Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGÚR 19. FEBRÚAR 1991. Menning Daöi Guöbjörnsson - í djúpum dal, 1990-91, olía á striga. Leikandi & leitandi Fátt er betur til þess fallið að leysa úr læðingi ímynd- unaraflið heldur en leikurinn. í léttúð og ábyrgðar- leysi hans verða að engu skilin milli hins mögulega og ómögulega, atburðir taka óvænta stefnu, nýjar hugmyndir kvikna og þróast. Til eru hugsuðir sem telja leikinn undirstöðu menningarlegrar framþróun- ar, sjá til dæmis skilgreiningu Huizingas á manneskj- unni sem „homo ludens", „manninum leikandi". Á þessari undirstöðu geta menn síðan reist sitt list- ræna hús, stórt eða smátt, allt eftir því hvort það á að rúma mörg stig og blæbrigði mannlegrar reynslu eða afmarkaðan hluta hennar. Máli skiptir að fara ekki frá húsinu hálfköruðu og missa þar með bygging- arleyfið út úr höndunum á sér. Skrautlitir Daði Guðbjörnsson er feiknarlega mikilvirkur myndlistarmaður, sem sýnt hefur af sér mikla og fijóa leikgleöi, einkum og sérílagi í grafíkverkum sínum. Hins vegar hefur þessi leikgleði ekki borið viðlíka ávöxt í máluðum verkum hans, það er, getið af sér ágenga og innihaldsríka myndlist, heldur oft og einatt snúist upp í staðlað krumsprang og stagl, slegið skraut- litum. Þar til nú. Því sýning Daða í Nýhöfn við Hafnarstræti ber ýmis merki þess að listamaöurinn hafi loksins skynjað al- vöruna í léttúðinni, ábyrgðina í ábyrgðarleysinu og dragi af rökréttar myndlistarlegar ályktanir. Línur fá ekki lengur alveg frítt spil í málverkum hans, spinn- ast ekki stjómlaust út og suöur heldur virðast þær hluti af yfirgripsmeira línuspili. Útlínur fara ekki sjálf- krafa í sama farið heldur nýsist listamaðurinn fyrir um nýja skipan hlutanna á myndfleti sínum. Hér er með öðrum orðum um að ræða heilsteyptara málverk, leikandi en samt leitandi, uppfullt meö glettni fremur en glys. Skáldskaparmál Þar með er auðveldara að greina á milli aðal- og aukaatriða í myndlist Daða. Sem tryggir ekki endilega Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson fullan „skilning" á aðalatriðunum, eykur þau samt af skáldlegum sannfæringarkrafti. Markmið Daða er nefnilega hið sama og flestra starfsbræðra hans, að byggja upp myndir með eigin veruleika, myndir sem bæta einhverju markverðu, jafnvel ævintýralegu, við þann grámuskulega veruleika sem við hrærumst í. Efniviður hans er ýmiss konar tuggur, þar á meðal margra alda stílbrigði - barokk og rókókó til afstrakt- expressjónisma - sem oröin eru máð af ofnotkun, og margháttað rómantískt tafs í myndrænu formi. Með því að tefla saman þessum ólíku aðföngum, jafnt tvi- víðum sem þrívíðum, freistar listamaðurinn þess aö koma nauðsynlegu róti á huga okkar. Þrátt fyrir heilsteyptara yfirbragð þessara málverka eimir enn eftir af fyrra tætingi, áherslur í þeim eru stundum bæði í austur og vestur. í heildina er árangur- inn þó ásættanlegur, og gott betur. Frá Barna- DV Vegnamistaka birtist röng mynd af raöspilinu hans GaldraíBama-DV sl. laugardag. Hérna erréttamálverkið. Hver málaði það? Sendið svarið til: Sjónvarpsins, Laugavegi 176, 105 Reykjavík. BLIND HÆÐ^ Háv h|umferðar Urað Andlát Sigurður Egill Friðriksson frá Bol- ungarvík lést á hjúkrunarheimilinu Skjóh 17. febrúar. Laufey Jónsdóttir, Bólstaðarhlíð 45, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund sunnudaginn 17. febrúar. Hilmar Jensson, Kleppsvegi 76, lést á Borgarspítalanum 16. febrúar. Ebba Sigurbjörg Þórðardóttir frá Ósi er látin. Edward H. Ham verkfræðingur, 16 Lois Lane, Farmingdale, New York 11735, andaðist 16. febrúar. Jóhann Sigfússon útgerðarmaður, frá Vestmannaeyjum, Gnoðarvogi 66, lést á Landspítalanum laugardag- inn 16. febrúar. Guðbjartur G. Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést á heimili sínu, Hrafnistu í Reykjavík, mánu- daginn 18. febrúar. Nils ísaksson, Boðahlein 8, Garðabæ, lést á sjukradeild Hrafnistu laugar- daginn 16. febrúar. Jarðarfarir Arnar .Júlíusson lést 7. þessa mánað- ar. Útför hans fór fram frá Dómkirkj- unni þann 18. febrúar. Gísli Ólafsson, Skipholti 53, Reykja- vík, lést á Landakotsspítala sunnu- daginn 3. febrúar sl. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðný J. Ottesen, Túngötu 36a, and- aðist 16. febrúar. Jarðarfórin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 21. febrúar kl. 10.30. Hávarður. Karl Reimarsson, Hátúni 10, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 20. febrúar kl. 10.30. Runólfur Ólafsson, Vallarbraut 13, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fóstudaginn 22. fe- brúar kl. 14. Guðríður Guðlaugsdóttir, Hátúni 10, Reykjavík, er lést 13. þ.m., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Jóhann Greipur Friðþjófsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Justa Mortenssen lést 9. febrúar. Hún fæddist 20. júlí 1915 I Örvík í Færeyjum. Justa giftist manni sín- um, Jakobi Mortenssen, 1936. Þau bjuggu 24 ár í Færeyjum en fluttust þá til íslands og hafa búið þar síöan. Þau hjónin eignuðust fimm böm og era þrjú á lífi. Útfór Justu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Margrét Stefánsdóttir lést 11. febrú- ar. Hún fæddist í Reykjavík 18. sept- ember 1932, dóttir Önnu Maríu Jóns- dóttur og Stefáns Jóhannssonar. Eft- irlifandi eiginmaður hennar er Óli Haukur Sveixisson og eignuðust þau þrjár dætur. Þau bjuggu lengst af á Irafossi í Grímsnesi. Útför hennar verður gerð frá Langholtskirkju í dag kl. 13.30. Tapað fundið Seðlaveski tapaðist Brúnt seðlaveski með bankakorti og íleiru tapaðist sl. laugardag á leið frá Sveini bakara á Laugavegi 20 að Hverfis- götu 43. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 20058 á kvöldin. Silfurnæla tapaðist Tapast hefur silfurnæla, aflöng með tveimur litlum gylltum plötum. Farið vari upp Barónsstíg að Landspítala sl. föstu- dag. Finnandi vinsamlegast hringi í Mar- íu Sveinsdóttur, Skúlagötu 40a, sími 623335 fyrir hádegi. Safnaðarstarf Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta í dag kl. 18.30. Altarisganga. Fyrirbæna- efnum má koma á framfæri við sóknar- prest í viðtalstímum hans þriðjudaga til föstudaga kl. 17-18. Dómkirkja:n Mömmumorgnar í safnað- arheimilinu miövikudaga kl. 10-12. Grensáskirkja: Biblíulestur í dag kl. 14 í umsjón sr. Halldórs S. Gröndal. Síðdeg- iskaffi. Helgistund og hádegisverðar- fundur á morgun, miðvikudag, kl. 11. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl. 18. Kársnessókn: Biblíulestur í kvöld kl. 20.30 í safnaöarheimihnu Borgum. Langholtskirkja: Foreldramorgnar mið- vikudag kl. 10 f.h. í umsjón Sigrúnar Kolbeinsdóttur. Starf fyrir 10 ára og eldri miðvikudaga kl. 17. Þór Hauksson og Óskar Ingi Ingason leiða starfið. Seltjarnarneskirkja: Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 15-17. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir ræðir um fóstur- eyðingar. Umræður. Seljakirkja: Mömmumorgunn. Opið hús kl. 10. Tilkyimingar Félag eldri borgara Opið hús í Risinu, Hverfisgötu 105, í dag frá kl. 13. Kl. 15 hefst skáldakynning. GUs Guðmundsson mun fjalla um syst- umar Ólínu og Herdísi Andrésdætur skáldkonur og einnig Theodóru Thor- oddsen. Lesarar verða leikararnir Auður Jónsdóttir og Gísli HaUdórsson. Kl. 16.30 hefst leikfimi, kl. 17 hittist leikhópurinn Snúður og Snælda. í tilefni af degi leið- sögumanna býðst félagsmönnum ferð um Reykjavík ásamt leiðsögn laugardaginn 23. febrúar nk. Upplýsingar á skrifstofu félagsins. Listahátíð unglinganna Félagsmiðstöðin Fellahellir gengst fyrir Usta- og menningarviku 18.-23. febrúar. TUgangurinn með þessari hátíð er að vekja áhuga ungUnganna á skapandi starfi og leyfa þeim að kynnast verkum starfandi listamanna. Daglega kl. 17 verða opin verkstæði þar sem þeir geta stundað myndUst, tónUst og fleira undir leiösögn fagmanna. Á kvöldin kl. 20.30 er blönduö dagskrá. Þar troða ungling- amir upp ásamt þeim eldri og reyndari. Vert er að vekja athygli á að fram á fimmtudag sýnir kvikmyndaklúbburinn valdar myndir kl. 17 og að „Útvarp Frum- an“ sendir út alla daga hátiðarinnar frá kl. 16-23 (13-23) laugardag á FM 105,9 MHz. „Ástir Bjartmars ísidórs" Um þessar mundir standa yfir sýningar á nýju íslensku leikriti eftir Sjón. Verk þetta heitir „Ástir Bjartmars ísidórs" og er það Leikfélag Kvennaskólans í Reykja- vík, Fúría, sem sýnir, undir leikstjórn Grétars Skúlasonar. Ólafur EngUberts- son hannaði leikmynd og búninga og Jóhann Pálmason ljósin. Sýningar em: 20., 21. og 22. febrúar. Sýnt er á Galdra- loftinu, Hafnarstræti 9. Miðapantanir í síma 28077 milU kl. 15 og 17 og miðasala eftir kl. 18 á Galdraloftinu, s. 24650. Fastan í Hallgrímskirkju Fastan - langafasta, sjöviknafasta, hefur löngum skipað mikilvægan sess í trúar- lífi Islendinga. Um aldir hafa Passíusálm- amir mótað föstuhald á flestum heimil- um kynslóð eftir kynslóð. í Hallgríms- kirkju - minningarkirkju Passíusáima- skáldsins - er leitast við að hafa minn- ingu HaUgríms Péturssonar í heiðri og vekja athygU á þeim dýrinæta aríi sem þjóðin á í Passíusálmunum. Um árabil hafa verið kvöldbænir í HaUgrímskirkju aUa virka daga föstunnar (nema mið- vikudaga og laugardaga) kl. 18. Það er stuttar kyrrðarstundir að kvöldi dags, þar sem lesinn er Passíusálmur og flutt kvöldbæn. Á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20.30 em föstumessur. Þar er píslar- sagan lesin og íhuguð og sungið úr Pass- íusálmunum. Engin predikun er flutt en að lokinni stundinni, um kl. 21, verður fræðslusamvera í safnaðarsalnum þar sem dr. Sigurbjörn Einarsson biskup ræðir um trúarlíf og trúariðkun. Allir em velkomnir. Hallgrímskirkja er opin alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Opin öll- um sem leita vilja kymðar og ffiðar til bænar og íhugunar. Febrúarfló F.E.F. Allt milli himins og jarðar til sölu á flóa- markaði félags einstæðra foreldra alla laugardaga í febrúar. Opið kl. 14-17 í Skeljahelli, Skeljanesi 6.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.