Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 26
26 ÞRIDJUDAGUR 19. FEBRUAR 1991. Fólk í fréttum Eyjólfur Kristjánsson Eyjólfur Kristjánsson, tónskáld og söngvari, sigraði í forkeppni Söngvakeppni sjónvarpsstöðva að þessu sinni eins og fram hefur kom- ið í fréttum DV en hann var auk þess í helgarblaðsviðtali DV um síð- ustu helgi. Starfsferill Eyjólfur fæddist í Reykjavík 17.4. 1961 og ólst upp í foreldrahúsum í Vogahverfinu. Hann stundaði nám við MR í fjóra vetur'en hætti þá námi og sneri sér að tónsmíðum og tónlistarflutningi. Þá stundaði hann nám í píanóleik hjá Jakobínu Axels- dóttur 1982-85. Eyjólfur starfaði á sumrin við Skíðaskólann í Kerhngarfjöllum frá 1975, fyrst sem lyftudrengur en síð- an sem skíðakennari frá 1978-84 og sumrin 1986,1988 og 1990. Hann spilaði með hljómsveitinni Hálft í hvoru 1981-86 og með Bítla- vinafélaginu 1986-90. Eyjólfur á fjölda laga á hljómplötum ýmissa hljómsveita en auk þess kom út plata með honum einum, Dagar, árið 1988. Hann hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarsýningum í Broad- way, á Hótel íslandi og á Hótel Sögu. Þá hefur hann sungið og spilað á gítar á eigin vegum víða um land. Eyjólfur hefur sex sinnum tekið þátt í forkeppni sönglagakeppninn- ar og oftast verið sigurstranglegur, auk þess sem hann sigraði í Lands- lagskeppninni árið 1990. Eyj ólfur æfði fótbolta og hand- bolta á unglingsárunum og keppti með Þrótti í þessum greinum frá 6. flokki og upp í 3. flokk. Hann keppti á skíðum fyrir Ármann er hann var sextán ára, keppti um skeið í vegg- tennis og varð Islandsmeistari í þeirri grein 1984 og 1985. Þá æfir hann keilu, er félagi í KFR og kepp- ir í þeirri grein með Keiluböðlum í 3.flokki. Fjölskylda Unnusta Eyjólfs er Vigdís Stefáns- dóttir, f. 3.7.1970, en hún er i námi í Frakklandi. Systkini Eyjólfs eru Björg, f. 9.8. 1946, kennari í Reykjavík, gift Ás- geiri Theodórs lækni og eiga þau fjögur börn; Hrafnhildur, f. 17.4. 1948, svæfingarhjúkrunarkona á Akranesi, gift Birgi Einarssyni kennara og eiga þau tvö börn, auk þess sem hún á barn frá fyrra hjóna- bandi; Helga Guðlín Wieland, f. 1.9. 1951, húsmóðir í Sahsbury í Banda- ríkjunum, gift Jeff Wieland lækni og eiga þau tvö börn; Hans, f. 17.2. 1956, sölumaður og íþróttakennari í Hafnarfirði, en sambýliskona hans er Snjólaug Elín Bjarnadóttir íþróttakennari; Kristján, f. 17.2. 1956, dr. í liffræði og lektor við land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn, en sambýhskona hans er Bir- git Kristensen og á Kristján einn son frá fyrrv. hjónabandi. Foreldrar Eyjólfs eru Kristján Björn Þorvaldsson, f. 30.5.1921, stór- kaupmaður í Reykjavík, og kona hans, Guðný Eyjólfsdóttir, f. 27.10. 1925, húsmóðir. Ætt og frændgarður Meðal systkina Kristjáns má nefha Óla Sverri, blaðasala í Reykjavík. Kristján er sonur Þor- valds Ásgeirs, málarameistara í Reykjavík, Kristjánssonar Bernd- sen, verslunarmanns í Reykjavík, bróður Margrétar, móður Halldórs stórkaupmanns og Hannesar sendi- herra Kjartanssona. Kristján var sonur Hinriks Berndsen, faktors á Skagaströnd, af dönskum ættum. Móðir Þorvalds var Guðríður, systir Sigríðarl langömmu Jóns L. Árna- sonar stprmeistara. Guðríður var dóttir Þorvalds, prests á Hjalta- bakka, bróður Kristínar, móð- urömmu Lárusar Jóhannnessonar, alþingismanns og hæstaréttardóm- ara, og Önnu, móður Matthíasar Johannessen, skálds qg ritstjóra. Þorvaldur var sonur Ásgeirs, bók- bindara og dbrm. á Lambastöðum, bróður Jakobs, prests í Steinnesi, langafa Vigdísar forseta. Ásgeir var sonur Finnboga, verslunarmanns í Reykjavík, Björnssonar og Arndísar Teitsdóttur, vefara í Reykjavík og ættföður reykvísku Vefaraættar- innar, Sveinssonar. Móðir Þorvalds á Hjaltabakka og kona Ásgeirs var Sigríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta. Sigríður var dóttir Þorvalds, prests og skálds í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar, prests í Holtaþingum, Högnasonar, „prestaföður" prests á Breiðaból- stað í Fljótshlíð, Sigurðssonar. Móö- ir Sigríðar var Kristín Björnsdóttir, prests í Bólstaðarhhð, Jónssonar. Móðir Guðríðar var Hansína Þor- grímsdóttir, prests í Þingmúla, Arn- órssonar. Móðir Þorgríms var Margrét Björnsdóttir, systir Krist- ínar, móður Sigríðar Þorvaldsdótt- ur. Móðir Hansínu var Guðrún Pét- ursdótfir, b. í Engey, Guðmundsson- ar, langafa Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Móðir Kristjáns stórkaupmanns Eyjólfur Kristjánsson. var Björg Sigvaldadóttir, húsmanns í Dæli í Fljótum, Gunnlaugssonar, b. í Hólakoti í Ólafsfirði, Jónssonar, b. á Syðri-Á í Ólafsfirði, Björnsson- ar. Móðir Sigvalda var Sigríður Sig- urðardóttir, b. á Ósi í Móðruvalla- klaustursókn, Sigfússonar. Móðir Bjargar var Guðrún Kristín Guðný Márusdóttir, b. í Dæli, Márussonar. Guðný, móðir Eyjólfs, er dóttir Eyjólfs, sparisjóðsgjaldkera í Hafn- arfirði, Krisrjánssonar, b. á Krossi á Berufjarðarströnd, Eiríkssonar. Móðir Eyjólfs var Guðný Eyjólfs- dóttir. Móðir Guðnýjar Eyjólfsdótt- ur yngri var Guðlín, systir Ágústs, stofnanda kexverksmiðjunnar Frón. Guðlín var dóttir Jóhannesar, skósmiðs í Reykjavík, Þórðarsonar og Sólveigar Bjarnadóttur. Afmæli Vilhj álmur Arnason Vilhjálmur Ámason verkstjóri, Burstafelh í Vestmannaeyjum, er sjötugurídag. Starfsferill Vilhjálmur fæddist að Burstafelli í Vestmannaeyjum og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann missti ungur fóður sinn er.húsið Burstafell brann en í þ ví sly si fórust einnig ungur bróðir Vilhjálms, Óli ísfeld, og syst- ursonur, Árni Sigurðsson. í sömu viku hafði Vilhjálmur lokið góðu inntökuprófi í Verslunarskóla ís- lands en slysið kom í veg fyrir frek- ariskólagöngu. Á árunum fram yfir tvítugt stund- aði Vilhjálmur sjómennsku og þau verkamannastörf er til féllu á þeim kreppuárum. Hann vann síðan við verslunarstörf og var um tíu ára skeið verslunarsrjóri hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja. Þá festi hann kaup á Efnalauginni Straumi viö Skóla- veg árið 1959 og 1974 keypti hann Þvottahús Vestmannaeyja og flutti fatahreinsunina þangað þar sem hann starfrækti hana undir nafninii Þvotta- og efnalaug Vestmannaeyja. Vilhjálmur seldi þessi fyrirtæki eftir tuttugu og fimm ára rekstur og hóf störf sem verkstjóri í Kerta- verksmiðjunni Heimaey í Vest- mannaeyjum þar sem hann starfar enn. Á eldgosaárinu 1973 vann Vil- hjálmur um skeið í Reykjavík en undi þar illa og hóf þá fljótlega störf hjá lögreglunni í Eyjum, enda hugur hans þar. Vilhjálmur hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um íþróttir og er heiðursfélagi í íþróttafélaginu Þór. Þá er hann heiðursfélagi í Agóges þar sem hann hefur unað sér vel í hópi góðra félaga í mörg ár. Fjölskylda Vilhjálmurkvæntist22.2.1942 Maríu Gísladóttur, f. 6.3.1923, hús- móður, en hún er dóttir Gísla Jó- hannssonar, smiðs frá Krossi í Mjóafirði, og Þórunnar Karlsdóttur ísfeld, b. á Krossi og síðar á Fransk- amel á Norðfirði, Guömundssonar. Faðir Gísla, Jóhann Marteinsson, var fæddur á Parti í Sandvík í Norð- fjarðarhreppi en flutti ungur til Mjóafjarðar og bjó á Krossi í tíu ár ásamt konu sinni, Katrínu Gísla- dóttur Eyj ólfssonar frá Reykj um í Mjóafirði. María missti ung móður sína og fór í fóstur til frænku sinnar, Ólafíu ísfeld, og Sæmundar Þor- valdssonar, kaupmanns á Norðfirði. Börn Vilhjálms og Maríu eru Óh Árni, f. 18.10.1941, sjúkraliðií Nor- egi, kvæntur Jenny Joensen frá Færeyjum, og eiga þau þrjú börn; Þór ísfeld, f. 30.11.1945, verksrjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Sól- veigu Adólfsdóttur úr Vestmanna- eyjum og eiga þau þrjú börn; Sæ- mundur, f. 7.12.1948, yfireftirhts- maður í Innri-Njarðvík, en sambýl- iskona hans er Fríða Jóna Ágústs- dóttir frá Vestmannaeyjum og eiga þau eitt barn. Frá fyrra hjónabandi á hann tvö börn og er móðir þeirra Elín K. Þorteinsdóttir frá Vest- mannaeyjum; Sigurbjörg, f. 2.11. 1956, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Guðmundi Pálssyni, fram- kvæmdastjóra í Vestmannaeyjum, og eiga þau eitt barn; Vilhjálmur, f. 5.3.1963, listamaður í Vestmanna- eyjum, kvæntur Ragnhildi Þ. Svans- dóttur frá Eskifirði, og á hann eitt barn frá fyrra hjónabandi en móðir þess er Andrea I. Sigurðardóttir. Systkini Vilhjálms eru Guðfinna, húsmóðir í Reykjavík, gift Elíasi Sigfússyni verkamanni; Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, gift Óskari Lárussyni útgerðarmanni; Aðal- heiður húsmóðir, nú látin, var gift Ágústi Bjarnasyni, fulltrúa í Reykjavík; Pálína, húsmóðir í Reykjavík, gift Jónasi Sigurðssyni skólastjóra; Lára, húsmóðir í Reyja- vík, gift Baldri Jónassyni verka- manni; Helga, húsmóðir á Akra- nesi, gift Guðjóni Jónssyni, b. og verkamanni; ÓU ísfeld sem er lát-. inn. Foreldrar Vilhjálms voru Árni Oddsson frá Oddsstöðum í Vest- mannaeyjum, f. 6.5.1888, d. 16.6. 1938, umboðsmaður Brunabótafé- lags íslands, og Sigurbjörg Sigurð- ardóttir frá Stuðlum í Norðfiröi, f. 25.6.1883, d. 15.3.1970. Ætt Árni var sonur Odds Árnasonar, b. á Oddsstöðum í Vestmannaeyj- um, Þórarinssonar. Móðir Árna Vilhjálmur Árnason. Oddssonar var Jóhanna Lárusdótt- ir, hreppstjóra og b. að Búastóðum í Vestmannaeyjum. Sigurbjörg, móðir Vilhjálms, var dóttir Sigurðar, b. og útgerðar- manns á Stuðlum í Norðfirði, Finn- bogasonar, frá Eyri í Fáskrúðsfirði, Erlendssonar, b. í Hvammi í Fá- skrúðsfirði, Finnbogasonar, úr Fljótum, Ólafssonar. Móðir Sigur- bjargar var Guðfinna Árnadóttir frá Breiðuvík. Vilhjálmur verður að heiman á afmæhsdaginn. Elías ívarsson og Guðrún Sveinsdóttir Elías ívarsson bryti, til heimilis að Eiríksbúð við Búrfellsvirkjun, er sjötugur í dag, og kona hans, Guð- rún Sveinsdóttir, húsmóðir og fyrrv. ráðskona, verður sextug þann 6.3. nk. Starfsferill Elías fæddist í Mykjunesi í Fær- eyjum og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann lærði skósmíöi í Fær- eyjum en byrjaði ungur til sjós og var þá á fiskibátum. Elías kom fyrst tilíslandsl944. Guðrún fæddist að Ósabakka á Skeiðum og ólst þar upp. Elías og Guðrún eiga tvö börn saman en auk þess á Elías sjö börn frá fyrra hjónabandi og Guðrún eitt barn frá því fyrir hjónaband. Foreldrar Elíasar voru ívar Zach- ariasen, sjómaður í Mykjunesi, og kona hans, Jóhanna Zachariasen húsmóðir. Elias Ivarsson og Guðrún Sveins- dóttir. Foreldrar Guðrúnar voru Sveinn Gestsson, b. á Ósabakka, ogkona hans, Auðbjörg Káradóttir. Elías og Guðrún taka á móti gest- um í tilefni afmælanna á heimili sínu fóstudaginn 22.2. nk. eftir klukkan 17.00. ^ , Til hamingju með afmælið 19. febrúar 75 ára 50ára Guðrún 0. Björnsdóttir, Kleppsvegi 6, Reykjavík. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Æsufelli 2, Reykjavik. Sigurlína Rut ólafsdóttir, Stekkjagerði 10, Akureyri. 40ára 60ára Sigriður Bjarnadóttir, Brimhólabraut 38, Vestmannaeyj- um. Sigurpáll Óskarsson, Prestbakka, Hofshreppi. IWargrét S. Árnadóttir, Laugarasvegi 7, Reykjayík. Finnbogi Rútur Þormóðsson, Stóragerði4,Reyk3avík. - Ingibjörg Sigurðardóttir, Dalarúni 14, Sauðárkróki. Olafur Þórarinsson, Suðurgötu 35, Akranesi. Jónívarsson, Jföklaseli 25, Reykjavík. Sigriður Baldursdóttir, Sæbólsbraut 26, Kópavogi. Guðný Sigríður Hilmisdóttir, Hraunfúni 3, Vestmannaeyjum. Björn Berndsen. Björn Berndsen Björn Berndsen málari, Ugluhól- um 8, Reykjavík, er sextugur í dag. Kona Björns er Soffia Sigurjóns- dóttir húsmóðir, f. 7.9.1925. Björn tekur á móti gestum, laugar- daginn 23.2. n.k. í húsi Kiwanis, • Brautarholti 2&, eftir klukkan 20.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.