Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Qupperneq 31
ÞRIÐJUDAGIJR 12. FEBRÚAR 1991.
31
Fréttir
Ólafur Ragnar gagnrýnir Rikisendurskoðun vegna Þormóðs rarrnna:
Stof nunin er ekki
með á nótunum
„Framsetning mín mun leiða í
ljós að Ríkisendurskoðun ruglar
saman grundvallarhugtökum í
reikningsskilum og mati á eignum.
í öðru lagi mun koma í ljós að Rík-
isendurskoðun valdi forsendur
með þeim hætti að hún fékk aðeins
eina tölu. Annað val á forsendum,
sem hefði að öllu leyti verið eðli-
legra, hefði gjörbreytt niðurstöð-
unum á þann hátt að í stað þess
að Ríkisendurskoðun hefði fengið
útkomu yfir söluverðinu hefði út-
koman verið langt undir söluverð-
inu. í þriðja lagi mun ég leiða í ljós
að þær arðsemiskröfur sem Ríkis-
endurskoðun gerir í þessu mati eru
í engu samræmi við það sem fræöi-
menn hérlendis og erlendis telja
rétt,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra í upphafi
ræðu sinnar utan dagskrár á Al-
þingi um málefni Þormóðs ramma.
Ráðherrann talaði í sjö stundar-
fjórðunga. Lýsti hann gangi mála
við sölu á hlutabréfum ríkisins í
Þormóði ramma. Gagnrýndi hann
mjög vinnubrögð Ríkisendurskoð-
unar og þær forsendur sem stofn-
unin gaf sér, meðal annars að miða
við tölu um framlegð fyrirtækisins
á einu ári í stað meðaltalsframlegð-
ar þriggja ára og að líkja ávöxtun-
arkröfu við kaup á hlutabréfum í
áhætturekstri við ávöxtun spari-
skírteina ríkissjóðs. „Það staðfestir
aðeins að stofnunin er ekki með á
nótunum,“ sagði ráðherrann.
Sagði hann firru að hann hefði
gefið fyrirtækið og eins firru að það
hefði verið selt flokksgæðingum
hans.
Páll Pétursson sagði ráöherrann
hafa vaðið elginn með ósannind-
um. Væri ráöherrann að drepa
málinu á dreif og hefði hann ekki
hrakið eitt einasta atriði í skýrslum
Ríkisendurskoðunar um Þormóð
ramma. Ekki hefði verið óeðlilegt
að miða við einn punkt, nóvember
1990, þegar framlegð fyrirtækisins
var tekin í útreikninga á verðgildi
hlutabréfa ríkisins. Hafi fyrirtækið
þá þegar verið „læknað" með þátt-
töku ríkisins og skilaði arði. Sagð-
ist Páll bera fyllsta traust til Ríkis-
endurskoðunar.
„Ranglega hefur verið staöið að
sölunni á Þormóði ramma og stór-
kostlega misfarið með hagsmuni
almennings. Svikamylla var sett í
gang til að umbuna fjölskyldu sem
fjármálaráðherra hefur velþóknun
á,“ sagði Páll.
Pálmi Jónsson sagðist einnig
bera fyllst traust til Ríkisendur-
skoðunar. Lagði hann áherslu á að
ekki hefði verið tekið tillit til fjölda
skilmála sem þingmenn kjördæm-
isins settu fram, utan eins. Hafi
ekki verið haft samráð við þá um
sölunaáÞormóðiramma. -hlh
Veður
Vestanlands verður víðast suðvestangola og skýjað,
smáskúrir á stöku stað i fyrstu en vaxandi suðaustan-
átt i kvöld og nótt og fer að rigna með morgninum.
Norðanlands og austan verður hæg suðvestlæg átt
og bjart veður að mestu, en þó skýjað á Austfjörðum
fram eftir degi. Hiti breytist lítið.
Akureyri skýjað 1
Egilsstaðir skýjað 0
Hjarðarnes skýjað 1
Kefla vikurflug völlur skúr 3
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 0
Raufarhöfn léttskýjað -2
Reykjavik skúr 2
Vestmannaeyjar skúr 4
Bergen snjókoma -5
Helsinki snjókoma -14
Kaupmannahöfn snjókoma -3
Úsló skýjað -9
Stokkhólmur snjókoma -6
Gengið
Gengisskráning nr. 29. -12. febrúar 1991 kl. 9.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 53,490 53,650 54,690
Pund 106,737 107,056 107,354
Kan. dollar 46,346 46,484 47,027
Dönsk kr. 9,5903 9,6190 9,5553
Norsk kr. 9,4264 9,4546 9,4034
Sænsk kr. 9,8129 9,8422 9,8416
Fi. mark 15,1465 15,1918 15,1896
Fra. franki 10,8323 10,8647 10,8260
Belg. franki 1,7941 1,7994 1,7858
Sviss. franki 43,1023 43,2313 43,4134
Holl. gyllini 32,7787 32,8768 32,6361
Þýskt mark 36,9406 37,0511 36,8023
It. líra 0,04905 0,04920 0,04896
Aust. sch. 5,2518 5,2676 5,2287
Port. escudo 0,4181 0,4193 0,4153
Spá. peseti 0.5860 0,5877 0,5855
Jap. yen 0,41770 0,41894 0,41355
írskt pund 98,168 98,461 98,073
SDR 77,9462 78.1793 78,4823
ECU 75,8248 76,0516 75,7921
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Nýtt ráðhús
í Búðahreppi
Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Fyrsti fundur hreppsnefndar
Búðahrepps í nýju ráðhúsi var hald-
inn þriðjudaginn ð.febrúar. Búða-
hreppur hefur selt ríkinu ráðhúsið
sem er við Skólaveg. Þar verður lög-
reglustöð á efri hæðinni en hún hefur
verið í óviðunandi húsnæöi á neðri
hæð hússins.
Skrifstofur Búðahrepps eru nú í
DV-mynd Ægir
gamla læknisbústaðnum við Hafnar-
götu. Þar er búið að endurnýja allt á
miðhæð hússins. Margir bæjarbúar
mættu til að hlusta á umræður á
fyrsta fundinum í ráðhúsinu. Senni-
lega var það eitt mál sem dró svo að;
- álagning aðstöðugjalds á fiskverk-
un og útgerð, sem meirihluti fram-
sóknar hafði gert tillögu um. Gerði
svo breytingartillögu við hana sem
síðan var samþykkt.
Vestmannaeyingum fjölgaði um 100
- það er mesta fj ölgun á landinu utan höfuðborgarsvæðisins
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum:
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofunnar voru íbúar í Vest-
mannaeyjum 4.913 þann 1. desember
sl. og hafði fjölgað um 100 frá 1. des-
ember 1989. Þetta er 2,2% fjölgun sem
er með því mesta á landinu. Ef þessi
fjölgun heldur áfram ætti íbúatalan
að verða komin nokkuö yfir 5.000 í
lok þessa árs.
Frá 1. des. 1989 til 1. des. 1990 voru
aðfluttir 332 en brottfluttir 299 eða
fjölgun um 33. Mestu munar um fæð-
ingar umfram látna í fjölgun á árinu
því 93 böm fæddust en látnir voru
26. Þar munar 67 og samtals er fjölg-
unin því 100.
Þegar íbúatölurnar hér í Eyjum eru
skoðaðar nánar vekur athygli hve
miklu munar á fjölda karla og
kvenna. Karlar voru 2567 en konur
2346 eða 221 færri. Það er 5% af íbúa-
fjöldanum. Þetta er það eina nei-
kvæða en samkvæmt upplýsingum
Hagstofunnar er fjölgunin mest hér
á landinu af stöðum utan höfuð-
borgarsvæðisins.
Fjölirúðlar
Bandariskir framhaldsþættir,
sem tröUríða íslensku sjónvarps-
stöðvunum, eru langflestir hundó-
merkilegir og líkjast mjög hver öðr-
um, Gamanþættirnir eru yfirleitt
skámi, kannski aðallega vegna þess
að þeir eru helmingi styttri en hin-
ir. Tvær undantekningar eru þó frá
þessari lágkúru, Tvídrangar og
Simpson fjölskyldan.
Tvídrangar eru oft listilega vel
gerðir og þótt stundum verði
spennufall í flóknum söguþræðin-
um þá dettur hann aldrei niður í
neitt melódrama. Þættirnir eru
Grátt gaman
samt misjafnir að gæðum. Það held
ég hljóti að vera samdóma álit
þeirra sem fylgjast með að þeir eru
aldrei betri en þegar snilhngurinn
David Lyneh er við stjórnvöUnn.
Kemur þar vel í Ijós munurinn á
meðaljóni og séra Jóni.
Hin þáttaröðin er Simpsonfjöl-
skyldan sem nýlega hefur hafið
göngu sina í Sjónvarpinu. Er hér
um að ræða teiknimyndaseríu sem
farið hefur sigurför um hmn vest-
ræna heim aðundanfórnu. Vin-
sældir þessar er ekki hægt að skýra
á annan hátt en að almenningur sé
orðinn þreyttur á khsjukenndu
sjónvarpsefni sem verksmiðjufram-
leitt er í Hollywood. Simpson fjöl-
skyldan er ekki beint smáfríð og er
af lægstu gráðu i þjóðfélagsstigan-
um, lifirá „draslfæði" oghennar
uppáhaldsstaður er fyrir framan
sjónvarpið. Friður innan fiölskyld-
umiar er sjaldséður og ef einhver
fjölskyldumeðlima getur gert eitt-
hvað á hluta annars er það mikiU
sigur fyrh’ viðkomandi. Húmorinn
er samt mikill og stundum ádeUu-
kenndur. Hvort sem só ferskleiki er
einkennir Simpson-fjölskylduna
helst eða ekki þá er þessi óvenjulega
Qölskylda með allra hressustu dag-
skrárliðum sem sjónvarpsrásirnar
bjóðauppá.
Hilmar Karlsson
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
11. febrúar seldust alls 127,613 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meðal Lægsta Hæsta
Blandað 0,298 53,25 48,00 75,00
Gellur 0,068 335,00 335,00 335,00
Hrogn 0,717 235,60 100,00 315,00
Karfi 0,302 55,00 55,00 55,00
Keila 0,549 48,72 48,00 50,00
Langa 0,574 81,71 80,00 88,00
Lifur 0,094 12,61 10,00 15,00
Lúða 0,175 393,00 335,00 580,00
Rauðmagi 0,016 90,00 90,00 90,00
Skarkoli 1,556 71,84 69,00 77,00
Steinbítur 0,817 67,94 55,00 87,00
Tindabikkja 0,023 27,00 27,00 27,00
Þorskur, sl. 77,937 104,48 89.00 132,00
Þorskur, smár 0,348 100,00 100,00 100,00
Þorskur, ósl. 5,428 97,54 70,00 110,00
Ufsi 9,999 53,75 53,00 55,00
Undirmál. 5,732 92,19 80,00 94,00
Ýsa.sl. 15,974 112,47 85,00 121,00
Ýsa, ósl. 7,006 89,94 84,00 94,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
11. febrúar seldust alls 63,168 tonn.
Þorskur 30,881 108,26 89,00 119,00 .
Þorskur, ósl. 6,852 95,20 86,00 118,00
Þorskur, da. 1,207 82,00 82,00 82,00
Smáþorskur 5,779 92,71 91,00 95,00
Smáþorskur, ósl. 0,346 80,00 80,00 80,00
Ýsa 7,361 110,18 88,00 114,00
Ýsa, ósl. 4,231 92,77 75,00 96,00
Karfi 0,066 49,00 49,00 49,00
Ufsi 0,067 46,00 46,00 46,00
Steinbítur 0,615 65,31 65,00 66,00
Steinbítur, ósl. 1,819 62,38 54,00 72,00
Hlýri 0,069 71.00 71,00 71,00
Langa 0,108 75,00 75,00 75,00
Langa.ósl. 0,185 70,00 70,00 70.00
Lúða 0,407 358,77 300,00 415,00
Rauðm./grál. 1,227 51,60 50,00 59,00
Koli . 0,134 78,18 74,00 81,00
Lýsa, ósl. 0,065 72,00 72,00 72,00
Keila 0,167 51,00 51,00 51,00
Keila, ósl. 1,170 47,98 47,00 49,00
Hrogn 0,324 325,00 325,00 325,00
Kinnar 0,033 10,00 10,00 10,00
Blandað 0,051 23,00 23,00 23,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
11. febrúar seldust alls 226,501 tonn.
Þorskur 58,533 101,74 75,00 127,00
Þorskur, sl. 2,763 100,34 100,00 101,00
Þorskur, ósl. 44,990 104,26 75,00 127,00
Þorskur, dbl. 10,780 91,56 78,00 93,00
Ýsa 15,036 98,34 75,00 109,00
Ýsa, sl. 4,334 108,20 93,00 109,00
Ýsa, ósl. 10,702 94,34 75,00 103,00
Karfi 4,615 59,53 27,00 62,00
Ufsi 36,220 50,87 40,00 53,00
Steinbítur 3,455 68,55 60,00 70,00
Hlýri/steinb. 0,036 70,00 70,00 70,00
Langa 0,558 69,45 69,00 70,00
Lúða 0,250 401,07 200,00 500,00
Skarkoli 0,301 83,52 76,00 86,00
Skötuselur 0,081 200,00 200,00 200,00
Keila 0,490 51,49 51,00 52,00
Rauðmagi 0,064 119,91 116,00 121,00
Loðna 105,794 12,00 12,00 12,00
Lýsa 0,071 39,66 36,00 49,00
Blandað 0,459 41,13 40,00 50,00
Undirmál 0,537 84,00 84,00 84,00
FACOFACO
FACOFACO
FACOFACO
LISTINN k HVERJUM
MÁNUDEQI
freeMMz
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI ■ 653900