Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 32
TVÖFALDUR1. vinningur
Ritstjóm - Augiýsingar -
Áskrift - Dreifing: Sími 27022
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991.
LOKI
Hvenær misstu Eyjamenn
kjarkinn?
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Veðriðámorgun:
Hvessir og
hlýnar
Hvöss suðaustanátt og rigning
verður um suðvestanvert landið.
Norðaustantil þykknar upp með
hægri, vaxandi suðaustanátt.
Veður fer hlýnandi.
Besta sjósókn ársins:
Rúmlega 500
um i gær
Dagurinn í gær var sá langbesti
hvaö varðar sjósókn á þessu ári. Til-
kynningaskyldu Slysavarnafélags
íslands bárust hátt í 1.500 tilkynning-
ar frá sjómönnum í gær. Á hádegi í
gær voru 520 skip og bátar á ferðinni
viö strendur landsins og á miðunum.
Tíðarfar hefur verið með verra
móti að unanfórnu. Veðurspá lofar
hins vegar góðu fyrir daginn í dag
en þó er búist við hvassri suðaustan-
átt á suðvesturmiðum og Faxaflóa-
miðumundirmiðnætti. -ÓTT
ÞjófaríEyjum:
Lögðu á f lótta
út í hraun
Tveir menn á fertugsaldri gerðu
tilraun til aö brjótast inn í söluskál-
1 ■ ann í Goðahrauni í vestanverðum
Vestmannaeyjabæ um klukkan ijög-
ur í nótt. Þeir höfðu með sér fleyg
og hamar á innbrotsstað og hófu að
spenna upp glugga og hurðarbúnað.
-•Þegar mennirnir voru við það að
komast inn fór öryggiskerfi verslun-
arinnar í gang. Við það kom styggð
að mönnunum og lögðu þeir á flótta.
Það sást til mannanna þegar þeir
hlupu í burtu en lögreglan fann þá
skommu síðar. Mennirnir voru
greinilega drukknir.
Nokkur ihnbrot voru framin í Eyj-
um um helgina og er talið hugsanlegt
að þessir menn hafi átt þar hlut að
máli. Mennirnir verða yfirheyrðir
þegar þeir verða í ástandi til þess í
dag. -ÓTT
/
íkveikja á
Egilsstöðum
Ein fimm súlnanna í íslandsmerki Sigurjóns Ólafssonar við Hagatorg brotnaði í fárviðrinu í siðustu viku og hinar
skemmdust nokkuð. Nýlega fóru fram viðgerðir á súlunum en Ijóst er að það þarf að taka þær allar niður og gera
upp. Þá eru uppi hugmyndir um að færa íslandsmerkið vegna breytts skipulags á svæðinu og þá helst nær Þjóö-
arbókhlöðunni. Kostnaður vegna viðgerða á listaverkinu verður á aðra milljón króna. DV-mynd BG
Töluverður eldur varð eftir að
kveikt var í um tuttugu dekkjum við
leiktæki hjá grunnskólanum að Eg-
ilsstöðum um klukkan hálfellefu í
gærkvöldi. Starfsmenn voru inni í
skólanum þegar eldurinn kviknaöi.
Nokkrir krakkar sáust við leiktæk-
in og gaus mikill reykur upp frá
dekkjunum; Slökkvilið var kallað á
vettvang og tókst fljótlega að ráða
niðurlögum eldsins. Skemmdir urðu
einnig á leiktækjum úr timbri. Lög-
reglan rannsakar hveijir hér voru
að verki en krakkarnir, sem voru á
staðnum, voru með eldfæri á sér. Að
sögn lögreglunnar virðist eitthvert
—4 „kveikjaraæði" hafa gripið um sig á
Egilsstöðum þessa dagana.
-ÓTT
Unnlð að nýjum búvörusamningi:
Helmingur launa
beint úr ríkissjóði
- frjáls sala á fullvirðisrétti meðal hugmynda sem sjö manna nefndin ræðir um
Verði hugmyndír þær sem sjö
manna nefndin ræðir þessa dagana
að raunveruleika er stutt í að
bændur fari á framfæri ríkisins og
- fái sem samsvarar helmingi launa
sinna beint úr rikíssjóði í formi
styrkja. Á móti felur hugmyndin í
sér að niðurgreiðslum og útflutn-
ingsbótum verði hætt er núgild-
andi búvörusamningur rennur úr
gildi haustiö 1992.
Framkvæmdastjórn VSÍ hefur
verið boðuð til fundar á morgun til
að fjalla um þá vinnu sem fram
hefur farið í sjö manna nefndinni.
Að sögn Einars Odds Kristjánsson-
ar, formanns VSI, hafa vinnuveit-
endur enn enga ákvörðun tekið um
hvort þeir leggi blessun sína yfir
nýjan búvörusamning við bændur.
Fyrst verði að taka afstööu til
þeirra sjónarmiða og upplýsinga
sem upp hafa komið í sjö manna
nefndinni.
En skýtur það ekki skökku við
aö Vinnuveitendasambandið, sem
ítrekað hefur gagnrýnt stjórnvöld
fyrir að skera ekki niður ríkisút-
gjöldin, sé aö leggja blessun sina
yfir nýjan búvörusamning sem
óhjákvæmilega mun leiða til auk-
inna útgjalda?
„Það tel ég ekki vera. Við ákváð-
um það fyrir ári síðan að leggja
okkur fram ásamt ASÍ við að reyna
að leggja okkar af mörkum til að
leysa þann vanda sem steðjar að
landbúnaðinum. Til lengri tíma
hlýtur það að skila sér í aukinni
hagkvæmni og þar meö lægri ríkis-
útgjöldum."
Góð samstaða er um ýmsár fleiri
hugmyndir í sjö manna nefndinni.
Meðal annars að bændum verði
heimilað að selja fuilviröisrétt í
sauðfjárræktinni sín á milh frá og
með næsta vori og að ríkissjóöur
kaupi framleiðslurétt af bændum
sem samsvari 3800 tonnum af
kindakjöti á næstu 18 mánuðum.
Enn er þó ágreiningur um ýmis
atriði varðandi gerð nýs búvöru-
samnings, til dæmis hvernig
tryggja megi að framieiðsla hvers
árs verði ekki umfram þörf á inn-
anlandsmarkaði.
Nefndinni var komið á fót í kjöl-
far þjóðarsáttarsamninganna síð-
astUðið vor og í henni eiga sæti
fulltrúar frá heildarsamtökum
launþega og atvinnurekenda ásamt
fulltrúum bændasamtakanna og
landbúnaðarráðuneytísins.
-kaa
Frjalst, ohaö dagblað
Alþingi um Litháen:
Viðurkenning
á sjálfstæði
ífullu gildi
„Alþingi ályktar að staðfesta að
viðurkenning ríkisstjórnarinnar frá
1922 á sjálfstæði lýðveldisins Lithá-
ens er í fullu gildi. Alþingi styður
ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 23.
janúar 1991 að verða við ósk lýðræð-
islega kjörinna stjórnvalda í Litháen
um viðræður um stjórnmálasam-
band. Alþingi felur ríkisstjórninni
að leiða málið til lykta með því að
taka upp stjórnmálasamband við Lit-
háen svo fljótt sem verða má.“
Þetta er þingsályktunartillaga sú
sem utanríkismálanefnd Alþingis
lagði fram í gærkvöld og Alþingi
samþykkti á fundi í sameinuðu þingi.
Tillagan var samþykkt í heild sinni
með 41 atkvæði gegn einu, atkvæði
Ólafs Þ. Þórðarsonar.
Þessi samþykkt Alþings hefur vak-
ið athygli erlendis. Reuter fréttastof-
an sem og norrænar fréttastofur
skýra frá henni í morgun. Þar er
haft eftir forseta litháiska þingsins
að samþykktin hafi mikiö að segja.
Napðsynlegt væri að einhver þjóð
bryti ísinn. -hlh
^SM/V
> ( 7*177 \
SMIÐJUKAFFI r
SeHDUM fRÍTT HBM
0PNUM KL.18VIRKADAGA
OG KL. 12 UM HELGAR