Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991. 15 Endurgreiðsla vegna tannréttinga Endurgreiðsla Tryggingastofn- unar ríkisins vegna útlagös kostn- aðar við tannréttingar hefur nokk- uð verið rædd undanfarið. Ástæð- an er sú að nú um mánaðamótin voru settar nýjar réglur um endur- greiðslur sjúkratrygginga á tann- réttingakostnaði samkvæmt lögum um almannatryggingar. Breytingar frá fyrri reglum eru þær að í stað endurgreiðslu helm- ings útlagðs kostnaðar flokkast endurgreiðslur nú í þrjá megin- flokka eftir eðli og tegund tann- skekkjunnar. Þátttaka sjúkra- trygginga í kostnaði getur þá verið frá 35% upp í 100%. Ef tannskekkja nær ekki að lenda í flokkunum þremur er þátttaka í kostnaði eng- in. Eldri reikningar fyrir 1. mars Tryggingastofnun hóf endur- greiðslur um sl. áramót vegna tannréttinga á tímabilinu 1. nóv- ember 1989 til 31. desember 1990. Þessar endurgreiðslur eru sam- kvæmt reglunum sem gjltu fram til 1. nóvember 1989, þannig að greiddur er helmingur kostnaðar. Utan Reykjavíkur annast um- boðsmenn Tryggingastofnunar endurgreiðslurnar en þeir eru bæj- arfógetar og sýslumenn. í Reykja- vík skulu menn snúa sér til af- greiðslu Tryggingastofnunar ríkis- ins að Tryggvagötu 28. Allir reikningar vegna útlagðs tannréttingakostnaðar á fyrr- nefndu tímabili skulu hafa borist fyrir 1. mars nk. KjáUarinn Asta R. Jóhannesdóttir deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins ast á mati á þörf fyrir tannréttingar hverju sinni. Ekki þarf að flokka tannréttingar sem hófust fyrir 1. nóvember 1989, kostnaður vegna þeirra verður áfram endurgreiddur samkvæmt reglum sem þá giltu (þ.e. 50% af útlögðum kostnaði). Nýju reglurnar Um síðustu mánaðamót kynnti heilbrigðis- og tryggingaráðherra nýjar reglur um endurgreiðslur sjúkratrygginga af tannréttinga- kostnaði. Reglurnar gilda um þann tann- réttingakostnað sem til fellur frá 1. janúar síðastliðnum vegna tann- réttinga sem hófust 1. nóvember 1989 eða síðar. Ekki verður endurgreitt fyrr en tryggingatannlæknir hefur úr- skurðað um þátttöku sjúkratrygg- „Endurgreiðslur á tannréttingakostnaði flokkast i þrjá meginflokka ettir eðli og tegund tannskekkjunnar." „Ekki verður endurgreitt fyrr en trygg- ingatannlæknir hefur úrskurðað um þátttöku sjukratrygginganna. Til þess að það sé unnt þarf umsókn sjúklings að berast Tryggingastofnun..." Flokkun tannréttinga Nú þarf að flokka þær tannrétt- ingar, sem hófust eftir 1. nóvember 1989, og verða endurgreiðslur kostnaðar eftir sl. áramót sam- kvæmt nýju reglunum sem byggj- inganna. Til þess að það sé unnt þarf umsókn sjúklings að berast Tryggingastofhun ásamt vottorði tannréttingasérfræðings þar sem tilgreind skulu ákveðin atriði varð- andi meðferðina. Þrírflokkar Endurgreiðslur á tannréttinga- kostnaði flokkast í þrjá megin- flokka eftir eðh og tegund tann- skekkjunnar. Þátttaka Tryggingastofnunar í kostnaði vegna tannréttinga í 1. flokki er 65-100%, í 2. flokki 50% og í 3. flokkki er hlutur hennar 35%. Tryggingaráð getur heimilað að þeir sem lenda í 3. flokki fái engu að síöur endurgreiddan helming kostnaðar fram til 1. september 1991 ef þeir hafa frestað tannrétt- ingu vegna óvissu er ríkti fyrir út- gáfu reglugerðarinnar. Tryggingastofnun endurgreiðir ekki ef tannskekkjan er ekki metin í einhvern af ofannefhdum flokkum. Greiðslustaðir í Reykjavík Tíl að byrja með verða reikning- arnir skv. nýju reglunum aðeins greiddir á þremur stöðum. í Reykjavík á aðalskrifstofu Trygg- ingastofhunar ríkisins, Laugavegi 114, og skrifstofunni, Tryggvagötu 28, og á Akureyri í umboði sjúkra- trygginganna, Gránufélagsgötu 4. Þetta ætti ekki að valda óþægind- um þar sem tannréttingasérfræð- ingarnir eru allir í Reykjavík eða á Akureyri svo að menn ættu að geta sótt endurgreiðsluna um leið og þeir fara til sérfræðingsins. Búist er við aö endurgreiðslur samkvæmt nýju reglunum hefjist í mars næstkomandi. Ásta R. Jóhannesdóttir jóðarflokkurinn -nýjarleiðir Þjóðarflokkurinn! Enn eitt dæm- ið um flokksbrot sem aðeins er til að sundra í stað þess að sameina. Þetta kunna menn að segja er nafn flokksins ber á góma í um- ræðu mánna á meðal er íslensk stjórnmál eru rædd í dag. En svo er reyndar ekki. Þjóðarflokkurinn býður upp á heilsteypta stefnu í þeim málaflokkum sem íslenskt þjóðfélag varðar. Það kemur líka berlega í Ijós eftir þeim viðtökum, sem flokkurinn hefur fengið víða um land að und- anförnu, að fólk hefur mikinn áhuga á þeirri jafnréttisstefnu sem flokkurinn boðar. Telur fólk hann geta breytt þeirri neikvæðu stefnu sem rekin hefur verið í landsmál- um undanfarin ár ef hann fær til þess brautargengi í komandi kosn- ingum. Jafnrétti landshlutanna Sú miðstýring í sljórnkerflnu, sem nú er við lýði og hefur verið allt of lengi, er mikill dragbítur á landsbyggðinni. Fjármagni alls landsins er safnað saman til mið- stýringarinnar og þaðan er því út- hlutað til ýmissa verkefna eftir geðþótta alþingismanna og stjórn- málaflokka en þar hafa landshlut- arnir borið verulega skarðan hlut frá borði. Á mörgum stöðum á landinu hrannast upp verkefni sem ekki er hægt að sinna vegna fjárskorts. Má þar sérstaklega tilnefna hafnir og hafnarmannvirki á smærri og stærri útgerðarstöðum. Þar eru fjöregg þjóðarinnar við öflun gjald- eyristekna. Það er því grátlegt til állarinn Karl Steingrímsson sjómaður vinnuvega og fleiri greina til sjávar og sveita. Eins og allir vita hefur mjög skort á að landsbyggðin hafi setið við sama borð og Reykjavíkursvæðið og því víða skapast stórfellt at- vinnuleysi, samfara miklum fólks- flótta af landsbyggðinni. Þessari miðstýringu getum við aðeins svar- að með því að losa okkur undan klafa þessara flokka og skoða nýja kosti. Það er vitað mál að fjöldi manns er mjög óánægður með það fjár- magn sem kemur í hlut lands- byggðarinnar þegar fjárveitinga- valdið úthlutar því. Við vitum aö mjög víða um land þarf stóraukið fjármagn til hafnagerðar, vega- gerðar, flugvalla og ýmissa ann- arra verkefna, svo búsetuskilyrði Fiskistofnar Islendinga eru ekki til skiptanna, segir greinarhöfundur meðal annars. „Fjármagni alls landsins er safnað saman til miðstýringarinnar og þaðan er því úthlutað til ýmissa verkefna eft- ir geðþótta alþingismanna og stjórn- málaflokka...". þess að vita hversu skilningsleysi ráðamanna hefur verið mikið gagnvart þessum stöðum. Þjóðarflokkurinn vill jafnrétti með stofnun fylkja þannig að það fjármagn, sem þar myndast, verði að stærstum hluta eftir í viðkom- andi fylki. Síðan úthluta stjórn- sýslueiningar þess fylkis fram- kvæmdafé til uppbyggingar at- séu sem skyldi. Við landsbyggðar- fólk, sem öflum stærsta hluta þjóð- arkökunnar, getum ekki endalaust látið bjóða okkur að vera annars flokks borgarar. í stefnumótun hvað varðar sjáv- arútvegsmál leggur Þjóðarflokkur- inn áherslu á að beita sér fyrir al- mennri löggjöf um nýtingu auð- linda hafsins. Landshlutarnir hafi samráð um og annist stjórnun á aflamagni og kvóta. Stefnt skvdi einnig að fulMnnslu sjávarafla innanlands eins og kostur er á og með því móti sköpuð aukin at- vinnutækifæri. Mjög æskilegt er einnig að hafa góða samvinnu við aðrar þjóðir í Norður-Atlantshafi við hafrannsóknir og verndum flskistofna. Eins og fyrr er getið er gífurlega mikilvægt að áhersla sé lögð á full- vinnslu sjávarfangs innanlands en með því má margfalda verðmæti þess afla sem leyfllegt er að veiða. Eins og aUir vita hefur sífellt minnkað það magn flsks sem leyft er að veiða árlega. Við verðum því að vera mjög á varðbergi gagnvart Evrópubandalagsríkjunum og öðr- um þeim ríkjum sem gjarnan renna nú hýru auga til auðlinda okkar. Þar er ekkert til skiptanna. Við höfum bæði skip og mannafla til þess að nýta auðhndir okkar sjálf. Ég vara því við tvístígandi stjórn- málamönnum í þessum málum. Þeir verða að ná áttum og sjá að þær fáu auðlindir, sem yið höfum, eru aðeins fyrir okkur ísléndinga. Það vantar hins vegar ekki að svokallaðir „Fjórflokkar" hafi nefnda byggðastefnu á stefnuskrá sinni, sérstaklega fyrir kosningar. En hver er raunin? Látum dæmin tala, þá sést stefna þeirra í fram- kvæmd. Skoðum þess vegna vandlega kosti þá sem Þjóðarflokkurinn býð- ur okkur. Þá kosti munu margir telja einu vænlegu leiðina til þess að snúa frá þeirri miðstýringu sem átt hefur sér stað á undanfórnum árum og áratugum, leið til aukinn- ar framfarasóknar á landinu öllu. Landsbyggðarfólk, hristum því duglega upp í úreltu og órértlátu kerfi. Verum virk í að snúa vörn í sókn. Karl Steingrímsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.