Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991. Fréttir Búnaðarþing sett í gær: Ærlegir Islendingar vilja ekki eyðibyggð og sinutún - sagöi forseti þingsins í setningarræðunni Koma verður í veg fyrir skipulags- lausan fótta fólks úr dreifbýlinu til höfuðborgarsvæðisins. Eyðibyggð, með sinutún og yfirgefin hýbýli, er ekki það sem ærlegir íslendingar vilja sjá á ferð sinni um landið. Koma verður á sáttagerö um landið og það verður ekki gert með því að hreinsa heiðarlönd og fjallshlíðar af búpen- ingi. Heilbrigt mannlíf grundvallast á eðlilegu jafnvægi milli gróðurs og dýra og að því verður að stuðla, var meðal þess sem Hjörtur E. Þórarins- son, formaður Búnaðarfélagsins sagði við setningu Búnaðarþings í gær. Búnaðarþing er nú haldið í 75. sinn. Þingið sitja alls 25 fulltrúar sem kjörnir eru til fjögurra ára í senn á 15 búnaðarsambandssvæðum. Áætl- að er að þingið muni standi yfir í viku til tíu daga. Samkvæmt venju fjallar það um þau landbúnaðarmál sem eru til umfjöllunar á Alþingi, auk annarra mála sem snerta land- búnaðinn. Gerö nýs búvörusamnings og Gestir við setningu Búnaðarþings í gær, Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra, Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Vigdis Finnbogadóttir, forseti íslands. DV-mynd GVA áfangaálit sjömannanefndarinnar í þeim efnum er það mál sem búist er við að mestar umræður og deilur standi um á þessu þingi. En af þeim þingmálum sem fjallað verður um má nefna frumvörp til laga um hér- aðsskóga, ferðaþjónustu, og breyt- ingar á jarðalögum. Þá mun búnað- arþing fjalla um tillögur að breyting- um á félagskerfi landbúnaðarins sem milliþinganefnd hefur skilað af sér. Auk þessa mun þingið fjalla um leið- beiningaþjónustuna, sölu fram- leiðsluréttar, innflutning á land- búnaðarvörum og fleira. Alls eru um 17 mál á dagskrá þingsins. Við setninguna héldu þeir Stein- grímur J. Sigfússon landbúnaðar- ráðherra og Haukur Halldórsson, formaður Stéttasambands bænda stutt ávörp. Báðir töluðu þeir um þann vanda sem steðjað hefur að ís- lenskum landbúnaði á undanförnum árum, einkum þó sauðfjárræktinni. Mat þeirra beggja er að taka verði á vandanum nú þegar meðal annars á grundvelli þess áfangaálits sem sjö- mannanefndin hefur skilað af sér. Haukur sagði brýnt að félagskerfi landbúnaðarins verði aðlagað að þeim samdrætti sem átt hefur sér stað, til dæmis kostnaðarlega. Einnig sagði hann að vegna aukinnar sam- keppni yrði að auka hagræðinguna í hefðbundnum landbúnaði. Því væri bændum ekki lengur stætt á að standa einir að því að halda uppi byggð úti um landið. Steingrímur sagði skoðanakann- anir sýna að mikill meirihluti þjóðar- innar væri því fylgjandi að hlúð sé að íslenskum landbúnaði, til dæmis með innflutningstakmörkunum. Hins vegar sagði hann brýnt að farið yrði út í róttækar og jafnvel sárs- aukafullar aðgerðir til að auka hag- ræðinguna og minnka offramleiðsl- una. Einungis þannig væri hægt að snúa vörn í sókn í hinu skipulagða undanhaldi hefðbundins landbúnað- ar. -kaa Bygginganefhd Akureyrar: Vinnubrögð bruna málastjóra átalin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Bygginganefnd Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 6. febrúar s.l. að átelja þau vinnubrögð bruna- málastjóra að birta fjölmiðlum skýrslu um brunann í Krossanes- verksmiðjunni: „.. .áður en aðilum sem málið varða hafi borist skýrslan í hendur," eins og sagði í samþykkt nefndarinnar. Vitað er að það fór fyrir brjóstið á ýmsum mönnum í stjórnkerfi Akur- eyrárbæjar að þeim hafði ekki borist skýrsla brunamálastjóra i hendur áður en hún var fengin fjölmiðlum. í ályktun bygginganefndar segir að: „Frumdrög hluta skýrslunnar voru send sem trúnaðarmál sumum aðil- um málsins til kynningar, en ekki „umsögn og niðurstöður brunamála- stjóra ríkisins" sem telja verður megin niðurstöður skýrslunnar." Skýrsla brunamálasrjóra hefur vakið mikla athygli og umræður á Akureyri, en í henni var hart deilt á ýmsa aðila vegna brunans í Krossa- nesi. Bæjaryfirvöld hafa hinsvegar ekkert gefið út um málið enn sem komið er, en hafa lýst því yfir að það verði gert áður en langt um líður. Akureyri: Bæjarsjóður „tekinn út" GyJfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa samþykkt að endurskoðendum verði faöð að vinna að saraantekt og umsögn um eigna- og skulda- stöðu Bæjarsjóðs og þróun þeirra mála síðustu 10 árin. Sambærileg athugun verði gerð á þroun rekstr- argjalda og tekjum á því tímabili. Athugunin á einnig að ná til stofn- ana og sjóða í eigu bæjarins og miðast við núverandi uppgjörsað- ferðir á reikningum bæjarins. Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins lagöi fram tillögu í bæjarráði um að löggiltum endurskoðanda Akureyrarbæjar, Endurskoðun Akureyrí hf. og Arn- ari Árnasyni yrði samfara endur- skoðun reikninga fyrir árið 1990 að leggja fram með endurskoðuðum ársreikningi sérstaka úttekt og mat á skuldastöðu bæjarsjóðs, stofnana hans, sjóða og fyrirtækja, og.var samþykkt bæjafráðs gerð í fram- haldi af þeirri tillögu. I dag mælir Dagfari Tapið af gróðanum Nú er heldur betur illt í efni. Loðn- an er fundin. Skipin moka upp loðnu meðffam allri ströndinni og verksmiðjurnar fyllast af loðnu. Ekkert virðist geta komið í veg fyr- ir að veitt verði upp í kvótann og loðnusjómenn eru að vonum kátir yfir aflanum og hlutnum sem þeir fá. Það kemur hins vegar í ljós að það eru ekki allir sem græða á þess- um uppgripum. Loðnuverksmiðj- urnar segjast tapa á loðnuveiðinni og hafa miklar áhyggjur af afkomu sinni eftir að veiðar hófust. Ekki getur Dagfari neitað því að honum brá heldur ónotalega við að heyra þessi tíðindi. Dagfari hefur staðið í þeirri trú að þjóðarbúið mundi tapa milljörðum króna við það að loðn- an fannst hvergi og allir þeir sem hlut ættu aö máli. Dagfari hefur vorkennt sjómönnunum og fólkinu í fiskvinnslunni, svo ekki sé talað um verksmiðjurnar sém ella hefðu staðið aðgerðalausar og fiskilausar út alla vertíðina. Þessi vorkunnsemi hefur verið byggð á misskilningi. Þvert á móti kemur í ljós að þegar loðnan loks- ins finnst byrjar þjóðarbúið að tapa fyrir alvöru og gróðinn, sem allir halda að mokist upp á miðunum, er í rauninni hið alvarlegasta tap! Það má vel vera að sjómennirnir græði og útgerðin græði, en ef fisk- vinnslan og loðnubræðslan tapa þá er lítið unniö við að veiða loðnuna, því það eru fiskvinnsluhúsin sem ráöa ferðinni og skapa arðinn í þjóðfélaginu. Þau selja afurðirnar úr landi og ef hvert tonn er selt með tapi þá verður eitt allsherjar- krakk þegar dæmið verður gert upp. Því meiri loðna, því meira tap. Nú fer Dagfari að skilja hvers vegna fiskifræðingarnir fundu ekki loönuna. Þeir hafa auðvitað verið að hugsa um þjóðarhag og alla þá skelfingu sem hlytist af því að loðn- an fyndist. Fiskifræðingarnir hafa verið í hlutverki fiskifælunnar og rekið niður tæki sín og mælt í sjón- um þar sem ólíklegast var að loðn- an héldi sig. Þannig ætluðu fiski- fræðingarnir að þjóna hagsmunum loðnuverksmiðjanna og koma í veg fyrir að loðnuskipin færu að asnast til að veiða loðnu sem leiddi af sér tap og hallarekstur. Fiskimenn láta hins vegar ekki fæla sig burt af miðunum og þeir þefuðu uppi loðnutorfurnar og ráð- herrann neyddist til að aflétta veiðibanninu. Með því að tak- marka veiðar og skera afla niður í kvóta er helst von til þess að bjarga megi þjóðarhag og þá sérstaklega afkomu fiskvinnsluhúsanna. Banninu var sem sagt aflétt illu heilh eftir að loðnan fannst óvart og nú er ekki aftur snúið. Nú er verið að moka henni upp og loðnu- verksmiðjurnar neyðast til að taka við henni til bræðslu og tapið hrannast upp með hverju tonninu sem berst á land. Þessi mikla loðnuveiði er víti til varnaðar. Aldrei aftur á að taka loðnuskipin með í leit að loðnu. Það á að láta fiskifræðingana um það mál. Og aldrei aftur eiga menn að reyna að græða á því að veiða fisk sem hefur ekkert nema tap í för meö sér. Síðast en ekki síst á að forða fiskimjölsverksmiðjum frá því að vinna fiskimjöl eða lýsi, því um leið og einn sporður berst að landi fara verksmiðjumar að tapa. Menn geta auðvitað áfram dun- dað sér við að byggja verksmiðjur og fá lán úr byggðasjóðum og fjár- festingarsjóðum til að reisa þessar verksmiðjur, enda skapar það at- vinnu í landi þegar menn fást við slíka byggingarvinnu. Það þarf að halda vélunum við og það þarf að hafa menn á vakt til að passa upp á húsin og það þarf forstjóra til að halda til Reykjavíkur og slá lán fyrir rekstrinum. Þetta er allt í stakasta lagi, svo fremi sem menn gæta þess að loðnan eyðileggi ekki þennan rekstur með því að veiðast. Nú er bara að vona að afturkipp- ur komist í veiðarnar og loðnan stingi sér á kaf og þessum upp- gripum linni, ef þjóöarhagur á að bjargast. Hér er mikið í húfi, því þjóðin hefur ekki efni á því að tapa meö áframhaldandi loðnuveiðum. Það getur vel verið að gróðinn sé einhver í fyrstu meðan skipin standa í þeim landráðum að moka upp loðnunni en um leið og loðnan kemur á land er gróðinn orðinn að tapi. Rosalegu tapi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.