Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991. Ullönd LosAngeles: Fyrsta lögreglu- konanfellur í fyrsta sinn í sögu lögreglunnar í Los Angeles féll lögreglukona fyrir kúlum byssumanna í gær. Lögreglan var stofnuö fyrir 138 árum og hin síðari ár hafa konur verið íjölmennar í lögregluliðinu en ávallt sloppið lifandi frá störf- um sínum. Alvarlegir giæpir eru tíðir í borginni og lögreglumenn í stöðugri' hættu. Konan, sem féll nú, hét Tina Kerbrat og var 34 ára gömul, tveggja barna móðir. Hún varð fyrir skotum úr öflugri skamm- byssu þegar hún þurfti að hafa afskipti af tveimur drukkunum mönnum. Lögreglumenn í Los Angeles hafa brugðist harkalega við þessu atviki og segja að félagi þeirra hafx verið myrtur í fullkomnu til- gangsleysi. Tilræðismaðurínn hét Jose Amaya, ólöglegur inn- flytjandi frá E1 Salvador. Hann var skotinn til bana eftir tilræðið. Reutcr Umsóknum EB-aðildfyrir sumarfrí Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Sten Andersson, staðfesti í gær að sænska stjórnin hefði í hyggju að sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu, EB, fyrir sumar- leyfi eða þegar ljóst væri hvernig samningar EB og EFTA um sam- eiginiegt evrópskt efnahagssvæði litu út. Andersson lagði á það áherslu að undirritun slíkra samninga þyrfti ekki að vera lokið þegar Svíar sæktu um EB-aðild. Hann vísaði á bug hugmyndinni um sameiginlega umsókn Norður- landanna að aðild að EB en mælti jafnframt með því að Norðurlönd sameinuðust í afstöðu sinni til bandalagsins. tt Sovétmenn reknirfráSví- þjóðvegna meintranjósna Nokkrir sovéskir ríkisborgarar verða innan skamms reknir frá Svíþjóð. Þeir eru sakaðir um njósnir fyrir GRU, leyniþjónustu sovéska hersins, að því er sænska ríkisútvarpið greindi frá í gær. Meðal þeirra sem reknir verða eru nokkrír stjórnarerindrekar. Sænsk yfirvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið. í utanríkisráðu- neytinu og hjá lögreglunni segj- ast menn aldrei hafa heyrt talað um málið en haft er eftir embætt- ismanni að þó svo að fréttin væri rétt myndu menn ekki tjá sig um hana vegna þess aö enn hefði ekki verið gripið til aðgerða gegn Sqvétmönnunum. í desember síðastliðnum voru' þrír sovéskir ríkisborgarar rekn- ir frá Svíþjóð vegna meintra njósna. TT Fomleifafræðingar: Fundu millj- arðaíjörðu ETreskir fornleifafræðingar hafa fundið guU- og silfursjóð sem þeir segja að sé um tvö þúsund ára gamall. Þeir segja að verðmæti sjóðsins geti munið um 20 milljón pundum. Það er vel á annan millj- arö af íslenskum krónum. Fomleifafræðingarnir hafa þegar hreinsað um 50 skartgripi úr sjóðnum. Samtals vega þeir um 25 kíló. Sjóöurinn fannst á ónefndum stað nærri Norfolk á Austur-Englandi. Jarð- skjálftar tóku þung an toll á síð asta ári Nærri lætur að jafnmargir hafi farist á síðasta ári vegna jarð- skjálfta á okkar hvikulu jörð og fórust næstu tíu ár á undan. Mest munar um að 50 þúsund menn létust þegar jörð skalf í Iran. Þegar búiö er að gera upp dauðsfóll vegna jarðskjálfta á síð- asta ári hafa 52 menn látist þá en ríflega 57 þúsund á árunum 1980 ti 1989. Mannfellir i jaröskjálftum nú er þó hvergi nærri sambæri- legur við það sem varð árið 1976 í Kína þegar nokkur hundruð þúsund menn létu lífið. Þrátt fyrir að margir létu lífið á síðasta ári þá voru jarðskjálftar ekki til muna fleiri en áður. Skráðir voru sextíu og átta stórir skjálftar á síöasta ári, átta fleiri en árið áöur. Reuter Sovétmenn í greiðslu þrot fyrir lok ársins Sovétmenn lenda í vandræðum með að greiða erlendar skuldir sínar þegar á þessu ári að mati embætt- ismanna í bandaríska utanríkisráðu- neytinu. Ástæðan er að efnahag landsins hnignar jafnt og þétt þrátt fyrir tilraunir til að auka framleiðsl- una. „Við gerum fastlega ráð fyrir að Sovétmenn lendi í erfiðleikum á þessu ári vegna erlendra skulda. Miklar skuldir falla á gjalddaga síðar á árinu og enda í vanskilum ef þeim tekst ekki að fá gjaldfrest," sagði einn embættismaðurinn í ráöuneytinu. í nýgerðum fjárlögum í Sovétríkj- unum er gert ráö fyrir að erlendar skuldir fari ekki fram úr 70 milljörð- um Bandaríkjadala. Hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum er sagt að Sovét- menn hafi þegar á síðasta ári veriö með um 60 milljarða dala af erlend- um skuldum á herðunum og þörfin fyrir lánsfé er mikil og fer vaxandi. Á síðasta ári fóru Sovétmenn að tefla greiðslur á skuldum til fyrir- tækja og sjóða í Evrópu. Þetta virðist gert samkvæmt skipulagi og nú eru um 10 milljarðar dala í vanskilum. Nokkrir bankar í Evrópu neita að lána sovéskum fyrirtækjum meira fé nema til komi ábyrgðir frá ríkinu. Efnahagsvandræöin valda því að samningsstaða Sovétríkjanna í ýms- um alþjóðamálum fer mjög versnadi. Þeir eru efnahagslega háðir við- skiptavinum sínum og verða að semja um vangoldnar skuldir á sama tíma og þeir reyna að halda samn- ingsstöðu sinni á öðrum sviöum. Dick Cheney, varnarmálaráöherra Bandaríkjanna, hefur síðustu daga minnt á hve erfitt efnahagsástandið sé í Sovétríkjunum og sagt að það hafi ekki verið verra síöustu 50 árin og fari versnandi. „Mér er ljóst aö efnahagur Sovét- ríkjanna er að hruni kominn. Spurn- ingin er aðeins um hve ör samdrátt- urinn verður,“ sagði Cheney í skýrslu sem hann gaf bandarískri þingnefnd fyrir helgi. Reuter John Major forsætisráðherra gæti boðaó til kosninga í vor. Símamyhd Reuter Boðar Major til kosninga í vor? í Bretlandi eru taldar miklar likur á að John Major forsætis- ráðherra boði til kosninga í vor, árið áður en kjörtímabilið rennxu- út. Mjaor nýtur nú mikilla vin- sælda vegna einarðrar afstöðu í Persaflóadeilxmni og vegna ró- semi í kjölfar tilræðis við hann og breska stríðsráðuneytið í síð- ustu viku. Major hetúr þó ekkert látið uppi um áform sín og í nýlegu útvarps- viðtali sagðist hann ekki hafa hugleitt málið, hvað þá að ákveð- iö væri að boða til kosninga. Stjómmálaskýrendur hafa þó fengiö augastaö á maímánuði sem væntanlegum kosningamán- uði. Það er einkum slakur efnahag- ur Breta sem rekur á eftir Major að boða til kosninga. Hann verð- ur að treysta á vinsældirnar vegna Persaflóadeilunnar til aö ná kjöri. Verði deilunni lokiö löngu fyrir kosningar er eins víst að Verkamannaflokkurinn fari með sigur af hólmi. Reuter Breska konungsfl ölskyldan svarar gagnrýni: Heimsótti fjöldaher- „Allir í konungsljölskyldunni eru mjög stoltir af því sem hermenn okk- ar eru að gera við Persaflóann. Eng- inn ætti að efast um heilindi þeirra,“ sagði John Major, forsætisráðherra Breta, í ávarpi til breskar herdeildar í kjölfar mikillar gagnrýni sem kóngafólkið hefur hlotið þar síðustu daga fyrir léttúð á stríðstímum. Major tók þegar í stað upp hansk- ann fyrir konungsfjölskylduna á sama tíma og þau konungbornu þustu til og tóku að heimsækja her- bækistöðvar og hergagnaverksmiðj- ur. Bretar virðast hafa tekið sitt fólk í sátt en áður höfðu skoðanakannan- ir sýnt að um 80% þjóðarinnar höfðu megnustu fyrirlitningu á ábyrgðar- leysi aðalsins. Dagana áður en gagnrýnin braust út höfðu birst rnyndir af fólki úr kon- ungsfjölskyndunni í golfi eða á skíð- um og nokkir karlanna höfðu ekki annað betra að gera en að stunda skotveiðar. Ritstjóri The Sunday Times reið á vaðið og gagnrýndi fjöl- skylduna harkálega í leiðara og slúð- urblöðin fylgu í kjölfarið með ítarleg- um lýsingum á áhyggjulausu lífi unglinganna í fjölskyldunni meðan jafnaldrar þeirra voru að berjast fyr- ir föðurlandið. í kjölfarið lét Elísabet drottning út ganga lista um heimsóknir ættingja hennar til ýmissa staða þar sem her- menn voru að verki. Sagt var að þess- ar heimsóknir væru lögnu ákveðnar en fáir leggja trúnað á það. Karl prins og Díana, kona hans, heimsóttu flotastöðina í Plymouth. Anna, systir Karls, heilsaði upp á breska hermenn í Þýskalandi og Filippus, faðir þeirra, lagði á sig hættuför til Norður-írlands. Díana prinsessa lék á als oddi í herstöðinni í Plymouth. Hún kom þar ásamt Karli, manni sínurn. Simamynd Reuter Blöðin í Bretlandi hafa tekið „sókn konungsherdeildarinnar" vel. Her- mennirnir gerðu líka heimsóknir kóngafólksins góðar og sjóliði nokk- ur í Plymouth sögðu að það væri heiður að fá að heilsa upp á prinsinn og konu hans. Reuter stöðva í skyndi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.