerir í viðtahnu, þar sem hann hkir sannleiksleitendum við það óhamingjusama fólk sem í fá- fræði sinni ákahar ímynd djöfuls- ins. Hann dregur fram það versta sem birtist í trúarlífi fólks og dæmir aha sem ekki eru leiðitamir undir leiðsögn hans og hans líka undir sama hatt. Að eltast við drauga Það er ánægjulegt að almenning- ur skuh vera farinn að finna hjá sér þörf til að leita eftir því góða og sanna í lífinu, að hann finni að friður, kærleikur og bræðralag er óháð blessun prestastéttarinnar. Sr. Jónas segir í viðtalinu: „að á þeim áratug, sem framundan er áður en fagnað verður 1000 ára af- mæh kristnitöku á íslandi, muni íslenska þjóðkirkjan kappkosta að koma á efhngu safnaðarlífs og það sé hennar baráttuaðferð gegn ný- aldarsinnum". Þarna sjáum við hvað kirkjan hyggst gera á næstunni, hún ætlar ekki að fræða og upplýsa mennina heldur ætlar hún að eltast við drauga, og verði henni að góðu, því við mennimir munum lifa ham- ingjusamir með sannleikann í friði á meðan hún eltist við skuggann af sjálfri sér. Af ávöxtunum... Að lokum vil ég beina máh mínu til samferðamanna minna: Verum staðföst og óttumst ekki hræðslu- boðskap nokkurs manns. Við get- um treyst anda sannleikans sem blæs í brjósti okkar og veitir okkur lifandi leiðsögn. Alhr upplýstir synir ljóssins og sannleikans hafa borið þessu vitni og leiðbeint okkur til guðsríkis innra með okkur óháð trúarbrögðum. Fyrir þann vitnisburð hafa marg- ir þeirra verið líflátnir af ráðandi veraldlegum valdhöfum sem hafa afsakað verknað sinn í þágu trúar sinnar. Það eru þeir sem hafa valið hásætið í samkundum og til þeirra leita þeirra líkar. - Af ávöxtum gerða þeirra skulum við þekkja þá. Ólafur Ragnarsson „Það er umhugsunarefni að það var prestastéttin sem lét taka Jesú af lífi á krossinum vegna þess að hann hirti ekki um vald stéttarinnar.. Er ísland aðili að stríði eða ekki? Á að skýra atburði sem við sjáum á sjónvarpsskerminum frá átakasvæð- unum við Persaflóa sem stríðsleik sem komi okkur ekki við? I Þingsjá mánudagskvöldið 28. janúar síðasthðinn var sýnt frá því þegar Kristín Einarsdóttir Kvenna- lista, hóf umræðu utan dagskrár. Ástæðan var spurning frá Kristínu, sem beint var th forsætisráðherra og utanríkisráðherra, og var efn- islega hvort ísland yrði sjálfkrafa aðih að Persaflóastríðinu ef írakar réðust á Tyrki. Rugluð siðgæðisvitund Svör ráðherranna vöktu sannar- lega athygh mína. Það er aldeihs ótrúlegt að æðstu ráðamenn þjóðar- innar skuh leyfa sér að bera fram annað eins rugl og þama var gert. Hvemig samræmastþær fuhyrðing- ar í máh þeirra að Island eigi ekki aðild að Persaílóastríðinu og hins vegar að ísland sem aðildarríki að Sameinuðu þjóðunum sé skuldbund- ið samkvæmt samþykktmn til að styðja ákvarðanir Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna eftir getu og vilja við framkvæmd samþykktanna? Skilaboðin, sem almenningur fær gegnum fjölmiðla, eru þau að Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt að Kúvæt skyldi „frels- að“ undan írökum og þeim skipað að yfirgefa Kúvæt, að öðrum kosti myndu Bandaríkjamenn og Bretar hefja loftárásir í írak. Þar sem írak- ar virtu að vettugi þessa skipun er nú hafin blóðug styijöld við þá þar sem líf og framtíð barna, kvenna og karla er greinhega ekki það sem máh skiptir. Stofnun sem ísland er aðih að og hefur það í reglugerðum sínum að aðildarríki sömu stofnunar séu skuldbundin til að styðja ákvarð- anir sem þar eru teknar, tók ákvörðun, sem leiddi th þess að aðhdarríki hennar hófu stríð gegn írökum. Annað verður ekki skihð af umfjöllun íjölmiðla um máhð. KjaUaiinn Ragnhildur Eggertsdóttir verslunarkona og skipar 3. sætið á framboðslista Kvenna- listans í Reykjaneskjördæmi Hvernig getur ísland sem aðild- arríki að Sameinuðu þjóðunum ekki verið ábyrgt fyrir þessum framkvæmdum? Hvar og hvenær hefur ísland sem ríki lýst andstöðu sinni við Persa- flóastríðið? Halda þessir tveir ráðherrar að siðgæðisvitund íslensks almenn- ings sé jafnrugluð og þeirra eigin virðist vera í þessu máh? Eða er svona þvæla skjöldur til að skýla sér á bak við og firra sig ábyrgð þegar henta þykir? Hvort heldur sem er er augljóst að þeir áhta ís- lenskan almenning annaðhvort ekki þess umkominn vitsmunalega að sjá í gegnum svör þeirra eða hreinlega láti þetta stríð ekki koma sér við, frekar en þeir virðast sjálf- ir gera. Þingheimi skemmt Þegar Kristín sagði réttilega að ofbeldi gegn ofbeldi yrði aldrei lausn th friðar, hvort heldur sem væri í styijöld eða samskiptum bama, kallaði einn þingmaður ut- an úr sal hvort ekki ætti að refsa nauðgurum! Kristín svaraði að þeim væri ekki refsaö með sömu aðferðum og þeir nota sjálfir þegar þeir bijóta af sér. Þetta svar Kristínar ákváðu „hú- moristar“ meðal þingmanna 'að misskhja svo að úr varð mikil kátína og hjartanleg hlátrasköll. Stríð og nauðgarar eru að þeirra mati greinhega ekki svo óhuggu- legar staðreyndir að ekki megi finna einhveija skemmthega hhð á. Mér er spurn, hvað var svona fyndið? Hverju svörum við börnum okkar? Er það virkilega svo að á Alþingi séu menn, sem skilja ekki hvers konar fyrirmyndir við erum börn- um okkar með aðhd að þessu stríði, hvort heldur sú aðhd er bein eða óbein? (Undirrituð sér reyndar engan mun þar á). Eigum við e.t.v. að skhgreina fyr- ir börnum okkar að það sem þau heyra í útvarpi og sjá á sjónvarps- skerminum frá átakasvæðinu við Persaflóa sé einhvers konar stríðs- leikur sem komi okkur á íslandi ekkert við? Eða eigum við að segja þeim að það sé göfugt hlutverk að vera her- maður, sem vinnur fyrir kaupinu sínu með þvi að taka þátt í stríði og drepa eða hmlesta börn, konur og karla? Þessum spumingum verður lík- lega hver og einn að svara sjálfum sér, svaranna er greinhega ekki að vænta frá þeim sém ráða á íslandi í dag. Island boðberi friðar Ég vona bara að aldrei komi til þess að ungt fólk á íslandi fái það þernaðaruppeldi sem þeir ungu menn hafa fengið er við höfum heyrt og séð undanfarið lýsa því yfir að þeir séu glaðir yfir að fá loksins tækifæri th að vinna fyrir launum sínum með því að taka þátt í stríði. ísland á að vera boð- beri friðar í heiminum. íslendingar sem þjóð, er aldrei hefur staðið í fremstu víglínu styij- aldar, en hefur ógnir hennar og skelfingu fyrir framan augu og eyru nú daglega, ættu að kunna að meta og virða hve mikh gæfa það er að fá að lifa í friði í eigin landi hvar sem er í heiminum. Stríð, með þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefur í för með sér, á aldrei rétt á sér. Ragnhildur Eggertsdóttir „Hvernig getur Island sem aðildarríki að Sameinuðu þjóðunum ekki verið ábyrgt fyrir þessum framkvæmdum? Hvar og hvenær hefur ísland sem ríki lýst andstöðu sinni við Persaflóastríð- ið?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.